Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í SUMAR kom fram á vefsíðu Al- þýðusambands Íslands og í málflutn- ingi þess í fjölmiðlum sú fullyrðing að aðal- ástæða hás mat- vælaverðs á Íslandi væri háir innflutnings- tollar á kjöti, mjólk- urvörum eggjum og útiræktuðu grænmeti. Þessa fullyrðingu hefur Samfylkingin nú gripið tveim höndum og slegið upp með stórum fyrirsögnum í öllum fjölmiðlum sem stefnu sinni í nýhafinni kosningabaráttu að af- nema þessa tolla að fullu í tveimur áföng- um, á næsta og þar- næsta ári. Þessi fullyrðing er ekki rétt nema að litlu leyti, því að margar aðrar matvörur, sem ekki njóta slíkra verndartolla eru einnig í flestum tilfellum miklu dýari hér en í ná- grannalöndunum og fiskur, sem áður var talin aðalfæða „fátæka fólksins“ er nú síst ódýrari í mat- vöruverslunum en kjöt, og ekki er þar tollum um að kenna. Það er að vísu rétt að hægt er að fá og flytja inn eitthvað af ofannefndum landbúnaðarvörum á lægra verði ef tollar væru felldir niður, en væri slíkt í samræmi við stefnu ASÍ eða Sam- fylkingarinnar á öðrum sviðum? Að undanförnu hefur komið til starfa á Íslandi fjöldi erlendra verka- manna, frá Póllandi, Eystrasalts- löndunum, Portúgal, Kína. Filipps- eyjum og víðar. Í flestum tilfellum eru laun í heimalöndum þessa fólks aðeins brot af því sem er hér, en engum dettur þó í hug að leyfa því að starfa hér á slík- um kjörum í því skyni að ná niður launatöxtum á íslenskum vinnumark- aði. ASÍ hefur réttilega barist fyrir því að þetta verkafólk megi einungis ráða til starfa á Íslandi á sömu kjör- um og íslenskt verkafólk í sömu starfsgreinum, og er það vel. Hver er munurinn á að leyfa óheft- an tollfrjálsan innflutning á landbún- aðarvörum frá þessum láglaunalönd- um og innflutningi vinnuafls þaðan á þeirra eigin launatöxtum? Mætti þá ekki alveg eins snúa dæminu við og segja að hægt væri að lækka verð ís- lenskra landbúnaðar- afurða og/eða mat- vælaverð í heild með óheftum innflutningi á ódýru vinnuafli? Ég er hræddur um að ef til- lögur um slíkt kæmu fram myndi heyrast hljóð úr horni (og ekki er það tillaga mín). Það er ekki góð póli- tík að ein stétt reyni að bæta kjör sín með því að troða á annarri. Hvergi á vest- urlöndum er leyfður óhindraður eða tollfrjáls innflutningur á land- búnaðarvörum, og stærsti útgjaldaliður ESB. eru m.a. styrkir og útflutningsbætur á landbúnaðarvörum. Þess má einnig geta að útflutningur á kjöti og mjólkurafurðum frá Íslandi til ríkja ESB er bæði háður innflutn- ingskvóta og tolli. Í mörg ár hafa staðið yfir samninga umleit- anir og harðvítugar deil- ur milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um afnám tolla á innflutning land- búnaðarafurða frá Bandaríkjunum. Ofangreind dæmi nefni ég aðeins til að sýna hversu mikla áherslu flest þau lönd sem við miðum okkur við leggja á að viðhalda og vernda þessa framleiðslu hvert á sínu svæði. Ýmsir hagspekingar hafa haldið því á lofti að Nýsjálendingar hefðu fyrir nokkru fellt niður útflutnings- bætur og styrki til landbúnaðar og því hlytu Íslendingar alveg eins að geta það. Munurinn er aðeins sá, að á Nýja-Sjálandi eru bestu skilyrði í heiminum að því talið er til fram- leiðslu á kjöti og mjólkurafurðum, þar sem hvorki þarf hús né fóður- öflun (aðeins opin skýli með þaki til mjaltaaðstöðu og beitiland til staðar allan ársins hring) og engin þjóð get- ur keppt við á þessu sviði, hvað þá heldur Íslenskur landbúnaður. Kosningabomba Samfylkingarinnar Ingimar Sveinsson skrifar um matvælaverð og laun erlends verkafólks Ingimar Sveinsson »Hver ermunurinn á að leyfa óheftan tollfrjálsan inn- flutning á land- búnaðarvörum frá þessum lág- launalöndum og innflutningi vinnuafls þaðan á þeirra eigin launatöxtum? Höfundur er fyrrverandi bóndi og kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Í STEFNURÆÐU forsætisráð- herra við setningu yfirstandandi löggjafarþings gætti mikillar bjart- sýni á efnahagsmál þjóðarinnar. Fram kom að aðhalds- aðgerðir ríkisstjórn- arinnar hefðu skilað árangri og traust staða ríkissjóðs í dag skap- aði víða sóknarfæri. Talaði forsætisráð- herra sérstaklega um lækkun matvælaverðs og framkvæmdir í samgöngumálum í því samhengi. Þá hefur verið lagt fyrir þingið frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2007, þar sem m.a. er gert ráð fyrir áfram- haldandi aðhaldi í ríkisfjármálum. Því verður ekki mótmælt að styrk efnahagsstjórn ríkistjórn- arinnar og aðhald í ríkisfjármálum hefur gegnt lykilhlutverki í að bæta stöðu heimilanna, styrkja rekstur fyrirtækja og sporna við þenslu á erfiðum tímum. Þó er ljóst að gæta verður vel að því hvar slíkt aðhald á að koma niður. Skerðing fjárframlags til æskulýðsmála Í því fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu er gert ráð fyr- ir 29 milljón króna lækkun á fram- lagi til æskulýðsmála á árinu 2007 frá árinu 2006. Tekið er fram að lækkunin komi til „vegna aðhalds í ríkisrekstri“. Um er að ræða lækk- un á fjárframlögum til ungmenna- hreyfinga eins og Ungmennafélags Íslands, KFUM og KFUK og Bandalags íslenskra skáta. Allar gegna þær mjög virku og upp- byggilegu æskulýðsstarfi fyrir fjölda barna og unglinga sem að langmestu leyti byggist upp á sjálf- boðavinnu. Uppbyggilegt æskulýðsstarf besta forvörnin Það er alveg ljóst, og hefur kom- ið skýrt fram í umræðu og auglýs- ingum undanfarið, að uppbyggilegt æskulýðsstarf gegnir mikilvægu hlutverki í félagslegri mótun barna og unglinga. Öflugt og spennandi æskulýðsstarf elur af sér sjálfstæða og ábyrga einstaklinga, hæfa til að taka virk- an þátt í samfélaginu. Þessu til viðbótar er vert að minna á hversu mikið forvarn- argildi þátttaka barna og unglinga í slíku skapandi starfi hefur og er það ekki síst mikilvægt í dag í ljósi aukinnar vímuefnaneyslu hér á landi og þeirrar skipulögðu glæpastarfsemi sem henni fylgir. Hagsmunamat þingmanna gagnrýnivert Það má spyrja sig hversu þungt það verður á vogarskálum efna- hagslífsins að skera þennan kostn- að niður um tæpar þrjátíu millj- ónir, sérstaklega á sama tíma og boðað er til stóraukinna útgjalda til dæmis í samgöngumálum. Grein- arhöfundur styður þá stefnu að áframhaldandi aðhald í ríkisfjár- málum sé nauðsynlegt til að við- halda þeim stöðugleika sem náðst hefur í efnahagsmálum í landinu. Skerðing fjárframlaga með þessum hætti er hins vegar engum til gagns. Ríkisstyrkir fyrri ára hafa skapað rekstrargrundvöll fjöl- margra samtaka. Sé það stefna stjórnvalda að draga úr slíkum styrkjum er því a.m.k. eðlilegt að félagasamtök fái einhvern aðlög- unartíma til að láta rekstur sinn standa undir sér. Jafnframt skyldi ríkið nota þann aðlögunartíma til að búa til lagaumhverfi sem gerir rekstur slíkrar starfsemi, sem byggða er á frjálsum framlögum fyrirtækja og einstaklinga, að raun- hæfum möguleika, t.a.m. með aukn- um skattaívilnunum fyrir þá sem láta fé af hendi rakna. Það kann að líta út fyrir að vera ágætis skammtímalausn að skerða þá litlu sneið sem þegar rennur til æskulýðsmála. Hins vegar er ljóst að slík skerðing getur haft langvar- andi og alvarleg áhrif á starfsemi þeirra aðila sem fyrir henni verða en ekki síst þá sem ætlað er að njóta þeirrar starfsemi. Má jafnvel ímynda sér að aukið fjármagn til æskulýðsmála og þar með styrking forvarnarstarfs sé betri leið til sparnaðar til langs tíma litið. Heggur sá er síst skyldi Ásta Sóllilja Sigurbjörns- dóttir fjallar um æskulýðs- mál og ríkisfjármál » Öflugt og spennandiæskulýðsstarf elur af sér sjálfstæða og ábyrga einstaklinga, hæfa til að taka virkan þátt í samfélaginu. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir Höfundur situr í stjórn KFUM og K á Íslandi. ALÞJÓÐLEGI staðladagurinn er í dag, 14. október. Af því tilefni langar mig að benda lesendum Morgunblaðsins á það hlutverk sem staðlar leika í lífi okkar allra, þótt fæst séum við meðvituð um það.  Veistu hvort leikföngin sem þú gefur barninu þínu eru örugg?  Veistu hvort bremsurnar á nýja reiðhjólinu þínu er nógu góðar?  Veistu hvort koj- urnar í barna- herberginu eru öruggar?  Veistu hvort skartgripirnir þínir eru lausir við ofnæmisvald- andi málma? Ef ofangreindar vörur eru framleiddar samkvæmt Evr- ópustöðlum getur þú treyst því að þær séu öruggar og traustar. Evrópustaðlar eru samdir í sam- starfi framleiðenda, neytenda og stjórnvalda frá 29 Evrópulöndum. Þeir eru síðan staðfestir sem landsstaðlar í öllum löndunum að- ildarlöndum ESB og EFTA auk Rúmeníu. Þannig gilda sömu staðl- arnir í öllum þessum löndum og neytandinn getur verið viss um að vörur framleiddar samkvæmt þess- um stöðlum standist öryggis- og gæðakröfur, hvar sem þær eru keyptar. Staðlarnir eru ekki bind- andi reglur, en stjórnvöld notfæra sér oft staðlana og vísa til þeirra í reglugerðum. Framleiðendur utan Evrópu sem vilja koma vöru sinni á Evrópumarkað þurfa í þeim til- vikum að fara eftir Evrópustöðlum. Staðlar að kröfu neytenda Neytendur gera kröfu um öruggar og vandaðar vörur. Sér- staklega er okkur umhugað um ör- yggi barnanna okkar. Vörur eins og leik- föng, snuð, barna- húsgögn, kerrur, göngugrindur og barnareiðhjól geta valdið börnunum slys- um eða skaða ef ör- yggiskröfur eru ekki uppfylltar. Því hafa evrópskir neytendur tekið höndum saman við framleiðendur og stjórnvöld til að semja og setja fram nauð- synlegar lágmarks- kröfur sem ofan- greindar vörur þurfa að uppfylla til að teljast öruggar. Þessar kröf- ur eru settar fram í Evrópustöðl- um. Við neytendur viljum líka að reiðhjólin okkar séu örugg. Við viljum að garðhúsgögnin okkar þoli að standa úti. Við viljum að renni- brautin í sundlauginni og æf- ingatækin í líkamsræktinni séu örugg. Við viljum ekki fá ofnæmi af skartgripunum okkar og við vilj- um ekki kaupa sófasett með áklæði sem kviknar auðveldlega í. Við vilj- um að sólgleraugun okkar séu ekki bara smart heldur verndi einnig augun gegn útfjólubláu ljósi. Við viljum ekki gluggatjöld úr efni sem upplitast af sólarljósi. Við förum á línuskauta og notum allar tilheyr- andi hlífar og hjálm til að verja okkur ef við dettum. Við viljum að börnin okkar sitji á góðum stólum og við almennileg borð í skólanum, æfi sig á örugg tæki í fimleikum og sparki bolta í örugg mörk á skólalóðinni. Við viljum ekki að tannburstinn detti í sundur svo hárin festist í tönnunum á okkur. Ef við notum linsur þá viljum við að þær standist ströngustu kröfur svo þær skemmi ekki augun í okk- ur. Um allar ofangreindar vörur eru til Evrópustaðlar. En framleið- endum er alla jafna ekki skylt að fara eftir þeim,það er þeirra val. Það er líka val neytenda hvort þeir kaupa vörur sem uppfylla staðla og þar með öryggis- og gæðakröfur eða vörur sem eru kannski ódýrari en engin trygging er fyrir hvort uppfylla kröfurnar. Staðlar efla öryggi og traust neytenda Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar í tilefni af Alþjóðlega staðladeginum »… langar mig aðbenda lesendum Morgunblaðsins á það hlutverk sem staðlar leika í lífi okkar allra … Guðrún Rögnvaldardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ábótavant Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú, vísindi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is LÆKKA ætti gengið á öllum gjald- eyri strax í dag og setja evruna í eitt hundrað krónur. Síðan yrði gengið sett fast og evran yrði eitt hundrað krónur. Við vorum áður oft bundnir fastir við dollar en fórum svo síðast yfir í þetta uppboðsgengi sem hækkar upp og niður. Dollarinn hefur verið 60 krónur og einu sinni fyrir nokkuð löngu fór hann yfir eitt hundrað krónur. Er í dag 70 krónur. Um leið og evran er sett í eitt hundrað krónur yrði lánskjara- vísitalan afnumin og allar vísi- töluskuldir bannaðar. Ef fólk vildi taka erlent lán yrði það í evrum eða öðrum erlendum gjaldeyri þar sem engin vísitala er. Vísitalan yrði bönnuð. Stýrivextir afnumdir en þá verður að afnema um leið og verð- trygging er bönnuð. Til að ráða framboði peninga yrðu lífeyrissjóðirnir fluttir í seðlabank- ann en sjóðirnir eru 1200–1400 milljarðar. Stýrivextir seðlabanka yrðu óþarfir og best að banna þá. Allir gætu fengið evrulán á evr- uvöxtum án vísitölu. Evruvextir eru mjög lágir, brot af stýrivöxtum. Þetta er allt hægt að gera á viku eða allavega mánuði. Útfærslan er mikil vinna. Ekki yrði gengið í ESB enda tekur það mörg ár. EES dugar í bili. Útfærslan er flókin en að- allega vinna og ekki rædd hér. Fyrir nokkrum dögum vildu 47% þjóðarinnar fá evruna í skoð- anakönnun. Þarna er bent á ein- falda leið enda vann höfundur 10 ár í viðskiptaráðuneyti á árunum 1965– 75. Það þarf að taka stýrivextina af Seðlabankanum. Svona er það hægt. LÚÐVÍK GIZURARSON, hæstaréttarlögmaður. Gengislækkun: Evran verði eitt hundrað krónur Frá Lúðvík Gizurarsyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.