Morgunblaðið - 18.10.2006, Page 14

Morgunblaðið - 18.10.2006, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,26% í Kauphöll Íslands í gær og var lokagildi hennar 6.503,92 stig við lokun markaða. Avion hækkaði um 3,86% og Glitnir um 2,29%. Atl- antic Petroleum lækkaði um 10,53% og Alfesca um 3,02%. Gengi íslensku krónunnar veiktist um 0,68% í dag. Gengi Bandaríkja- dollara er nú 68,3 krónur, gengi breska pundsins er 127,80 krónur og gengi evrunnar er 85,80 krónur. Hækkar um 0,26% ● GLITNIR banki hefur ákveðið að aðgreina þá hluti sem keyptir hafa verið til að verja bankann fyrir áhættu tengdri framvirkum við- skiptum frá öðr- um hlutum í eigu bankans. Í tilkynningu frá bankanum, sem send var til Kauphallarinnar í gær, segir að þetta sé gert til að auka gegnsæi hlutabréfaeignarinnar Glitn- is. Þá segir í tilkynningunni að þessi aðgreining muni endurspeglast í hlutaskrám hlutafélaga, þar sem bankinn er hluthafi. Með þessu nýja fyrirkomulagi á skráningu hlutabréfa í eigu Glitnis hefur bankinn nú fylgt Landsbank- anum, sem í ágústmánuði síðast- liðnum tilkynnti um sams konar að- gerð til að auka gegnsæi hlutabréfaeignar bankans. Aukið gegnsæi hluta- bréfaeignar Glitnis ● GENGI bréfa Atlantic Petroleum í Kauphöll Íslands féll um 10,53% í viðskiptum gærdagsins eftir að frétt- ir bárust af því að olíuleit á svoköll- uðu Brugdan-svæði í færeyskri lög- sögu hefði ekki borið árangur. Norska olíufyrirtækið Statoil var framkvæmdaaðili borananna, en Atl- antic Petroleum átti hlut í verkefn- inu. Alls var borað ríflega 4.200 metra djúp hola, um 480 metrum undir sjávarmáli, en það eina sem fannst var gas í litlu magni. Var ætlunin að bora niður á 4.400 metra dýpi, en tæknilegir örð- ugleikar gerðu það að verkum að hætt var fyrr. Olíuleit við Færeyjar bar ekki árangur VIÐSKIPTAFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands hefur sett af stað rannsóknarverkefni til að kanna út- rás íslenskra fyrirtækja. Stefnt er að því að skýr heildarmynd af útrásinni á tímabilinu 1998 til 2007 liggi fyrir haustið 2008. Í tilkynningu segir að þrátt fyrir að mikinn vöxt íslenskra fyrirtækja megi hugsanlega rekja til breytinga á markaði hér á landi sé líklegt að stór hluti af ástæðunni sé útrás fyr- irtækja. Margt bendi til þess að ár- angur íslensku útrásarfyrirtækj- anna sé einstakur og til séu ýmsar kenningar um hvað hafi gert þennan árangur mögulegan. Málstofa í dag Verkefnastjóri rannsóknarinnar er Snjólfur Ólafsson prófessor og með honum í verkefnastjórn eru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson lektor, Runólfur Smári Steinþórsson pró- fessor og Þórhallur Örn Guðlaugs- son dósent. Auður Hermannsdóttir, MS í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti, hefur verið ráðin til Viðskiptafræði- stofnunar til að sinna þessu rann- sóknarverkefni. Auk þeirra sem hér eru nefndir munu fjölmargir aðrir koma að verkefninu, að því er fram kemur í tilkynningu. Snjólfur Ólafsson mun kynna verkefnið á málstofu Hagfræðistofn- unar og Viðskiptafræðistofnunar í dag kl. 12:20 í stofu 101 í Odda og er málstofan öllum opin. Íslenska útrásin rann- sökuð í Háskóla Íslands hag þeirra sem þurfa á lyfjum að halda. Samkeppniseftirlitið telur einnig að úrskurður áfrýjunarnefnd- ar hafi talsvert fordæmisgildi og geti auðveldað Samkeppniseftirlitinu að vinna gegn skaðlegri fákeppni á ýmsum mörkuðum hér á landi,“ að því er segir í tilkynningu. Guðni B. Guðnason, framkvæmda- stjóri Lyfja og heilsu, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um málið fyrr en hann væri búinn að kynna sér úrskurð áfrýjunar- nefndar betur. Samruni á lyfja- markaði ógiltur Samruninn sagður myndu hafa skaðað hag neytenda Morgunblaðið/Sverrir Samkeppni Áfrýjunarnefnd samkeppnismála segir að með samrunanum hefðu Lyf og heilsa og Lyfja ráðið um 80% allrar lyfjasmásölu í landinu. ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála staðfesti í gær ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Lyfja og heilsu (DAC) og Lyfjavers. Með ákvörðun sinni 11. júlí sl. ógilti Samkeppniseftirlitið samruna lyfsölu- og lyfjaskömmtunarfyrir- tækjanna DAC og Lyfjavers þar sem talið var að hann myndi raska samkeppni og skaða hagsmuni al- mennings, en DAC er systurfélag lyfsölukeðjunnar Lyfja og heilsu. Segir í rökstuðningi með úrskurði eftirlitsins að samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf og heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar, hefðu rúmlega 80% allrar lyfjasmásölu í landinu. Umtalsverð röskun Það var mat Samkeppniseftirlits- ins að sameiginleg markaðsráðandi staða Lyfja og heilsu og Lyfju gerði fyrirtækjunum kleift að samhæfa hegðun sína á markaðnum án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Væru fyrirtækin þannig í stöðu til þess að takmarka sam- keppni og hækka verð. Ef umrædd- ur samruni hefði gengið eftir hefði þessi staða orðið enn alvarlegri í samkeppnislegu tilliti. „Brotthvarf Lyfjavers af mark- aðnum hefði haft í för sér umtals- verða röskun á samkeppni og skaðað Í HNOTSKURN » DAC og Lyfjaver starfa ásviði lyfjainnflutnings, heildsölu og lyfjaskömmtunar fyrir sjúklinga, en Lyf og heilsa rekur 31 lyfjaverslun víðs vegar um landið. » DAC keypti Lyfjaver ímars s.l. en samruni fyr- irtækjanna var ógiltur þann 11. júlí. EXISTA hefur selt allan hlut sinn í Verði Íslandstryggingu hf., eða 56,65% hlut. Kaupverðið er trúnað- armál. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er kaupandi félagið Klink ehf. sem er í eigu Ingimundar Helga- sonar, stjórnarmanns í Verði, en það félag var næststærsti hluthafinn í Verði fyrir viðskiptin. Í tilkynningu frá Exista til Kaup- hallar Íslands kemur fram að salan muni hafa óveruleg áhrif á rekstur og efnahag Exista. Þá segir að salan sé gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins. Sigurður Nordal, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Exista, segir að félagið sjái ekki möguleika á að hagræða mikið í rekstri Varðar út frá samkeppnissjónarmiðum. Því hafi verið tekin ákvörðun um að selja hlut félagsins, sem ætli hins vegar að einbeita sér að rekstri VÍS á trygg- ingamarkaði. Frá Baugi til VÍS Vörður vátryggingafélag var stofnað árið 1926 undir nafninu Vél- bátasamtrygging Eyjafjarðar, síðar Vélbátatrygging Eyjafjarðar. Félag- ið sérhæfði sig í báta- og skipatrygg- ingum og hefur mikla reynslu á þeim markaði. Árið 1996 var nafni félagsins breytt í Vörður vátryggingafélag og árið eftir hóf fyrirtækið að bjóða all- ar hefðbundnar vátryggingar fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, svo sem ökutækjatryggingar, eignatrygging- ar, ábyrgðartryggingar og slysa- tryggingar auk báta- og skipatrygg- inga sem var stærsti þáttur starfseminnar. Baugur keypti helmingshlut í fé- laginu í gegnum Hring hf. haustið 2003 fyrir um 300 milljónir króna. En í byrjun nóvembermánaðar 2004 nýttu meðeigendur Hrings í Verði sér sölurétt á hlutabréfum sínum. Baugur átti því orðið allt hlutafé í fé- laginu. Sama mánuð keypti VÍS Vörð og varð það sjálfstætt dóttur- félag VÍS. Íslandstrygging var stofnuð árið 2002 af hópi fjárfesta og sameinaðist það Verði árið 2005. Við kaup Exista á VÍS í sumar fylgdi Vörður Íslands- trygging með í kaupunum, en það hefur nú verið selt, eins og áður seg- ir. Exista selur dótturfélag VÍS Klink ehf. kaupir ríflega helmingshlut í Verði Íslandstryggingu hf. Morgunblaðið/Kristinn VÍS Vörður var dótturfélag VÍS um tveggja ára skeið frá 2004. FJÁRFESTING- ARFÉLAIÐ Grettir hefur selt tæplega 6% hlut í Straumi- Burðarási fjár- festingarbanka. Eignarhlutur Grettis fyrir við- skiptin var 15,87% en er 9,98% eftir þau. Söluverðið var um 10,6 milljarðar króna. Frá þessu var greint í til- kynningu til Kauphallar Íslands. Kaupandinn að þeim hlutum sem Grettir seldi er Sund ehf. Grettir er í eigu Sunds, sem á 49,05% hlut í fé- laginu, Landsbankans sem á 35,39%, og Opera fjárfestinga, sem á 15,55%. Fjallað er um sölu Grettis á tæp- lega 6% í Straumi-Burðarási í Morgunkorni Greiningar Glitnis. Þar kemur fram að stjórn Straums- Burðaráss sé mynduð af tveimur hópum fjárfesta: Samson, (þ.e. Landsbankinn og félög tengd feðg- unum Bjórgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni) og FL Group. Samkvæmt flöggun FL Gro- up í Straumi-Burðarási á FL Group um 26% eignarhlut í félaginu. „Samtals atkvæðavægi Grettis, Sunds og Landsbankans og tengdra félaga virðist hins vegar vera um 42% í Straumi-Burðarási en gera má ráð fyrir að atkvæði félaganna fylgist að,“ segir í Morgunkorninu. Grettir keypti í gær 1,61% hlut í Avion Group og á nú 11,53% hlut. Selur 6% í Straumi- Burðarási Björgólfur Thor Björgólfsson   + , &  -     ,  . & /                      !   "# $%  &'      $  () # $  '* $ + *  ,  ,  &    -.&  -/ 0/1 23 &43$  5   !  "#  67   &#   8 *   9:4  ;<## #/ 2 !2   =   !2   $ # #% & 03># 02*  %'()#  8?6@ * # #                                                                        A *1  2   *#  ; $2 B  *# C ( 0                                 1 1 1 1 1 1                                        1  1 1   = 2   B D/ ;A E #  &4!*  2           1 1 1 1 1 1 0B2   2 2 9 *F 0G-    H H &;06 " I     H H ? ?  J,I 0   H H J,I (! 9         H H 8?6I "K L     H H

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.