Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MENNTAMÁL eru okkur Ís- lendingum hugleikin en sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Vel er gert í mörgu og ekki ætlunin að gagnrýna það, en framþróun og gæði náms hljóta að vera nauð- synlegar forsendur góðrar mennt- unar. Því er ætlunin með þessum greinaskrifum að varpa ljósi á mögulegar ástæður þess að lestr- arkunnáttu barna á Íslandi hefur hrakað á undanförnum árum. Þá standa drengir sérstaklega höll- um fæti í þeim efnum. Nú liggja fyrir sláandi nið- urstöður mælinga sem sýna að ís- lenskum börnum hefur farið tölu- vert aftur í lestri á síðastliðnum árum. Þetta verður að teljast mikið áhyggjuefni fyrir foreldra sem og samfélagið í heild, en kemur þó verst við börnin sjálf. Lestur er að mörgu leyti und- irstaða frekara náms og ef ekki tekst vel til á þeim vettvangi í upphafi verður líklega á brattan að sækja í öðrum námsgreinum. Ef litið er til lestrarkunnáttu barna sést að börnum á Íslandi fer mest aftur samanborið við hin Norðurlöndin. Þær niðurstöður sem rætt er um komu fram í PISA 2003, umfangsmikilli rann- sókn á hæfni og getu 15 ára nem- enda í ýmsum námsgreinum sem nær til 32 landa. Þar kom í ljós að lestrargetu 15 ára barna á Ís- landi hefur hrakað verulega frá fyrri mælingu sem birtust í PISA 2000. Ljóst er að afturför í lestr- argetu barna er engan veginn við- unanandi og því þarf að skoða nánar hvað veldur. Ennfremur benda rannsóknir til þess að lestrarfærni drengja verði stöðugt verri á Íslandi (samanber samræmd próf) sem og í öðrum vestrænum löndum. Drengir standa því mun verr að vígi í þessum efnum en stúlkur. Þessi munur á milli kynjana hefur nánast ekkert verið rannsakaður hérlendis en brýn þörf er hins- vegar á því. Vísindamenn telja að ein aðal- ástæða þessarar þróunar sé að þær aðferðir sem notaðar eru við lestrarkennslu passi ekki fyrir drengi. Þegar niðurstöður sýna endurtekið að drengir dragast aftur úr námslega er ekki hjá því komist að spyrja hvort núverandi kennsluaðferðir henti stúlkum mun betur en drengjum. Þetta þarf að skoðast heildrænt, ekki síst í ljósi þess að slíkur munur var ekki á kynjunum fyrir 20–30 árum (Macmillan, 2004). Engum getur þó dottið í hug að drengir hafi ekki sömu getu eða hæfileika til náms og stúlkur og því ljóst að vandinn liggur annars staðar. Sú aðferð sem mikið er notuð á Íslandi sem og mörgum öðrum vestrænum löndum kallast Heild- araðferðin (whole- word method). Þar gengur kennsla út á merk- ingu orða og unnið er með tungu- málið út frá þeim forsendum að vekja áhuga barna á bók- menntum. Niðurstöður rannsókna á slök- um árangri drengja í lestri í öðr- um vestrænum löndum benda til þess að heildaraðferð við lestr- arkennslu henti þeim ekki. Þær niðurstöður hafa leitt til þess að kennsluaðferðum hefur víða verið breytt og sú aðferð sem vinsæl var hér á árum áður, Bókstafur- hljóð (phonics-methods), tekin upp aftur. Hér er um að ræða að- ferð sem gengur út á að kenna einföld stafakennsl og orða- sambönd í upphafi. Margir kann- ast sjálfsagt við setningar eins og „S-s segir Sísí“ og „Ása á á“ úr gömlum lesbókum eins og Gagn og gaman. Þessi aðferð byggist á því að nauðsynlegt sé að ná grunnfærni áður en nemandi fær flóknari verkefni. Rannsóknir sýna að með notkun þeirrar að- ferðar sé báðum kynjum gert jafnt undir höfði og að drengir standi þá jafnfætis stúlkum þann- ig að enginn kynjamismunur verði til staðar (Macmillan, 2004). Í lestrarkennslu er því mælt með þessari grunnaðferð, Bókstafur- hljóð. Rannsóknir sýna að einn stærsti áhrifaþáttur varðandi snemmbæra lestrarkunnáttu er að ná góðri færni með stafi og hljóð (Sprugevica & Hoien, 2003). Það námsefni sem er í notkun og byggist á Bókstafur- hljóð aðferð- inni mætti hins vegar endurnýja og laga að kröfum nútímans. Annað mjög mikilvægt sem ekki má gleymast er þáttur þjálf- unar. Það getur hugsast að grunnurinn fyrir lestrarfærni sé ekki þjálfaður nóg. Það er að segja að Bókstafur- hljóð kunn- átta sé ekki orðin sjálfvirk. Sjálf- virk færni þarfnast mikillar þjálf- unar og áhugahvöt verður að vera til staðar. Sé þessi leið farin sem allt bendir til að sé áhrifarík í lausn þess vanda sem upp er kominn gæti verið gott að aðlaga kennsluaðferðina áhugasviði hvors kyns fyrir sig. Til dæmis mætti hugsa sér að drengir myndu vinna með stóra bókstafi (50 cm) með segli, sem þeir geta smellt á vegg þegar þeir eiga að skrifa orð og annað í þeim dúr. Gamla góða setningin að æfing- in skapi meistarann getur því verið höfð að leiðarljósi í barátt- unni gegn þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað í lestr- argetu barna/unglinga, og þá sér- staklega drengja, á Íslandi í dag. Hins vegar verður að passa vel að rétt sé staðið að þeirri þjálfun, þá ætti eftirleikurinn að vera auðveldari. Fá drengir ranga lestr- arkennslu í skólum? Sigrún Heimisdóttir, Sjöfn Evertsdóttir og Hermundur Sigmundsson fjalla um lestr- arkunnáttu barna » Vísindamenn telja aðein aðalástæða þess- arar þróunar sé að þær aðferðir sem notaðar eru við lestrarkennslu passi ekki fyrir drengi. Sigrún Heimisdóttir Sigrún og Sjöfn eru 3. árs nemar við sálfræðiskor Háskólans á Akureyri, Hermundur er prófessor við fé- lagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hermundur Sigmundsson Sjöfn Evertsdóttir Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ábótavant Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar MEÐ boðaðri sameiningu allra stærstu mjólkurfram- leiðslufyrirtækja landsins í eina sameinaða mjólkursamsölu hef- ur orðið til einhver einkenni- legasta umræða í íslensku sam- félagi til margra ára. Því er haldið fram að einokun muni skila neytendum hundruðum milljóna í lækkuðu vöruverði með aukinni hagræðingu. For- svarsmenn þessa iðnaðar ásamt ráðherra landbúnaðarmála tala hér út úr kú. Með sömu rökum væri það neytendum til hags- bóta að sameina Baug, Kaupás og Samkaup í eina einok- unarsmásöluverslun og Esso, Skeljung og Olís í eitt einok- unarbensínsölufyrirtæki. Þetta eru fráleit rök. Til upplýsingar skal það tek- ið fram að í ár er árið 2006 og að þau sannindi hafa lengi ver- ið höfð að leiðarljósi að frjáls samkeppni tryggi hagkvæmni í framleiðslu og lágt vöruverð. Með samkeppnislögum hefur Alþingi skilgreint það hlutverk ríkisvaldsins að tryggja slíkt hérlendis með hagsmuni al- mennings í fyrirrúmi. Ummæli forsvarsmanna mjólkuriðnaðar- ins undanfarna daga stangast ekki bara á við viðtekin lögmál hagfræðinnar og meginleik- reglur atvinnulífsins, þau eru bein ögrun við neytendur og geta orðið bændastéttinni til mikils tjóns. Alþingi getur ekki látið þessa ósvinnu yfir okkur ganga. Annað tveggja verður að tryggja heilbrigða sam- keppni á íslenskum mjólk- urmarkaði með innleiðingu samkeppnislaga á því sviði eins og Samkeppniseftirlitið hefur farið fram á eða fyrirhuguð sameining verði heimiluð og innflutningur á erlendum mjólkurafurðum gefinn frjáls frá sama tíma. Einokun mun skila bændum óhagkvæmu sölu- og fram- leiðslukerfi og neytendum háu verði og lélegri vöru. Vilji þeir sem ráða mjólkuriðnaði hér- lendis ekki heilbrigða innlenda samkeppni, munu þeir með slíku einungis innleiða slíka samkeppni erlendis frá. Runólfur Ágústsson Blóðmjólk Höfundur er lögfræðingur. UMRÆÐAN ✝ BernharðurGuðmundsson fæddist í Reykjavík 17. október 1930. Hann lést á Land- spítalnum við Hringbraut 5. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Júlíus Júlíusson, f. 13. ágúst 1900, d. 18. mars 1986, og Jarþrúður Bern- harðsdóttir, f. 25. febrúar 1900, d. 1. maí 1988. Systkini Bernharðs voru sjö talsins: Júlíus, f. 26. sept- ember 1922, Bjarnheiður, f. 9. febrúar 1924, d. 10. júlí 1994, Guðrún Áslaug, f. 31. október 1925, Agnes, f. 23. október 1926, Jórunn, f. 23. júní 1929, d. 24. júní 1970, Anna, f. 17. október 1930, d. 29. janúar 2005, og Árni, f. 16. desember 1931. Bernharður kvæntist Guðrúnu Guðjónsdóttur, f. 19. maí 1928. Þau slitu samvistir. Synir Bern- harðs og Guðrúnar eru: 1) Guðjón Hafsteinn, f. 18. febrúar 1949, kvæntur Helgu Jónsdóttur, f. 14. október 1949. Börn þeirra eru: a) Guðjón Már, f. 16. febrúar 1972. Hann á soninn Jason Daða með fyrrum sambýliskonu sinni Sig- ríði Sigurðardóttur, f. 26. júní 1971. Núverandi sambýliskona Guðjóns er Heiðrún Lind Mar- teinsdóttir, f. 3. júlí 1979. b) Guð- rún Líneik, f. 10. ágúst 1977, gift Óðni Bolla Björgvinssyni, f. 18. ágúst 1972. Börn þeirra eru Embla Dröfn og Bjarki Leó. c) Jón Atli, f. 31. júlí 1984. Sam- býliskona hans er Karen Björk Einarsdóttir, f. 18. nóvember 1984. 2) Guðmundur, f. 9. maí 1951. Hann kvæntist Sonju Guð- jónsdóttur, f. 26. nóvember 1951. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Óskírður, f. 21. nóvember 1977, d. 22. nóvember 1977. b) Guð- björg, f. 10. október 1978, í sam- búð með Jóni Gunnari Kristjáns- syni, f. 12. desember 1979. Börn þeirra eru Guð- mundur Ísak og Emil Ísak. c) Bern- harður, f. 21. des- ember 1983. Barn Sonju og uppeld- issonur Guðmundar er Gísli Valgeir Gonzales, f. 17. jan- úar 1974. Hann á soninn Atla Frey með Önnu Sól- mundsdóttur, f. 10. maí 1976. Núver- andi sambýliskona Gísla er Elínborg Sigurðardóttir, f. 22. apríl 1980. Núverandi kona Guðmundar er Svanhildur Jónsdóttir, f. 10. júní 1954, og á hún fjögur börn. 3) Eggert Þór, f. 2. júní 1958, kvæntur Þórunni Valdimars- dóttur, f. 25. ágúst 1954. Synir þeirra eru: a) Gunnar Theodór, f. 9. janúar 1982, í sambúð með Helgu Björgu Gylfadóttur, f. 6. apríl 1983. b) Valdimar Ágúst, f. 9. ágúst 1992. Bernharður kvænt- ist Jóhönnu Kjartansdóttur, yf- irhjúkrunarkonu á röntgendeild Landspítalans, 17. október 1970. Lengst af bjuggu Bernharður og Jóhanna í Espigerði 4 í Reykja- vík. Jóhanna var fædd 4. júlí 1927 og átti einn son, Kjartan Jónsson, f. 29. maí 1951. Jóhanna lést 14. janúar 1993. Bernharður bjó alla tíð í Reykjavík. Hann fór snemma til sjós og var matsveinn á togurum. Eftir að hann kom í land var hann lengi verslunarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands. Hann nam síðan kjötiðn í Iðnskólanum og starfaði sem kjötiðnaðarmað- ur hjá Sláturfélaginu. Frá hausti 1981 til ársloka 1997 starfaði Bernharður sem þingvörður í Al- þingi eða þar til hann hætti störf- um sökum aldurs. Hann var þekktur bridgespilari á sinni tíð og tók þátt í mörgum Íslands- mótum. Bernharður verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Það flaug margt í gegnum hugann hjá okkur systkinunum þegar okkur bárust þær fréttir að afi hefði látist. Minningar tengdar afa eru margar og góðar. Þar ber hæst spennuna sem fylgdi því að koma til afa og Jóhönnu á jól- unum, þar sem fjölskyldan kom öll saman og spilaði langt fram á nótt. Sú hefð helst enn þann dag í dag og mun vonandi gera áfram til minningar um afa. Það var alltaf jafnnotalegt að koma í Espigerði til afa og Jóhönnu, hvort sem þar var spilað í rólegheitum, leik- ið á ganginum eða framundan var spennandi næturgisting. Þar sem við systkinin erum hrein- ræktuð borgarbörn, eigum við þakkir að færa til afa fyrir að hafa kynnt okkur fyrir rammíslenska sveitalíf- inu. Afi vann lengi sem þingvörður og þótti okkur systkinunum mjög gam- an að heimsækja hann í vinnuna og fræðast undir hans leiðsögn um það sem fram fór á Alþingi. Þátt fyrir erfið veikindi af ýmsum toga, var alltaf stutt í húmorinn hjá afa. Meira að segja núna síðustu árin, þegar hann var einna veikastur, hélt hann uppi mikilli stemmningu, hvort heldur um jólin eða í matarboðum hjá pabba og mömmu á Gullteig, með lúmskum húmor og skemmtilegri stríðni. Þá aðallega á eigin kostnað. Einn ungur frændi okkar sagði um afa: „Ég þekkti hann ekki mikið, en ég er afar þakklátur fyrir genin frá honum.“ Jákvæðni- og bjartsýnisgen- in lifa svo sannarlega áfram með börnunum og barnabörnum. Fyrir þetta erum við þakklát. Megi minn- ing hans lifa í hjarta okkar allra. Takk fyrir allt, afi. Guðjón Már Guðjónsson, Guðrún Líneik Guðjónsdóttir, Jón Atli Guðjónsson. Það var seint á árinu 1998 að föður mínum var hreinlega kippt út úr sam- félaginu. Hann fékk heilablæðingu á Spáni og var upp frá því vistmaður á hjúkrunarheimilum. Fyrr á árinu 1998 var haldið honum til heiðurs kveðjuhóf á vinnustað hans, sem var Alþingi, en þar starfaði hann síðustu 16 árin sem þingvörður. Í þessu kveðjuhófi fór séra Hjálmar Jónsson, þáverandi þingmaður, með eftirfarandi ljóð, sem hann samdi um pabba. Við kveðjum með söknuði sárum. Er 67 náðir árum. Það birtist með þökkum og blómum og pökkum og sést best á saknaðartárum. Ég veit að pabbi var mjög vel kynntur á þeim vinnustöðum sem hann starfaði á en þeir voru ekki margir í gegnum tíðina. Hann var að- eins 18 ára gamall þegar ég fæddist og byrjaði snemma að vinna, fyrst sem matsveinn á togurum, og síðan sem verslunar- og kjötiðnaðarmaður, en kjötiðnina lærði hann eftir að hann varð fertugur. Frá því að ég man eftir honum átti hann oft við veikindi að stríða og var töluvert á spítölum. Árið 1978 fékk hann svokallaða spítalaveiki og var á gjörgæslu í 12 vikur, þá fékk hann næringu í æð, sem varð til þess að handleggirnir sködduðust og olli því að hann gat ekki lengur unnið í sínu fagi. Ungur giftist hann mömmu og átti með henni okkur þrjá bræðurna, en því miður blessaðist ekki það hjóna- band, svo þau skildu. Pabbi átti í veik- leika með áfengi og var hann sjálfum sér verstur hvað það varðar. Bæði mamma og pabbi giftust aftur og voru þau hjónabönd blessunarrík. Pabbi giftist góðri konu Jóhönnu Kjartans- dóttur. Þau áttu mörg sameiginleg Bernharður Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.