Morgunblaðið - 18.10.2006, Page 34

Morgunblaðið - 18.10.2006, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristinn Jóhann-es Jónsson fædd- ist á Arnarstapa í Tálknafirði 19. febr- úar 1917. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði að kvöldi 6. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólína Guð- mundsdóttir, f. 17. október 1893, d. 3. ágúst 1969, og Jón Kr. Jóhannesson út- vegsbóndi, f. 2. apríl 1884, d. 18. febrúar 1950. Systkini Kristins eru Gísli, f. 1912 (látinn), Fanney, f. 1922, og Maggý Björg, f. 1935. Ólafur Jósúa, samfeðra, f. 1906 (látinn). Kristinn kvæntist 21. júlí 1944 Magndísi Magnúsdóttur frá Pat- reksfirði, f. 12. júlí 1912, d. 30. des- ember 2002. Foreldrar hennar voru Þórdís Guðmundsdóttir, f. 22. maí 1877, d. 18. september 1950, og Magnús Friðriksson, bóndi á Bakka í Tálknafirði, f. 16. maí 1879, d. 27. desember 1918. Dætur Kristins og Magndísar eru: 1) Þórdís Bakk- sonur er Hilmir Þór. Áður átti hann soninn Francisco Snæ, barnsmóðir Carmen Valencia. Börn Auðar og Leiknis Jónssonar, f. 22. október 1943, er Bogi, f. 20. ágúst 1974, kvæntur Lilju Sæmundsdóttur, börn þeirra eru Telma Sól og Daní- el Dagur. Auður Magndís félags– og kynjafræðingur, f. 15. apríl 1982, sambýlismaður Jón Birgir Einarsson háskólanemi. Kristinn ólst upp á Arnarstapa í Tálknafirði hjá foreldrum sínum. Ungur fór hann til Akureyrar þar sem hann dvaldi í þrjú ár og lauk gagnfræðaprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1937. Síðar öðlaðist hann skipstjóra– og vélstjóraréttindi. Kristinn stundaði sjómennsku og útgerð. Hann rak fiskvinnslufyrirtækin Fiskiver hf., Skjöld hf. og Berg hf um ára bil og var eigandi margra báta gegnum tíðina. Ævistarfi sínu sinnti hann til 74 ára aldurs. Kristinn og Magndís bjuggu á Patreksfirði alla sína starfstíð. Er árin færðust yfir fluttu þau til Hafnarfjarðar í nágrenni við dætur sínar og fjölskyldur þeirra. Síðustu æviárin bjuggu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Kristins verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. mann hjúkrunarfræð- ingur, f. 6. desember 1944, maki Samson Jóhannsson bifvél- virkjameistari, f. 7. júlí 1943. Þeirra synir eru Kristinn Samson- arson rafiðnfræð- ingur, f. 1. júní 1965, kvæntur Pálínu Sam- úelsdóttur leikskóla- kennara, dætur þeirra eru Þórdís og Bjarn- ey. Jóhann Samson- arson véliðnfræðingu, f. 8. apríl 1969, kvænt- ur Þórunni Stefánsdóttur kennara, börn þeirra eru Ingibjörg Ýr og Samson. Magni Þór Samsonarson viðskiptafræðingur, f. 23. júní 1970, kvæntur Kristbjörgu Leifsdóttur félagsráðgjafa, synir þeirra eru Máni Þór og Logi Már. 2) Auður, framkvæmdastjóri. f. 17. ágúst 1946. Sonur hennar og Hreiðars Árnasonar, f. 10. október 1945, d. 10. janúar 1970, er Hugi Hreið- arsson markaðsstjóri, f. 17. desem- ber 1969, sambýliskona Lilja Harð- ardóttir sjúkraþjálfari, þeirra Tengdafaðir minn Kristinn Jónsson hefur nú kvatt þetta líf eftir langa ævi. Hann talaði oft um það er hann fann að komið var að leiðarlokum hvað hann hefði verið lánsamur í lífinu og heilsuhraustur. Kristinn ólst upp á Arnarstapa í Tálknafirði, hjá foreldrum sínum sem þar bjuggu. Faðir hans stundaði þar útgerð á smábátum enda stutt á gjöful fiskimið. Kristinn byrjaði því ungur að hjálpa til við línubeitningu og fisk- verkun og síðan sjóróðra. Kristinn gerði sér snemma grein fyrir mikil- vægi þess að afla sér meiri menntunar en fólst í stuttu barnaskólanámi. Á þessum tímum var það mjög fátítt að ungt fólk í afskekktum sveitum lands- ins hefði sig í slíkt en með áræði og dugnaði tók hann sig upp og flutti til Akureyrar, hann dvaldi þar í þrjú ár og lauk gagnfræðaprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1937. Á sumrin fór hann á síldveiðar til að afla sér fjár til námsdvalarinnar. Eftir Akureyrardvölina flutti hann aftur vestur til Tálknafjarðar en þá stóð hvalveiðiútgerð sem hæst frá Suðureyri við Tálknafjörð. Hvalveiðar frá Suðureyri lögðust síðar af í stríðs- byrjun og á þessum tímamótum flutti Kristinn til Patreksfjarðar. Á stríðsárunum blómgaðist mjög hagur togaraútgerðar á Vatneyri við Patreksfjörð, íbúar þorpsins nutu góðs af vaxandi velmegun. Straumur fólks kom frá nálægum sveitum og byggðarlögum, atvinna var næg fyrir alla og íbúum fjölgaði ört. Fljótlega réð hann sig á togarann Gylfa sem gerður var út af frændum hans Vatneyrarbræðrum. Siglt var með aflann til Englands öll stríðsárin, það má nærri geta hvílík hætta var á ferðum þar sem fara þurfti varlega vegna hættuástands, oft í válegum veðrum auk þess sem ekki mátti hafa ljós á skipinu vegna hættu á kafbátaá- rásum. Er þessu tímabili lauk fór Kristinn að stunda smábátaútgerð með föður sínum og fleirum, á þessum árum afl- aði hann sér vélstjóra- og skipstjórn- arréttinda. Um 1950 eignaðist hann sinn fyrsta bát. Hann hafði ríka athafnaþrá, það var honum mikið kappsmál að vera ekki upp á neinn kominn hvað varðaði atvinnu, því hann vildi verða „sjálfs sín herra“ eins og sagt er. Kristinn hafði sérstakan áhuga á sjávarútvegsmálum og lagði sig fram um að leggja öðrum lið í þeim efnum. Þeir voru ófáir sem hann hvatti til dáða að eignast bát og var þá gjarnan meðeigandi tímabundið. Um árabil var Kristinn meðeigandi og þátttak- andi í fiskverkunar- og útgerðarfyr- irtækjum sem voru að stórum hluta burðarásar í atvinnulífinu á Patreks- firði á þeim tíma. Meðeigendur í þeim fyrirtækjum voru þekktir aflamenn og dugnaðarforkar. Síðustu tvo áratugina sneri Kristinn sér alfarið að sinni eigin útgerð. Hann hafði eignast lítið fiskverkunarhús þar sem hann gat unnið úr sínum afla. Þetta hús var gjarnan kallað „Litlakó- ið“. Þarna var bæði hægt að frysta og salta fisk. Síðustu árin stundaði Krist- inn grásleppuveiðar og verkaði hrogn- in sjálfur. Í hvalstöðinni á Suðureyri réðust örlög um einkalíf Kristins en þar kynntist hann konuefni sínu Magndísi Magnúsdóttur sem þar starfaði við matseld. Í hjónabandi þeirra ríkti ein- stakt ástríki, virðing og samheldni. Magga Magg eins og hún var ávallt kölluð var einstök kona og stóð eins og klettur við hlið Kristins í öllum hans athöfnum. Kristinn var vinmargur og stóð heimili þeirra ávallt opið og gesta- gangur ætíð mikill. Hann var næmur og hafði tilfinn- ingu fyrir aðbúnaði og þörfum þeirra sem bjuggu við erfiðar aðstæður . Ósjaldan bauð hann heim sjómönnum sem höfðu leitað vars í höfninni á Pat- reksfirði vegna veðurs og þurftu að hí- rast um borð í bátum sínum í lengri eða skemmri tíma . Á Urðargötu 26 tók húsmóðirin á móti þeim, þar fengu þeir að fara í bað, veitingar voru born- ar fram og notalegt spjall yfir borðum, en kjarni þeirra umræðna var „þátt- urinn um fiskinn“. Oft sýndu þessir sjómenn þakklæti sitt er fram liðu stundir og héldu tryggð við þau hjón. Heimili Kristins og Möggu var á marga lund sérstakt, þar ríkti mikil glaðværð og léttleiki, öll samskipti op- inská og hreinskiptin. Ekki þótti ann- að við hæfi en að taka einn snúning ef gott lag kom í útvarpið og skipti ekki máli hvernig á stóð, aldrei að sleppa góðu tækifæri til að skemmta sér. Kristinn var góður bridsspilari og fór gjarnan heim úr keppni með 1. verðlaun, hann var einnig liðtækur skákmaður og tók virkan þátt í skák- félaginu á Patreksfirði á sínum tíma. Kristinn var tengdur fjölskyldu sinni og systkinum sterkum böndum. Eftir 40 ára samfylgd hlaðast upp minningar sem skilja eftir ánægju og þakklæti. Það var gæfa mín þegar ég kynntist Þórdísi dóttur Kristins og Möggu og sameinaðist fjölskyldu þeirra. Frá fyrsta degi var mér tekið sem syni þeirra og bar þar aldrei skugga á. Vinátta og umhyggja ríkti fyrir velferð okkar hjóna, sona okkar, síðar tengdadætra og barnabarna. Ár- um saman lá leið okkar vestur á „Patró“ um jól og í sumarfríum. Þá var ætíð glatt á hjalla, vakað fram eftir nóttu, minnst liðinna atburða frá þeirra kæru heimabyggð. Kristinn hafði lag á að kenna ung- lingum til verka, hann lét þá finna að hann treysti þeim fullkomlega til að leysa verkefnin vel af hendi og á sjálf- stæðan hátt. Það var stoltur og ánægður afi þeg- ar dætrasynirnir höfðu aldur til að hjálpa og taka þátt í að dytta að bát- unum, vinna í fiskvinnslunni og síðar til sjós. Það var eftirminnilegt þegar Krist- inn og Magga voru með alla strákana sína í „Litlakóinu“ önnum kafin en þó alltaf stutt í glensið og ærslaganginn. Þegar leið á æviárin fluttust þau hjón frá Patreksfirði til Hafnarfjarðar þar sem þau nutu að vera í návist við stórfjölskyldu sína. Á Hrafnistu í Hafnarfirði fluttu þau hjón þegar getu þeirra til athafna dag- legs lífs fór hnignandi. Það hlýtur að vera hverjum manni mikið áfall að verða blindur en það varð hlutskipti Kristins síðustu æviárin að lifa í al- gjöru myrkri en hann tók því með fá- dæma æðruleysi. Hann var sannfærð- ur um að hans fötlun væri ekki það versta sem gæti hent mann. Hann var ákaflega þakklátur því góða fólki sem annaðist hann. Starfsfólkinu á hjúkr- unardeild 3B eru færðar bestu þakkir fyrir frábæra hjúkrun. Það er mikil lífsfylling fólgin í því að hafa fengið að njóta vináttu og velvilja Kristins Jóns- sonar. Fari hann í guðs friði. Samson Jóhannsson. Komið er að kveðjustund. Frá barn- æsku var farið vestur á Patró að hitta ömmu og afa sem var ávallt mikið til- hlökkunarefni. Þar tókum við bræður og frændur okkar fyrstu skref í at- vinnulífinu, hjálpa afa við að dytta að grásleppunetunum, salta hrogn og fisk, spyrða skreið, bátarnir málaðir, farið á grásleppu og síðan snurvoð og rótfiskað. Þegar voraði var viðkvæðið hjá gamla manninum: „Strákar, þið þurfið að koma vestur og ná ykkur í pening, svo þið getið framfleytt ykkur yfir vet- urinn meðan á námi stendur.“ Síðustu árin var hugurinn eins og áður, alltaf við sjóinn, þó líkamleg geta væri farin að gefa sig og sjónin orðin döpur, áhuginn var alltaf til staðar. Fyrir rúmum áratug fór ég ásamt Kristni bróður vestur á Patró, þar sem ætlunin var að feta í fótspor afa, og farið af stað með fiskvinnslu. Fylgdi afi okkur vestur fyrstu vikurnar og ráðlagði okkur hvernig standa ætti að málum. Þótti okkur ráðleggingarnar oft úreltar og gamaldags, en höfðum gaman af þeim. Þó kom á daginn oftar en einu sinni að afi hafði rétt fyrir sér, enda reynslumeiri en við bræður. Eitt skiptið vorum við að hengja upp nokkra steinbíta, þar sem ætlunin var að verka harðfisk. Sagði sá gamli að við yrðum að hengja net yfir og fyrir, því krummi væri árrisull og yrði búinn að kroppa í og éta fiskinn áður en við færum á fætur. Ekki var tekið mark á þessum ráðleggingum, en morguninn eftir var ákveðið að kíkja á fiskinn til vonar og vara, kom þá í ljós að allur fiskurinn var horfinn, aðeins heyrðist krunk í krumma úr fjarlægð. Afi lagði oft fyrir mann lífsreglurn- ar, sem hafa komið sér vel í gegnum tíðina. Hann hafði sjálfur gengið til mennta og lagði mikla áherslu á að ég næði mér í góða menntun. Honum varð tíðrætt um að hann hefði fengið forskot á sína samtíðarmenn vegna þeirrar menntunar sem hann aflaði sér. Frá unga aldri ól afi mig upp við það að leggja til hliðar og eiga nóg fyrir mig og mína. Kristinn J. Jónsson Ég vil með þessum fátæklegu orðum minnast stórbrotinnar konu, tengdamóður minnar Þorbjargar Friðrikku Jónsdóttur en henni kynntist ég fyrst í gegnum góða vinkonu á menntaskólaárunum, sem seinna varð ástin í lífi mínu. Þorbjörg var góð kona og tók mér einkar vel frá fyrstu tíð og urð- um við góðir vinir. Seint get ég þakkað henni húsaskjólið sem hún skaut yfir mig og mína þegar við vorum að byggja. Alltaf var hún boðin og búin að hjálpa þegar eitt- hvað bjátaði á og gaf mikið af sér, enda geislaði hún af lífsorku sem lýsti upp allt umhverfi hennar. Dætrum mínum var amma Þor- björg bæði félagi og vinur. Mörg eru þau ljóðin og lögin sem hún kenndi þeim að syngja og hætti ekki fyrr en öllu var til haga haldið. Þorbjörg barðist áfram með stór- an hóp barna, eins og margar ein- stæðar mæður gerðu um miðbik og seinni hluta síðustu aldar. Oft var á brattann að sækja en aldrei hvarfl- aði það að henni að víkja frá settum markmiðum. Velferð afkomenda hennar var alltaf í fyrirrúmi. Hún uppskar og sem hún sáði og á sínu bjarta ævikvöldi leit hún hamingju- söm yfir farinn veg. Fjölskyldan var Þorbjörgu allt. Hún var miðdepillinn í mjög sam- hentum hópi afkomenda sem notaði hvert tækifæri til að koma saman. Þar bar hæst fjölskylduhátíðir um verslunarmannahelgar og aldrei vantaði hana í þessar ferðir, en þær hafa staðið í meira en þrjá áratugi. Í þessum ferðum naut Þorbjörg sín í faðmi stórfjölskyldunnar við leik og söng. Þorbjörg Friðrikka Jónsdóttir ✝ Þorbjörg Frið-rikka Jónsdóttir fæddist á Fagranesi á Langanesi 13. september 1921. Hún lést á líkn- ardeild LSH á Landakoti 7. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 16. október. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan get- ur (Úr Hávamálum) Starfsfólki líknar- deildarinnar á Landa- koti færi ég mínar bestu þakkir fyrir stórkostlega og kær- leiksríka umönnun Þorbjargar tengdamóður minnar. Guð blessi minningu þína. Þinn elskandi tengdasonur, Rúnar. Elsku amma mín, þú varst alltaf svo björt og jákvæð út í allt sem þú gerðir eða hvað aðrir gerðu, allt var frábært, alveg sama þó að það hefði verið hræðilegt. Ég man svo vel eft- ir því þegar ég var að byrja í 3. bekk og átti í erfiðleikum með margföldunartöfluna. Ég reyndi að fara með töfluna fyrir þig en það var algjör hörmung. En þú gafst aldrei upp og nú í dag er hún ekk- ert vandamál. Og svo var eitt sem fékk mig alltaf til að flissa og það var þegar þú áttir þennan gamla og góða rauða bíl, alltaf flautaðir þú með Abba alveg hástöfum þegar við fórum í sund. Svo man ég og mun alltaf muna þegar þú fórst með mig einan í Bláa lónið og það var æð- islega skemmtilegt. Svo var það eitt sem greindi þig algjörlega frá mörgu öðru fullorðnu fólki að þú varst alltaf svo fyndin og hafðir húmorinn alltaf í góðu lagi. Það var alltaf svo þægilegt að vera í kring- um þig, aldrei neitt stress, bara ró- legheit, og þótti mér og þykir enn best að vera bara í rólegheitum. Ég mun alltaf sakna þín ótrúlega mikið, en núna ertu komin á miklu betri stað og mér líður betur með það að þú þurfir ekki að þjást svona mikið. Mér fannst þú mjög hug- rökk. Minningin um þig verður allt- af góð. Þinn Birkir Freyr. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vinsemd og hlýhug við andlát og útför HAUKS D. ÞÓRÐARSONAR fyrrum yfirlæknis Reykjalundar. Sérstakar þakkir færum við stjórn Reykjalundar, stjórn SÍBS og Heimahlynningu LSH. María Guðmundsdóttir, Pétur Hauksson, Anne Grethe Hansen, Þórður Hauksson, Kristjana Fenger, Magnús Hauksson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Gerður Sif Hauksdóttir, Karl Benediktsson, Dóra Guðrún Wild, Árni Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug í kjölfar andláts BÁRU GUÐNADÓTTUR föstudaginn 29. september sl. Sérstakar þakkir fá Þórir B. Kolbeinsson, læknir, Margrét Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni á Selfossi, sem og starfsfólk á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, fyrir einstaka aðhlynningu á síðustu dögum Báru. Sighvatur Sveinbjörnsson, Kristinn Jón Arnarson, Sif Sumarliðadóttir, Salka Kristinsdóttir, Þórunn Sighvatsdóttir, Páll Sveinsson, Guðni Sighvatsson, Drífa Gestsdóttir, Hörður Sighvatsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.