Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 2
2 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
edda.is
Frostfiðrildin hennar Lindu
Frostfiðrildin er sterk
og áhrifamikil ljóðabók
eftir Lindu Vilhjálms-
dóttur sem hefur með
fyrri bókum sínum
skipað sér í röð fremstu
ljóðskálda samtímans.
Frostfiðrildin er falleg
ljóðabók sem lætur
engan ósnortinn.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
sunnudagur 12. 11. 2006
atvinna mbl.isatvinna
Gestir í vikunni 10.516 » Innlit 19.029 » Flettingar 162.334» Heimild: Samræmd vefmæling
ÓTTAST SKAMMTÍMAPÓLITÍK
KRISTJÁN GUNNARSSON OG STARFSGREINASAMBANDIÐ
ÓTTAST AÐ TIL KJARASKERÐINGA KOMI Á NÆSTA ÁRI >> 20
Hönnun rafkerfa
VSB Verkfræðistofa ehf. Hafnarfirði auglýsir
eftir verk-, tækni- eða iðnfræðingum til starfa
að eftirtöldum meginverkefnum:
• Hönnun rafkerfa í byggingar, lág- og
smáspennu.
• Hönnun raflýsingar innan- og utanhúss.
Reynsla af hönnun og þekking á AutoCAD og
helstu hönnunarforritum er æskileg en ekki
skilyrði.
Leitað er að einstaklingi þar sem fagmennska
og metnaður er í fyrirrúmi við lausn verkefna.
Hæfni og áhugi viðkomandi hefur áhrif á þróun
í starfi.
Frekari upplýsingar gefur Ragnar Viktor Karls-
son í síma 585 8634, einnig má senda fyrir-
spurnir á netfangið ragnar@vsb.is
VSB Verkfræðistofa ehf. sinnir faglegri ráðgjöf og umsjón
framkvæmda á fjölbreyttu sviði verkfræði. Starfseminni er skipt í 2
svið, byggingasvið og umhverfis- og framkvæmdasvið. Boðnar eru
heildarlausnir við umsjón verklegra framkvæmda, frá forsögn og
frumathugunum að lokaúttekt. Starfsmenn eru 29. VSB er aðili að FRV
(Félagi ráðgjafarverkfræðinga). Nánari upplýsingar á heimasíðu
www.vsb.is.
Frumherji hf. óskar eftir a› rá›a starfsfólk í
afgrei›slu/skrifstofustarf.
Afgrei›sla og
skrifstofustarf
Starfssvi›
Almenn afgrei›sla og móttaka
vi›skiptavina vi› sko›un og skráningu
ökutækja
Vinnur sem gjaldkeri og sér um
sjó›suppgjör
Símsvörun og móttaka tímapantana og
önnur skráningarvinna í tölvukerfi
Sér um bakvinnslu, s.s. póstsendingar,
ljósritun, skjalavörslu og önnur tilfallandi
störf a› bei›ni yfirmanns
Menntunar- og hæfniskröfur
Stúdentspróf, verslunarpróf e›a
sambærilegt nám
Almenn ökuréttindi
Gó› almenn tölvuflekking
Gott vi›mót og hæfni í mannlegum
samskiptum
Geta til a› vinna nákvæmnisvinnu undir
álagi er kostur
Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík
Sími 520 4700 www.hagvangur.is
- vi› rá›um
Frumherji er fljónustufyrirtæki á sko›-
unar- og prófunarsvi›i, hi› stærsta
sinnar tegundar á Íslandi, en fyrirtæki›
er me› starfsemi á 7 mismunandi
svi›um á 30 stö›um á landinu. Flest
starfssvi› fyrirtækisins eru rekin sam-
kvæmt vi›urkenndum gæ›astö›lum.
www.frumherji.is
Í bo›i er fullt starf, gó› starfsa›sta›a og starfsandi á sko›unarstö›vum Frumherja á
höfu›borgarsvæ›inu.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 20. nóvember nk.
Númer starfs er 6056. Uppl‡singar veitir Gu›n‡ Sævinsdóttir.
Netfang: gudny@hagvangur.is
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 56
Staksteinar 8 Minningar 60/64
Veður 8 Hugvekja 60
Hugsað upphátt 41 Myndasögur 74
Menning 66/75 Dagbók 78/81
Sjónspegill 68 Víkverji 80
Forystugrein 32 Staðurstund 78/79
Reykjavíkurbréf 42 Leikhús 72
Umræðan 46/56 Bíó 78/81
Auðlesið 58 Sjónvarp 82
* * *
Innlent
90% foreldra finnst þeir stundum
eða oft eiga erfitt með að samræma
fjölskyldulíf og vinnu, samkvæmt
könnun sem Capacent gerði fyrir
Jafnréttisstofu. Meðalvinnutími
karla er fimmtíu stundir og með-
alvinnutími kvenna yfir fjörutíu
stundir. Í greinaflokki sem hefst í
Morgunblaðinu í dag eru viðmæl-
endur blaðsins á einu máli um að
stytting vinnutíma sé lykilatriði til
að auka möguleika fólks til að sinna
börnum sínum. »10 og baksíða
Eldri borgarar leggja mikið af
mörkum til samfélagsins á hverjum
degi, segir Ingibjörg Harðardóttir,
lektor við Kennaraháskóla Íslands,
en hún hefur rannsakað framlag
eldri borgara til samfélagsins. Segir
hún að samfélagið fyndi mjög mikið
fyrir því ef eldri borgara nyti ekki
við til að aðstoða hina yngri m.a.við
barngæslu, fjárhagslegan stuðning
o.fl.
»forsíða
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna
Reykjavíkurborgar telur heppilegra
að skuldabréf, sem borgin fékk sem
greiðslu fyrir eignarhlut í Lands-
virkjun og renna mun til lífeyr-
issjóðsins, sé með föstum vöxtum til
að minnka áhættu sjóðsins vegna
mögulegrar vaxtalækkunar. » 4
Tími hálkunnar er runninn upp.
Læknir á slysadeild varar fólk við
hálkunni til að forðast byltur og
beinbrot eins og oft vill verða þegar
ísinn hjúpar götur og stéttir. Nokkr-
ir ökumenn skautuðu bílum sínum
upp á umferðareyjar í gær en engin
alvarleg slys höfðu orðið þegar
Morgunblaðið fór í prentun.
»forsíða
Erlent
Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið, undir forystu Peter Pace
hershöfðingja, vinnur nú að gagn-
gerri endurskoðun á stefnu Banda-
ríkjahers í Írak og hryðjuverka-
stríðinu svokallaða sem ætlað er að
skila breytingartillögum til George
W. Bush forseta á næstunni.
»forsíða
Mahmoud Abbas, forseti Palest-
ínumanna, tilkynnti í gær að þess
væri að vænta að myndun nýrrar
þjóðstjórnar yrði lokið fyrir lok
mánaðarins. Minningarathafnir um
Yasser Arafat, fyrrverandi leiðtoga
Frelsishreyfingar Palestínu, PLO, í
gær voru fjölsóttar, en þá voru tvö
ár liðin frá dauða hans. Við það til-
efni lofaði Abbas að berjast fyrir
málstað Arafats.
Íslamistar í Sómalíu sögðust í
gær hafa náð samkomulagi við
sendinefnd stjórnarinnar um að
koma í veg fyrir frekari vopnuð átök.
Formaður nefndarinnar hafði hins
vegar ekki formlegt umboð stjórn-
arinnar sem hefur ekki staðfest að
samkomulagið hafi náðst.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
RÚMLEGA 11.100 umferðaróhöpp
voru tilkynnt til tryggingafélaganna
árið 2005. Þar af voru um 7.200 bóta-
skyld. Auk þeirra má reikna með að
um 2.800 minni háttar óhöpp hafi orð-
ið sem ökumenn gerðu upp sín á milli.
Í þessum 11.100 umferðaróhöppum
slösuðust rúmlega 900 manns og
rúmlega 22.000 bílar skemmdust. Ef
sá fjöldi bíla yrði settur í eina lest, þá
yrði hún um 94 km löng. Þetta kemur
fram í nýútkominni skýrslu Forvarn-
arhúss Sjóvár um algengustu tjónin í
Reykjavík á síðasta ári. Athygli vek-
ur að tjónum fækkaði frá árinu áður.
Þá vekur einnig athygli að 18 og 19
ára ökumenn valda flestum tjónum
en flestir slasaðir eru 17 ára.
Gróflega gerir Sjóvá ráð fyrir að
kostnaður vegna umferðarinnar í
Reykjavík sé ekki undir 8 milljörðum
króna en um 56% allra tjóna á land-
inu urðu í borginni.
Flest tjón urðu á fjölförnustu göt-
um borgarinnar, svokölluðum stofn-
brautum. 417 tjón urðu á Miklubraut
og verða tjón á þeirri götu flest á
landinu. Þar slösuðust flestir eða 96
talsins.
Á gatnamótum Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar verða einn-
ig flest tjón. Á síðustu sex árum hafa
orðið rúm 520 tjón þar og rúmlega
200 slasast. Athygli vekur hversu
hátt hlutfall slysa verður hjá yngsta
hópnum, mun hærra en tjónahlutfall-
ið í þeim aldurshópi.
Þegar dreifing tjóna er skoðuð eft-
ir kynjum sést að konur valda ein-
göngu þriðjungi þeirra eða um 35%.
„Eitt er ljóst að oftar verða slys í
tjónum þar sem karlmenn eru öku-
menn og þau verða alvarlegri að með-
altali en þau slys þar sem konur eru
ökumenn.“
Kostnaður í Reykjavík
ekki undir 8 milljörðum
Rúmlega 900 manns slösuðust í umferðaróhöppum 2005
Í HNOTSKURN
»Flestir slasast í aftan-ákeyrslum í Reykjavík eða
um 400 manns á síðasta ári.
»Kostnaður trygginga-félaganna við tjónin í
Reykjavík er tæpir 3,2 millj-
arðar króna. Við það bætist
tjón þeirra sem valda þeim.
» Um 35% fengu tjón sittbætt úr kaskótryggingu
og var meðalkaskótjónið met-
ið rúmlega 400 þúsund kr.
ÞAÐ var kannski ekki mikill vindur þegar Leif Österby
ræsti í hlaup Frískra Flóamanna í Flóanum í gærmorg-
un en um heldur óvenjulega hlaupakeppni er að ræða
því ávallt er hlaupið með vindi. Hlaupararnir tuttugu
og þrír, sem þátt tóku, voru þó ekkert að sýta það enda
gátu þeir huggað sig við að vindáttin olli því að hlaupið
var í suðurátt á Gaulverjabæjarveginum sem þýddi að
hlaupið var niður í móti. Um 10 km hlaup var að ræða
og mátti vænta þess að það tæki hlauparana rúmlega
þrjátíu mínútur að komast í mark.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Höfðu norðanáttina í bakið
HRAFN Jökulsson, stofnandi skák-
félagsins Hróksins, heiðraði í gær
Ágúst Einarsson prófessor fyrir
stuðning hans við útbreiðslu skák-
listarinnar á Grænlandi. Þá lagði
Hrókurinn í gær upp í leiðangur til
Grænlands þar sem þrjú þorp á
austurströndinni verða heimsótt og
efnt til ýmissa skákviðburða með
heimamönnum.
Heiðraður fyrir framlagið
Morgunblaðið/Ómar
1.850 MANNS höfðu kosið í próf-
kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík
undir hádegið í gær. Þar af voru
1.087 utankjörfundaratkvæði. Hélt
flokkurinn prófkjör vegna beggja
Reykjavíkurkjördæmanna. Fyrstu
talna um prófkjörsúrslit mátti
vænta klukkan 18 og sömuleiðis
vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokks-
ins í Suðvesturkjördæmi, Kragan-
um. Þar höfðu 6% kjósenda kosið
um hádegið í gær en alls voru á
bilinu 11.000–12.000 manns þar á
kjörskrá.
Sjálfstæðisflokkurinn hélt einnig
prófkjör í Suðurkjördæmi í gær og
var kosið á 23 kjörstöðum sem flest-
ir voru opnaðir kl. 9 í gærmorgun.
Töldu talsmenn beggja flokka,
Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks,
að kjörsókn hefði farið vel af stað í
prófkjörunum.
Góð þátt-
taka í
prófkjöri