Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ foreldrar og börn upp í Skandinavíu enda byggir hún í grunninn á grundvallarsjónar- miðum og hugsjónum hreyfing- arinnar. Það er engin tilviljun að Norðurlandaþing er núna að fjalla um norræna velferðarsamfélagið í hnattrænu samhengi. Flestir skilja nefnilega að í þessu módeli, sem við Íslendingar höfum ekki innleitt nema að hluta, felast svo mikil verð- mæti og lífsgæði fyrir alla, þar með talið fjölskylduna og börnin.“ Það eykur Halldóri líka bjartsýni að í íslenskum þjóðarkarakter sé að finna vilja og trú á því að við getum náð markmiðum okkar. „Vandinn er að vísu stundum sá að þetta verða tóm gönuhlaup en ef hægt er að beisla þennan vilja til góðra verka, eins og að skapa hér fjölskyldu- vænna samfélag, er ég ekki í vafa um að það mun takast.“ Of mikið lagt á litlar sálir Í gegnum starf sitt sem kennari og starfandi námsráðgjafi hefur Fanný Gunnarsdóttir formaður Jafnréttisráðs lifað og hrærst í ald- arfjórðung í heimi barna og ung- linga. Hún segir börn hafa breyst á þessum tíma, einkum síðustu árin. „Ég sé mun á þeim. Við sjáum því miður í skólum tættari, óagaðri og óhamingjusamari börn en áður. Kannanir benda líka til þess að meira sé um raskanir af ýmsu tagi og depurð og kvíði hefur aukist. Að mínu mati þurfum við sem samfélag að taka okkur saman í andlitinu. Við erum því miður ekki að sinna börn- unum okkar nægilega vel. Leggjum oft alltof mikið á þessar litlu sálir.“ Fanný tekur undir það sjónarmið að vænlegasta leiðin til að fjölga samverustundum foreldra og barna sé að draga úr vinnu og að for- gangsraða í lífinu. „Þurfum við endi- lega að vinna svona ofboðslega mik- ið og vera svona virk í ýmsu starfi fyrir utan heimilið? Á heildina litið höfum við það gott efnahagslega og margir eru í aðstöðu til að draga úr vinnu ef viljinn er fyrir hendi. Því miður geta ekki allir leyft sér að minnka við sig vinnu vegna bágs efnahags. Nefni ég sem dæmi ein- stæðar mæður sem hafa lág laun og fólk sem vinnur lægst launuðu störf- in.“ Foreldrar verða að forgangsraða Fanný segir að fólk þurfi að reikna með þeim breytingum sem fylgja því að eignast barn eða börn og aðlaga líf sitt breyttum að- stæðum. Hún spyr hvort fólk vilji almennt að yngstu börnin séu í átta til níu klukkustunda vistun á degi hverjum og sjái foreldra sína aðeins í örfáar stundir af sínum vökutíma. „Og það eru þær stundir þegar mest stress er í gangi á heimilum. Það er verið að keyra börnin og sækja þau, versla, elda matinn, að- stoða við heimanám osfrv.“ Fanný bendir á að fleira en vinna spili inn í þetta. Foreldrar þurfi líka að forgangsraða. „Auðvitað eru allir foreldrar að reyna að gera sitt besta. Það er bara svo margt sem togar í. Fólk er í endurmenntun, klúbbum og allskonar félagsstarfi. Það er heldur engin tilviljun að lík- amsræktarstöðvar bjóði upp á barnagæslu allt fram til rúmlega sjö á kvöldin. Ég fer stundum í líkams- rækt seinni partinn eftir vinnu og þá eru börn þar í gæslu eftir að hafa hugsanlega verið átta tíma í dag- vistun eða á leikskóla. Þegar ég sé þetta hef ég oft velt fyrir mér hvort ekki sé hægt að gera eitthvað með barninu í staðinn. Fara í sund, göngutúr eða Húsdýragarðinn, svo dæmi séu tekin. Upplifa eitthvað saman. Það er áhyggjuefni ef heim- ar barna og foreldra eru hættir að skarast. Samt vitum við að börn og unglingar vilja vera meira með for- eldrum sínum, þau vilja samveru, festu, utanumhald og eftirfylgd. Raunar hef ég stundum velt því fyr- ir mér hvort heimilin séu að breyt- ast í skiptistöð, þar sem fólk kemur og fer og samskipti eru lítil. Það er kannski ljótt að orða þetta svona en ég er sannfærð um að margir vita hvað ég er að tala um.“ Síðan er það lífsgæðakapp- hlaupið. „Það tekur sinn toll og út- heimtir að fólk vinni meira en það nauðsynlega þarf. Fáar þjóðir eru í meiri samanburði varðandi neyslu en við Íslendingar. Áreitið er mikið. Því vaknar aftur spurningin um for- gangsröðun.“ Fanný kallar eftir samfélagslegu átaki til að gera Ísland að barn- vænna samfélagi og segir margt benda til þess að þeir sem málið varðar séu nú reiðubúnir að leggja sitt af mörkum. „Ég veit að ríki og sveitarfélög eru að skoða þessi mál út frá sem flestum sjónarhornum og leita lausna. Það er til dæmis áhugi fyrir þessu í forsætisráðuneytinu en ég á sæti í fjölskyldunefnd ráðu- neytisins. Ég vænti þess að sú vinna og hugmyndir sem ræddar hafa ver- ið í nefndinni skili okkur áleiðis. Það er líka stefna margra sveitarfélaga að gera vinnudag barna sem mest samfelldan. Reykjavíkurborg stefn- ir t.d. að því að börn geti stundað íþrótta- og tómstundastörf í beinu framhaldi af skóladeginum og eigi þar með tíma með foreldrum og fjöl- skyldu eftir að vinnudegi lýkur. Einnig þarf að virkja betur aðila vinnumarkaðarins. Vinnustaðir eiga að hafa virka fjölskyldustefnu, bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnu þar sem því verður við komið. Til þess að samfélagið verði fjölskyldu- og barnvænna þarf að taka tillit til barnafjölskyldna t.d. í veikindum barna og vegna vetrar- fría og starfsdaga í leik-og grunn- skólum.“ Stuðningsnet stórfjölskyldunnar hefur, að áliti Fannýjar, lengi verið öflugt á Íslandi og enda þótt hún óttist að það hafi gliðnað í seinni tíð leggur hún áherslu á að við glötum ekki þeirri arfleifð. „Það er mjög mikilvægt að börn og fullorðnir leiti til sinna nánustu ef á þarf að halda og þyki engin minnkun af því. Hér hefur fólk staðið saman og vonandi berum við gæfu til að gera það áfram.“ 90% gengur erfiðlega að sam- ræma fjölskyldulíf og vinnu Gísli Hrafn Atlason mannfræð- ingur er sammála því að efnahags- legar aðstæður til að ala upp börn á Íslandi séu almennt góðar, þótt vissulega séu undantekningar á því sem við þurfum að huga að. Hann tekur líka undir það að foreldrar myndu almennt vilja verja meiri tíma með börnum sínum. Máli sínu til stuðnings vísar Gísli Hrafn í könnun sem Capacent gerði fyrir Jafnréttisstofu í vor en þar kom fram að 90% foreldra finnst þeir stundum eða oft eiga erfitt með að samræma fjölskyldulíf og vinnu. „Það eru sláandi tölur.“ Í könnuninni, sem er hluti af al- þjóðlegri rannsókn sem Gísli Hrafn vann fyrir Jafnréttisstofu, var líka spurt hvort fólk sæktist eftir styttri vinnutíma. 37% kvenna svöruðu ját- andi og 28% karla. „Það er hefð fyr- ir löngum vinnudegi á Íslandi en þetta bendir til þess að ýmsir séu farnir að huga að því að minnka við sig vinnu, burtséð frá því hvort þeir geta það á þessum tímapunkti eður ei.“ Sveigjanlegur vinnutími er stund- um tilgreindur þegar rætt er um hvernig atvinnurekendur geti komið til móts við þarfir barnafólks. Gísli Hrafn varar fólk hins vegar við að líta á það sem einhverja töfralausn. „Sveigjanlegur vinnutími getur í sumum tilvikum verið lausn en í öðrum leiðir hann bara til aukins álags. Í stað þess að vinna frá átta til fjögur er fólk kannski viðloðandi vinnuna fram til miðnættis. Þetta getur haft slæm áhrif á fjölskyldu- lífið.“ Gísli Hrafn segir álitamál hvort lífsgæðakapplaupið sé farið úr böndunum. „Hraðinn er mikill í samfélaginu og það má velta því fyr- ir sér hvort svokallaðar gerviþarfir séu farnar að spila of stórt hlutverk í lífi okkar. Auðvitað viljum við » Við megum ekki fara út í heimsósóma- kenningar um að nýj- ustu tímarnir séu alltaf þeir verstu. Að mörgu leyti stöndum við ágæt- lega og ég held t.d. að við höfum á heildina litið meiri tíma með börn- unum okkar núna en fyrir fimmtíu til sextíu árum. s: 570 2790www.baendaferdir.is 1. - 8. desember Aðventuferðirnar okkar hafa slegið í gegn og hér bjóðum við upp á enn eina vikuferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Eftir flug til Frankfurt verður ekið til Bayreuth í Bæjaralandi, tónlistarborg Richards Wagners. Gist þar í 4 nætur. Farið verður í skoðunarferðir til Nürnberg, sem er með elsta jólamarkað Þýskalands og Bamberg, sem er lifandi og skemmtileg borg. Síðan er haldið áfram til Mann- heim, þar sem gist er í 3 nætur. Skoðunarferðir eru til Heidelberg og Würzburg, hinnar heillandi höfuðborgar Frankenvínhéraðsins og auðvitað bregðum við okkur í vínsmökkun og á jólamarkaði sem setja svip sinn á þennan árstíma. Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Verð: 99.700 kr. – mikið innifalið! örfá sæti laus A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r Aðventuferð Bayreuth–Nürnberg–Bamberg–Heidelberg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.