Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 17

Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 17
njóta lífsins en gleymum því stund- um að það kemur að skuldadögum. Það þarf að standa skil á raðgreiðsl- unum. Þegar við vöknum upp við það er kannski ekki um annað að ræða en auka við okkur vinnuna. Það hlýtur að bitna á börnunum og ekki síður samlífi hjóna.“ Feður nýta fæðingarorlofið Gísli Hrafn hefur m.a. beint sjón- um að feðraorlofi í rannsóknum sín- um og þótt hann vilji ekki alhæfa út frá þeim rannsóknum segir hann margt benda til þess að foreldrar nýti fæðingarorlofið betur í seinni tíð. Margir reyni að teygja það upp í níu mánuði og karlar nýti upp til hópa a.m.k. lágmarksrétt sinn í þeim efnum. „Samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun ríkisins eru upp undir 90% feðra að færa sér orlofið í nyt. Það er hátt hlutfall og við meg- um heldur ekki gleyma því að um 10% barna eiga foreldra sem ætla ekki að búa saman.“ Að áliti Gísla Hrafns hefur feðra- orlofið ótvírætt gildi, bæði fyrir börn og feður. „Tengsl myndum við aldrei nema með samskiptum. Það liggur því í hlutarins eðli að aukin sam- skipti feðra við börn sín eru af hinu góða, sérstaklega þegar þeir þurfa að vera einir með börnin stóran hluta dagsins. Feðurnir verða ekki bara ánægðari og öruggari með sig við þessar aðstæður heldur mynda þeir líka tengsl sem eru líkleg til að endast út lífið. Það er ekki til lítils unnið. Hversu oft höfum við heyrt menn á sextugs- og sjötugsaldri óska þess að þeir hefðu haft meiri tíma fyrir börnin sín. Að þessu leyti er Ísland mun barnvænna samfélag en áður. Á þessum árangri þurfum við að byggja.“ Vonast eftir styttri vinnudegi Það er mikið verk að vinna. Gísli Hrafn fer ekki í grafgötur um það. Hann er eigi að síður bjartsýnn á framtíðina. „Við megum ekki fara út í heimsósómakenningar um að nýj- ustu tímarnir séu alltaf þeir verstu. Að mörgu leyti stöndum við ágæt- lega og ég held t.d. að við höfum á heildina litið meiri tíma með börn- unum okkar núna en fyrir fimmtíu til sextíu árum. Það má heldur ekki líta á það sem ókost að börn séu á leikskólum, þar fer fram mjög fínt starf.“ Gísli Hrafn segir það eigi að síður staðreynd að vinnumenningin hér á Íslandi sé ekki nægilega fjöl- skylduvæn. „En vinnumenning er breytileg eftir löndum og tímabilum og það er hægt að gera ýmislegt með góðu skipulagi. Það er líka allt- of ríkt í okkur Íslendingum að trúa því að við séum ómissandi í vinnunni. Það er vondur rekstur á fyrirtæki að vera með „ómissandi“ starfsfólk því það kemur alltaf eitt- hvað upp á – fólk veikist, ákveður að skipta um vinnu og þar fram eftir götunum. Það er því fyrirtækjum hollt að vera sveigjanleg.“ Það er þjóðfélagsleg ákvörðun að hækka laun og stytta vinnudaginn og Gísli Hrafn segir að slíkar ákvarðanir taki tíma. „Ég vona að við eigum eftir að upplifa styttingu vinnutímans á Íslandi, nálgast t.d. það kerfi sem þekkist annars staðar á Norðurlöndunum. Ég sé það að vísu ekki gerast á næstu fimm árum en það ætti að vera raunhæfur möguleiki ef horft er lengra fram í tímann. Ávinningurinn yrði mikill.“ Morgunblaðið/Ásdís MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 17 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 MIKIÐ ÚRVAL AF EINSTÖKUM GJAFAVÖRUM Myndir, lampar, vasar, skálar, úti- eða inniblómapottar... LÚXUSGJAFIR OG SÖFNUNARVÖRUR - GÓÐ FJÁRFESTING Frábært verð Einstakt tækifæri til þess að eignast kínverska listmuni beint frá framleiðendum OPIÐ Í DAG Ármúla 42 sími 895 8966 Opið alla daga frá kl. 10-18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.