Morgunblaðið - 12.11.2006, Side 24

Morgunblaðið - 12.11.2006, Side 24
24 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ G erður Kristný Guðjónsdóttir segist ekki hafa verið viss um að hún gæti skrif- að fyrir börn áður en hún reyndi það fyrst. Samt finnst henni ekki svo ýkja mikill munur á því að vera barn og að vera fullorðinn. Land hinna týndu sokka er nýj- asta bók Gerðar Kristnýjar og sver sig í ætt við margar aðrar norrænar barnabækur að því leyti að hún fjallar um það þegar vandamál full- orðna fólksins bitna á börnunum. „Aðalpersóna bókarinnar, hinn átta ára gamli Þorgeir, á mömmu sem er enn leið yfir því að hafa týnt hundi þegar hún var lítil. Af ótta við að hann lendi í því sama bannar hún honum að eignast hund. Bókin fjallar líka um þennan ofboðslega keppnisham sem íþróttir geta geng- ið út á, oft á kostnað ánægjunnar, samanber nýlegar fréttir af jafn- öldrum Þorgeirs, sem gráta sig í gegnum fimleikateygjur,“ segir hún. Land hinna týndu sokka er jafn- framt tíunda bók Gerðar og þriðja barnabókin hennar, hinar tvær eru Marta smarta, sem hún fékk Bóka- verðlaun barnanna fyrir árið 2002, og Jóladýrin. „Það var mjög ánægju- legt að fá þessi verðlaun, því ég var ekki alveg viss um að ég gæti skrifað fyrir börn eða hvort fólk hefði áhuga á því að kaupa barnabók eftir mig. Venjan er sú að hafa myndir af höf- undi á bókarkápum og ég var ekkert spennt fyrir því að hafa mynd af mér á Mörtu smörtu og sleppti því þess vegna,“ segir hún. Bókaormur Gerður hóf ferilinn með því að skrifa fyrir fullorðna, en segir það alltaf hafa blundað í sér að skrifa fyrir börn, því barnabækur hafi vak- ið áhuga hennar sjálfrar á bókum á yngri árum. „Ég lá í bókum sem krakki og var því mjög ánægð þegar ég varð vör við að börn höfðu gaman af því sem ég skrifaði. Þótt fólk geti skrifað er ekki endilega víst að það geti skrifað fyrir börn. Í þannig skrifum þarf að vera viss tónn sem höfðar til barna og síðan þarf höf- undurinn að muna eftir því hvernig er að vera barn. Sem betur fer er enginn sérstakur munur á því að vera barn og fullorðinn, að minnsta kosti ekki í mínu tilviki. Ég hef enn gaman af því að leika mér með mat- inn minn. Það var því ekki sér- staklega stórt stökk að fullorðnast.“ Í Landi hinna týndu sokka leyfir þú þér ýmsan galsa í textanum, þótt þú sért að skrifa fyrir börn, og sum- ar hugmyndirnar er bara á færi full- orðinna að skilja. „Ég passa mig á því að ég hafi sjálf alltaf gaman af sögunum mín- um. Þess vegna fær apinn í sögunni til dæmis að vitna í Sölku Völku. Svoleiðis má alveg. Guðrún Helga- dóttir hefur líka sagt, að barnabæk- ur séu bækur sem börn geta líka les- ið og hún hlýtur nú að vita hvað hún syngur.“ Hugmyndin að baki bókinni varð- ar týnda hluti, missi og það að finna sjálfan sig, af hverju kom hún upp? „Til að byrja með var ég að reyna að finna nýja sögu fyrir hann Viðar sem fjallað er um í Jóladýrunum. Texti í myndabók er ekki ólíkur ljóði. Hann þarf að vera knappur og hafa sterkan endi. Mér datt í hug að fjalla um það hvað verður um allt dótið sem við týnum og sú saga hlóð sífellt utan á sig þar til hún var orðin að heilli skáldsögu.“ Skrifað í fríum Gerður skrifaði Land hinna týndu sokka á nokkrum mánuðum og kveðst hafa verið búin að útfæra söguna talsvert vel áður en hún byrjaði. Ertu vön því að vinna þannig? „Nei, alls ekki. Ég var ritstjóri Mannlífs allt til loka ársins 2004 þeg- ar ég ákvað að segja upp hjá Fróða og helga mig alfarið skrifunum. Áð- ur skrifaði ég bækurnar mínar í frí- um og um helgar og fékk því raun- verulega aldrei langan samfelldan tíma til að einbeita mér að þeim. Í upphafi árs 2005 tók ég til við að skrifa Myndina af pabba, sögu Thelmu Ásdísardóttur, sem kom út um haustið sama ár. Í byrjun þessa árs stóð ég svo allt í einu frammi fyr- ir því að hafa samfelldan tíma svo langt sem augað eygði og geta gert það sem mig lystir. Eftir að hafa skrifað Land hinna týndu sokka fal- aðist Alþingi eftir mér í sumarvinnu við að skrifa handrit að skólaþingi,“ segir Gerður, en skólaþing hafa ver- ið starfrækt á sumum Norðurlönd- unum til þess að fræða ungt fólk um starfsemi þjóðþinganna. „Á skóla- þingi er efstu bekkjum grunnskól- anna leitt fyrir sjónir hvernig lýð- ræðið virkar í reynd og hvernig frumvörp eru lögð fyrir þingið. Ég samdi meðal annars persónulýsingu á hverjum þingmanni, skrifaði frum- vörp, samdi bréf, tölvupóst og sím- hringingar lobbýista og kverúlanta sem reyna að hafa áhrif á þingmenn- ina. Ég vona bara að skólaþingið eigi eftir að komast í framkvæmd. Nú hef ég tekið til við nýja skáldsögu fyrir fullorðna, auk þess sem ég er að yrkja ljóð í þriðju ljóðabókina Ekki svo stórt stökk að fullorðnast Morgunblaðið/Ásdís Gerður Kristný segir það alltaf hafa blundað í sér að skrifa fyrir börn og í nýjustu barnabókinni sinni fjallar hún um það þegar vandamál fullorðna fólksins bitna á börn- unum. Helga Kristín Ein- arsdóttir ræddi við Gerði Kristnýju um lífshlaup hennar, skáldskap og blaðamennsku og draum- inn um að vera rithöf- undur í fullu starfi. lífshlaup

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.