Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 34

Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 34
Tímamót DMK markar tímamót í bankaþjón Skoðaðu framtíðina með DMK og sæktu um á spron.is Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron * skv. útlánareglum SPRON Það er í nógu að snúast á árunum í kringum lok fram- haldsnáms, þegar atvinnuferillinn er að byggjast upp, fjölskyldan að vaxa og dafna, framtíðaríbúðin í sjónmáli og svo mætti lengi telja. • DMK DEBETKORT – fæst án árgjalds og með 200 fríum færslum • DMK KREDITHEIMILD – fylgir debetkortinu og er bæði vaxtalaus og án nokkurs kostnaðar • DMK YFIRDRÁTTARHEIMILD – hefðbundin og á hagstæðum vöxtum • DMK TILTEKTARLÁN – óhagstæðum skammtímaskuldum breytt í eitt hagstætt lán, aðeins 1% lántökugjald • DMK LÉTTLÁN – viðskiptavinir stýra afborgunum í takt við getu hverju sinni, aðeins 1% lántökugjald Samsetning DMK þjónustunnar og helstu kostir eru:* A RG U S / 06 -0 55 2 lífshlaup 34 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ til starfans yrði að veljast óragur maður og þann mann taldi forsætis- ráðherrann sig finna í Stephenson. Stephenson var fengin staða yf- irmanns brezka vegabréfaeftirlitsins í New York, en hún var algengt dul- argervi fulltrúa brezku leyniþjónust- unnar í sendiráðum og konsúlötum erlendis. Stephenson rifjaði upp síð- ar, að þegar þetta var frágengið hafi Churchill tekið hann á eintal og sagt: „Þú veizt hvað þú þarft að gera strax. Við höfum rætt það út í æsar og er- um á einu máli. Þú verður persónu- legur fulltrúi minn í New York og ég fullvissa þig um að þú hefur allan þann stuðning sem ég get veitt þér. Ég veit að þér mun vel farnast og að Guð vakir yfir þér eins og okkur. Þetta kann að vera okkar síðasta kveðjustund. Farðu vel og gangi þér vel!“ Stephenson fór vestur um haf að sumarlagi 1940. Vegabréfaeftirlitið hafði haft aðstöðu í lítilli skrifstofu í brezka konsúlatinu í New York, en Stephenson sá strax að hún dugði hvergi til þeirra athafna sem hann hafði á prjónunum. Hann fann sér aðstöðu annars staðar og seinna flutti hann starfsemina í Rockefeller Center, þar sem eigandinn lagði til húsnæðið endurgjaldslaust sem framlag til málstaðar Bandaríkj- anna. Það var ekki heiglum hent að koma á fót samræmdri leyniþjón- ustu, ekki einasta til að njósna um at- hafnir óvinarins og koma upp um út- sendara hans, heldur líka til þess að tryggja brezkar eignir og hagsmuni og heyja pólitískt og efnahagslegt stríð, sem útheimtu sérstakar að- gerðir, eins og þær voru kallaðar. Allt þetta ekki einasta í Bandaríkj- unum heldur gjörvöllum vest- urheimi. Og svo átti að vinna Banda- ríkjamenn út úr einangrunarskápnum og fá þá til að- stoðar Bretum. „Ég byrjaði með tvær hendur tómar,“ sagði Steph- enson síðar. „Ég hafði enga reynslu á þessu sviði. Ég var fyrst og fremst bísnissmaður. Og mér varð oft fóta- skortur fyrstu dagana.“ En byrjandafátið var fljótt að fara af honum. Meðal þess fyrsta sem þurfti að gera var að tryggja Bretum föng í tómar matarkistur og vopnabúr. Til þessa kvaddi Stephenson sér til hjálpar gamlan vin; lögfræðinginn Bill Donovan, sem síðar varð sér- stakur farandsendiherra Roosevelt forseta og yfirmaður samræmdra ör- yggisaðgerða Bandaríkjamanna á erlendri grund; forvera CIA. Í sam- einingu tókst þeim að tryggja Bret- um 50 notaða tundurspilla, en Roosevelt hafði ítrekað orðið að hafna beiðni Churchill um herskip og flugvélar. Þeim félögum tókst að koma málum svo fyrir, að hvorki gengu þau gegn almenningsálitinu né heldur varð forsetinn sakaður um brot á hlutleysisstefnu Bandaríkj- anna, sem fengu í staðinn aðstöðu fyrir flotastöðvar í Karíbahafi, á Bermuda og Nýfundnalandi. Þetta varð andinn í sérstökum láns- og leigulögum og í kjölfarið fylgdu bæði flugvélar og byssur. Stephenson skipulagði ferðir Bandaríkjamanna til Bretlands og þeir báru vitni um staðfestu Breta í baráttunni gegn nazistum og töluðu fyrir því að Bandaríkjamenn styddu Breta með ráðum og dáð og færu í stríðið með þeim. Meðal þeirra sem fór slíka ferð var Bill Donovan og hann fór sem sérstakur fulltrúi Roosevelt forseta án vitundar sendi- herra Bandaríkjanna í London; Jo- seph Kennedy, sem taldi ósigur Breta vísan og varaði stöðugt við því að Bandaríkjamenn létu glepjast til þátttöku í styrjöldinni. Donovan skrifaði greinaflokk um umsvif Þjóð- verja í Bandaríkjunum og flutti um þau erindi, sem var útvarpað um gjörvöll Bandaríkin; í fyrsta skipti sem annar en forsetinn fékk slíka hlustun. Þótt Stephenson væri ekki hokinn af reynslu, þegar hann hófst handa í New York, var starfsemi samræmdu öryggisstofnunar Breta fljót að vinda upp á sig. Auk heimanmund- arins; stuðnings frá London og Kan- ada, bjó Stephenson að velvild Bandaríkjaforseta, samstarfinu við Hoover og kunningsskap við Donov- an og fleiri bandaríska íhlut- unarsinna. Starfsmönnum stofn- unarinnar fjölgaði í takt við verkefnin og er talið að þegar mest var, hafi þeir verið um þúsund tals- ins í Bandaríkjunum og helmingi fleiri í Kanada og Rómönsku Am- eríku. Miðstöðin var í New York, en skjalafölsunarmiðstöð og þjálf- unarbúðir í Kanada. „Þegar Frakkland féll var jafnvel erfitt að sannfæra forsetann sjálfan um gagnsemi þess að hjálpa Bret- um,“ sagði Stephenson síðar. „Sendi- herrar Bandaríkjanna í London og París sögðu báðir stöðu Breta von- lausa og meirihluti stjórnarinnar í Washington hallaðist að þeirri skoð- un. Allt þetta fann sér farveg í öfl- ugri einangrun.“ Stephenson lýsti yfir pólitísku stríði á hendur einangrunarsinnum. Hann leitaði stuðnings meðal and- nazistískra félagasamtaka, blaða- útgefenda og blaðamanna, rak út- varpsstöð og reynt var að torvelda starf einangrunarsinna og skemma fyrir þeim og félögum hollum naz- istum sem mest var mögulegt. Ein- hverju sinni lét Stephenson orð falla um þá sem hann kallaði sigurveg- arana; ásana fjóra, mennina sem aldrei trúðu á annað en sigur yfir nazismanum. Þessir menn voru Churchill og Beaverbrook í Bret- landi og Roosevelt og Donovan í Bandaríkjunum. Þegar Bandaríkjamenn gengu til þátttöku í styrjöldinni í desember 1941, þurfti ekki lengur sérstakt út- hald til þessa pólitíska stríðs, en á öðrum vígstöðvum var áfram barizt af fullri hörku fyrir málstað Banda- manna og gegn nazistum og Jap- önum. Á níföldum njósnavettvangi Bill Macdonald segir með ólík- indum, hversu umfangsmikil starf- semi Stephenson vestanhafs var. Op- inbert heiti stofnunarinnar var Brezka öryggissamræmingarstofn- Ljósmynd/ Norma Feller Fjölskyldan. Bill Stephenson í faðmi fjölskyldunnar. Myndin er tekin 1920. Frá vinstri: Kristín Stephenson, Julianna með Bill Hodgins, Johinna Hodg- ins, Lillian Stephenson og Vigfus Stephenson. Bill Stephenson situr með Victor Hodgins á hnénu og Margaret Hodgins sér við hlið. lýsi ar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í s ma 550 1400́ eða á spron.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.