Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 35
t! ustu við fólk á fullri ferð út í lífið. .is • DMK 90% ÍBÚÐALÁN – og sérkjör á brunatryggingu fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð • DMK RÁÐGJÖF – sérsniðin ráðgjöf að þörfum fólks á leið út í lífið • DMK REGLULEGUR SPARNAÐUR – er verðlaunaður með sérstöku mótframlagi, styrkjum og sérkjörum • DMK 50% AFSLÁTTUR – af árgjaldi kreditkorta SPRON • DMK TILBOÐ – hjá völdum verslunum og þjónustufyrirtækjum Ný DMK þjónusta SPRON miðar að því að mæta þörfum þeirra sem standa í þessum sporum og gera fjármálin einfaldari, hagkvæmari og þægilegri. Fram til áramóta fánýir viðskiptavinir íDMK gjafabréf fyrirtvo í Borgarleikhúsinu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 35 unin og það var Hoover sem var höf- undur þess heitis. Hún var ekki bara einföld framlenging á brezku leyni- þjónustunni og tengiliður við leyni- þjónustur Bandaríkjanna og Kanada, heldur spannaði hún starfssvið níu brezkra stofnana á sviði njósna, stuðnings við andspyrnuhreyfingar, ritskoðunar, dulmáls, öryggismála og samskipta. Svo umfangsmikil starfsemi fékk ekki dulizt með öllu, þótt leynt ætti að fara. Talsverð umræða varð um nauðsyn þess að koma böndum á starfsemi erlendra ríkja í Bandaríkj- unum og ráðherrar tóku málið upp við forsetann. En með velvilja og ítr- ustu gætni tókst að halda þannig á málum, að aldrei sauð upp úr. Einn titillinn, sem Bill Stephenson hlotnaðist var „ljósmóðir bandarísku leyniþjónustunnar“. Á stríðsárunum fór hann margar ferðir til London; Macdonald telur sig hafa heimildir fyrir 43. Njósnaforinginn ferðaðist ekki undir eigin nafni og hann var heldur ekki alltaf einn á ferð. Í des- ember 1940 fór Bill Donovan með honum og ferðaðist undir nafninu Donald Williams. Bandarískir blaða- menn báru kennsl á hann og í New York Times var þess getið, að hann hefði aðallega átt félagsskap við tvo aðra farþega, Frakka að nafni Des- garges og O’Connell nokkurn, sem reyndist vera Bill Stephenson. Vél Pan American millilenti í Bermuda og varð þar veðurteppt og Thomas Troy, höfundur sögu CIA, segir frá því að í átta daga hafi Stephenson kynnt Donaldson umfangsmikla starfsemi brezku leyniþjónustunnar þarna, en farþegar, póstur og varn- ingur voru saumfarin áður en þau héldu yfir Atlanzhafið. Donovan, sem Roosevelt hafði sent til að vera „augu sín og eyru,“ var að vanda tekið með kostum og kynjum í Englandi, en leið hans lá lengra, hann fór til Búlgaríu og Júgóslavíu og allt til Mið-Austurlanda. Ráða- menn Búlgara og Júgóslava voru komnir á fremsta hlunn með að ganga til liðs við möndulveldin, en Donovan náði sambandi við júgó- slavneska föðurlandsvini, sem gripu til uppreisnar svo Hitler varð að fresta innrásinni í Rússland meðan hann leysti „vandamálin“ í Júgó- slavíu og Grikklandi.. Þegar Donovan sneri aftur til Bandaríkjanna í apríl 1940 var Roosevelt kominn á þá skoðun, að Bandaríkjunum væri nauðsyn á sam- ræmdri öryggis- og leyniþjónustu líkri þeirri sem Stephenson stjórnaði frá New York. Forsetinn áleit leyni- þjónustur landhers og flota bæði máttlitlar og sundurþykkar, svo þær væru ekki fallnar til þeirra stórræða, sem hann hafði í huga. Bezt væri því að fá nýja stofnun og til hennar yf- irmann, sem ekki væri tengdur þeim leyniþjónustum, sem fyrir voru. For- setinn ákvað að veðja á „augu sín og eyru.“ Bill Donovan fór í smiðju vinar síns framan af og sagði síðar, að Stephenson hefði kennt þeim allt sem þeir kunnu um leyniþjón- ustustörf á erlendri grund. Steph- enson gerði líka hvað hann mátti til þess að festa vin sinn í sessi og að- stoða hann við uppbygginguna á bandarísku herstjórnarþjón- ustuskrifstofunni, (en í framhaldi af henni var bandaríska leyniþjónustan CIA stofnuð eftir stríð). Hann lét honum í té upplýsingar og ráðunauta og þjálfaði starfsmenn hans í þjálf- unarbúðunum í Kanada. Macdonald telur líklegt, að þótt vettvangur Stephenson hafi verið vestanhafs, þá hafi hann gegnum sambönd sín í London og samstarfið við Donovan, vitað af flestu því sem gerðist í Evrópu á sviði njósna og andspyrnuaðgerða og hann hafi kom- ið beint að undirbúningi margra þeirra verkefna. Ljósmynd/Bill Macdonald Æskuheimilið Heimili Stephensonfjölskyldunnar í Point Douglas, Winnipeg. freysteinn@mbl.is                                                                                   !    "           #            $        %            !   
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.