Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 41

Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 41
hann lifði. „Ef þú lofar að borða alltaf þrjár litlar kartöflur með matnum,“ sagði hann. Þetta var meira stríðið, því ég gat ekki tuggið sundur kartöfl- urnar og það varð að stappa þær. Það voru margir kettir heima og allt í einu hvarf litla læðan mín, tveggja ára gömul og mikil vinkona mín; hún skreið alltaf upp í rúm á morgnana og heilsaði mér með löppinni. Sveinn bróðir vísaði mér á hræið undir kletti og sagði að pabbi hefði skotið hana. Þá varð ég svo ægilega sorgmædd og vond með sjálfri mér að ég orti til hennar ljóð sem hét Vina: Vina mín mig lítið ljóð langar á blaðið pára. Ó, þú féllst á freðna slóð fullra tveggja ára. Ó, þú litla yndið mitt að þeim kött ei finnið; mér var kært að klappa á þitt hvíta mjúka skinnið. Kæra litla kisa mín ég kveð þig hinsta sinni; ég elskaði gulu augun þín sem enn eru mér í minni. Vertu sæl ó Vina mín, Vina þín ég sakna, indæl mér skal minning þín úr minni aldrei rakna. Ég hef aldrei gleymt henni og aldrei átt kött síðan. Mamma fann ljóðið undir koddanum mínum, fór með það til pabba og hann kom til mín og sagði að ég mætti eiga hvaða gimbur sem ég vildi. Ég hlýddi því en fannst ekkert í það varið. Það var aldrei nein sárabót. – Þú hefur ekki viljað verða skáld? – Nei, svona fólk verður ekki ljóð- skáld. Það er fólk sem hefur hug- sjónir og yrkir flott. Hún hristir höfuðið. – Ég geri ekki svoleiðis, aðeins eina og eina vísu ef einhver deyr sem mér þykir vænt um. Jódís talar hlýlega um Huldu dótt- ur sína sem býr í Noregi „gullfalleg“, og sonarsoninn Stefán Eiríksson, sem var oft hjá henni á sumrin, vildi þá frekar vera með ömmu sinni að lesa og spjalla en fara út að leika við krakkana. – Hann er nærgætinn og elskuleg- ur og kom alltaf norður um leið og skólinn var búinn, segir hún hlýlega. Einu sinni mætti ég honum hlaup- andi á Drottningarbrautinni. Þá hafði honum leiðst þófið úti á flugvelli, svo hann skildi allan farangurinn eftir og hljóp af stað. Hún verður sposk á svipinn. – Ég keyri nú aldrei mjög hratt og þegar við komum inn að ljósunum í Kaupvangsstræti neðan við Bautann stoppaði ég. Þá sagði Stefán nærgæt- inn, 12 ára gamall: „Það er alveg ábyggilegt amma mín að þú verður aldrei tekin fyrir of hraðan akstur.“ Þó að Jódís sé lítið gefinn fyrir akstur, kunni aðeins að bakka á ein- um stað á Akureyri og setji bílinn undir segl yfir veturinn, þá kann hún vel við sig á hestinum Ljóma. – Ég fór í fyrrasumar þegar búið að var að temja hann til að sjá hvern- ig til hefði tekist. Hann þekkir mig alltaf og kemur þegar ég kalla á hann, leirljós með hvíta blesu, afar fallegur. Fyrsta hestinn eftir að ég kom til Akureyrar pantaði ég frá Sel- fossi eftir að hafa heyrt af honum, – að hann væri fallegur. Þegar ég fékk hestinn vantaði á hann faxið, hann var slæmur að því leyti að fara í gegnum girðingar og sleit það af sér, – hélt að grasið væri grænna hinu- megin. Þegar Magnús bróðir frétti af þessu sendi hann mér vísu: Hest hún sá til sölu í blaði símann strax í óð nokkru seinna heima á hlaði hestur faxlaus stóð. Þetta var þægur og vitur hestur; ég nefndi hann Geisla. Hann fékk krabbamein í hálsinn og það varð að fella hann. Mér fannst það afar leið- inlegt, fór með hann á staðinn þar sem hann var drepinn, í húsi fyrir ut- an bæinn, og hann sá svo mikið eftir mér þegar ég fór að ég setti rúg- brauðsmola á bitana utan á veggnum, klæðninguna og út um allt. Allt í einu bregður henni við, hún lítur á blaðamann og segir: – Guð, ég á eftir að bjóða þér kaffi! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 41 Kaldir réttir: Tvíreykt hangikjöt Soðið hangikjöt Saltfiskur Síldarréttir Grafinn lambavöðvi Kalkúna-galantine Hunangs og einiberjagrafinn lax Reykt grísalæri Salat með bökuðu rótargrænmeti, eplasalat, kaldar sósur o.fl Heitir réttir: Villikryddað lambalæri Kalkúnalæri - léttreykt Fyllt kalkúnabringa Sósur, salöt o.m.fl. Eftirréttir: Heimagert konfekt, súkkulaðimús og ýmsar geðþóttaákvarðanir kokkanna Kaffi innifalið Meðal annars á jólahlaðborði Rauða Hússins: FROST OG FUNI GISTIHEIMILI ÞÆGINDI OG GÓÐUR AÐBÚNAÐUR Lúxus gisting Hveragerði Pantanir í síma: 483 4959 kl. 10 til 19 og info@frostogfuni.is www.frostogfuni.is www.raudahusid.is Ævintýri á aðventunni Gisting - jólahlaðborð og akstur milli Hveragerðis og Eyrarbakka 19.700 kr. fyrir tvo Jólaferðir Heimsferða Síðustu sæti Munið Mastercard ferðaávísunina Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti í ferð um jólin til einhvers af hinum vinsælu vetraráfangastöðum okkar. Ennþá eru nokkur sæti laus í einstakar brottfarir. Ef þú vilt njóta hátíðanna í sólinni þá er rétti tíminn til að bóka núna! Kúba frá kr.79.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Arenas Dorada í viku með morgunverði 16. des. Aukavika kr. 20.000. Vikuferð 23. des. kr. 84.990. 16. des. Örfá sæti laus 23. des. Örfá sæti laus Kanarí frá kr.72.394 Netverð á mann, m.v. hjón með 1 barn, 2-11 ára, í 6 nætur 21. des., Paraiso Maspalomas. 20. des. Uppselt 20. des. Aukaflug - Uppselt 21. des. Aukaflug - 18 sæti laus 27. des. Örfá sæti laus Fuerteventura frá kr. 76.495 - 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í 14 nætur 22. des., Oasis Dunas. 19. des. Uppselt 22. des. Aukaflug - 30 sæti laus Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is S amkvæmt frétt í Frétta- blaðinu hinn 9. nóvember sl. var barnavernd- arnefnd tilkynnt um fimm hundruð börn á síðasta ári vegna fíkniefnaneyslu, sjálfsvígstilrauna og annarrar sjálf- skaðandi hegðunar. Þar af voru þrjátíu og þrjú börn undir tólf ára aldri. Hvað þarf til að umræðan um andlega líðan barna okkar nái ein- hverju máli? Það er sorglega einfalt. Þau mál eru ekki rædd fyrr en börnin stytta sér aldur með hvaða ráðum sem þau nú gera það. Á árinu hafa ótal ungmenni látist í bílslysum. Önnur hafa fallið vegna eiturlyfjaneyslu og enn önnur hafa einfaldlega meðvitað stytt sér ald- ur. Börn. Vansæl börn. Við bregðumst við svona fréttum stutta stund og síðan er málið látið niður falla. Það berst enginn stjórn- málaflokkur á Íslandi svo heitið geti fyrir málefnum barna. Líðan barna skiptir litlu máli í þessu samfélagi okkar. Sama gildir um aðra „minni- hlutahópa“ í þjóðfélaginu, samanber innflytjendur. Íslenskir atvinnurek- endur hafa orðið uppvísir að því að undirborga erlendu verkafólki fyrir störf sín. Það þykja mér ekki frétt- ir. Konur á Íslandi fá enn ekki sömu laun fyrir sömu vinnu árið 2006! Allar götur frá því að við buðum öðrum þjóðum að setjast að í land- inu okkar hafa móttökurnar ein- kennst af sýndarmennsku. Það er nefnilega flókið að taka á móti gestum þannig að þeim líði vel. Góðir gestgjafar láta gestinn vera í fyrirrúmi. Ef vel á að vera þarf gesturinn að geta notið sín og finn- ast hann vera velkominn. Það er ekki nóg að gefa gestinum mat og húsaskjól heldur þarf ekki síður að skapa þannig aðstæður að gesturinn geti óheft tjáð sig. Gest- inum þarf að finnast hann hafa frelsi sem einstaklingur til orða og athafna. Gesturinn verður að geta mætt gestgjafanum á jafnrétt- isgrundvelli. Sú umræða sem hefur skapast í samfélaginu síðustu daga er vara- söm. Það þykir sýnt að börnum inn- flytjenda líður verr í skólanum en íslenskum börnum. Hvernig er tal- að um mál innflytjenda við kvöld- matarborðið á íslenskum heimilum? Er börnum haldið utan við þá umræðu? Ég er hrædd um ekki. Eruð þið hissa að börnum inn- flytjenda líði illa? Hvernig eiga þau að mæta ís- lenskum skólafélögum sínum sem mæta í skólann með upplýsingar um það að útlendingar séu ekki vel- komnir á Íslandi? Að útlendingar séu að hafa vinnu af mömmu og pabba og ættu með réttu að vera sendir aftur til síns heimalands. Við berum ábyrgð á þeim upplýs- ingum sem við látum börnunum okkar í té. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar komi fram við aðra af sann- girni og virðingu. Það er brottrekstrarsök í skóla barnanna minna að hæðast að útliti, uppruna eða trúarlegum skoðunum annarra. Ekki að ástæðulausu. Í fjölmenningarsamfélagi sem Los Angeles hafa skólar engin önn- ur ráð en að reka börn sem verða uppvís að slíku beint til föðurhús- anna, þar sem fordómarnir verða til, því börn fæðast fordómalaus. Börn eru varnarlaus gagnvart því munnlega ofbeldi sem þau þurfa að sitja undir af hendi fullorðinna, heimafyrir og í fjölmiðlum. Íslensk börn hafa gott af því að kynnast fólki af öðrum uppruna. Það eykur víðsýni þeirra og skiln- ing á framandi menningarheimum. Börn eru nefnilega ólík fullorðnu fólki að því leyti að þau hræðast ekki nýjungar. Allt sem er nýtt er spennandi. Þau taka því sem er nýtt og framandi opnum örmum af einskærum áhuga og umfram allt fordómaleysi. Það ættum við sem fullorðin erum að taka okkur til fyr- irmyndar. Þjóð drepur börn HUGSAÐ UPPHÁTT Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir steinunnolina@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.