Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 44

Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 44
44 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ I. ÞAÐ VAR laugardaginn 7. októ- ber s.l. kl. 10.30, að við félagarnir Sveinn H. Ragnarsson, (f. 1927), fyrrum félagsmálastjóri Reykjavík- urborgar, héldum áleiðis til Borg- arness. Erindið var að skoða safn það, sem komið hefur verið á fót í minningu dr. Charcot og skips hans Pourquoi pas? Safnið var opið frá kl. 13–16, svo við snæddum kjötsúpu á ágætu veitingahúsi, sem rekið er í sambandi við Landnámssetrið sem Kjartan Ragnarsson hefur sett upp af miklum myndarskap. Síðan var haldið í Englendingavík, þar sem hið franska safn var til húsa. II. Tengsl okkar Sveins við Pourquoi pas? voru með þeim hætti, að Sveinn var í sveit tvö sumur í Straumfirði, árin 1936 og 1937. Fór heim í skólann viku fyrir strandið. Afasystir mín Marta Níelsdóttir, (1858–1941), og maður hennar, Haraldur Bjarnason, (1874–1964), bjuggu aftur á móti á Álftanesi á Mýrum, en í landi þess er skerið Hnokki, sem hið franska skip strandaði á. Síðan eignuðumst við Haraldur bróðir minn Álftanesið árið 1957 og áttum það saman til ársloka 1963, að ég seldi Haraldi minn hlut. Mér er þetta slys mjög minnisstætt, þótt ég væri aðeins 9 ára, er skipið fórst, en á búskaparárum okkar Har- aldar umgekkst ég marga hluti úr skipinu og kannaðist við suma hluti á safninu í Englendingavík. Sólhattur úr skipinu hékk lengi í anddyri gamla bæjarins á Álftanesi og smell- passaði hann á mig og notaði ég hann oft í útreiðartúrum, bæði þar vestra og einnig í nágrenni Reykjavíkur, þegar við bræður höfðum hesta okk- ar í Víðinum í Mosfellssveit. Auðvit- að týndi ég þessum merka grip, en starfsmaður á Keldum gaf mér nýj- an sólhatt, sem Rockefellerstofnunin hafði sent að Keldum, hélt að hér væri slíkt loftslag, að sólhattar kæmu sér best fyrir landsmenn. Fyrir sunnan hús það, er lengst hét Atvinnudeild Háskólans er minning- arskjöldur um dr. Charcot, þar sem stendur, að hann og skip hans hafi farist við Þormóðssker. Þetta er rangt, því skipið strandaði á Hnokka, skeri, sem er út af Álftanesfjörum. Þetta þarf að leiðrétta og er búið að standa þarna allt of lengi. Á Þor- móðsskeri var reistur viti árið 1943 og fór ég upp á sker þetta á laug- ardaginn fyrir hvítasunnu 1958. Skerið er 26 metra hátt og vestan í því fuglabjarg, sem Akurnesingar eru duglegir að nýta og finnst óþarfi að ónáða heimamenn með beiðni um leyfi. III. Dr. Charcot – ætt og uppruni Jean Baptiste Charcot fæddist hinn 15. júlí 1867 í París. Thora Frið- riksson segir svo frá í bók sinni: „Merkir menn, sem ég hefi þekkt“ – Dr. Jean Baptiste Charcot og út kom í Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja, 1947: „Skipið, sem hann kom á hing- að, hét Rose-Marine. Var þá í för með honum mágur hans, George Vic- tor Hugo og kona hans. Héðan úr bænum ferðuðust þau til Þingvalla og Geysis og var Þorgrímur Guð- mundsson, (1884–1952), fylgdar- maður þeirra og var það hann, sem fyrstur kynnti mig fyrir Charcot.“ Þorgrímur var fæddur að Hömrum í Eystri-Hrepp í Árnessýslu. Þessi fyrsta heimsókn dr. Charcot mun hafa verið 1902. Foreldrar dr. Char- cot voru þau Jean Martin Charcot hinn heimsfrægi taugalæknir og brautryðjandi á því sviði og kona hans, Augustine-Victoire Durvis. Hugur Jean Baptiste hneigðist fljótt til sjómennsku og sem barn lék hann sér aðeins að bátum, sem hann sigldi á lítilli tjörn. Þegar hann hafði aldur til stóð hugur hans til náms við sjó- liðsforingjaskólann í Borda í Brest. Faðir hans aftók það með öllu og hóf hann þá nám við Salpétriére- skólann, sem fyrirlestrar föður hans höfðu gert frægan. Lauk hann prófi þar árið 1893, en doktorsprófi 1895. Það var erfitt að vera sonur hins heimsfræga Jean Martin Charcot, svo hann hallaði sér að námi í lífeðl- isfræði við Pasteur-stofnunina í Par- ís. Hann varð kennari við hjúkrunarkvennaskóla, sem ríkið hafði sett á stofn við La Salpétriére. Jean Baptiste vildi ekki eingöngu verða sonur hans pabba síns (le fils de papa), heldur frægur á öðru sviði og heiðra með því minningu föður síns. Frá og með árinu 1897 má segja, að algjör straumhvörf hafi orðið í lífi dr. Charcot og þá hafi hann farið að hugsa um heimskauta- ferðir. IV. Lokadagar Pourquoi pas? Hinn 3. september 1936 kom Pourquoi pas? til Reykjavíkur með bilaða vél, í eftirdragi danska varð- skipsins Hvidbjörnen. Skipið lenti í miklum ís við Grænland hinn 30. ágúst og bilaði vélin eftir það. Við- gerð á vélinni var undireins hafin, en hún var ekki fullgjörð fyrr en 13. september. Voru það síðustu forvöð fyrir Charcot, hann átti að vera kom- inn til Kaupmannahafnar á tilsettum degi, því að þar stóðu til hátíðahöld til heiðurs Charcot. Þar átti að gera hann að heiðursdoktor við Kaup- mannahafnarháskóla. Glöggir menn sáu þunglyndisglampa í augum Charcot í Reykjavíkurdvölinni og settu það í samband við aldur hans, hann var 69 ára og sá fram á, að hann myndi ekki fara fleiri ferðir með Pourquoi pas? Skipið var sjósett í Saint-Malo þann 18. maí 1908. Var skipinu hleypt af stokkunum án seglabúnaðarins (sjá mynd). Cholet, skipasmiðurinn, sagði, að það væri svo rammbyggilegt, að það gæti ekki liðast sundur þótt það strandaði. Karlakór Reykjavíkur heiðraði minningu Charcot með því að halda söngskemmtun í Saint-Malo í Frakk- landsferð sinni árið 1986. Skipið var því 28 ára, þegar það fórst á skerinu Hnokka undan Álftanesfjörum á Mýrum hinn 16. september 1936. V. Af hverju strandaði Pourquoi pas? Margar tilgátur eru uppi um orsök þess, að skipið fórst og eru þessar helstar: 1) Léleg kol, sem keypt voru í verslun Jóns Edwald á Ísafirði á heimleið. 2) Skipstjórnarmenn taka feil á Akranesvita og Gróttuvita. 3) Akkeri látin falla of snemma, ella hefði skipið rekið upp í sand um Breiðasund. 4) Skipið og dr. Charcot voru bæði feig. 5) Tímasetning hátíðarhaldanna við Kaupmannahafnarháskóla, þar sem átti að gera dr. Charcot að heið- ursdoktor. Hann var kominn í tíma- þröng. Tilgáta nr. 1: Ég ræddi lengi við Jón Pál Halldórsson á Ísafirði um kolin. Hann sagði mér, að verslun Jóns Edwald, (l886–1935), hefði selt kol á þessum tíma og útilokað væri að sú verslun hefði selt léleg eða skemmd kol. Tilgáta nr. 2: Talið útilokað að svo færir skipstjórnarmenn sem stýrðu skipi þessu hefðu gert slík mistök. Tilgáta nr. 3: Þetta er bernsku- minning mín frá dvöl minni á Álfta- Voru dr. Charcot og skip hans Pourquoi pas? feig? Pourquoi Pas? sjósett þann 18. maí 1908 í Saint-Malo, án seglabúnaðarins. Bls. 102 í bók Serge Kahn. Pourquoi Pas? Eftir Leif Sveinsson Málþing um öldrunarlækningar - geðlækningar á vegum Franska sendiráðsins á Íslandi, Geðlæknafélags Íslands, Læknadeildar Háskóla Íslands og með aðild heilbrigðisráðuneytisins í Hátíðarsal Háskóla Íslands - mánudaginn 13. nóvember 2006 kl. 13:30-17:15 Fundarstjóri: Stefán B. Sigurðsson forseti læknadeildar Háskóla Íslands Eru veikir aldraðir afskiptir? Ber okkur ekki að lækna aldraða? Dagskrá 13:30 Setning: Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis - og tryggingamálaráðherra og Nicole Michelangeli, sendiherra Frakka á Íslandi. 13:40 Hvernig undirbúum við efri árin? Hvernig er hægt að læra að eldast? („The art of growing older“): Jean-Claude Monfort. 14:30 Fyrirkomulag á umönnun aldraðra og veikra í Frakklandi Samhliða kynning tveggja franskra sérfræðinga í öldrunarlækningum og -geðlækningum: Anne-Marie Mathieu og Jean-Claude Monfort. 15:30 Kaffihlé 16:00 Umönnun veikra og aldraðra einstaklinga á Íslandi; sjónarmið öldrunarlæknisins; Pálmi V. Jónsson. 16:20 Umönnun veikra og aldraðra einstaklinga á Íslandi; sjónarmið geðlæknisins; Ína Þórunn Marteinsdóttir. 16:40 Pallborðsumræður með fyrirlesurum og fulltrúa frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Jean-Claude Monfort geðlæknir og öldrunarlæknir, yfirlæknir öldrunargeðdeildar í París; háskólakennari í öldrunargeðlækningum frá 1990 í París, höfundur fjölda greina og bóka um efnið. Anne-Marie Mathieu öldrunarlæknir og yfirlæknir við Háskólasjúkrahús í París, háskólakennari í öldrunarlækningum í París, höfundur fjölda greina um efnið. Pálmi V. Jónsson öldrunarlæknir og sviðsstjóri öldrunarsviðs LSH, dósent í öldrunarlæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Ína Þórunn Marteinsdóttir geðlæknir með reynslu í öldrunargeðlækningum frá 1992, háskólakennari í öldrunargeðlækningum frá 1995 til 2000 í Uppsala (Svíþjóð). Málþingið er einkum ætlað fagfólki sem vinnur með öldruðum en í raun snertir viðfangsefni þess okkur öll og er aðgangur öllum frjáls og án endurgjalds. Erindi og umræður fara fram á ensku. www.openhand.is Með OpenHand hefur þú fullan að- gang að tölvupósti og getur auk þess skoðað og uppfært önnur skjöl með farsímanum þínum. Ekki þarf sérframleitt tæki, heldur virkar OpenHand á snjallsímum helstu framleiðenda. Fáðu nánari upplýsingar um Open- Hand á www.openhand.is. „Ég þarf ekki lengur að taka ferðatölvuna með mér, hef allt í símanum; tölvu- póstinn, dagbókina, tengiliði og fleira.“ Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi „Lausnin er einföld, eitt tæki fyrir allar þarfir.“ Hafsteinn Ingibergsson, Danól ÖRUGGARA • ÓDÝRARA • SVEIGJANLEGRA TÖLVUPÓSTUR DAGBÓK OG FLEIRA Í FARSÍMANN ÞINN P IP A R • S ÍA • 60 56 5 Skrifstofan þín á ferðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.