Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 45 nesi, óstaðfest, en var altalað á ár- unum eftir skipskaðann. Tilgáta nr. 4: Í bók Thoru Frið- riksson er margoft bent á, að það var alveg sama, hvað mörgum gestum var boðið í Höfða af franska ræð- ismanninum Zarzecki og reynt að hafa boðsgesti 15–20, þá komu svo mörg afboð, að það urðu alltaf 13 til borðs. Tók þá ræðismaðurinn það til bragðs, að rífa ekki 14 af almanak- inu, heldur láta töluna standa, til að forðast töluna 13. Ég persónulega trúi ekki á, að talan þrettán sé óhappatala. Tilgáta nr. 5: Ekkert var fjær Charcot en hégómagirni. Því hefur hann frekar talið það kurteisi að þiggja doktorsnafnbótina við Kaup- mannahafnarháskóla en sérstakan heiður. Dr. Hallgrímur Helgason, (1914–1994), frændi minn, sagði við mig og félaga minn í Kaupmanna- höfn árið 1947, þá nýkominn frá Zürich: „Þetta er eins og provinsbær hjá Zürich“. Annars bar Charcot virðingu fyrir Dönum, einkum hvað þeim hafði tekist fram að þessu, (l936), að halda brennivíninu frá Grænlendingum. Nú er öldin önnur þar. VI. Ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið. Aðeins Gonidec stýrimaður reyndist ófeigur. Björg- unarmaður hans Kristján Steinar Þórólfsson, (1917–1977), vann það ótrúlega afrek að bjarga Gonidec, þar sem hann barst að landi í kletta- skoru, eftir að hafa flotið á landgang- inum alla leið að brimgarðinum, en í gegnum hann synti hann að eina staðnum við ströndina, þar sem lífs- von var og þar var Kristján staddur af tilviljun, eða voru það örlagadís- irnar sem stýrðu honum þangað? Kristján var þá vinnumaður í Straumfirði. Hann var heljarmenni að burðum eins og sjá má af mynd- inni af honum, sem tekin er úr Borg- firzkum æviskrám VII. Jóhanna Magnea Helgadóttir ekkja Kristjáns lifir mann sinn og býr í Borgarnesi. Hún er fædd 1915 og eignðust þau Kristján fimm börn. VII. Menn hefðu talið, að minning- arathöfnin í Reykjavík frá Landa- kotskirkju hefði verið svipur hjá sjón miðað við útförina frá Notre-Dame kirkjunni í París, en svo var ekki. Minningarathöfnin um Charcot og menn hans hér í Reykjavík gleymist engum, sem viðstaddur var. Ræða herra Meulenbergs biskups í Krists- kirkjunni í Landakoti var svo látlaus, svo háleit og innileg, að hún vakti að- dáun allra, sem skildu frönsku. En það sem Frökkum þótti merkilegast var að öllum verslunum var lokað í Reykjavík meðan á minningar- athöfninni stóð og allri atvinnu- starfsemi hætt sömuleiðis. Mig minnir, að gömlu hjónin í Straumfirði, þau Þórdís Jónasdóttir, (l876–1967), og Guðjón Samúel Sig- urðsson, (l868–1939), hafi verið framarlega í göngunni á eftir líkbíl- unum, í sínum bestu fötum að vísu en ekki orðum skreytt eins og tign- armennirnir við athöfnina. Við strandið mæddi mest á Straum- fjarðarfólkinu og þar fékk Gonidec þá hjúkrun, sem skildi milli lífs og dauða. Kristján Þórólfsson var sæmdur einu æðsta heiðursmerki Frakka fyrir sína hetjulegu björg- un, en það var samúð heillar þjóðar með aðstandendum hinna 40 Frakka, sem skærast skein: Þegar býður þjóðarsómi, þá á Ísland eina sál. Heimildir: 1) Thora Friðriksson, Dr. Jean Baptiste Charcot, Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík, 1947. 2) Öldin okkar 1931–1950, Forlagið Iðunn, Reykjavík, Valdimar Jóhannsson, 1951. 3) Serge Kahn, Jean-Baptiste Charcot, heimskautafari, landkönnuður og læknir. JPV-útgáfa 2006. 4) Borgfirzkar æviskrár, I-XII, Prentverk Akraness. 5) Morgunblaðið, 17. september 1936. 6) Alþýðublaðið, 19. september 1936. 7) Trausti Jónsson: Veður á Íslandi í 100 ár, Ísafold 1993.                                           Skipið með hinum sterklegu þverböndum og stefnið er sér- styrkt með fjölmörgum bjálkum. Úr bók Serge Kahn, bls. 101. Ljósmynd/Leifur Sveinsson Tveir munir frá sýningunni í Englendingavík; báð- ir úr Pourquoi Pas? a) Servantur með fastri skál og loki. Frá Álftanesi á Mýrum. b) Kýrauga úr gamla hlöðuskúrnum á Álftanesi. Kristján Þórólfsson, bjarg- vættur Gonidecs stýrimanns. Dr. Charcot. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - FUNALIND 15 - JARÐH. - KÓP. Glæsileg 102 fm rúmgóð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð auk 25,4 fm bílskúrs í eftir- sóttu húsi í Lindarhverfi. Húsið er sérlega fallegt og allt klætt að utan með inn- brenndu, lituðu áli. Þrefalt gler er í gluggum. Bílskúr er fullbúinn og með sjálfv. opn- ara. Íbúðin skiptist í hol, stofu, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi auk þvottahúss. Á jarðhæð er sérgeymsla og hjólageymsla. Hellulögð afgirt verönd út af eldhúsi/- stofu. 6122 EIGNIN VERÐUR TIL SýNIS Í DAG(SUNNUDAG) FRÁ KL. 15-17. V. 29,5 m. OPIÐ HÚS - BERJAVÖLLUM 1, HAFNARFIRÐI Eignamiðlun og Ás kynna glæsilegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir til afhendingar strax. Húsið er hannað af Funkis arkitektum. Mikið er lagt í íbúðirnar, m.a. er hiti í gólfum á baðherbergi, borðplötur eru úr steini. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar frá HB Harðarsyni. Lýsing hönnuð af Lúmex. Möguleiki er á að fá íbúðina afhenta með öllum gólfefnum. Allar íbúðir eru með bílskýli og 14 fm svölum, nema jarðhæð sem er með sérverönd. Verð frá 20,2 millj. 5457 HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-16. SKÚLAGATA - FYRIR ELDRI BORGARA Falleg 3ja herb. íbúð á 3. hæð í húsi fyrir eldri borgara við Skúlagötuna með útsýni til sjávar og Esjunnar. Eignin skiptist m.a. í hol, svefnherbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu og eldhús. Íbúðin á hlutdeild í samkomusal á 1. hæð og húsvarðaríbúð. Aðgangur að mötuneyti með heitum mat er í næsta húsi. Sérgeymsla á jarðhæð. Öryggishnappur er í íbúð. Húsvörður. Verð 23,9 millj. 6255 GRANDAVEGUR - LAUS - M/BÍLSKÝLI Vel skipulögð og falleg 3ja herb. 87 fm íbúð á 8. hæð fyrir eldri borgara (60 ára og eldri), ásamt stæði í bílsgeymslu og yfirbyggðum svölum. Útsýni út á Faxaflóann og víðar. Verð 28,8 millj. 6254 KARFAVOGUR - LAUS FLJÓTLEGA Mjög fallegt og vandað 166 fm parhús á tveimur hæðum við Karfavog. Húsið skiptist þannig. Neðri hæð: Hol, stofa, borðstofa, eldhús, snyrting, þvottahús og geymsla. Á efri hæð eru fjögur herbergi og baðherbergi. Innbyggður bílskúr. Verð 45,5 millj. 6262 REIÐVAÐ - GLÆSILEG ENDAÍBÚÐ 4ra-5 herbergja glæsileg 122,7 fm endaíbúð í lyftuhúsi með sérinngangi af svölum ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin hefur verið inn- réttuð á einkar glæsilegan hátt, m.a. er granít á vinnuborðum. Stórar svalir. Fallegt útsýni er til Bláfjalla og víðar. Eign í sér- flokki. Verð 33 millj. 6250 VESTURGATA - ÞJÓNUSTUÍBÚÐ Íbúð fyrir 67 ára og eldri í húsi númer 7 við Vesturgötu. Gengið er inn frá Garðastræti. Íbúðin er nr. 212 og er á 2. hæð með sérinn- gangi af svölum. Íbúðin er í þjónustuhúsi á mjög góðum stað í miðbænum. Íbúðin skiptist í svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhúsgang. Íbúðin er laus til afhending- ar við kaupsamning. Verð 17,9 millj. 6258 BÆJARGIL - GLÆSILEGT Fallegt tvílyft raðhús auk bílskúrs á eftirsótt- um stað í Garðabæ við Bæjargil. Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, hol, snyrtingu, eldhús, stof og borðstofu á neðri hæð. Á ef- ri hæð eru 4 rúmgóð svefnherbergi og bað- herbergi. Nýstandsett baðherbergi. Eikar- hurðir. Eldhús með nýjum tækjum og vinnu- borði. Búið er að endurnýja planið og setja hita í. Svalir á efri hæð. Skjólsæll garður út af stofu með timburverönd. Gólfefni eru parket, dúkur og flísar. Verð 43,0 millj. 6260 OP IÐ HÚ S OP IÐ HÚ S Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Mjög falleg 126,5 fm miðhæð ásamt 23,9 fm bílskúr. Eignin skiptist: Anddyri, skáli, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa og borðstofa. Eigninni hefur verið vel við haldið og er búið að endurnýja m.a. eldhús sem er með glæsilegri vandaðri inn- réttingu og góðum borðkrók. Baðherbergið er allt endurnýjað með stórum sturtuklefa og innréttingu við vask. Allt flísalagt og gluggi á baði. Rafmagn hefur verið endurnýj- að að hluta. Parket, flísar og dúkur á gólfum. Góð geymsla í kjallara. Áhv 20,0 millj. Lífsj.stm.rikisins með 4,15% vöxtum. Verðtilboð. Opið hús í dag milli kl. 15 og 17. Allir velkomnir miðhæð. Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús Goðheimar 16 - Laus fyrir jól
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.