Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 51 Frábært útsýni og tenging við náttúruna á besta stað við Grandahvarf í Kópavogi Íbúðirnar í Grandahvarfi eru vandaðar sérhæðir frá 124-144 fm að stærð. • Glæsilegar fullbúnar sérhæðir • Sérlóð fyrir íbúðir á neðstu hæð með trépalli • Glæsilegur frágangur lóða og sameiginlegra svæða Myndavél með upptöku verður uppsett við innkeyrslu í götuna, vöktuð af stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar. Einnig fylgir öryggiskerfi hverri íbúð. Útivistarreitur með útsýnisskífu, grillaðstöðu og sviði í rómverskum stíl. Allar nánari upplýsingar, teikningar, skilalýsing og bæklingur fást hjá fasteignasöluni Kletti í síma 534 5400. aðar niðurgreiðslur óháð þeirri þjónustu sem þeir velja því. Þetta ósamræmi í nið- urgreiðslum til ólíkra aðila hefur haft þau áhrif að færri keppa um að bjóða þjón- ustuna með þeim af- leiðingum að framboð minnkar. Leikskólaráð samþykkti tvær til- lögur í vikunni sem miða að því að tryggja val um úrræði fyrir for- eldra. Tillögurnar miða að því að leikskólasvið fái auka- fjárveitingar til að annars vegar nið- urgreiða hærri upphæð með hverju barni sem er hjá dagforeldri og hins vegar breyta reiknireglu sjálfstætt starfandi leikskóla. Greiðslur til dagforeldra hækka um tæp 40% Dagforeldrar eru afar mikilvægir þjónustuaðilar við foreldra í Reykja- vík. Foreldrar sem velja þjónustu dagforeldra eru mjög ánægðir með þjónustu þeirra enda sýnir ný könn- un menntasviðs að yfir 90% foreldra eru mjög ánægð með þjónustu dag- foreldra. Þrátt fyrir þetta hafa dag- foreldrar í Reykjavík hætt störfum í miklum mæli og fáir bæst við vegna ónógra niðurgreiðslna borgarinnar til þjónustunnar. Dagforeldrar hafa af sömu ástæðu þurft að hækka gjöld á foreldra mikið á undanförnum ár- um. Þetta hefur leitt til þess nú er af- ar mikið misræmi á verði á þjónustu dagforeldra annars vegar og þjón- ustu borgarrekinna leikskóla, sem taka við börnum við 18 mánaða ald- ur, hins vegar. Munurinn á gjöldum til leikskóla og dagforeldra er á bilinu 30.000–40.000 kr. á mánuði. Nýr meiri- hluti í Reykjavík vill stuðla að því að þjón- usta dagforeldra verði áfram valkostur fyrir foreldra með ung börn og ætlar að hækka meðalgreiðslur með hverju barni úr 27.000 kr. í 38.000 kr. á mán- uði. Dagforeldrar eru sjálfstæðir aðilar í rekstri og taka ákvarð- anir um gjaldskrár þjónustunnar en leik- skólaráð beindi í tillögu sinni sl. mánudag til dagforeldra að láta for- eldra njóta þessara niðurgreiðslna borgarinnar eins og frekast er kost- ur. Reiknireglu sjálfstæðra leikskóla breytt Sjálfstætt starfandi leikskólar sem fá niðurgreiðslur frá Reykjavík- urborg eru 15 talsins. Þessir skólar eru mikilvægur valkostur í þjónustu við foreldra ungra barna líkt og Leikskólar Reykjavíkur og dagfor- eldrar. Foreldrar velja ólíka þjón- ustu á mismunandi forsendum, t.d. vegna hugmyndafræðilegrar nálg- unar, sveigjanleika skólans eða ná- lægðar við heimili. Það er því mik- ilvægt að foreldrar fái sömu greiðslur frá sveitarfélagi með barni sínu í leikskóla óháð rekstrarformi. Fyrrgreind tillaga meirihlutans set- ur því barnið í forgang óháð rekstr- arformi og leggur til að nið- urgreiðslur til sjálfstætt starfandi leikskóla séu ekki minni en með- alkostnaður borgarrekinna skóla. Þetta felur í sér að regla sú sem fyrr- verandi meirihluti í Reykjavík notaði um að einkareknir skólar fengju styrk út frá fimm hagkvæmast reknu skólunum fellur brott. Breytingin hefur þær afleiðingar að nú fá börn jafnháar upphæðir óháð því hvaða leikskóla foreldrar velja handa þeim. Enn er verk að vinna Þrátt fyrir þessar aðgerðir þarf enn að efla þjónustu við yngstu börn- in. Næsta verkefni er að skoða betur þjónustuþörf og þær kröfur sem gera þarf til leikskóla í Reykjavík vegna barna yngri en 18 mánaða til að bjóða upp á raunverulegt val fyrir foreldra. Í drögum að starfsáætlun Leikskólasviðs 2007 er gert ráð fyrir að markviss vinna fari af stað varð- andi smábarnadeildir leikskólanna, skilgreiningar á þeirri þjónustu sem yngstu börnin þurfa að njóta og því fé sem borgin og foreldrar greiða fyrir þessa þjónustu óháð þjón- ustuaðila. Mikilvægt er að tryggja áfram val um þjónustu þannig að for- eldrar geti valið hentugasta kostinn fyrir barnið sitt, hvort sem það er dagforeldri, sjálfstætt starfandi leik- skóli eða borgarrekinn leikskóli. þjónustu áfram tryggt »Næsta verkefni er aðskoða betur þjón- ustuþörf og þær kröfur sem gera þarf til leik- skóla í Reykjavík vegna barna yngri en 18 mán- aða til að bjóða upp á raunverulegt val fyrir foreldra. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður leikskólaráðs. FYRIR skemmstu fjallaði rit- stjórnargrein Morgunblaðsins um stefnu Bandaríkjanna í utan- ríkismálum og spyr á hvaða leið þetta gamla forysturíki í baráttu fyrir lýðræði, frelsi og mann- réttindum sé. Orðrétt: „Hvenær villtist þessi þjóð af réttri leið? Hvenær hætti hún að vera tákn fyrir háleitar hugsjónir en fór í stað þess að vinna með sama hætti og andstæðingar hennar hafa gert og forystumenn henn- ar hafa fordæmt? Hvenær breyttust Bandaríkin í and- hverfu sína? Það er bara eitt afl til í Bandaríkjunum, sem getur breytt þessari vegferð. Það er fólkið sjálft. Kjósendur í Banda- ríkjunum geta sett þá frá völd- um, sem hafa leitt þessa miklu þjóð í ógöngur og sett aðra í þeirra stað, sem treystandi er til að halda á lofti baráttu fyrir mannréttindum og frelsi um all- an heim. Bandaríkjamenn þurfa að endurskoða frá grunni sam- skipti sín við aðrar þjóðir.“ Allt er þetta satt og rétt. Og nú hefir fólkið þar vestra beitt afli sínu og sett þá frá völdum sem ábyrgð bera á ófarnaði um- liðinna ára. Og úrslitum réðu afglöpin í Írak og haukurinn í stól her- málaráðherra settur af. En það er víðar sem mikið liggur við að kjósendur beiti þessu afli sínu. Í þessu grein- arkorni verður aðeins vikið að einu atriði fyrir íslenzka kjós- endur. Hinu sama og úrslitum réð í bandarísku kosningunum: Innrásinni í Írak og afleiðingum hennar. Hópur frambjóðenda Sjálf- stæðisflokksins hefir verið spurður hvort þeir álitu að ís- lenzkir ráðamenn hafi gert rangt með því að gera land okk- ar að aðila þess hildarleiks. Allir – með einni undantekningu – svöruðu aðspurðir neitandi, flestir með þeirri viðbáru að upplýsingar um ástand mála í Írak, sem þá lágu fyrir, hafi gert ódæðið afsakanlegt. Minna má á, að 1945 voru öll- um Íslendingum fullkunnugir glæpir Öxulveldanna. Samt neit- uðum við að segja þeim þjóðum stríð á hendur vegna þess eiðs, sem íslenzk þjóð hafði svarið að fara aldrei með ófriði á hendur neinni þjóð. Þeir tveir menn, íklæddir ve- sælu valdi, sem að næturþeli í Prag austur tóku einir ákvörðun um að rjúfa þann eið mega með sanni nefnast þjóðníðingar. Er þá ekki að því komið að ís- lenzkir kjósendur beiti afli sínu í næstu kosningum til þess að ný- ir valdhafar hefjist þegar í stað handa um að deyfa þann óafmá- anlega smánarblett sem þessir óhappamenn hafa sett á æru Ís- lands? Sverrir Hermannsson Afl atkvæða Höfundur er fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.