Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 61 MINNINGAR ✝ Jóhann Haralds-son fæddist í Reykjavík 11. októ- ber 1965. Hann lést af slysförum 26. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Haraldur Eldon Logason múr- arameistari, f. í Reykjavík 1. júní 1938 og Kristjana Ragnarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. í Reykjavík 16. júlí 1937. Systk- ini Jóhanns eru Ragnar Kristján, f. 8. maí 1960, d. 3. mars 1961, El- ín Jóna, f. 8. nóvember 1961, Ragnar Eldon vélfræðingur, f. 5. júní 1963, kvæntur Móeiði Helga- dóttur myndlistarmanni, f. 3. mars 1976, sonur þeirra er Óðinn Eldon, f. 6. janúar 1999. Sonur Ragnars og Elsu Arnfriðsdóttur, f. 27. nóvember 1966, er Hörður Þór, f. 28. janúar 1983, sambýliskona María Kristjáns- dóttir, f. 15. apríl 1985, sonur þeirra er Aron Þór, f. 5. ágúst 2006. Hálf- bróðir Jóhanns er Björn Helgi Har- aldsson vélstjóri, f. 26. nóvember 1957. Jóhann starfaði við Holtakjúklingabúið, Rafveitu Selfoss, Sól hf. og lærði rafeindavirkjun og vann hjá Brimrún í u.þ.b. 8 ár, síð- an hjá Árvirkjanum á Selfossi. Jó- hann bjó í foreldrahúsum síðustu árin. Jóhann var jarðsunginn frá Fossvogskapellu 7. nóvember í kyrrþey. Það eru bara góðar minningar, sem ég á um Jóa frænda minn. Sú fyrsta þegar ég leit á hann í fyrsta skipti nýfæddan, fallegan lítinn frænda í gegnum gler á Fæðing- ardeild Reykjavíkur. Úti var svalt en inni á deildinni var sérstök mjúk, hlýleg birta, sem ég man svo vel. Ég var svo stolt. Jói var vel gefinn, ljúfur og góður drengur, ákveðinn með stórt skap en alltaf stutt í brosið og í röddinni var bjartur gleðitónn, hann var yngstur af systkinum sínum. Fyrstu sjö árin bjó hann í næsta húsi við ömmu, afa og mig og voru ófáar ferðir farnar á milli húsa á Freyju- götu 42 og 44. Alltaf þegar Jói kom var tekið á móti honum með orðunum „sæll Jói minn“. Stundum fóru afi og amma með hann í bíltúr á Skodanum og Jói fór í hanskahólfið hjá afa og fékk að velja sér brjóstsykurmola því Skodi flotti spýtti gotti. Þegar Jói var sjö ára flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Selfoss. Þá fóru ævintýrin að gerast. Sér herbergi, grúsk og tilraunir af ýmsu tagi. Svo kom að því að Jói breyttist í ungling og ungan, myndarlegan mann. Hann las sér til, kannaði og próf- aði alla hluti. Uppátækin voru marg- vísleg. Frænku þótti stundum alveg nóg um en hann talaði mig til ef ég var eitthvað að reyna að segja og reyndi að útskýra þetta og hitt sem ég skildi kannski ekki alveg, enda fannst mér það ekki skipta máli hvort ég skildi eða ekki. Eiginlega fannst mér hann svo klár og að aðal- atriðið væri að hann skildi það sem hann var að fást við. Hann vissi mikið um himingeim- inn, tunglin og stjörnurnar og að mér fannst eiginlega allt. Mikill skilningur og jákvæðni ríkti í fjöl- skyldu hans á allt sem hann tók sér fyrir hendur. Svo var farið í leiðangra, útivist, á skíði, skellinöðrur og svo mótorhjól. En því miður lenti Jói í mjög alvar- legu mótorhjólaslysi. Engin uppgjöf var til og ekki voru höfð mörg orð um erfiðleikana, en ásamt bróður sínum Ragga og pabba sínum, en þeir voru einstaklega samrýmdir og góðir félagar og voru mikið saman, var farið í að lesa sér til, hanna og smíða svifnökkva, sigla á Ölfusá, og hlaupa með svifdreka upp á fjall, og allt lék þetta í höndum hans, hversu ævintýralegt sem það leit út fyrir að vera. Svo tölvurnar, tölvan var tekin og krufin og sett saman aftur til þess að læra á hvernig allt virkaði. Svo var lært á forritin og duglegur var hann. Jói lærði líka rafeindavirkjun. Og ekki var það sjaldan sem hann mætti á Sævanginn og gerði við skellinöðrur sona minna. Jói hafði gaman af því að ferðast bæði hérlendis og erlendis. Þá var komið að því að læra fall- hlífarstökk og fór hann til Ameríku til að læra það. En eftir það nám varð einhver ógæfa, frændi minn dró sig einhvern veginn að hluta til út úr samfélaginu og átti oft erfitt, en góðir foreldrar hans vernduðu hann og veittu honum athvarf, studdu hann eins og hægt var. Jóa virtist líða betur upp á síð- kastið, var glaður og bjartsýnn og ætlaði að halda áfram í skólanum, en honum hafði gengið vel í náminu á fyrra ári. Ragnar bróðir hans var búinn að smíða sér flugvél og Jói bú- inn að fara í flugferðir með honum. En örlögum sínum fær enginn ráðið. Elsku frændi minn sofnaði á mjúkri en kaldri sæng móður nátt- úru. Ég óska þess að allir englarnir, sem sátu saman í hring yfir sæng- inni hans, fylgi honum um himin- geiminn, til stjarnanna, til Guðs. Minningin er ljúf og einlæga bros- ið hans geymt. Fjölskylda mín þakkar frænda mínum samveruna. Ingibjörg Eldon Logadóttir. Þær sorglegu fréttir bárust 30. október síðastliðinn að frændi minn Jóhann Haraldsson hefði orðið úti á Nesjavallaleið eftir að hafa fest bíl sinn og ætlað gangandi til byggða. Hugurinn leitar til bernskuár- anna það var alltaf mikið tilhlökk- unarefni að fara í heimsókn til Halla og Jönu og leika við frændsystkin mín. Það voru mikil ævintýri og margt skemmtilegt brallað. Þær björtu minningar lýsa hugann þegar svona hræðilegt slys á sér stað. Jói átti gott með að læra og allt sem við- kom rafmagni lá vel fyrir honum og starfaði hann nokkuð á því sviði. Hann hafði mikinn áhuga á flugi og lagði hann stund á fallhlífarstökk bæði heima og erlendis við góðan orðstír. Hann var óhræddur að kanna nýjar lendur og batt skó- þveng sinn öðruvísi en margir aðrir. Minningin um góðan dreng og gleði æskuárana lifir. Með þakklæti fyrir góðar stundir kveð ég þig, kæri Jói. Elsku Halli, Jana og fjölskylda, okkar innilegustu samúð. Guð gefi ykkur styrk. Karl Rúnar og fjölskylda. Jóhann Haraldsson bjargferðum í ókunn fuglabjörgog höfðum uppi miklar ráðagerðir þar um. Ekki varð þó mikið úr þeim ætlunum því haustið 1977 dó Sigmundur bróðir minn langt um aldur fram, fékk hjartaáfall ný- kominn til vinnu að morgunlagi. Kristín stóð þá ein uppi með tvö ung börn en eldri synir þeirra Sigmundar, Björn og Stefán, orðnir nokkuð stálpaðir og Þor- steinn, elsti sonur hennar, farinn að búa. Á næstu árum vann hún lengst af á næturvöktum á dval- arheimili aldraðra á Ási í Hvera- gerði og sinnti búi og börnum á frívöktunum. Kom sér þá vel hinn einstaki dugnaður hennar að hverju sem hún gekk og alltaf var jafngaman að koma til hennar og barnanna í Hveragerði og Kristín jafnan með spaugsyrði á vörum. Á heimili hennar ríkti ætíð sama snyrtimennskan, sama hvað hún hafði mikið að gera. Síðustu árin hefur Kristín orðið að glíma við þá sjúkdóma sem að lokum báru hana ofurliði en bug- uðu þó í engu skap hennar og vilja til að standa bein í mót- viðrum lífsins og enn sem fyrr var stutt í gamanyrði og hárbeittar athugasemdir um menn og mál- efni og þá ekki síst um það sem henni þótti miður fara í lands- stjórninni. Þegar ég kveð Kristínu mág- konu mína og rifja upp okkar góðu kynni og glaðar stundir þá er mér efst í hug hversu óvílin hún var að hverju sem hún gekk og lét sér fátt í augum vaxa. Hún var glæsileg kona og glaðsinni hennar og gamansemi gerðu manni jafnan létt í sinni. Börnum hennar, barnabörnum, vanda- mönnum öðrum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Kristján Eiríksson. ✝ Rósa Hall-grímsdóttir fæddist á Sauð- árkróki 4. sept- ember 1935. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Austur- lands á Seyðisfirði 27. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hall- grímur Konráðsson verkamaður, f. í Húnavatnssýslu 13. apríl 1908, d. 12. október 1988, og Ingibjörg Pálsdóttir húsfreyja, f. á Herjólfsstöðum í Skef- ilsstaðahr. í Skag. 22. mars 1915. Systkini Rósu eru Páll, f. 1932, Nanna Regína, f. 1934, 1965, Brynhildur, f. 11. febrúar 1966, d. 17. febrúar 1971, Val- gerður, f. 28. mars 1967, og Fanný Rósa, f. 25. júlí 1974. Barnabörnin fimm eru Sigurður Bjarni, Guðjón Bjarni, Ágúst Már, Brynhildur Hrund og Hjörtur Magni. Langömmu- barnið er Ingibjörg Erla. Rósa og Bjarni bjuggu allan sinn búskap á Hornafirði, lengst af í Miðtúni 13. Þegar börnin byrjuðu að koma í heiminn helgaði Rósa sig heimilinu. Þeg- ar þau voru komin á legg fór hún út á vinnumarkaðinn og vann lengst af við fiskvinnslu. Seinustu árin bjó hún við heilsuleysi og dvaldi annað slagið á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði þar sem hún fékk góða umönnun og hjúkrun. Útför Rósu var gerð frá Hafnarkirkju 6. nóvember sl. Ágústa Aðalheiður, f. 1937, d. 1989, Konný Sigurlína, f. 1939, Jóhanna Lovísa, f. 1944, Konráð, f. 1951, og Hallgrímur Ingi, f. 1953. Hinn 1. janúar 1955 giftist Rósa Bjarna Henrikssyni málara, f. 9. maí 1927, d. 29. sept- ember 1989. Börn Rósu og Bjarna eru Henrik Stefán, f. 1. apríl 1954, Friðrik, f. 9. apríl 1955, Ingibjörg, f. 24. júní 1956, gift Sigurði Jóhannssyni, f. 21. mars 1954, Brynhildur, f. 14. mars 1963, d. 16. desember Elsku móðir mín er látin. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég mun aldrei gleyma þér elsku mamma. Ég á margar kær- ar minningar úr Miðtúninu og svo seinna Sandbakkanum. Ég man hvað þér þótti gaman að vinna í garðinum heima í Miðtúninu og hvað þú lagðir mikla alúð í hann. Ég man þegar þú sast með handavinnuna þína í hæginda- stólnum hans pabba og ég við fætur þína að fylgjast með. Ég man eftir góða matnum sem þú eldaðir og kærleikanum sem þú lagðir í eldamennskuna. Ég man eftir samtölum okkar um lífið og tilveruna. Ég man að mér þótti ég eiga bestu mömmu í heimi þegar ég var krakki og mér finnst það enn. Mig langar að segja þér svo margt en mest af öllu langar mig að segja þér hve mikið ég sakna þín. Þú varst alltaf kletturinn minn og mín besta vinkona. Þú varst sú sem ég sneri mér til þeg- ar eitthvað bjátaði á og sú sem ég deildi gleði minni með. Þú gafst þér alltaf tíma til að hlusta á mig og ráðleggja hvort svo sem þeim ráðum var fylgt eður ei. Það var svo gott að koma til þín og finna hlýjuna frá þér og væntumþykj- una. Ég vona að ég hafi getað endurgreitt þér þó ekki nema ör- lítið af þeirri hlýju og ást þegar þú glímdir við veikindi þín. Þú verður alltaf í hjarta mínu, ásamt pabba. Þín elskandi dóttir, Fanný Rósa. Rósa Hallgrímsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður, mágur og svili, PALLE HAUNDRUP, Morelgangen 7, 3460 Bistrup, Danmörku, sem lést á Antsygehuset í Hilleröd þriðjudaginn 7. nóvember, verður jarð- sunginn frá Bistrupskirke miðvikudaginn 15. nóvember kl. 12.00. Fyrir hönd aðstandenda, Elna Haundrup (fædd Hintze), Hanne Hintze, Halldór Sigurðsson. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, amma, dóttir, systir, tengdadóttir og mágkona, ANNA SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR (Anna Sigga), verður jarðsungin þriðjudaginn 14. nóvember kl. 13.00 í Bústaðakirkju. Ólafur Haraldsson, Tanja Íris Ólafsdóttir, Tinna Ýr Vestmann Ólafsdóttir, Benedikt K. Ólafsson, Bjarney Vignisdóttir, Sandra Ólafsdóttir, Kristófer E. Árnason, Sonja Ólafsdóttir, Þorsteinn Jónsson, systkini og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.