Morgunblaðið - 12.11.2006, Side 66
Um allan heim bíða lesend-
ur í ofvæni eftir hverri nýrri
bók metsöluhöfundarins
Mary Higgins Clark.
Sem fyrr fer þessi vinsæli
höfundur á kostum og
má fullyrða að nýja bókin
hennar „Heima er engu
öðru líkt“ gefur fyrri
bókum hennar ekkert
eftir.
Alþjóðlegur
metsöluhöfundur:
Mörkinni 1 • Sími 588 24 00
Staðurstund
Sinfóníuhljómsveit Íslands og
FL-Group ætla að bjóða öllum
landsmönnum á tónleika hljóm-
sveitarinnar. »83
tónlist
Eftir Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
ALLIR eiga sinn uppáhalds Bond
og það er örugglega vísir að karla-
grobbi hjá þeim sem muna Sean
Connery í hlutverkinu að hafa litið
með nokkurri vanþóknun á spor-
göngumennina. En eftir að hafa
séð nýjustu myndina í bálknum er
óhætt að slá föstu við Connery-
aðdáendur: Takið gleði ykkar aft-
ur, dagar hins dúllulega James
Bond eru taldir, í bili a.m.k. Daniel
Craig er jafnvel harðari nagli en
fyrirmyndin Connery – því hann
er blæbrigðaríkari, á jafn auðvelt
með að sýna mýkt. Túlkun hans
stendur næst myrkri og óbeislaðri
skáldsagnapersónunni; 007 er ber-
sýnilega að ganga í endurnýjun líf-
daganna með Casino Royale ár-
gerð 2006.
Aftur að upphafinu
Á föstudaginn hefst nýr kafli í
einum lífseigasta framhalds-
myndaflokki sögunnar, sem telur
21 mynd og sex leikarar hafa
mannað titilhlutverkið í. Casino
Royale hentar vel sem frumraun
nýs leikara og sem boðberi nýrra
áherslna, því hún er fyrsta verk
Ians Flemings um leyniþjónustu-
manninn Bond. Í upphafi bók-
arinnar (sem kom út fyrir rösklega
hálfri öld) er Bond nýgræðingur,
ungur og óreyndur með hendur
óflekkaðar af blóði. En eitt aðal-
hlutverk þessa sköpunarverks
Flemings er að ryðja úr vegi
glæpamönnum, hættulegum
breska heimsveldinu og reyndar
heiminum öllum. Talan, dulnefni
leyniþjónustumanna, er jafnframt
tákn þess að þeir hafa leyfi til að
drepa.
Sú staðreynd er eitt grundvall-
areinkenni persónu Flemings; í
bókunum er Bond ískaldur morð-
ingi ef því er að skipta. Á yfirborð-
inu fágaður og vel til hafður
heimsmaður með auga fyrir fal-
legum konum og smekkmaður á
Tímarnir
breytast og
Bond með
Ástfanginn Bond Eva Green og Daniel Craig sem Vesper Lynd og James Bond.
07, árgerð ’06, Daniel Craig,
er mættur á byrjunarreit
007 Daniel Craig er jafn-
vel harðari nagli
en fyrirmyndin Connery.
|sunnudagur|12. 11. 2006| mbl.is
Sean Connery: 10 (1962–1971)
Mótaði 007, tryggur sögupersónunni. Flottur og
ósnertanlegur en var greinilega farið að leiðast við-
fangsefnið þegar á leið.
George Lazenby: 6 (1969)
Meginógæfa Ástralans voru hrokafullir meðleik-
arar (Diana Rigg, Telly Savalas, Gabriele Ferzetti),
sem töldu sig hátt yfir tískusýningarmanninn hafinn
og gerðu allt til að jarða hann jafnt í vinnunni sem ut-
an hennar. Tíminn hefur leitt í ljós að það var byggt á
misskilningi, Lazenby átti að fá fleiri tækifæri.
Roger Moore: 7 (1973–1985)
Þegar Connery hafði loks tekist að sleppa úr fjötr-
um 007 töldu framleiðendurnir sjálfsagt þörf á að
létta yfirbragð hetjunnar. Moore gerir vel það sem fyrir
hann er lagt, er fínn skemmtikraftur sem fer mun betur
að vera í hvítum smóking en svörtum.
Timothy Dalton: 4,9 (1987–1989) Fallinn.
Pierce Brosnan: 6 (1995–2002)
Hann hefur útlitið en ekki vigtina og myndirnar hans
eru litlausar brellusúpur. Hann er eins og móðir Teresa
við hliðina á Craig.
Daniel Craig: 10
Þrátt fyrir hrakspárnar er loksins fundinn leikari sem
fyllir skarð Connerys. Hann hefur mýkt og hörku,
drottnandi útgeislun og er ámóta karlmannlegur á velli
og Skotinn. Það er óskandi að hann skorti ekki úthaldið.
Sean Connery Roger Moore Pierce Brosnan Daniel CraigGeorge Lazenby
Þeir hafa leikið James Bond
Timothy Dalton