Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 73 menning Til sölu glæsilegt sumarhús Vaðnes, Grímsnesi Um er að ræða 120 fm fokhelt sumarhús með sauna og geymslu á einum besta stað í Grímsnesi. 150 fm verönd er í kringum húsið. Húsið stendur á 1 ha kjarrivöxnu eignarlandi. Húsið er vel staðsett, stutt í golfvelli og alla þjónustu. Ca 40 mín. akstur frá Reykjavík. Verð 22.800.000.- Mögul. að taka einbýlishúsalóð á Reykjavíkursvæðinu upp í eignina. Upplýsingar í síma 896-2036 og 698-9873 Hin rómuðu Arkarjólahlaðborð hefjast laugardaginn 18. nóvember. Í ár höfum við fengið í lið með okkur landskunna veislustjóra, þá Gísla Einarsson og Ómar Ragnarsson. Félagarnir munu skiptast á að stjórna herlegheitunum, fara með gamanmál og sjá til þess að allir njóti dvalarinnar. Krakkajólahlaðborð með Bárði úr Stundinni okkar 26. nóvember, 3. desember og 10. desember. Pantanir: 483 4700 www.hotel-ork.is ALGENGT er að meðlimir hljóm- sveita skelli sér í smáhlé frá hóp- starfinu og ráðist í gerð sólóplatna. Máski til að fá meiri pening í eigin vasa en líka til að leyfa egóinu að fá sínu framgengt og sjá hverju þeir af- kasta á eigin spýtur. Þegar þeir svo gefa út sólóplötur má oft greina hvaða þátt viðkomandi hafa átt í hljómi „bandsins“, en á móti skortir þá stundum fyllingu hljómsveit- arinnar. Ágætt dæmi er að þegar gítarleikarar Sonic Youth, Thurston Moore og Lee Ranaldo, gáfu út sína sólóplötuna hvor var greinilegt að Moore var popparinn sem hélt mel- ódíunni saman með sértæku gítar- glamri en Ranaldo var kaótíski gítarböðullinn. Saman gátu þeir gert dásamlegt melódískt kaós sem ein- kennir gítarleik Sonic Youth en hvorn í sínu lagi skorti þá mótvægi hins. Við höfum ekki mörg „myndlistar- bönd“ til að við getum talað af reynslu um sólóferil meðlima þeirra, en meðlimir Gjörningaklúbbsins eiga það þó til að ráðast í sólósýn- ingar og eina slíka er nú að finna í 101 galleríi þar sem Sigrún Inga Hrólfsdóttir, ein af þremur meðlim- um Gjörningaklúbbsins, sýnir alein. Af þessari sýningu að dæma er Sig- rún gítarböðull Gjörningaklúbbsins. Verkin eru tvístruð og sum hver sjúskuð eða óvönduð og við fyrstu sýn var ég hálfhissa yfir því dáðleysi og ráðaleysi sem sýningin bar með sér. Við nánari íhugun áttaði ég mig hins vegar á að það var einmitt í gegnum þessa bresti að ég skynjaði manneskjuna að baki sýningunni og af þeim sökum var það sem ég fann að sýningunni (og ég fann margt að henni) ekki endilega löstur. Mikil- vægara þótti mér að sjá sorg og söknuð til æsku og ævintýra, sælu og samlyndis sem listakonan vísar til með verkum sínum. Ég nefni t.d. ljósmynd af Keith Richards, gítar- leikara The Rolling Stones, sem listakonan skýrir „Keith alone“ (Keith aleinn) og virkar sem áhersla á einstaklinginn án hópsins og má þess vegna sjá sem sjálfsmynd lista- konunnar. Sama má segja um teikn- ingu af tárfellandi dádýri (kannski búið að týna hjörðinni sinni) og teikningu þar sem orðið „einmana“ er skrifað fyrir miðju blaðsins. Þá hefur Sigrún teiknað stakar eyjar úti á hafi og ekki má gleyma DVD- upptöku af þremur kattartegundum lokuðum í sínu búrinu hver. Ég útiloka ekki að sitthvað á sýn- ingunni kunni að vera freudískt glappaskot, en hvort sem er þá er viss athugun á einstakleika í gangi og tilraun til að finna eigin sérkenni og sjálfstæði í tungumáli myndlistar. Morgunblaðið/Ómar Teipuð smádýr Söknuður til æsku og ævintýra að mati gagnrýnanda. Athugun á einstakleika MYNDLIST 101 gallerí Opið fimmtudaga til laugardags frá 14– 17. Sýningu lýkur 24. nóvember. Aðgang- ur ókeypis. Sigrún Inga Hrólfsdóttir Jón B.K. Ransu Tveir bandarískir námsmenn hafahöfðað mál gegn kvikmynda- verinu 20th Century Fox en þeir segjast hafa verið blekktir til að koma fram í kvikmyndinni Borat: Cultural Learnings of America For Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, sem er vinsælasta kvik- myndin í Bandaríkjunum og víðar um þessar mundir. Í málsskjölum kemur fram að í myndinni sjáist námsmennirnir tveir viðhafa ummæli sem lýsi kyn- þáttahatri. Þeir hafi verið blekktir til að hegða sér með tilteknum hætti, sem þeir hefðu undir venjulegum kringumstæðum ekki gert. Talsmaður kvikmyndavers- ins sagði að máls- höfðunin væri án nokkurra raka. Í myndinni leikur breski grínleik- arinn Sacha Baron Cohen frétta- manninn Borat frá Kasakstan, sem ákveður að gera heimildarmynd um Bandaríkin. Í myndinni eru náms- mennirnir kynntir sem félagar í nemendafélagi í háskóla í Suður- Karólínu. Fólk folk@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.