Morgunblaðið - 12.11.2006, Side 83

Morgunblaðið - 12.11.2006, Side 83
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 83 Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - Sími 591 0100 - Fax 591 0101 - mottaka@si.is - www.si.is Námsefnisstyrkir Styrkir til námsefnisgerðar í greinum sem varða iðnað Framtíð iðnaðar veltur á menntun og mannauði. Aukin þekking gefur iðnaðinum takmarkalaus tækifæri til vaxtar, nýsköpunar og útrásar. Mikilvægt er að nemendum í iðn- og starfsnámi standi til boða námsefni við hæfi. Samtök iðnaðarins auglýsa eftir umsóknum um styrki til náms- efnisgerðar í iðngreinum og öðrum greinum sem varða iðnað. Skilyrði fyrir styrkveitingu eru eftirfarandi: Fyrir liggi skuldbinding um heildarframvindu verkefnis Verkefnið svari raunverulegri þörf fyrir náms- eða kennsluefni Verkefnið sé unnið í samvinnu við þá sem málið varðar, s.s. skóla, félaga og fyrirtækja Aðrir en Samtök iðnaðarins fjármagni verkefnið a.m.k. að hálfu Þeir sem vinna verkefnið hafi reynslu og þekkingu á viðkomandi sviði Tryggt skal að námsefnið nýtist til kennslu í skólum og á vinnustöðum Styrkur er greiddur eftir því sem verki vindur fram Nánari upplýsingar á www.si.is Umsóknarfrestur: 30. nóvember 2006 á tónleika við fyrsta tækifæri. Að sögn sinfóníufólks er ástæða þess að ráðist er í slíkt átak sú, að margar vísbendingar eru um að fjöldi fólks hafi áhuga á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar en mikli fyrir sér ýmissa hluta vegna að stíga skrefið til fulls. „Með þessu móti vonumst við til þess að auðvelda áhugasömum að taka skrefin á tónleikana og njóta þeirrar einstöku upplifunar sem það er að heyra fullvaxna sinfón- íuhljómsveit leika á tónleikum,“ seg- ir í tilkynningu frá sveitinni. Og því fyrr því betra, segja þeir. „Há- skólabíó er stór tónleikasalur og er oftar en ekki þétt setinn á tón- leikum. Val um sæti er því alltaf háð aðsókn greiðandi gesta. En yfirleitt eru einstaka sæti laus og það eru einmitt þau sem við höfum áhuga á að nýta fyrir áhugasama sem hafa aldrei komið á tónleika Sinfón- íuhljómsveitarinnar.“ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands og FL-Group hafa sameinast um að bjóða landsmönnum öllum á sinfón- íutónleika. Þetta er stærsta kynn- ingar- og fræðsluátak hljómsveit- arinnar til margra ára, og var kynnt á kvikmyndatónleikum sveitarinnar í gær. „Fyrsti konsert er frír“ er nafn verkefnisins, og eins og nafnið bendir til eiga nú allir landsmenn kost á því að kynnast hljómsveitinni, sjá hana og heyra í öllu sínu veldi á tónleikum. Áhugasamir þurfa ein- ungis að fara inn á heimasíðu hljóm- sveitarinnar, www.sinfonia.is, og skrá sig þar. Sinfóníuhljómsveitin mun síðan bjóða öllum sem skrá sig Landsmönnum boðið á tónleika Morgunblaðið/Golli Stemmning Það er sérstök upplifun að hlusta á sinfóníuhljómsveit í lifandi leik með einsöngvurum eða einleikurum. LAGAFLOKKURINN Vetr- arferðin fjallar um mann með brostið hjarta er sér aðeins dauð- an framundan á kaldri vetr- argöngu. Schubert samdi Vetr- arferðina rétt áður en hann lést, og notaði síðustu augnablikin á banabeði sínum til að fara yfir handritið að seinni hluta verksins, en fyrri hlutinn hafði verið gefinn út skömmu áður. Bæði Schubert og ljóðskáldið Wilhelm Müller, sem orti Vetrarferðina, voru korn- ungir þegar þeir létust, og má telja víst að Schubert, sem var ekki fæddur undir heillastjörnu hvað ástina varðaði, hafi séð sjálf- an sig í ljóðunum. Vetrarferðin samanstendur af 24 ljóðum og eru ýmist minningar frá ljúfu sumri þegar ástin blómstraði eða lýsingar á sorg og vonleysi vetrarins. Bjartar dúrtón- tegundir eru sjaldheyrðar í tón- listinni og tákna yfirleitt hamingju fortíðar. Drungalegar molltónteg- undir lýsa hinsvegar harmi og ör- væntingu nútíðar. Píanóleikarinn er í afar mik- ilvægu hlutverki því í tónum slag- hörpunnar er stemning hvers ljóðs undirstrikuð með myndrænu tón- máli. Þungir, taktfastir hljómarnir í fyrsta ljóðinu tákna t.d. gönguna yfir vetrarhjarnið; hraðar, brotnar sexundir lýsa þyt í laufi og í ljóð- inu „Kráin“, þar sem leiðin liggur um kirkjugarð, minna alvörugefnir hljómar píanósins á sálmasöng. Vegna þess hve hljóðfærið er mikilvægt stakk það í augu að lesa í einhverju blaðinu nýverið að Gerrit Schuil yrði undirleikari söngvarans Keiths Reeds í þessu verki á tónleikum í Fella- og Hóla- kirkju. Tónleikarnir voru haldnir síðasta laugardag og var Gerrit þar allt annað en undirleikari. Un- aður var að hlusta á hann spila; hann hefur sérlega fallegan tón sem rammaði sönginn inn og lyfti honum upp í hæstu hæðir. Mjúkur hljómurinn skapaði ávallt rétta andrúmsloftið í hverju ljóði og er því ekki annað hægt að segja en að píanóleikurinn hafi verið ein- stakur. Keith söng líka prýðisvel. Af og til örlaði á ónákvæmni í tónhæð á lágværustu augnablikunum en annað er ekki hægt að finna að frammistöðunni. Röddin var dökk og hljómmikil, fallega þýð en líka öflug þegar svo bar undir. Túlk- unin var ávallt sannfærandi, þrungin eftirsjá og trega. Segja má að við hæfi hafi verið að vitlaust veður var meðan á tón- leikunum stóð. Og samt varð mað- ur ekki þunglyndur. Í bók sinni Tilurð tragedíunnar úr anda tón- listarinnar sagði Nietzche að Grikkir til forna hefðu litið svo á að lífið væri í eðli sínu hræðilegt en þeir hefðu hafnað bölsýninni og umbreytt lífssýn sinni með því að listgera hana. Lífið varð ásætt- anlegt með því að nálgast það í gegnum listræna upplifun; með harmleikjum og tónlist var hægt að „faðma lífið í öllum sínum hryllingi“. Þannig má líta á Vetr- arferðina eftir Schubert; sorgin er föðmuð og gerð fögur … og manni líður betur á eftir. Sorgin gerð fögur TÓNLIST Fella- og Hólakirkja Vetrarferðin eftir Schubert í flutningi Keeths Reeds og Gerrits Schuils. Laug- ardagur 4. nóvember. Söngtónleikar Jónas Sen Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.