Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 84
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
STÓR hópur
eldri borgara
er ánægður og
telur sig við
góða heilsu og
framlag þeirra
til samfélagsins
er mjög mikið
þótt það hafi lít-
ið verið rætt til
þessa, að sögn
Ingibjargar
Harðardóttur, lektors við Kenn-
araháskóla Íslands, sem rannsakað
hefur framlag eldri borgara til
samfélagsins. Segir hún að sam-
félagið fyndi mjög mikið fyrir því ef
eldri borgara nyti ekki við til að að-
stoða hina yngri á marga mismun-
andi vegu. Felst þetta m.a. í stuðn-
ingi við börn, barnabörn og
barnabarnabörn í formi barna-
gæslu, fjárhagslegs stuðnings o.fl.
Segir Ingibjörg því ljóst að stór
hópur eldri borgara leggi mikið af
mörkum á degi hverjum.
Rannsóknin var unnin af Rann-
sóknastofnun KHÍ og studd af
Sparisjóðunum.
Í spurningakönnun meðal eldri
borgara kom fram að framlag
þeirra er margþætt en nefna má að
62% þeirra aðstoða við barnagæslu
og rúmlega þriðjungur þeirra sinn-
ir barnagæslu tvisvar í viku eða oft-
ar. Í viðtalskönnun við eldri borg-
ara í tengslum við rannsóknina
kom oft fram að afi eða amma
kæmu til bjargar hjá barnafjöl-
skyldum þegar veikindi herjuðu á
heimilin. „Það er því ansi hætt við
að samfélagið fyndi mjög mikið
fyrir því ef þessa nyti ekki við,“
segir Ingibjörg.
Könnunin leiðir í ljós að nokkuð
algengt sé að eldri borgarar styrki
afkomendur sína eða aðra fjár-
hagslega m.a. hafa 46% þeirra lán-
að peninga, rúmlega fjórðungur
hefur keypt nauðsynjar, s.s. fatnað,
húsbúnað og slíkt og fjórðungur
hefur styrkt til þátttöku í einhvers
konar tómstundastarfi og nám-
skeiðum. Einnig hefur 21% lánað
veð í húsnæði sínu. Í könnun meðal
almennings kom fram að algengast
var að einstaklingar í aldurshópn-
um 16–24 ára hefðu þegið fjárhags-
legan stuðning frá eldri borgurum.
Telur Ingibjörg að Félag eldri
borgara hafi sýnt frábært framtak
með því að láta rannsaka þessa
þætti og draga þá fram í dagsljósið.
Eldri borgarar leggja
mjög mikið af mörkum
62% eldra fólks aðstoða við barnagæslu og 46% veita fjárhagsaðstoð
Í HNOTSKURN
»Rannsóknin var þríþætt.Í fyrsta lagi voru tekin
viðtöl við 21 eldri borgara
um framlag þeirra sjálfra til
samfélagsins og niðurstöður
þeirra voru meðal annars
nýttar til að semja spurn-
ingar í spurningakannanir.
»Tvær kannanir voru síð-an framkvæmdar, ann-
ars vegar fyrir 1.200 ein-
staklinga á aldrinum 67 til
85 ára og hins vegar fyrir
1.350 einstaklinga á aldr-
inum 16 til 75 ára. 66% Ís-
lendinga töldu framlag eldri
borgara til samfélagsins
mikið.
Ingibjörg
Harðardóttir
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 316. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
ÞETTA FÓLK Á SKILIÐ AÐ ÞJÁST
SKJÁREINN næst
í gegnum Skjáinn
og Digital Ísland
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
2
4
4
8
0
Sex frægir einstaklingar hafa samþykkt að gangast undir
stranga meðferð sem breytt getur lífi þeirra til framtíðar.
Komast þeir heilir í gegnum dagskrána sem bíður þeirra í
einangrunarbúðunum í Sólheimum í Grímsnesi?
SEX FRÆGIR EINSTAKLINGAR bROTNIR
NIÐUR OG BYGGÐIR UPP AFTUR
ÞÁTTURIN
N
HEFST Í K
VÖLD
KL. 20.30
FYLGIST M
EÐ
FRÁ BYRJ
UN
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: auglysingar@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Suðaustan 15–
23 m/s, hvassast á
annesjum norð-
anlands. Snjó-
koma eða slydda fyrir norð-
an. Talsverð rigning
sunnanlands. » 8
Heitast Kaldast
7°C 0°C
HJÓNIN Karen Ralston og Olgeir Jón Þór-
isson eiga tvo syni sem greindir hafa verið ein-
hverfir, Nikulás Árna, 13 ára, og Arthur
Bjarna, 6 ára. Þau hafa á undanförnum árum
þreifað fyrir sér um breytt mataræði, í þeirri
von að geta hjálpað drengjunum sínum í átt að
eðlilegu lífi. Árangurinn hefur verið vonum
framar, Nikulás Árni er nú í sjöunda bekk og
tekur samræmd próf eins og bekkjarfélagarnir
og Arthur Bjarni er kominn vel á veg.
„Við urðum alveg steinhissa þegar við átt-
uðum okkur á því að þessar upplýsingar voru
fyrir hendi þarna úti en einhvern veginn hafði
þeim ekki verið komið á framfæri hér,“ segir
Karen um það þegar þau uppgötvuðu hversu
mikil áhrif breytingin á mataræðinu hafði.
Einhverfutilfellum fjölgað um 1.500%
Á heimili Karenar og Olgeirs Jóns er nú
mjólkurlaust, sykurlaust og hveitilaust fæði og
þau segja mikilvægt að viðhalda breyttu mat-
aræði því annars geti allt farið í sama farið.
Á síðustu tuttugu árum hefur einhverfutil-
fellum fjölgað um allt að 1.500% og leitað hefur
verið skýringa á hinni miklu aukningu.
„Það er eðlilegt að fólk líti í kringum sig og
velti fyrir sér umhverfisþáttum,“ segir Evald
Sæmundsen, fötlunarsálfræðingur á Greining-
ar- og ráðgjafarstöð ríkisins, um vangaveltur
um tengsl umhverfisþátta og einhverfu. | 30
Tengist
einhverfa
mataræði?
20 ÍBÚÐIR í nýbyggingu við Laugaveg voru í
vikunni auglýstar til sölu í Fasteignablaði
Morgunblaðsins en íbúðirnar standa á reitn-
um þar sem Stjörnubíó var áður til húsa.
Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamark-
aðnum, sem sér um sölu íbúðanna, er um að
ræða tveggja og þriggja herbergja íbúðir
sem afhendast fullbúnar en hverri íbúð fylgir
sér bílastæði.
Arnar Hannes Gestsson, framkvæmda-
stjóri Stórvals, sem á verslunarhúsnæðið í ný-
byggingunni, segir að í því sé húsnæði fyrir
sex verslanir en búið sé að leigja það allt út.
Auk þess séu 11 íbúðir til viðbótar í húsinu
en til standi að leigja þær út.
Arnar Hannes segir að mikil eftirspurn
hafi verið eftir íbúðunum og fimm íbúðanna
séu þegar fráteknar. Hann segir að verð
íbúðanna sé mismunandi en það sé frá því að
vera rúmar 400 þúsund krónur á fermetrann.
Ístak hafi séð um byggingu íbúðanna.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýjar íbúðir Á gamla Stjörnubíósreitnum.
20 nýjar íbúðir
við Laugaveg
HANN hafði í nógu að snúast, verkamað-
urinn, þegar ljósmyndara Morgunblaðsins
bar að garði í slippnum við Reykjavíkurhöfn
fyrir helgi. Áratugum saman hefur kliðurinn
frá höfninni og smiðshögg frá slippnum verið
órjúfanlegur þáttur í borgarlífinu. Eftir að
yfirmönnum Daníelsslipps var gert að flytja
fyrirtækið annað eftir sjötíu ára starfsemi er
hins vegar ljóst að smiðshöggin eru smátt og
smátt að víkja fyrir annars konar hafnarlífi.
Líklega munu einhverjir sakna slippsins og
dráttarbrautanna sem þar voru.
Morgunblaðið/RAX
Dyttað að fleyjunum sem kyssa bárurnar