Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 31 UNDANFARNA mánuði hafa menn fylgst með fréttum af við- brögðum stjórnenda Landspítala – háskólasjúkrahúss við niðurstöðum dómstóla þar sem aðgerðir stjórnendanna gegn tveimur yfirlæknum spítalans hafa verið dæmdar ólögmætar. Í júlí sl. var tilkynnt að ákveðið hefði verið að endurráða Tómas Zoëga í þá yfirlækn- isstöðu sem hann hafði gegnt, og var sú endurráðning án skil- yrða af hálfu spít- alans. Þá var tekið fram að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvernig brugðist yrði við dómi í máli Stefáns E. Matt- híassonar gegn spítalanum, en í dóminum er komist að þeirri nið- urstöðu að áminning sem spítalinn veitti Stefáni hafi verið ólögmæt. Á grundvelli áminningarinnar hafði spítalinn rekið Stefán úr starfi, þrátt fyrir áskorun um að beðið yrði með slíkt þar til niðurstaða lægi fyrir um lögmæti áminning- arinnar. Undirritaður flutti málið fyrir Stefán. Í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í því máli í lok júní sl. var óskað eftir viðræðum við spít- alann um það hvernig spítalinn hygðist bregðast við dóminum, en Stefán óskaði þess eindregið, rétt eins og Tómas, að undið yrði ofan af hinni ólögmætu uppsögn hans af spítalanum þannig að hann gæti fengið að gegna yf- irlæknisstöðunni áfram. Á fundi með forstjóra LSH í ágúst sl. var mér gerð grein fyrir þeirri ákvörðun hans að ekki yrði brugðist við niðurstöð- unni í máli Stefáns með sama hætti og gert var í máli Tóm- asar, heldur ætlaði spítalinn að halda sig við hina ólögmætu ákvörðun og taka skellinn af skaðabóta- kröfum sem af því leiddi. Það er kannski tímanna tákn þegar keppst er við á öllum sviðum ríkisvaldsins að halda útgjöldum í skefjum, bæta stjórnunarhætti og auka tiltrú almennings á því að þegnarnir njóti jafnræðis á öllum sviðum, skuli einstakir stjórnendur stærstu stofnana ríkisins komast upp með að þverbrjóta slíkar regl- ur og sýna starfsmönnum, sem bera hönd fyrir höfuð sér, eindæma valdníðslu og yfirgang. Reikning- urinn er síðan sendur skattborg- urunum, sem fá að borga hann að viðbættum dráttarvöxtum og öllum þeim kostnaði sem málarekstrinum fylgir. Skaðabótakröfur Stefáns E. Matthíassonar hafa verið settar fram, en enn sem komið er hefur þeim ekki verið svarað. Mun stefna í dómsmáli á hendur íslenska rík- inu verða birt innan skamms. Vel má vera að heilbrigðisstofnanir landsins hafi ekkert þarfara að gera við fjármuni sem veitt er til reksturs þeirra en að greiða slíkar kröfur. Annað hefur manni þó virst af umræðum um fjárhagsstöðu LSH á undanförnum mánuðum og misserum. Ég hvet rannsókn- arblaðamenn þessa lands til að grafast fyrir um það hvers vegna ákveðið var að endurráða Tómas Zoëga aftur til starfa en ekki Stef- án E. Matthíasson. Gæðastjórnun fyrir almannafé Ragnar Halldór Hall skrifar um mál Stefáns E. Matthíassonar gegn Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi »… að þá skuli ein-stakir stjórnendur stærstu stofnana rík- isins komast upp með að þverbrjóta slíkar reglur og sýna starfsmönnum, sem bera hönd fyrir höf- uð sér, eindæma vald- níðslu og yfirgang. Ragnar Halldór Hall Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Í STRÆTÓ: Erlendur stúdent: „Uh...m, getur þú sagt mér þegar við uh... á Hring- Hringbraut?“ (Löng þögn.) Íslenskur bílstjóri: „Yes.“ Í banka: Erlendur stúdent: „Ég ætla að borga þetta reikn- ing.“ Íslenskur banka- maður: „What?“ Þessi samtöl er að finna í gagnasafni í doktorsrannsókn minni í íslensku sem öðru máli og eru dæmi um raunveruleg samtöl. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á það hvernig út- lendingar læra ís- lensku á Íslandi, hvaða aðferðum þeir beita; hvernig þeir nýta sér þann augljósa kost að vera á Ís- landi að læra íslensku en ekki t.d. í Frakklandi. Gögnin sem lögð eru til grund- vallar í rannsókninni eru upptökur af raunverulegum samtölum er- lends stúdents í íslenskunámi utan kennslustofunnar sem spanna eitt ár. Gögnin og rannsóknin hafa vakið athygli erlendra fræðimanna enda er lítið vitað um hvernig nemendur læra tungumál utan kennslustofunnar. Þegar gögnin eru skoðuð blasir við sú staðreynd að Íslendingar virðast tregir til að tala íslensku við útlendinga. Eins og sjá má á dæmunum hér að framan talar er- lendi stúdentinn íslensku en Ís- lendingarnir svara á ensku. Þetta eru reyndar ekki ný sannindi fyrir þá sem hafa fengist við kennslu ís- lensku sem annars máls því nem- endur hafa löngum kvartað undan þessu. Kennarar taka oft mátulega mikið mark á þessum kvörtunum og segja gjarnan: Þú segist ekki skilja ensku og þá tala Íslending- arnir íslensku við þig. Nú hafa rannsóknir mínar leitt í ljós að þetta er almennt vandamál. En hvað er til ráða? Fólk sem er að læra tungumál þarf að geta notað það. Og hvað með fólk sem hefur sest hér að? Ef eng- inn fæst til að tala ís- lensku við það þá lærir það ekki málið og verður því sjálf- krafa utangarðs í þjóðfélaginu. Í dokt- orsrannsókn minni í íslensku sem öðru máli, er ég m.a. að skoða hvaða aðferð- um góðir nemendur beita til að læra ís- lensku utan kennslu- stofunnar. Þessi rannsókn getur nýst til að hjálpa útlendingum í ís- lenskunámi að snúa aðstæðum sér í hag og nýta þær til íslensku- námsins. Nám í íslensku sem öðru máli á Íslandi fer bæði fram í kennslustofu og utan hennar. Það er ekki nóg að kenna nem- endum íslensku heldur þarf að kenna þeim að læra hana og nýta sér þær aðstæður sem eru fyrir hendi á Íslandi í íslenskunáminu. Mikil sérfræðiþekking á ís- lensku sem öðru máli er meðal kennara í íslenskuskor Háskóla Íslands sem nauðsynlegt er að nýta. Íslenska fyrir erlenda stúd- enta er kennd til B.A. prófs við Háskóla Íslands. Námið hefur borið góðan árangur og vinsældir greinarinnar aukast ár frá ári. Nú er íslenska fyrir erlenda stúdenta ein fjölmennasta greinin í Hugvís- indadeild Háskóla Íslands. Það er bráðnauðsynlegt að efla rannsóknir á íslensku sem öðru máli. Ekki liggur alltaf í augum uppi hvað rannsóknir eru mik- ilvægar á fræðasviði sem þessu. Sannleikurinn er hins vegar sá að t.d verða til nýjar og betri kennsluaðferðir við rannsóknir, nýtt og betra kennsluefni verður til við rannsóknir og ný þekking verður til við rannsóknir. Árangur í kennslu og námi byggist á rann- sóknum. Allir vilja ná árangri og nemendur í íslenskunámi og kenn- arar þeirra eru þar engin und- antekning. Það þarf að vanda til verks og nú er einstakt tækifæri til að gera það þannig að íslenskunám útlend- inga á Íslandi verði árangursríkt og til hagsbóta fyrir þjóðina alla. Íslenska fyrir útlendinga á Íslandi Guðrún Theodórsdóttir skrifar um tungumálakennslu » Þegar gögnin eruskoðuð blasir við sú staðreynd að Íslend- ingar virðast tregir til að tala íslensku við út- lendinga. Guðrún Theódórsdóttir Höfundur er aðjunkt í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands og doktorsnemi í íslensku sem öðru máli og samtalsgreiningu við Háskóla Íslands og Syddansk Universitet í Óðinsvéum. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÍSLEIFUR Bjarnason, f. 23. sept. 1844 í Framnesi, Holtamanna- hreppi Rang., d. 1902?, var vinnu- maður í Hellnatúni 1870. Bóndi í Ásmúla 1880 og flytur þangað frá Vælugerði í Flóa, bóndi á Arn- arstöðum í Hraungerðishreppi 1881 og 1882, en flytur vorið 1883 að Köldukinn í Garðahreppi, Gull., en virðist vera kominn í Ásahrepp 1886, því þar fæðist 4. barn hans og Vilborgar Ólafsdóttur en síðast sem vitað er, var hann samkv. sókn- armannatali í Útskálasókn árið 1900 til heimilis í Kothúsum, Garði, Gull. Hann kemur ekki fram á sóknarmannatali 1901 eða manntali né í skrá yfir brottflutta, eða látna árið 1901 þar í sókn. For.: Bjarni Benediktsson, f. 30. sept. 1801 í Framnesi, d. 11. júní 1863 í Fram- nesi, bóndi í Framnesi í Ássókn, Rang. og k.h. Vigdís Ísleifsdóttir, f. 7. júní 1815 á Ásmundarstöðum, Holtamannahreppi, Rang, d. 11. nóv. 1890 á Egilsstöðum í Vill- ingaholtssókn, Árn., húsfreyja í Framnesi. Vilborg Ólafsdóttir, f. 16. maí 1858 í Parti í Holtamannahr., Oddasókn, Rang. d. 6. des. 1941 í Reykjavík, bústýra. Var 1888 í Ráðagerði, Holtum, vinnukona í Lindarbæ í sömu sveit 1890 og var með Ólaf son sinn með sér, en flyt- ur frá Lindarbæ í Útskálasókn, Gull., ekki getið um bæjarnafn, flyt- ur til Reykjavíkur 1899, frá Kot- húsum í Garði og er alltaf með Ólaf með sér, lausakona í Reykjavík 1901 bls. 205. For.: Ólafur Jónsson, f. 8. sept. 1822 í Vetleifsholti, Holtamannahr. Oddasókn, Rang., d. 1. júní 1873, bóndi í Parti, Holtahr. Oddasókn, Rang. og k.h. Margrét Jónsdóttir, f. 25. ágúst 1822 á Hrafntóftum, hús- freyja. Börn þeirra: a) Ólafur Ísleifsson, f. 22. sept. 1881 á Arnarstöðum í Hraungerðishr., Árn., d. 22. maí 1924 féll fyrir borð af togaranum Skúla fógeta og drukknaði, háseti, stýrimaður og skipstjóri á togurum. b) Markús Ísleifsson, f. 10. febr. 1883 á Arnarstöðum, d. 31. mars 1883 á Arnarstöðum. c) Friðbjörn Jóhann Ísleifsson, f. 13. jan. 1885 á Kaldbak á Álftanesi, Gull. d. 19. febr. 1953 í Hafnarfirði. d) Markús Ísleifsson, f. 21. ágúst 1886 í Vet- leifsholti, Holtum Rang., d. 24. jan. 1971 í Hafnarfirði. Ég tek það fram að eftir að Ísleifur flutti að Köldu- kinn í Garðahreppi, þá hefi ég ekki rakið hans feril nákvæmlega en það er öruggt að hann er skráður í sóknarmannatali Útskálasóknar 1899 og 1900 og hefi ég ekki fundið hvað af honum varð eftir það. Ef einhver veit eitthvað um téðan Ísleif, eftir að árinu 1900 lýkur, þá eru upplýsingar um það vel þegnar. EINAR INGIMUNDARSON, Brekkubraut 13, Keflavík. Fyrirspurn um Ísleif Bjarnason Frá Einari Ingimundarsyni: ÍSLENSKA lífeyriskerfið er gott, um það eru flestir sérfræðingar sammála. Lífeyriskerfi meginlands Evrópu og Bandaríkjanna (Social Security) eru í afar slæmum mál- um, en þau eru svokölluð gegn- umstreymiskerfi, það er að lífeyr- isþegar dagsins í dag fá fé sem kemur beint úr vösum skattborg- aranna í dag. Skuldbindingar þess- ara ríkja gagnvart lífeyriskerfum sínum eru sífellt að vinda upp á sig og auka álögur á skattborgara, en vegna lengri ævidaga og lækkandi fæðingartíðni, auk atvinnuleys- isvandans í Evrópu, eru sífellt færri vinnandi hendur að borga fyrir sér- hvern lífeyrisþega. Íslenska kerfið er hins vegar að færa sig úr slíku yfir í að vera byggt á uppsöfnun og sparnaði, en er í dag blanda af hvoru tveggja. Uppsöfnunarkerfi eru mun betri og eðlilegri því þau komast hjá því að auka álögur á vinnandi einstaklinga vegna hærra hlutfalls eldri borgara. Síðan lífeyrissjóðunum var komið á fót hér fyrir um þrem áratugum hafa margir byggt upp umtalsverð réttindi í þeim, en aðrir hafa ekki náð því eða þá of lítil réttindi á þessum stutta tíma til að lifa af því fé svo vel sé. Þess vegna er eðlilegt að ríkið hlaupi undir bagga og tryggi að við- komandi hafi ákveðinn lágmarks- ellilífeyri þangað til skylduaðildin að lífeyrissjóðunum hefur tryggt að allir lífeyrisþegar fái sitt af eigin sparnaði. Hefur það verið gert með kerfi skerðinga á almannatrygg- ingum Tryggingastofnunar, þannig að það sé tryggt að allir fái ákveðna lágmarksupphæð í ellilífeyri, en þeir sem hafa tekjur frá lífeyr- issjóðum eða annars staðar fá þá minna frá Tryggingastofnun. Eins og lesa má út úr nýlegri skýrslu Samtaka atvinnulífsins um samspil lífeyrissjóða og almanna- trygginga, þá hefur kerfið einnig þau áhrif, að þó að hlutfall eldri borgara á Íslandi muni tvöfaldast á þeim 40 árum sem það tekur und- irritaðan að verða 65 ára munu greiðslur almannatrygginga ein- ungis aukast um 50%. Á sama tíma munu greiðslur lífeyrissjóðanna fimmfaldast, en nú borga annars vegar lífeyrissjóðirnir og hins vegar Tryggingastofnun álíka mikið í elli- lífeyri. Ofan á þetta mun svo sér- eignarsparnaðurinn bætast. Þannig mun kerfið færast í aukn- um mæli út í að vera uppsöfn- unarkerfi og þarf við alla endur- skoðun á lífeyriskerfinu, líkt og margir eru að tala um í dag, að tryggja að kerfið verði ekki fært til baka í átt til gegnumstreymiskerfa meginlands Evrópu og víðar. Slíkt verður þó raunin ef látið verður af kröfum um að afnema skerðingar. Mun þá álagið á skattgreiðendur á næstu fjörutíu árum með hlutfalls- legri tvöföldun eldri borgara aukast sem því nemur. Eðlilegra væri að stefna að því að börn og barnabörn mín og minnar kynslóðar þyrftu ekki að bera skattalegar byrðar af lífeyri okkur til handa, heldur byggðist hann al- gerlega á okkar eigin sparnaði, svo þau hefðu enn betra færi á að byggja upp sparnað fyrir eigin eldri ár. Kannski er þó nauðsynlegt að seinka því að það takmark náist til að hækka lágmarksellilífeyri núver- andi lífeyrisþega. HÖSKULDUR MARSELÍUSARSON, Fellsmúla 10, Reykjavík. Varast ber mistök í endurskoðu lífeyriskerfisins Frá Höskuldi Marselíusarsyni: TENGLAR .............................................. einaringim@ simnet.is Heyrst hefur: Það er garður beggja megin við húsið. RÉTT VÆRI: … báðum megin við húsið. Eða: beggja vegna við húsið. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.