Morgunblaðið - 15.12.2006, Side 4

Morgunblaðið - 15.12.2006, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 s. 590 2000 - www.benni.is Verð kr. 8.450.000,- Nýskráður 3.2003 Sjálfskiptur, loftkæling, leðuráklæði, leiðsögukerfi, innbyggður sími, loftpúðafjöðrun, dökkar rúður, hraðastillir, rafdrifin sæti, nálgunarvörn, 20” álfelgur, sóllúga, dráttarbeisli o.m.fl. Cayenne Turbo - 450 hö. www.porsche.is/notadir Öryggi starfsmanna við Kárahnjúka gagnrýnt Yfirmaður hjá Mott MacDonald óttast að ekki sé farið eftir öryggisreglum Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÍTALSKA verktakafyrirtækið Impregilo hefur verið gagnrýnt af yfirmanni hjá Mott MacDonald fyrir að bregðast öryggishlutverki sínu við Kárahnjúkavirkjun. Haft er eftir yfirmanninum á vefsvæði New Civil Engineer að hann íhugi að senda Impregilo erindi þar sem lýst verður yfir áhyggjum af heilsu og öryggi starfsmanna á framkvæmdarsvæð- inu. Þrítugur starfsmaður Impregilo er lamaður fyrir neðan mitti eftir al- varlegt vinnuslys sl. sunnudag og starfsmaður um fertugt liggur þungt haldinn í öndunarvél á gjörgæslu Landspítala – háskólasjúkrahúss eftir að hafa runnið um fimmtíu metra niður stífluvegginn í lok nóv- ember. Eftirlit með efra svæðinu, s.s. stífl- unni og aðrennslisgöngum, er í hönd- um samsteypu sjö fyrirtækja sem nefnist VIJV framkvæmdaeftirlit. Óttast að starfsmenn fari ekki eftir öryggisreglum Breska fyrirtækið Mott Macdon- ald er í forystu fyrir samsteypunni og Keith Howell, einn yfirmanna fyr- irtækisins, lét nýverið hafa eftir sér að hann óttaðist að þrátt fyrir strangar öryggisreglur Impregilo færu starfsmenn ekki eftir þeim. Einnig er vitnað í Andy Hughes, varaforseta alþjóðasamtaka um stór- ar stíflur (ICOLD), sem segist hafa unnið við stíflugerð um víða veröld og ekki hafi hafi einn látist á við þær framkvæmdir. Hann fjölda slíkra at- vika við Kárahnjúka undarlegan. „Við höfum auðvitað áhyggjur af því að það hafa orðið slys að und- anförnu og við erum að fara yfir það,“ segir Sigurður Arnalds, upp- lýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjun- ar, og bætir því við að verið sé að skoða hvort herða þurfi örygg- igæslu, ekki síst þannig að starfs- menn gæti betur að sér. Varðandi yfirlýsingar Andy Hug- hes segir Sigurður ekki vita hvaða forsendur hann hafi fyrir því að koma með slíkar yfirlýsingar. Hann tekur fram að ekki séu fleiri slys við Kárahnjúkavirkjun en aðrar virkj- anaframkvæmdir og af framkvæmd- um Impregilo víða um heim sé slysa- tíðni við Kárahnjúka um 30% minni en að meðaltali. Í HNOTSKURN »Frá því að framkvæmdirvið Kárahnjúkavirkjun norðan Vatnajökuls hófust ár- ið 2003 hafa þrjú banaslys orð- ið. Öll voru þau hjá íslenskum verktakafyrirtækjum. »Nýverið lést svo króat-ískur starfsmaður Lands- nets þegar unnið var við færslu byggðarlínu. »Tvö alvarleg vinnuslyssem orðið hafa að und- anförnu hafa kallað á meiri umræðu hjá verktökum um aukið öryggi. Í öðru tilvikinu lamaðist starsfmaður neðan mittis. FULLTRÚA verðlagseftirlits ASÍ var í gær meinað að gera verðlags- könnun í verslun Bónuss á Ísafirði. Í samtali við Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss, sagði hann atvikið haldast í hendur við óánægju fyrirtækisins með verðlags- könnun ASÍ á bókum sem gerð var sl. miðvikudag. „ASÍ gefur út ákveðnar verklags- reglur í sambandi við verðkannanir og þar kemur skýrt fram að sé vara ekki verðmerkt þá sé hún ekki tekin með í verðkönnun,“ segir Guðmundur og bætir við: „ASÍ braut gegn eigin verklagsreglum sl. miðvikudag þegar fulltrúi verðlagseftirlits ASÍ tók við útprentuðum verðlista af starfsmanni Office 1 og tók það verð gilt þrátt fyrir að engin bókanna í versluninni væri verðmerkt og ekki væru neinir verð- listar uppivið,“ segir Guðmundur og tekur fram að fulltrúi Bónuss hafi orðið vitni að þessum samskiptum og m.a. náð af þeim myndum. Að sögn Guðmundar sendi hann í kjölfarið at- hugasemd til forsvarsmanna ASÍ og bað um skýringar á atvikinu, en segist ekki hafa fengið nein svör þar að lút- andi. „Ég tók því þá ákvörðun að leyfa ekki fleiri verðlagskannanir ASÍ í búðum okkar fyrr en skýringar hafa verið gefnar,“ segir Guðmundur. „Þetta [verðkönnun ASÍ á bókum] var framkvæmt eins og til var ætl- ast,“ sagði Grétar Þorsteinsson, for- seti ASÍ, þegar leitað var viðbragða hjá honum við orðum Guðmundar. Spurður hvort rétt væri að vinnu- regla ASÍ væri sú að sé vara ekki verðmerkt þá eigi ekki að taka hana með í könnuninni sagðist Grétar ekki vilja fara nánar út í framkvæmd verðkannana en tók fram að hann bæri fullt traust til þeirra einstak- linga sem gera verðlagskannanir á vegum sambandsins. „Verklagsregl- ur hjá okkur varðandi þessi viðfangs- efni eru alveg klárar. Ég sé ekki til- efni til að vera að rökræða það frekar.“ Aðspurður segir Grétar fulltrúa ASÍ og Bónuss munu ræðast við á næstu dögum í því skyni að komast að niðurstöðu í málinu. Bendir Grétar á að það komi reglulega upp atvik í tengslum við verðlagskannanir þar sem menn hafi mismunandi skoðanir og séu ekki á eitt sáttir um fram- kvæmdina. Segja ASÍ hafa brotið eigin vinnureglur í verðkönnun Grétar Þorsteinsson Guðmundur Marteinsson HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hef- ur dæmt tvo rúmenska ríkisborg- ara til 30 daga fangelsisvistar fyrir skjalafals. Var þeim að auki gert að greiða rúmar 43 þúsund krónur hvor í málsvarnarlaun. Rúmenarnir komu hingað til lands sl. miðviku- dag með farþegaferjunni Norrænu frá Björgvin í Noregi. Við landa- mæraeftirlit framvísuðu þau bæði fölskum ítölskum persónuskilríkj- um, samdægurs voru ákærðu flutt fyrir dómara og málið flutt. Ákærðu játuðu bæði sök og við ákvörðun refsingar var litið til þess, auk þess sem ekki liggur fyrir hvort þau hafi áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Ekki þótti til- efni til að skilorðsbinda refsinguna. Dómstjórinn, Ragnheiður Braga- dóttir, kvað upp dóminn. Lára Huld Guðjónsdóttir sýslumannsfulltrúi flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og Jón Jónsson hdl. varði ákærðu. Framvísuðu fölsuðum skilríkjum HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Glitni banka hf. til að greiða Jökl- um verðbréfum hf. rúmar 26 millj- ónir króna vegna vangoldinna vaxta. Glitnir banki hf. hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur 6. mars sl. Með samkomulagi frá árinu 2003 fól lífeyrissjóðurinn Framsýn bank- anum innheimtu allra skuldabréfa í eigu sjóðsins auk þess sem samið var um vaxtakjör sjóðsins hjá bank- anum. Deildu aðilar um hvernig skilja bæri tiltekið ákvæði í samn- ingnum þar sem fram kom að um- samin vaxtakjör skyldu einnig gilda fyrir reikninga tengdra félaga við lífeyrissjóðinn, m.a. Jökla verð- bréfa. Ágreiningurinn sneri að því hvort samkomulagið tæki eingöngu til reikninga sem Jöklar verðbréf stofnuðu í eigin nafni eða einnig til fjárvörslureikninga sem fyrirtækið stofnaði vegna annarra en hafði eitt ráðstöfunarrétt yfir. Að mati Hæstaréttar máttu Jökl- ar verðbréf gera ráð fyrir að fjár- vörslureikningur sem fyrirtækið stofnaði hjá Glitni banka myndi njóta hinna umsömdu kjara, á sama hátt og aðrir reikningar á hans vegum. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Hróbjartur Jónatansson sótti málið af hálfu Jökla verðbréfa hf. og Jóhannes Rúnar Jóhannesson hrl. varði Glitni banka hf. Glitnir greiðir 26 milljónir kr. MEIRI snjó, meiri snjó, meiri snjó! Þetta sönglar ábyggilega margt skíðaáhugafólk fyrir munni sér þessa dagana, enda bíða ófáir spenntir eftir að hægt verði að opna skíðasvæðin sunnan heiða. Enn hefur bæst við snjóinn í Bláfjöllum og skv. upplýsingum staðarhaldara vantar ekki mikið upp á til að hægt sé að huga að opnun. Þess ber þó að geta að spáð er rigningu sunnan- og vestanlands frá og með næsta sunnudegi. Morgunblaðið/RAX Troða snjóinn í Bláfjöllum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.