Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF METSÖLUBÓK UMALLAN HEIM „Afburðasnjöll ástarsaga“ - Observer „Hjartnæm ... fantasía“ - Sunday Telegraph „Virkilega frumleg“ - Vogue Kona tímaflakkarans Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2006. Könnunin sýnir að hlutfall prentunar innanlands hefur minnkað um 5,5% milli ára. Hlutfall prentunar á bókum 2006 Prentað á Íslandi 54% Prentað erlendis 46% SAMSKIP hafa opnað söluskrif- stofu í Helsingjaborg í Svíþjóð og er það jafnframt þriðja skrifstofa félagsins þar í landi. Fyrir voru Samskip með söluskrifstofur í Gautaborg og Varberg. Með opnun söluskrifstofunnar í Helsingjaborg segjast Samskip styrkja enn frekar stöðu sína á Svíþjóðarmarkaði en félagið býður upp á vikulegar sigl- ingar frá Varberg til Íslands, með viðkomu í Árósum og Þórshöfn í Færeyjum. Samskip eru einnig með gáma- og lestarflutninga milli Sví- þjóðar og meginlands Evrópu sem og austur á bóginn, til Eystrasalts- landanna og Rússlands. Yfirmaður skrifstofunnar í Hels- ingjaborg verður Daninn Erik E. Hansen. Hann sinnti Evrópuflutn- ingum hjá Mærsk skipafélaginu í Gautaborg áður en hann gekk til liðs við Samskip. Með tilkomu Hels- ingjaborgarskrifstofunnar eru söluskrifstofur Samskipa orðnar 56 talsins í fjórum heimsálfum. Samskip með nýja skrif- stofu í Helsingjaborg HELGI Jó- hannesson, fram- kvæmdastjóri Norðurmjólkur, hefur verið ráð- inn umdæmis- stjóri VÍS á Norðurlandi. Hann tekur við starfinu um ára- mót. Umdæmis- skrifstofa VÍS á Norðurlandi er á Akureyri og undir hana heyra tíu skrifstofur. Helgi hef- ur starfað sem framkvæmdastjóri Norðurmjólkur frá ársbyrjun 2001. Þar áður starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri Norðlenska í eitt ár og framkvæmdastjóri kjötiðnaðarsviðs KEA frá 1997 til 2000. Hann lauk BSc prófi frá Odense Teknikum árið 1985 og MSc í verkfræði frá Alborg Universitet árið 1987. Hann hefur setið í stjórnum ýmsra félaga, m.a. í stjórn VÍS, Líftryggingafélags Ís- lands og Varðar-Íslandstryggingar. Yfir VÍS á Norðurlandi Helgi Jóhannesson NORRÆNA kauphallarfyrirtæk- ið OMX, sem meðal annars rekur Kauphöll Íslands, hefur lagt fram til- boð í öll hlutabréf kauphallarinnar í Ljubljana í Slóveníu. Kauptilboðið hljóðar upp á samtals 4,2 milljónir evra, jafnvirði um 386 milljónir ís- lenskra króna. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær. OMX rekur kauphallirnar í höfuð- borgum allra Norðurlandanna að Noregi einu undanskildu, og einnig í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháen. Í tilkynningu OMX segir að kaup á kauphöllinni í Ljubljana fælu í sér mikil tækifæri fyrir OMX. Og þau myndu einnig styrkja verðbréfa- markaðinn í Slóveníu. Yfir 130 fyrirtæki er skráð í kaup- höllinni í Ljubljana en hún er í eigu 29 fjármálafyrirtækja. OMX vill bæta Slóveníu við ÖLGERÐIN Egill Skallagríms- son vann nýlega til silfurverðlauna á evrópskri bjórhátíð í Bæjarlandi í Þýskalandi fyrir Egils Premium. Um var að ræða flokk hátíðarbjór- drykkja en í flokki mildra bjóra fékk Ölgerðin bronsverðlaun fyrir tegundina Egils Lite. Fyrr á árinu vann Lite gull- verðlaun í Mondé Selection keppn- inni og á World Beer Cup. Silf- urverðlaun fengust á European Beer Star fyrir Premium og silf- urverðlaun unnust fyrir Egils Gull á Monde selection. Ölgerðin hefur því unnið til sex verðlauna fyrir bjór á þessu ári, segir í tilkynn- ingu. Guðmundur Magnússon, brugg- meistari Ölgerðarinnar, segir öll þessi verðlaun staðfesta að þróun- arstarf Ölgerðarinnar sé á heims- vísu. Upphefðin komi stundum að utan en fyrirtækið finni mest fyrir því að Íslendingar hafi tekið þess- um nýjunum fagnandi, bæði létta bjórnum og Egils Premium. Ölgerðin verðlaunuð Bjór Fulltrúar Ölgerðarinnar taka við verðlaununum í Bæjaralandi. ◆ ◆
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.