Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
METSÖLUBÓK
UMALLAN HEIM
„Afburðasnjöll ástarsaga“
- Observer
„Hjartnæm ... fantasía“
- Sunday Telegraph
„Virkilega frumleg“
- Vogue
Kona tímaflakkarans
Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra
bóka sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2006.
Könnunin sýnir að hlutfall prentunar innanlands
hefur minnkað um 5,5% milli ára.
Hlutfall
prentunar
á bókum 2006
Prentað
á Íslandi
54%
Prentað
erlendis
46%
SAMSKIP hafa opnað söluskrif-
stofu í Helsingjaborg í Svíþjóð og
er það jafnframt þriðja skrifstofa
félagsins þar í landi. Fyrir voru
Samskip með söluskrifstofur í
Gautaborg og Varberg. Með opnun
söluskrifstofunnar í Helsingjaborg
segjast Samskip styrkja enn frekar
stöðu sína á Svíþjóðarmarkaði en
félagið býður upp á vikulegar sigl-
ingar frá Varberg til Íslands, með
viðkomu í Árósum og Þórshöfn í
Færeyjum. Samskip eru einnig með
gáma- og lestarflutninga milli Sví-
þjóðar og meginlands Evrópu sem
og austur á bóginn, til Eystrasalts-
landanna og Rússlands.
Yfirmaður skrifstofunnar í Hels-
ingjaborg verður Daninn Erik E.
Hansen. Hann sinnti Evrópuflutn-
ingum hjá Mærsk skipafélaginu í
Gautaborg áður en hann gekk til
liðs við Samskip. Með tilkomu Hels-
ingjaborgarskrifstofunnar eru
söluskrifstofur Samskipa orðnar 56
talsins í fjórum heimsálfum.
Samskip með nýja skrif-
stofu í Helsingjaborg
HELGI Jó-
hannesson, fram-
kvæmdastjóri
Norðurmjólkur,
hefur verið ráð-
inn umdæmis-
stjóri VÍS á
Norðurlandi.
Hann tekur við
starfinu um ára-
mót. Umdæmis-
skrifstofa VÍS á
Norðurlandi er á Akureyri og undir
hana heyra tíu skrifstofur. Helgi hef-
ur starfað sem framkvæmdastjóri
Norðurmjólkur frá ársbyrjun 2001.
Þar áður starfaði hann sem fram-
kvæmdastjóri Norðlenska í eitt ár og
framkvæmdastjóri kjötiðnaðarsviðs
KEA frá 1997 til 2000. Hann lauk
BSc prófi frá Odense Teknikum árið
1985 og MSc í verkfræði frá Alborg
Universitet árið 1987. Hann hefur
setið í stjórnum ýmsra félaga, m.a. í
stjórn VÍS, Líftryggingafélags Ís-
lands og Varðar-Íslandstryggingar.
Yfir VÍS á
Norðurlandi
Helgi
Jóhannesson
NORRÆNA kauphallarfyrirtæk-
ið OMX, sem meðal annars rekur
Kauphöll Íslands, hefur lagt fram til-
boð í öll hlutabréf kauphallarinnar í
Ljubljana í Slóveníu. Kauptilboðið
hljóðar upp á samtals 4,2 milljónir
evra, jafnvirði um 386 milljónir ís-
lenskra króna. Frá þessu var greint í
tilkynningu til Kauphallar Íslands í
gær.
OMX rekur kauphallirnar í höfuð-
borgum allra Norðurlandanna að
Noregi einu undanskildu, og einnig í
höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna
þriggja, Eistlands, Lettlands og
Litháen.
Í tilkynningu OMX segir að kaup á
kauphöllinni í Ljubljana fælu í sér
mikil tækifæri fyrir OMX. Og þau
myndu einnig styrkja verðbréfa-
markaðinn í Slóveníu.
Yfir 130 fyrirtæki er skráð í kaup-
höllinni í Ljubljana en hún er í eigu
29 fjármálafyrirtækja.
OMX vill bæta
Slóveníu við
ÖLGERÐIN Egill Skallagríms-
son vann nýlega til silfurverðlauna
á evrópskri bjórhátíð í Bæjarlandi
í Þýskalandi fyrir Egils Premium.
Um var að ræða flokk hátíðarbjór-
drykkja en í flokki mildra bjóra
fékk Ölgerðin bronsverðlaun fyrir
tegundina Egils Lite.
Fyrr á árinu vann Lite gull-
verðlaun í Mondé Selection keppn-
inni og á World Beer Cup. Silf-
urverðlaun fengust á European
Beer Star fyrir Premium og silf-
urverðlaun unnust fyrir Egils Gull
á Monde selection. Ölgerðin hefur
því unnið til sex verðlauna fyrir
bjór á þessu ári, segir í tilkynn-
ingu.
Guðmundur Magnússon, brugg-
meistari Ölgerðarinnar, segir öll
þessi verðlaun staðfesta að þróun-
arstarf Ölgerðarinnar sé á heims-
vísu. Upphefðin komi stundum að
utan en fyrirtækið finni mest fyrir
því að Íslendingar hafi tekið þess-
um nýjunum fagnandi, bæði létta
bjórnum og Egils Premium.
Ölgerðin
verðlaunuð
Bjór Fulltrúar Ölgerðarinnar taka
við verðlaununum í Bæjaralandi.
◆
◆