Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 23 AUSTURLAND SUÐURNES Reykjanesbær | „Ég fæ aldrei leið á þessu,“ segir Grétar Ólason en hús fjölskyldunnar á Týsvöllum 1 í Keflavík var valið Ljósahús Reykja- nesbæjar, enn einu sinni. Húsið hef- ur nokkrum sinnum unnið til þess- arar viðurkenningar og oftast verið í einu af þremur efstu sætunum. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, lagði áherslu á að val á ljósahúsi Reykjanesbæjar, væri mest til gamans gert þegar hún setti samkomuna þar sem útnefningarnar voru tilkynntar. Hún sagði að íbú- arnir væru mikil jólabörn en jafn- framt miklir keppnismenn eins og kæmi fram í skreytingunum. Hún sagði að þótt þetta væri leikur vekti hann jákvæða athygli á bænum og ljósin lýstu upp skammdegið. Grétar Ólason segist hafa bætt töluvert við jólaskrautið frá síðasta ári, fært til og breytt. Í ár eru um 22 þúsund ljósaperur á húsi hans. Hann segir að það sé um það bil viku vinna að koma skrautinu upp. Hópar skoða Ljósahúsin Borgarvegur 25 í Njarðvík varð í öðru sæti í keppninni um Ljósahúsið og Bragavellir 3 í Keflavík í þriðja sæti. Hraunsvegur 7 í Njarðvík er Jólahús barnanna og Austurbraut 2 og Efstaleiti 44 í Keflavík fengu við- urkenningar fyrir nýstárlegar og hlýlegar skreytingar. Þá fengu rað- húsið Norðurvellir 12–22 og gatan Bragavellir viðurkenningar sem og verslunin Cabo fyrir gluggaskraut. Húsin sem tilnefnd voru hafa verið sett inn á kort af bænum þannig að fólk geti skoðað húsin og jólaljósin enda er mikið um að hópar og ein- staklingar fari í skoðunarferð um Reykjanesbæ á aðventunni. Kortið má nálgast á bensínstöðvum og vef bæjarins, www.rnb.is. Tekur heila vinnuviku að skreyta húsið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ljósahús Reykjanesbæjar Húsið Týsvellir 1 í Keflavík er ávallt mikið skreytt fyrir jólin enda kemur fólk víða að til að skoða ljósin. Vandræði Júlíus Jónsson afhenti Grétari Ólasyni innlegg á rafmagnsreikn- inginn hjá Hitaveitu Suðurnesja en fleiri plögg fylgdu óvart með sem þurfti að endurheimta. Steinþór Jónsson, formaður ljósanefndar, fylgdist með. Lögregluvakt Íbúar á Fljótsdalshéraði segja þjónustu lögreglu versnandi. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Talsvert er um það rætt á Héraði að þjónusta lögreglu við borgarana hafi sjaldan verið minni og seinvirkari. Í lögregluliðinu þar eru nú átta menn auk yfirlög- regluþjóns, þar af sex sem ganga vaktir á Egilsstöðum og Seyðisfirði og einn á Vopnafirði. Vaktir hætta yfirleitt kl. 20 á virkum dögum, nema á fimmtudögum þegar vakt er til 22, aðfaranótt laugardags til kl. 03 og sunnudagsnótt til kl. 04, en þá má gera ráð fyrir að t.d. drukknir öku- menn séu á ferð í kjölfar lokunar veitingahúsa. Á virkum dögum er lögreglunni ekki unnt að hafa eftirlit t.d. með útivistartíma barna og ung- linga þar sem hún er hætt að vinna fyrir þann tíma. Lögregluþjónar sjálfir ósáttir Lögregluþjónar eru sjálfir margir ósáttir við tímarammann, einkum um helgar, en er uppálagt að fara ekki út fyrir hann. Þeir sem ganga helgarvaktir geta þannig ekki ákvarðað sjálfir hvort ástæða sé til að standa vakt lengur en ramminn segir til um. Þeir neita að tjá sig op- inberlega um stöðu mála. Dæmi eru um að erfitt sé að ná í lögreglu símleiðis þótt bein númer séu fyrir hendi. Umdæmið er mjög víðfeðmt, en það nær langleiðina til Þórshafnar, Seyðisfjarðar, þjóðvegar 1 á Bisk- upshálsi og inn að Vatnajökli. Kára- hnjúkavirkjun, innanlands- og milli- landaflugvöllur um Egilsstaði og ferjusvæði Norrönu eru m.a. innan þess. Óskar Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn á Seyðisfirði, segir fjölda lög- reglumanna gera að verkum að ekki sé hægt að vera með nema tvær vaktir. Það þýði eina vakt á sólar- hringnum. Vorið 2005 var vakttíma breytt af ýmsum ástæðum. „Kjörað- stæður væru að geta verið með tvær vaktir á sólarhringnum, t.d. 8–16 og 16–24,“ segir Óskar. „Þá gætu menn verið lengur inn í nóttina um helgar. En komi útkall sinna menn því hve- nær sólarhrings sem er. Á bakvakt nær fólk sambandi við lögreglu ef á þarf að halda í gegnum 112.“ Óskar segir sýnileika lögreglu á svæðinu hafa aukist, t.d. með umferðareftir- liti fimm daga vikunnar 5–7 klst í senn frá síðasta vori og forvarna- starf í skólum var eflt í fyrravetur. Óánægja með vinnutíma og sýnileika lögreglu Í HNOTSKURN »Lögregluþjónar við emb-ætti lögreglustjórans á Seyðisfirði hafa mjög þröngan tímaramma varðandi vaktir. » Íbúar telja þjónustu lög-reglu hafa versnað og hún sjáist lítt. »Yfirlögregluþjónn segirlögreglu hafa í nógu að snúast og megi sem dæmi nefna mál varðandi Norrönu og Kárahnjúkavirkjun, t.d. af- hendingu dvalarleyfa. »Lögregluþjónn bætist ávaktir 1. janúar nk. og eru þá þrjár lögreglukonur á svæðinu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kárahnjúkavirkjun | Hafdís Gunn- arsdóttir frá Höfn í Hornafirði hef- ur síðustu þrjú árin starfað í vinnu- búðum hjá aðgöngum 3 við Axará á Fljótsdalsheiði. Þegar Morgun- blaðið tók hana tali var hún á drif- hvítum kokteiljakka 12 km inni í aðrennslisgöngum virkjunarinnar að uppvarta veislumat og drykk of- an í tugi manna vegna áfanga í virkjunarframkvæmdinni. „Mér lík- ar þetta vel og þykir starfið skemmtilegt,“ segir Hafdís og er vön að vinna fjarri heimili sínu, hef- ur gert það allt sitt líf. Hún vinnur samfleytt í 4 vikur og fær þá viku- frí. „Ég rek búðirnar við Axará, byrjaði þar sem kokkur og var svo sett í að sjá um reksturinn, innkaup og starfsmannahald.“ Hafdís ver jólum og áramótum við Axará að vanda og skipuleggur hátíð fyrir 200 manns. Hún segir fólk verða í öllum búðum yfir hátíðar, en um 300 manns fari t.d. heim í jólafrí úr aðalbúðunum við Kárahnjúka. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Keik Hafdís Gunnarsdóttir, búðastjóri á Adit 2, fer létt með að slá upp veislu í iðrum jarðar ásamt aðstoðarfólki sínu úr búðunum. Á hvítum kokteil- jakka í heiðinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.