Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ aðventan Grafarvogskirkja er marg-föld þessa dagana, sjöföldnánar tiltekið, því aukfrumgerðarinnar gefur nú að líta í anddyri kirkjunnar sex eft- irmyndir hennar í piparkökuformi. Vaskir unglingar úr Grafarvog- inum eiga heiðurinn af piparköku- kirkjunum en þær eru afurðir sam- keppni sem Grafarvogskirkja efndi til í aðdraganda aðventunnar milli grunnskólanna í Grafarvogi. Hver skóli skilaði einni eftirlíkingu að eigin vali af kirkjunni inn í samkeppnina og verða þrjú bestu módelin kunn- gjörð 17. desember næstkomandi. Verðlaunin eru ekki af verri end- anum, 75 þúsund krónur sem sigur- liðið afhendir líknarsamtökum að eig- in vali. Í Víkurskóla var vaskur hópur unglingabakara úr 8. bekk að setja saman kirkjuna sína á dögunum þeg- ar ljósmyndara og blaðamann bar að. Meðal þeirra voru Anna Katrín Þórð- ardóttir og Elma Dögg Birgisdóttir sem ásamt nokkrum bekkjarsystrum sínum buðu sig fram í kirkjugerðina. „Það er búið að vera mjög gaman að baka húsið og setja það saman,“ segir Elma og Anna tekur undir það. „Þetta er líka svolítið flókið því það þarf að sjá til þess að allir hlutar kirkjunnar séu passlega stórir þegar maður bakar þá. Eins hallast á henni þakið og út úr hliðunum á henni koma vængir sem þurfa að passa saman.“ Nokkuð hörð samkeppni Kirkjuna, sniðin og steinda gluggann í öðrum gaflinum hannaði við vinnum muni verðlaunin renna til langveikra barna,“ segja þær og bæta við að reyndar sé samkeppnin nokkuð hörð ef marka má framlag hinna skólanna sem þær hafa séð. Piparkökukirkjurnar sex verða hafðar til sýnis í Grafarvogskirkju til 6. janúar næstkomandi. Morgunblaðið/G. Rúnar Reisulegar Sex glæsilegar og splunkunýjar piparköku-Grafarvogskirkjur gerðar af byggingameisturum úr (f.v.) Víkurskóla, Engjaskóla, Foldaskóla, Korpuskóla, Húsaskóla og Borgaskóla. Gómsæt Grafarvogskirkja Á sunnudaginn verður skorið úr því hvaða skóli sigrar í piparkökukirkju- keppni Grafarvogskirkju. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir fylgdist með bakarameisturum í Víkurskóla. Funheitt Fríða leiðbeinir stúlkunum um samsetningu kirkjunnar. Anna Katrín og Elma Dögg eru lengst til hægri. Vanda sig Ýmsa fylgihluti, s.s. engla og stjörnur, þarf að skreyta. Glerlist Steindi glugginn kominn í annan gafl piparkökukirkjunnar. … það þarf að sjá til þess að allir hlutar kirkjunnar séu passlega stórir þegar maður bakar þá. Tilbúin Útkoman var glæsileg Grafarvogskirkja þeirra Víkurskólastúlkna. hópurinn í tímum hjá Önnu Ragn- heiði Jónsdóttur myndlistarkennara en baksturinn fór fram undir umsjón Fríðu S. Böðvarsdóttur heimilis- fræðikennara. „Við höfum gert þetta að mestu á skólatíma,“ segja þær stöllur. „Stundum höfum við notað myndlistar- og heimilisfræðitímana en stundum í öðrum tímum.“ Hvorugar hafa þær gert pipar- kökuhús áður þótt smáköku- og pip- arkökubakstur heyri til jólaundir- búningsins heima við. En hvernig hyggst hópurinn verja verðlaununum ef þau falla honum í skaut? „Við erum búnar að ræða þetta og ákveða að ef Skrautlegir Englar og hempu- klæddir prestar úr kirkjunni. Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Jæja, þá eru jólin aðnálgast og því ástæðatil að huga sérstaklega að nýjum vínum í búðunum sem eiga vel við á slíkum stundum. Það er vín í betri kantinum (en ekki endilega dýrari kantinum) sem falla vel að vönduðum og góðum mat. Ef við tökum hvítvínin fyrst þá vil ég byrja á að nefna norður-ítalska hvítvín- ið Tenuta Sant Antonio Monte Ceriani Soave 2004 sem er annað af tveimur hvítvínum sem Castagneda- fjölskyldan, sem hefur aðset- ur skammt austur af Verona, framleiðir. Alveg hreint ynd- islegt með björtum og aðlað- andi ávexti, sætum vínberj- um og framandi ávöxtum á borð við papaja. Skarpt og vel uppbyggt. Frábær kaup á 1.490 krónur. 19/20 Vínin frá þorpinu Chablis í norðurhluta Bourgogne í Frakklandi eru líka með öruggustu kaupunum sem hægt er að gera í góðu hvít- víni. Chanson Chablis 2004 er sígildur og vel gerður Chablis, óeikaður með áherslu á sítrusmikinn og þurran ávöxt, vín sem fellur fullkomlega að sjávarfangi og skelfiski á borð við hum- ar. 1.750 krónur. 17/20 Chanson Chablis 1er Cru Montmains 2005 er síðan skrefið þar fyrir ofan í gæð- um, þurr míneralískur, sýru- mikill Chablis með límónu en einnig vott af hunangi og góðri fyllingu í munni. Ungt og yndislegt og mun þrosk- ast vel við geymslu. 2.490 krónur. 18/20 Baron de Ley Reserva 2001 er nútímalegt og pott- þétt Rioja-vín frá Spáni. Rauður berjaávöxtur, þrosk- aður og jaðrar við að fara út í sultu, kjötmikið með vindla- reyk og nokkurri vanillu og þykkri og feitri eik. Ynd- islegt með rauðu nautakjöti. 1.490 krónur. 18/20 Tenuta Sant Antonio La Bandina 2001 er hins vegar ítalskt vín sem mætti flokka sem „ofur“-valpolicella-vín. Þetta er vín úr smiðju Cast- agneda-fjölskyldunnar líkt og Monte Ceriani og eina Valpolicella-vínið sem fékk þrjú glös hjá ítölsku vín- biblíunni Gambero Rosso á þessu ári. Dökkt og öflugt með þungri angan af þurrk- uðum berjum, sveskjum og rúsínum ásamt leðri og reyk. Gælir við Amarone-einkenni (við erum að tala um 14,5%) en heldur þó léttleika í munni og hreinum ávexti, greina má vindlakassa – sedrusvið – og nokkurn kryddkeim í lokin. Fantagott vín og mun batna enn meir ef það fær að hvíla í kjall- aranum í 3–5 ár. 2.190 krón- ur. 19/20 Vín í betri kantinum … vín Morgunblaðið/Golli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.