Morgunblaðið - 15.12.2006, Page 28

Morgunblaðið - 15.12.2006, Page 28
hönnun 28 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ     Okkur hefur verið rosalegavel tekið hérna í Hafn-arfirði,“ segir Þóra Ein-arsdóttir myndlistar- maður, ein tíu listakvenna sem standa að rekstri Gallerís Thors í Hafnarfirði. „Já, þetta hefur vantað í Hafnarfjörð,“ bætir Halla Bogadóttir við. Hún er gullsmiður og er líka ein af listakonunum. „Galleríið stendur hérna við þetta torg, Thorsplan, og er í miðbæ Hafnarfjarðar. Það er nýbúið að taka þetta allt í gegn, komið svið og hérna er jólaþorpið,“ bætir hún við og bendir í átt að glugga þar sem við blasa lágreistir kofar jólaþorpsins. „Á sumrin er líka æðislegt að vera með borð hérna fyrir utan, við rekum sko kaffihús samhliða galleríinu,“ segir Halla og bætir glettin við „við náðum í skottið á sumrinu, hér var mjög gott veður í ágúst og mögnuð stemning.“ Fyrirkomulag samstarfs kvenn- anna í galleríinu er þannig að þær skiptast á um að vera á staðnum tvær í senn, og hver þeirra vinnur þannig einn dag í viku. „Þetta hófst þannig að ein úr hópn- um, María Ólafsdóttir, keypti þetta húsnæði ásamt manninum sínum,“ segir Halla um tilurð samstarfsins. „Hún er leirlistakona með meiru, og ákvað, í stað þess að vera ein með verslun, að fá til liðs við sig hóp af konum,“ heldur hún áfram. „Þau hjónin innréttuðu húsnæðið og gerðu það klárt og buðu okkur níu til sam- starfsins. Fjórar eru í myndlist, þrjár eru í leir, tveir gullsmiðir og tvær konur eru í textíl og leðri ásamt ýmsu öðru,“ segir Halla. „Við leigjum plássið af Maríu,“ út- skýrir Þóra. „Svo er allur rekstrar- kostnaður sameiginlegur.“ Í hjarta nýs miðbæjar Hafnarfjarðar Gallerí Thors er í nýbyggingu á Thorsplani. Nýr miðbær er að mynd- ast í hjarta Hafnarfjarðar með til- komu nýrra bygginga og má eig- inlega segja að verslunarmiðstöðin Fjörður sé upphafið að hinum nýja miðbæ. Nýtt bryggjuhverfi rétt niður af Thorsplani styrkir svo enn frekar myndina. Þar sem galleríið er svo að segja nýtt segja þær stöllur ekki alveg komna reynslu á hvernig reksturinn mun verða. „Við vitum auðvitað ekki alveg hvernig sumrin eiga eftir að verða,“ segir Þóra. „Við erum enn sem komið er ekki með þessa túr- istatraffík,“ bætir hún við. „Það getur þó vel verið að það eigi eftir að koma með ferðum eins og í Fjörukrána og hvalaskoðun. Það er þó frábært ef meirihluti okkar kúnna er Íslend- ingar, miklu betra.“ Að sögn Höllu og Þóru er nokkuð jafnt keypt af þeim listmunum sem í boði eru í galleríinu. Miðað við fjöl- breytnina í því sem konurnar vinna við er í það minnsta úrvalið mikið og breiddin góð, hvort sem litið er til verðs eða gæða. „Stór málverk og litl- ir hlutir sem kosta innan við fimm þúsund fara jöfnum höndum,“ segir Halla. „Skartgripirnir hafa líka selst vel, en þó er greinilegt að fólk er mik- ið að kaupa gjafir og notar sér gjarn- an gjafakortin okkar.“ Kaffihúsið í galleríinu hefur líka verið vel sótt og fleira er þar í boði en kaffi. „Eina helgi nýlega vorum við með upplestur. Aðalsteinn Ásberg kom og las upp úr bók eftir amer- ískan rithöfund. Með honum var djassgítarleikari og jólaþorpið var auðvitað opnað þá sömu helgi og stemningin var mjög skemmtileg,“ segir Halla. „Við tökum líka inn gestalistamenn, sem eru þá hálfan mánuð í senn með sölusýningu,“ bæt- ir hún við. Enginn launakostnaður Með því fyrirkomulagi sem lista- konurnar tíu hafa á starfinu, þ.e. að þær skiptast á að standa vaktina, gefst þeim færi á að halda kostnaði í lágmarki. „Við stillum verðinu í hóf af því að við erum sjálfar að afgreiða,“ segir Þóra. „Þannig er enginn launa- kostnaður og reksturinn verður þess vegna að sumu leyti hagstæðari.“ Fund halda þær einu sinni í mán- uði til að fara yfir reksturinn og þau mál sem koma upp hverju sinni. „Þá leysum við þau og afgreiðum,“ segir Þóra. „Það er svolítið mikið talað á fundunum, þegar tíu konur koma saman vill það fara þannig,“ segir Halla og uppsker hlátur Þóru, „já, þetta er ekki svona stíft málfunda- félag,“ klykkir hún út með og samtal- inu lýkur með enn meiri hlátri. Þær konur sem eru í hópnum eru auk Þóru og Höllu Fríða Jónsdóttir gullsmiður, Helena Sólbrá textíl- listamaður, Ingibjörg Klemenz, leir- list og glerlist, Lilja Bragadóttir myndlistarmaður, Maja Ólafsdóttir, leirlist, textíll, Ragnheiður Guð- mundsdóttir textíll, Sólveig Hólm- arsdóttir, leirlist og skúlptúr, og Þóra Ben myndlistarmaður. sia@mbl.is Ekki stíft málfundafélag Gullsmiður og myndlistarmaður Halla Bogadóttir og Þóra Einarsdóttir eru meðal tíu lista- kvenna sem starfa í Galleríi Thors í Hafnarfirði. Listakonurnar tíu skiptast á að standa vaktina. Fjölbreytni Ýmissa grasa kennir í galleríinu og listin er af ýmsum toga. Textíll List birtist í ýmsu formi, því ekki að klæðast henni þegar flíkin er bæði hlý og glæsileg? Góð hugmynd Skartgripir eru hafðir til sýnis ofan á glerbúri. Þeim er haldið niðri með ýmsu sem til fellur eins og brotnum bollum og ullarkúlum sem óvænt grípa augað. Gallerí Thors í Hafnar- firði er í nýbyggingu við Thorsplan. Sigrún Ás- mundar leit þangað inn einn kaldan morgun ný- lega, þáði kaffi og spjall- aði við tvær af tíu lista- konum sem þar starfa. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.