Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 31
tíð verið tengdar grískri matargerð þar sem þær eru í miklu uppáhaldi. Um er að ræða þunn lög af filo-deigi sem eru fyllt með söxuðum hnetum, s.s. pistasíum, ristuðum möndlum eða valhnetum sem velt er upp úr kanil eða sykri og síðan skorið í dem- antalaga bita áður en bökun hefst. Strax og kökurnar eru teknar glóandi úr ofninum er rósavatnsilmandi hun- angssírópi hellt yfir herlegheitin. Baklava er frábær eftirréttur á hátíð- um – ilmurinn er jólalegur (kanill, vanilla, hnetur), útlitið er fallegt og framandi og kökurnar eru brakandi stökkar undir tönn sem eykur enn á ánægjuna við að borða þennan ljúf- fenga rétt. Sumir halda að það sé flókið að búa til baklava, en það er hins vegar ótrúlega einfalt. Það er þó ekkert verra að gestgjafinn fái að njóta þessa útbreidda „misskilnings“ er hann ber kökurnar fram og taki á móti miklu hrósi gesta sem munu eft- irleiðis telja hann óskoraðan meist- arakokk. 450 g fillo-deig (fæst frosið í betri stórmörkuðum) 455 g saxaðar pistasíuhnetur 225 g smjör (brætt) 2 g kanill 235 ml vatn 200 g sykur 1 vanillustöng eða 1 msk rósavatn 120 ml hunang Penslið bökunarplötu með bræddu smjöri. Afhýðið hnetur (einnig innra hýði, þannig að grænn litur pistasí- anna komi í ljós, best er að láta þær liggja í bleyti í 30 sek. og afhýða svo), saxið og veltið upp úr kanil. Leggið til hliðar. Afþýðið fillo-deig og opnið deiglögin. Skerið af enda sem rúmast ekki á bökunarplötu (honum má koma fyrir á þverveg plötunnar). Leggið deiglögin á hreint borð og þekið með rökum klút til að koma í veg fyrir að deigið þorni á meðan þið útbúið lögin. Setjið tvö lög af filo- deigi á plötuna og penslið vel með bræddu smjörinu. Endurtakið þar til 8 lög eru komin á plötuna. Dreifið 2–3 msk. af hnetufyllingu yfir og þannig koll af kolli (tvö lög í einu, þar til um 6–8 lög eru komin ofan á (samtals semsagt 16 lög af deigi). Penslið efsta lagið með smjöri og skerið kökuna með beittum hníf í tígla og bakið við 175°C í miðjum ofni í 20–30 mín. eða þar til tíglarnir hafa hlotið gullin lit og deiglögin eru stökk og brakandi. Á meðan á bökun stendur er sír- ópið útbúið. Sjóðið saman vatn og sykur þar til sykur er uppleystur. Bætið vanillustöng (eða rósavatni) og hunangi saman við og sjóðið í 10–15 mín. við vægan hita. Takið baklava- tígla úr ofni og hellið sírópsblöndunni strax yfir sjóðheitar kökurnar. Látið kólna og berið fram t.d. með heitum kanilkrydduðum eplasafa eða epla- kanilteinu frá Celestial Seasonings. Panettone Þessi ítalska jólakaka prýðir víða glugga „pasticceria“. Baklava Ilmurinn af þessum aust- urlenska eftirrétti er jólalegur. Panettonesneið Vanillusósa á vel við þennan ítalska eftirrétt. Jólatrjábolskakan „Buche de noel“ er klassísk frönsk jólakaka. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 31 ÞRIÐJI hluti þeirra sem leggjast undir hníf lýtalækna í Danmörku er karlmenn. Og þeim fer fjölg- andi. Danskir karlmenn virðast velta útliti sínu æ meira fyrir sér, því þriðji hver Dani sem fer í lýtaað- gerð eða íhugar það er karl- maður. Fimm prósent allra full- orðinna karlmanna eða meira en 100 þúsund karlmenn þar í landi hafa farið í lýtaaðgerð og tvöfalt fleiri íhuga það, samkvæmt könn- un sem Gallup gerði fyrir Berl- ingske Tidende. Blaðið greinir frá því að karlmenn séu 15–20 prósent viðskiptavina á stofum sem framkvæma lýtaaðgerðir og bjóða upp á aðrar meðferðir sem miða að því að fegra fólk. Hárvöxtur ekki í tísku Vinsælustu aðgerðirnar meðal karlmanna eru lagfæringar á slútandi augnlokum, nefaðgerðir, fitusog og að láta fjarlægja brjóst sem yfirleitt hafa myndast vegna fitu eða hormónainntöku. Karlmenn fara þó einnig í and- litslyftingu og hrukkumeðhöndl- um með botoxi eða geislum. Æ fleiri karlmenn láta líka fylla í andlitshluta til að fjarlægja svo- kallaðar „áhyggjuhrukkur“. Oftast er um að ræða menn, sem komnir eru yfir miðjan ald- ur, sem finnst þeir hafa þreytu- legt yfirbragð og vilja líta frísk- legar út. Stundum er ástæðan sú að þeir hafa eignast nýja, yngri konu. Meðal yngri karlmanna er einnig stór eftirspurn eftir leysi- meðferð í þeim tilgangi að fjar- lægja líkamshár, s.s. í andliti, á hálsi, brjósti, maga og baki. Enda er hárvöxtur ekki í tísku í dag ef marka má einn stofueigandann í Danmörku. Reuters Lagfærður Berlusconi, fyrrum for- setisráðherra Ítalíu, er sagður hafa farið í fjölda fegrunaraðgerða í gegn um tíðina. Æ fleiri karlmenn sækja í lýta- aðgerðir heilsa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.