Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 32
uhj@mbl.is
gefur skjóta orku sem leiðir frekar til
ójafnvægis á blóðsykri en flóknari
sykrur eins og í ávöxtum og græn-
meti. Það ójafnvægi getur svo haft
áhrif á skapið. Sykur er því ekki
góður bandamaður í baráttunni við
streituna. Fimm ávaxta- eða græn-
metisskammtar á dag eru enn í
fullu gildi í desember og hollt
góðgæti eins og hnetur, döðlur
og trefjaríkar kornblöndur.
Streita hefur einnig áhrif á
vatnsbúskap líkamans.
Drekktu því nóg af vatni jafn-
framt því að draga úr neyslu
drykkja sem innihalda koffín.
3. Viðhorfið skiptir máli
Ef þú ert búin/n að ákveða að hátíðirnar og
undirbúningur þeirra séu ömurlegasti tími
ársins getur enginn og ekkert hjálpað þér.
Það fer yfirleitt töluverð orka í það að vera
neikvæður og neikvæðir eru oftar haldnir
verri streitu en jákvæðir. Þú hefur yfirleitt val
um hvernig þú ákveður að nálgast hluti, nei-
kvætt eða jákvætt. Það segir sig síðan sjálft
hvaða tilhneigingu hlutir hafa til að æxlast
eftir það. Sumir taka hins vegar aldrei meðvit-
aða ákvörðun og telja sig ekki hafa neitt um
örlög sín að segja. Aðrir gangast við ábyrgð-
inni á eigin lífi, þótt hún sé
stundum erfið, og
reyna að gera sitt
besta. Báðir aðilar
munu upplifa streitu
en sá jákvæði á hins
vegar auðveldara
með að takast á við
hana. Þegar
streitan er mikil
sem og þreytan
eftir erfiða törn
geta jafnvel
hinir smæstu
hlutir virst óyf-
irstíganlegir.
Beittu þá
kímnigáfunni,
framkallaðu
hlátur og finndu
hvernig streitan
snarminnkar á
augabragði. Hlátur
slakar á öllum vöðvum
og eftir situr dásamleg líð-
an.
4. Láttu ekki deigan síga –
í líkamsræktinni
Líkamsrækt er einn öfl-
ugasti streitubaninn. Hún
ræðst ekki aðeins á
aukakílóin og styrkir
stoð- og ónæmiskerfi
heldur er fátt betra
til þess að bæta and-
lega líðan en að hreyfa
sig. Það þarf ekki að vera
nema fara í göngutúr í heil-
næmu vetrarloftinu, skella sér á
skauta í höllinni nú eða í ræktina.
En ein af aðalreglunum er
þessi: Það má alls ekki sleppa
líkamsræktinni í undirbún-
ingi hátíðanna. Hún
heldur þér í formi,
aukakílóunum í
skefjum og lemur á
streitunni. Ef þú
ert ekki byrj-
uð/aður –
ekki bíða
þangað til í
janúar.
Byrjaðu
núna! 15 mínútna göngutúr á dag
gerir kraftaverk. Labbaðu upp
alla stiga og út í búð. Drífðu þig
svo í snjógallann og farðu út
að leika með krökkunum. Þú munt nálgast
jólasveininn í vinsældum fyrir vikið.
5. Skipuleggðu hvíldarstundir
Ef þú nærð ekki að hvílast reglu-
lega í amstri hátíðarvafstursins þá
þarftu að skipuleggja hvíldarstundir.
Það er nákvæmlega ekkert að því og
stundum blátt áfram nauðsynlegt. Stund-
um geta þetta verið einfaldar öndunaræfingar
sem taka örfáar mínútur, stundum hádegishlé
eða aðrar tómstundir þar sem þér gefst færi á
að tæma hugann og slaka vel á. Það er einnig
nauðsynlegt að eiga öðru hvoru stund með
sjálfum sér. Þá get-
ur verið gott að
grípa til einfaldra
öndunaræfinga.
Þú getur með end-
urteknum æfingum
náð tökum á önduninni,
huga og líkama á aðeins
fimm mínútum. Hér er dæmi
um eina slíka æfingu: Snúðu lóf-
unum upp og láttu fingurgómana
snertast. Lyftu handleggjunum
upp í axlarhæð, réttu úr þeim.
Haltu þeim í þessari stöðu þar til
þú hefur talið upp að tíu. End-
urtaktu tíu sinnum.
Hún er lúmsk streitan og fyrir jólin virðist hún svo óumflýjanleg að
hún hefur fengið sérstakt heiti – jólastreita. Hér eru þó fimm gömul
og góð ráð, sum vísindalega reynd, sem aldrei eru of oft tuggin enda
gagnast þau vel í baráttunni við streituárann.
1. Gerðu raunhæfar væntingar
Óraunhæfar væntingar
eru streituvald-
ur. Jafnvel
kærulausasta
fólk virðist oft
veikjast heift-
arlega af full-
komnunaráráttu á
þessum árstíma en
þeim veikindum
fylgir oftar en ekki
mikil streita. Það er
hins vegar enginn
fullkominn alltaf.
Þess vegna verður
aldrei til varanlegt
ástand sem er „full-
komið“. Það geta hins
vegar komið augnablik þar sem við upplifum
„fullkomnun“. Hátíðir og undirbúningur
þeirra ganga aldrei snurðulaust fyrir sig –
frekar en lífið sjálft. Að gera sér grein fyrir
því og sætta sig við það dregur samstundis
stórlega úr streitunni. Æðruleysi er því
stundum lykilorðið í miðjum hátíðarundirbún-
ingnum. Raunhæf markmið og gott skipulag
eru auk þess öflugir streitubanar. Gerðu lista
yfir það sem þarf að gera á heimilinu, raðaðu
hlutunum eftir mikilvægi, gerðu aðgerða-
áætlun og virkjaðu aðra fjölskyldu-
meðlimi. Það er gaman saman!
2. Gættu að mataræðinu
Það er engin ástæða til
þess að sleppa taumnum
lausum yfir hátíðirnar
þótt „nú séu jólin“.
Þá er einmitt mjög
mikilvægt að
gæta að mat-
aræðinu enda
freistingarnar
aldrei fleiri, sér-
staklega á milli
mála. Sætindi,
snakk, gos og
áfengi er ekki
aðeins hitaein-
ingaríkt heldur líka
snautt af næring-
arefnum og eflir því
ekki ónæmiskerfi lík-
amans. Viðbættur sykur er
mikill í þessum vörum en hann
Heilsan á aðventunni
heilsa
32 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Gylfi Þorkelsson gefur út fyrirjólin Guðað á gluggann og
þar kemur Morgunblaðið við
sögu. Á vordögum 1982 birtist
eins dálks frétt þess efnis að
upplag blaðsins þann daginn væri
átta tonn:
Átta tonn er upplagið,
útsent strax í býtið.
Afar mikið umfangið,
innihaldið lítið.
Löngu seinna orti Gylfi eftir
lestur Moggans:
Á vísum stað mér virðist að
vaskir þjónar Davíðs standi.
Lesi maður Morgunblað
mjög er þetta áberandi.
Tækifærisvísur síðustu tæpra
30 ára fylgja bókinni í
dagbókarhefti með orðunum:
Fellt í stuðla, reyrt í rím,
rammar skorður settar.
Braghendur og ferkvætt flím,
finnast limrur nettar.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Guðað á
gluggann
Morgunblaðið/G.Rúnar
Beyttu kímnigáfunni Þegar streitan gerir vart við sig vinnur hláturinn kraftaverk.
FISKIFÉLAG Bandaríkjanna, The
National Fisheries Institute (NFI)
og sölusamtök framleiðenda sjávaraf-
urða hafa gefið út veggspjald, sem
sýnir hvaða áhrif neyzla sjávarafurða
hefur á hina ýmsu líkamshluta og
starfsemi líkamans og hvernig mat-
aræði sem inniheldur sjávarafurðir
getur gert líkamanum og heilsu fólks
gott. Það sýnir meðal annars hvaða
jákvæðu áhrif omega3-fitusýrurnar
hafa á líkamshluta eins og heilann,
augun, hjartað, lungun og liðamótin.
Fari fólk eftir ráðleggingum Mann-
eldisráðs Bandaríkjanna um að borða
fisk að minnsta kosti tvisvar í viku,
getur fólk bætt heilsu sína, segir NFI
Geta dregið úr þunglyndi
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt
fram á að prótein, vítamín, steinefni
og omega3-fitusýrur geta dregið úr
áhættunni á hjartasjúkdómum og
hjartaáföllum og geta bætt heilsu
okkar og líf með því að sporna gegn
áhrifum Alzheimer-sjúkdómsins og
draga úr geðsjúkdómum eins og
þunglyndi. NFI leggur til að fólk fari
að þessum leiðbeiningum allt árið til
þess að tryggja sem jákvæðust áhrif
af neyzlu sjávarafurðanna.
Hjartavernd Bandaríkjanna segir
að omega3-fitusýrurnar, sem finnast í
fiski, séu líka góðar fyrir hjartað í
heilbrigðu fólki, en umfram allt séu
þær jákvæðar fyrir fólk sem er í
hættu að fá hjartasjúkdóma, til dæm-
is vegna ættarsögu, og fyrir fólk, sem
hefur verið greint með slíka sjúk-
dóma. Rannsóknir sýna að meðal
eldra fólks dregur neyzla á túnfiski
og grilluðum fiski úr líkum á hjarta-
áföllum.
Leggja til neyzlu
á kaldsjávarfiski
Alzheimer-samtökin leggja einnig
til neyzlu á kaldsjávarfiski, sem inni-
heldur omega3-fitusýrur eins og lúðu,
makríl, laxi, silungi og túnfiski.
Jafnframt hefur verið sýnt fram á
að neyzla á feitum fiski hefur miklu
meiri jákvæð áhrif, en hugsanleg nei-
kvæð áhrif vegna innihalds þrávirkra
eiturefna eins og PCB og díoxíns.
Innihald slíkra efna er í nánast öllum
tilfellum langt undir þeim viðmið-
unarmörkum sem manneldisráð í
Bandaríkjunum og Evrópu setja, sem
hættuleg heilsu manna.
Rannsóknir hér við land sýna til
dæmis að eiturefni af þessu tagi í fiski
veiddum við landið eru mjög langt
undir hættumörkunum. Þannig má
segja með nokkrum sanni að fiskur
veiddur við Ísland sé einhver hollasti
matur, sem fáanlegur er í veröldinni.
Hollusta af fiskneyzlu ótvíræð
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is &') . &/ /
0 /*)&)
.
(
2
13
4
+
55'6
7
18
% ,(4
6 18
%7 (
)97 , 1% , ,
*'2
1:
%(7 (7
1
+
% , ,
1:
%7 (7
1.5+
7
( +
6
,
1:
%'4;
1)
1)
' 6, 3 13
4
+
<
1+
7, 18
%
4 4 18
%(7
,
+
'+
18
%(7
(;, ,
% , ,
5
2
18
%4
(= '
+
,
% ,
4' . 18
%(7 ,
6,'& 1>(5
55'6
+
7'2
18
%(7
+
'
18
%(7 5+
+
< ,