Morgunblaðið - 15.12.2006, Side 36

Morgunblaðið - 15.12.2006, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í kjölfar banaslyss á Vest- urlandsvegi um síðustu helgi var frá því skýrt að lögreglunni hefði blöskr- að framkoma og tillits- leysi vegfarenda á slysstaðnum. Hið sama mun hafa verið upp á teningnum í fleiri slysum. „Eru þess dæmi að aðvífandi ökumenn hafi skammast í lögreglu og sett ofan í við hana vegna tafa á um- ferð á slysstað,“ sagði meðal annars í frétt Morgunblaðsins sl. mánudag. Þar kom fram að sum- ir ökumenn gangi svo langt að aka beinlínis í gegnum vettvang slysa og hafi engan skilning á því að lögregla þurfi að hafa frið til að ljúka vettvangsrannsókn. Framkoma sem þessi er auð- vitað forkastanleg og þeim sem hana sýna til háborinnar skamm- ar. Ég ætla mér alls ekki að reyna að afsaka þessa hegðun, en mig grunar að hún eigi sér ef til vill einhverjar skýringar, aðr- ar en þær að viðkomandi öku- menn séu öðrum verr innrættir. Þar staldra ég sérstaklega við skilninginn, sem sagt er að öku- menn skorti á nauðsyn þess að lögregla ljúki vettvangsrannsókn. Skilning er erfitt að öðlast, ef engar eru upplýsingarnar. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn hefur nefnt, að tíma- bært sé að setja upp upplýs- ingaskilti við helstu stofnæðar til borgarinnar. Með slíkum skiltum mætti hæglega koma þeim skila- boðum til vegfarenda, að veg- urinn sé lokaður vegna slyss. Og ef menn bera gæfu til að setja skiltin upp á réttum stöðum, þá eykur það möguleika vegfarenda á að velja aðra leið. Að minnsta kosti mun það auka skilning á aðstæðum og með auknum skiln- ingi kemur virðing og umburð- arlyndi. Íslenskir vegfarendur hafa al- ist upp við afskaplega slælegar merkingar á vegum. Þau eru óteljandi skiptin, sem ég hef nánast ekið ofan í skurð, eða út af vegi, af því að engar merking- ar um framkvæmdir var að finna fyrr en á skurðbarminum. Þar virðist einu gilda hvort fram- kvæmdirnar eru innan borg- armarkanna eða úti á þjóðveg- unum. Ég man líka eftir allnokkrum skiptum, þar sem ég hef setið föst í umferð, bæði innan borgar og utan. Oft hef ég haldið að ein- hvers staðar hafi orðið stórslys. Raunin hefur hins vegar oftast nær verið sú, að einhverjar vega- framkvæmdir stóðu yfir og þeir sem þar stóðu að verki höfðu ekki hugsun á að láta fólk vita tímanlega, t.d. svo það gæti valið sér aðra leið. Ég verð að við- urkenna að ég hafði lítinn skiln- ing og enga þolinmæði með því verklagi. Hér er auðvitað ólíku saman að jafna, töfum vegna gatnafram- kvæmda og lokun vegar vegna alvarlegs slyss. En þegar öku- menn hafa alist upp við gegnd- arlaust tillitsleysi vegna vega- framkvæmda þá hættir þeim áreiðanlega til að álykta sem svo, að biðröðin mikla, sem þeir sitja fastir í, eigi sér einhverjar slíkar skýringar. Engar merkingar segja þeim til um hvað er á seyði. Þeir verða pirraðir og láta það bitna á þeim sem síst skyldi. Og þrátt fyrir öll fögru orðin um öryggishlutverk ríkisútvarps- ins geta þeir ekki treyst á að finna upplýsingar á einni rás fremur en annarri. Umferð- arstofa á að vísu í samstarfi við Rás 2 virka daga og segir fréttir af umferð og færð víða um land upp úr 7:30 á morgnana, aftur kl. 14:15 og loks eftir fréttir kl. 17. Á laugardögum heyrist í umferð- arútvarpinu á Rás 1. Að öðru leyti er ekki hægt að ganga að neinum fréttum vísum um færð, lokanir og slys. Upplýsingaskilti eru ágæt leið til að koma skilaboðum til veg- farenda. Nú þegar er slík skilti að finna í nágrenni höfuðborg- arinnar, t.d. í Mosfellsbæ, við Rauðavatn og við rætur Hellis- heiðar. Þau sýna m.a. hitastig, færð á fjallvegum og vara við hættulegum vindhviðum. Þessum skiltum er hægt að breyta fyr- irvaralaust frá höfuðstöðvum Vegagerðarinnar, en þau eru með þeim annmarka að texti get- ur í mesta lagi verið 10 stafir. Þau nýtast því takmarkað til að vara við lokun vegna alvarlegra slysa, þótt dæmi séu vissulega um slíkt. Í Hvalfjarðargöngunum er vegfarendum bent á að hafa út- varp sitt stillt á Rás 1, Rás 2 eða Bylgjuna. Ef eitthvað gerist í göngunum geta vaktmenn í gjaldskýli rofið þessar útsend- ingar og komið skilaboðum og leiðbeiningum til ökumanna. Út- sendingarnar rofna hins vegar ekki hjá hlustendum útvarps- stöðvanna, sem staddir eru ann- ars staðar. Er tæknilega mögulegt að koma þessu kerfi á annars stað- ar? Alls staðar? Væri hægt að hafa skilti með reglulegu millibili í vegkantinum, sem segir fólki á hvaða rás það á að stilla, ef það þarf upplýsingar um óhapp eða framkvæmdir á þeim vegi sem það er statt? Og lögregla gæti þá rofið útsendingar á afmörkuðum svæðum til að koma nauðsyn- legum upplýsingum á framfæri. Skilti, sem benda vegfarendum á útvarpsrásir, sjást mjög víða erlendis, til dæmis í Bandaríkj- unum. Þar hafa menn reyndar bolmagn til að reka sérstakar umferðarrásir allan sólarhring- inn og kannski væri í allt of mik- ið ráðist hér á landi. Annar möguleiki er sá, að nýta sér almenna farsímaeign lands- manna. Allir geta núna sótt sér fréttir í gemsana og þá ætti að vera hægur vandi að sækja sér líka umferðarupplýsingar. Slíkt kerfi er t.d. við lýði í Bretlandi. Í kjölfar banaslyssins á Vest- urlandsvegi hafa vegfarendur haft samband við lögregluna og beðist afsökunar á framferði sínu. Þeim er ekki alls varnað, þótt augnabliks óþolinmæði og tillitsleysi hafi leitt þá í ógöngur. Slíkar uppákomur verða áreið- anlega færri, og jafnvel úr sög- unni, ef vegfarendur fá skýringar og öðlast þar með skilning. Skýringar og skilningur » Allir geta núna sótt sér fréttir í gemsana ogþá ætti að vera hægur vandi að sækja sér líka umferðarupplýsingar. Slíkt kerfi er t.d. við lýði í Bretlandi. rsv@mbl.is VIÐHORF Ragnhildur Sverrisdóttir ÞEGAR við vorum í læknanámi fyrir rúmum þrjátíu árum sætti læknisfræðin gagnrýni fyrir það að vera ekki í nægu samræmi við raun- veruleikann. Hún væri of vélræn. Hún skoðaði hluti í stað heildar. Hún upphæfi efnið í stað andans, líkamlega sjúkdóma á kostnað andlegra og félagslegra. Hún hirti ekki um jöfnuð og réttlæti. Hún var jafnvel talin hættuleg í sjálfri sér af heims- þekktum gagnrýn- endum eins og Ivan Illich. Læknaneminn, rit lækna- nema í Háskóla Íslands, end- urspeglaði þessi viðhorf, eins og menn geta lesið, sem vilja. Innan læknisfræðinnar átti þessi gagn- rýni einnig hljómgrunn, einkum meðal félagslega hugsandi lækna. Félagslækningar höfðu á þessum tíma talsverð áhrif bæði á Norð- urlöndum og í Bandaríkjunum, einkum í fræðilegri umræðu. Fræg varð t.d. skáldsaga sænska læknisins og rithöfundarins P. C. Jersilds, Babels hus, sem kom út árið 1978. Með tölvuvæðingu, int- erneti, falli kommúnismans, nýj- um áhrifaríkum lyfjum, uppgangi erfðafræðinnar í tengslum við tölvuiðnaðinn, og alþjóðavæðingu, svo að það helzta sé nefnt, þögn- uðu smám saman gagnrýn- israddir. Nýi kapítal- isminn, takmarka- og landamæralaus, breiðist nú um heim- inn eins og inflúensa. Ekki aðeins virðist hann hafinn yfir gagnrýni af flestum, heldur mæra hann nú gamlir sósíalistar í æðstu stöðum. Aðgát skal höfð Af ástæðum, sem ég skil ekki, er eins og enginn þori að efast um þá glansmynd, sem ný- ríkir kapítalistar hafa dregið upp af möguleikum nútíma lækn- isfræði. Klæðskerasniðin lyf án aukaverkana eru sögð handan við hornið. Miklar framfarir hafa vissulega orðið á mörgum sviðum læknisfræðinnar. Þó þarf ekki lækni til að sjá hvar vandamálin blasa við í heilbrigðis- og fé- lagsmálum, hér og erlendis. Of- neyzla, ofát, óhollusta, skortur, fátækt, ójöfnuður, óréttlæti, aga- leysi, ofbeldi, hirðuleysi, van- ræksla, eigingirni, græðgi eru orð sem koma upp í hugann og lúta flest að atferli og breytni okkar. Raunar gæti ég haldið því fram að vandi okkar væri fyrst og fremst siðrænn. Hið siðræna val. Það verður ekki líftækni, sem leysir offitufaraldurinn eða áfengis- og eiturlyfjabölið. Ekki öll þau krónísku vandamál, sem hrannast nú upp. Svo ekki sé minnzt á ellina. Við, sem förum í vitjanir, sjáum að fyrir hvern aldraðan sjúkling, sem liggur á sjúkrahúsi, eru líklega tveir – þrír, sem bjarga sér heima við mjög erfiðar aðstæður, vegna eigin þrautseigju og ættingja. Þess er sízt að vænta að við, sem erum af 68-kynslóðinni, verðum eins nægjusöm. Við sem vildum báknið burt. Við, sem söfnum eignum og viljum gulltryggðan ellilífeyri. En gleymum því að „ellin bíður þung og hrörleg.“ Hver annast okkur þá? Góðir hlutir gerast hægt Jóhann Tómasson fjallar um siðræn gildi og læknavísindi » Í veikindum hugsamenn um líf sitt. Þegar heilsan er góð hugsa menn um pen- ingana sína. Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. ÉG MARGLAS athyglisverða grein eftir yfirdýralækni sem birt- ist í Morgunblaðinu sunnudaginn 10. desember til að fullvissa mig um að mér hefði ekki yfirsést eitt- hvað í málflutningi hans. En, eins og við mátti búast, í greininni kom ekkert fram sem útskýrir eða rétt- lætir fugladrápin í Húsdýragarðinum mánudaginn 28. nóv- ember síðastliðinn. Enn stendur eftir sú óhagganlega staðreynd að þar voru gerð hrap- alleg og margþætt mis- tök. Aðgerðin var ónauðsynleg, ófagleg, ólögleg og ósiðleg og þeim sem að þeirri ákvörðun stóðu færi betur að biðjast op- inberlega afsökunar á þeim skaða sem þeir ollu í stað þess að reyna að klóra yfir skítinn og grafa þannig enn frekar undan eigin trausti. Sannleikurinn í málinu er ein- faldlega þessi: Ónauðsynlegt. Fugladrápin í Húsdýragarðinum voru með öllu ónauðsynleg þar sem engin hætta stafaði af fuglunum, hvorki fyrir þá sjálfa, aðra fugla né menn. Hin meinta ástæða fyrir þessum ger- ræðislegu aðgerðum var mótefni við vægri flensu sem fannst í febr- úar síðastliðnum og ekki var brugðist við þá. Ekkert hefur breyst sem afsakað getur eða út- skýrt þessi viðbrögð yfirdýralæknis og hans manna og ástæða fyrir drápunum er í besta falli þekking- arskortur. Ófaglegt. Það breytir engu hvernig yfirvöld mátu sýnin frá í febrúar eða september 2006, við- brögðin voru faglega röng frá upp- hafi. Í febrúar bar embættinu að einangra fugla með mótefni frá öðrum fuglum garðsins. Hefði þeim skynsamlegu og þekktu aðferðum verið beitt strax hefðu engin vandamál risið. Hefði embættið á einhverju stigi málsins álitið öryggi manna eða dýra ógnað (t.d. komið upp smit af hættulegum stofni) átti það að grípa til markvissra aðgerða. Förg- un hluta alifugla í Húsdýragarð- inum með þeim hætti sem hún var framkvæmd getur á engan hátt tal- ist markviss aðgerð meðan örn, fálkar og hundruð villtra fugla sem höfðu þar aðsetur fljúga nú lausir um himingeiminn. Ólöglegt. Aðgerðirnar höfðu eng- an lagalegan stuðning. Það er sama hvort skoðuð eru 1. Lög frá 1993 (ekki 1997 eins og kemur fram í greininni) sem yf- irdýralæknir vitnar til í bréfi vegna drápanna, en þar segir orðrétt: „IV. kafli. Varn- araðgerðir. 8. gr. Landbún- aðarráðherra getur samkvæmt lögum þessum og að fengn- um tillögum [Land- búnaðarstofnunar] 1) fyrirskipað 2) hverj- ar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að útrýma eða hindra útbreiðslu þeirra dýra- sjúkdóma sem taldir eru upp í [við- aukum 1A, 1B og 2] 3) og til að af- stýra hættu og tjóni af völdum útbreiðslu þessara sjúkdóma (feit- letrun mín JH)) eða 2. Tilskipun ESB lög um varnir við fuglaflensu (2005/94/EC) sem vestræn ríki styðjast við og aftur styðst við ályktanir OIE (Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar). Þar er hvað eftir annað mjög ákveðið vísað til sömu klásúlunnar sem tek- ur fram að dýragarðar og fágætar fuglategundir, sem og fágæt af- brigði fuglategunda séu und- anþegnar almennum ákvæðum lag- anna, þar skuli ekki lógað, heldur fuglar einangraðir og að haft sé samráð við eigendur og ræktendur (sjá í a.m.k. þrem köflum laganna). Allt ber að sama brunni, aðgerðin á sér engar lagalegar forsendur. 3. Þá má einnig benda á að yf- irdýralæknir lætur ekki aðeins drepa alifugla heldur einnig heiðlóu og villiálft, en embættið hefur sam- kvæmt lögum engan rétt til að gefa út aftökuheimild á þessa fugla nema staðfest sé að þeir séu sýktir. Ósiðlegt. Þessi fullkomlega óvið- eigandi aðgerð olli bæði Hús- dýragarðinum og ræktun land- námshænsna miklum skaða sem enginn sér fyrir endann á. Gerræði af þessu tagi er einkar vel fallið til að brjóta á bak aftur traust milli aðila sem þyrftu og ættu að eiga gott samstarf. Því miður hafa ræktendur landnámshænsna enga ástæðu lengur til að treysta emb- ætti yfirdýralæknis fyrir fugla- flensuvörnum í landinu, en geta þess í stað átt á hættu að gripið verði til heimskulegra óynd- isúrræða af litlu eða engu tilefni eins og fordæmi hefur nú skapast fyrir. Sem formaður Eigenda- og rækt- endafélags landnámshænsna, ERL, sá ég mig knúna að svara þessari grein yfirdýralæknis, en tek það skýrt fram að ég mun ekki eltast við frekari rökleysu á þessum vett- vangi. Við í ERL förum þess eindregið á leit við yfirvöld í landinu að þau komi fram við ræktendur og stofn landnámshænsna af virðingu og standi við alþjóðlegar skuldbind- ingar sínar vegna verndunar fá- gætra dýrastofna og afbrigða. Við krefjumst þess einnig að sitja við sama borð og sambærilegir hópar í hinum upplýsta heimi, en sam- kvæmt svörum sem fagaðilar á öðr- um Norðurlöndum og í Bretlandi hafa sent mér, hafa hvergi verið viðhöfð viðlíka vinnubrögð við svip- aðar aðstæður. Ekkert þessu líkt má nokkurn tíma gerast aftur á Íslandi og það verður að tryggja með öruggum hætti. Ps. Einn þáttur í eðlilegum fram- gangi málsins væri að landbún- aðarráðherra kynnti sér málstað ræktenda landnámshænsna og tryggði að stofninn nyti samskonar réttar og verndar og aðrir fágætir stofnar, en þrátt fyrir írekaðar beiðnir allt frá því að drápin áttu sér stað hefur ráðherra enn ekki séð sér fært að funda með fulltrúa félagsins þegar þessi orð eru skrif- uð. Yfirklór yfirdýralæknis Jóhanna Harðardóttir skrifar um förgun fugla í Húsdýra- garðinum »Ekkert þessu líkt mánokkurn tíma gerast aftur á Íslandi og það verður að tryggja með öruggum hætti. Jóhanna Harðardóttir Höfundur er formaður ERL.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.