Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÍÐASTLIÐINN miðvikudag samþykkti allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna nýjan alþjóðasamning um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er fyrsti mannréttinda- sáttmálinn sem saminn er á vettvangi Samein- uðu þjóðanna á 21. öld- inni og markar hann tímamót í réttindabar- áttu þeirra 650 milljóna manna sem búa við fötlun í heiminum. Tilgangur samnings er að efla mannréttindi og persónufrelsi fatlaðs fólks og stuðla að virð- ingu fyrir manngildi þess. Þótt réttindi fatl- aðra séu víða tryggð formlega er reyndin sú að fötluðu fólki er oft ýtt út á jaðar samfélagsins og því mis- munað á flestum sviðum mannlífs- ins. Fatlað fólk hefur takmarkaðan aðgang að atvinnulífinu, mennta- kerfinu og heilbrigðisþjónustu og á erfitt um vik að sækja rétt sinn. Hinum nýja samningi er ætlað að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks í reynd. Samningurinn var unninn í nánu samstarfi við fatlaða og hags- munasamtök þeirra og grundvallast á virðingu fyrir persónufrelsi ein- staklingsins, banni við mismunun, þátttöku, aðgengi, virðingu fyrir fjölbreytileika samfélagsins og jafn- rétti kynjanna. Samningurinn kveð- ur, í 50 greinum, á um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, aðgengi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, rétt til menntunar og heil- brigðisþjónustu, at- vinnuréttindi, fé- lagslega þjónustu o.fl. en jafnframt er viðurkennt að við- horfsbreyting sé nauðsynleg til þess að fatlaðir njóti sömu réttinda og aðrir. Samkvæmt samn- ingnum mun sér- fræðinganefnd hafa eftirlit með því hvernig ríki upp- fylla skyldur sínar. Valfrjáls bókun kveður á um kæruleið fyrir ein- staklinga. Ríki sem gerast aðilar að samn- ingnum undirgangast að bæta lífs- kjör fatlaðs fólks með viðeigandi ráðstöfunum, þ.á m. með lagasetn- ingu og fræðslu gegn stað- almyndum og fordómum ásamt fræðslu um getu fatlaðra og mik- ilvægt framlag þeirra til samfélags- ins. Fátækum ríkjum er ekki skylt að grípa til kostnaðarsamra að- gerða heldur ber að vinna í áföng- um að því að bæta aðgengi fatlaðs fólks að samgöngum, menntun, at- vinnulífi og tómstundastarfi. Á Íslandi er sérstaklega fjallað um réttindi fatlaðra í lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Form- lega er lagaleg staða fatlaðs fólks nokkuð góð en í reynd fer því fjarri að réttindi fatlaðra séu virt sem skyldi. Skýrslur Stefáns Ólafssonar og Tryggva Þórs Herbertssonar, ásamt Málefnaskrá Öryrkjabanda- lags Íslands, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Landssambands eldri borgara frá í apríl, eru áfell- isdómur yfir íslensku samfélagi. Ís- lendingar, sem eru meðal efnuðustu þjóða heims, láta það viðgangast að fatlað fólk búi við fátæktarmörk og mismunun; við sem ættum öðrum þjóðum fremur að geta tryggt fötl- uðum jafnrétti og sambærileg lífs- kjör á við aðra þjóðfélagsþegna. Ljóst er að gera þarf gangskör að því að efla mannréttindi fatlaðra hér á landi og þar verður hinn nýi samningur Sameinuðu þjóðanna þarft leiðarhnoða. Íslendingar ættu að gerast aðilar að samningnum hið fyrsta og vinna markvisst að end- urbótum á velferðarþjónustu og al- mannatryggingakerfinu til að raun- gera réttindin sem í honum eru tryggð, í samráði við fatlaða, að- standendur þeirra og samtök. Þá væri sómi að því ef íslensk stjórn- völd beittu sér fyrir framgangi samningsins á alþjóðlegum vett- vangi svo hann öðlist sem fyrst gildi og fatlað fólk um allan heim geti beitt honum til að krefjast bættra lífskjara. Alþjóðasamningur um rétt- indi fatlaðra samþykktur Guðrún D. Guðmundsdóttir skrifar um nýsamþykktan al- þjóðasamning um réttindi fatl- aðra »Hinum nýja samn-ingi er ætlað að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks í reynd. Guðrún Dögg Guðmundsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Í SKAMMDEGI aðventunnar gera margir ýmislegt til að fá and- lega næringu. Það er ánægjulegt að sjá og vitna hvað margt er í boði. Aðventukvöld, tónleikar, helgileikir og margs konar jóla- fundir eru jákvæðir viðburðir, sem eiga sér stað á næstum því hverjum einasta degi. Allt er þetta til þess fallið að styrkja og efla tengslin innan fjölskyldunnar, ekki síst þær samkomur sem eru á vegum kirkjunnar. Um þetta leyti ársins eru mörg okkar þannig stemmd að við hugsum um lið- inn tíma og hjá mörg- um koma upp hugs- anir og minningar er vekja jafnvel trega og sorg. En inn í þær að- stæður fáum við hvatningu til þess að mæta og vera með. Samt er það oft þann- ig að fólk fer ekki á staðinn af því að það á erfitt með að drífa sig, koma sér af stað, jafnvel þótt það langi. Reynslan er þó oftast þannig að þau sem fara sjá ekki eftir því. Verða heldur ánægð af því að þau drifu sig í stað þess að gera ekki neitt. Þessa dagana ættu mörg okkar að hugsa meira um og taka betur eftir hvað er í boði á hinu andlega sviði trúarinnar eða listarinnar eða bara hvors tveggja. Þetta á ekki síst við um þá atburði eða samkomur þar sem allir eru edrú og engin áfengis- eða önnur vímu- efnaneysla fer fram. Áfengið og önnur vímuefni hafa eyðilagt að- ventuna fyrir mörgum börnum og fullorðnum. Já, fólk ætti að gefa meiri gaum að öllu því starfi sem fram fer undir merkjum heilbrigðis og reglusemi. Æðru- leysismessurnar í Dómkirkjunni eru undir þessum merkj- um. Þetta eru frá- bærar messur þar sem jákvæðni, þakk- læti og vonin setja svip sinn á helgi- haldið og eru einu sinni í hverjum mán- uði. Hinn 17. desem- ber kl 20.00 verður æðruleysismessa í Dómkirkjunni. Þar munu þeir Hörður Bragason og Birgir bróðir hans leika á píanó og kontra- bassa og Hjörleifur Valsson spila á fiðlu. Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína mun annast sönginn. Prestarnir sr. Ása Björk Óla- dóttir, sr. Hjálmar Jónsson og sr. Karl V. Matthíasson munu þjóna, en einnig mun einhver úr hópi leikmanna tala, sem venja er. Að- gangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Það er gott að byrja síðustu vikuna fyrir jól með því að fara í kirkjuna og byggjast þannig upp í gleði og von. Æðruleysi á aðventunni Karl V. Matthíasson minnir á æðruleysismessur í Dómkirkj- unni Karl V. Matthíasson »… fólk ættiað gefa meiri gaum að öllu því starfi sem fram fer undir merkj- um heilbrigðis og reglusemi. Höfundur er prestur. Hyggjum að skiptingu orðanna ástand og ástúð í framburði! RÉTTUR FRAMBURÐUR ER: á-stand og ást-úð. (Ath.: Á-stúð og ást-and er rangur framburður.) Gætum tungunnar SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur verið legið á hálsi fyrir að heimila hvalveiðar á ný. Komið hefur í ljós að veiðarnar eru farnar að hindra mark- aðssetningu lamba- kjöts vestanhafs. Þar sem margir efast um nauðsyn þess að veiða hvali flaug mér í hug í gamni, hvort ástæðan fyrir því að veiða þessa fáu hvali, hafi í raun verið sú að trufla lambakjötssöluna til að stuðla að verndun heiðagróðurs á Íslandi? Þetta minnti mig nefni- lega á atvik sem skeði fyrir um áratug. Ég vann þá í land- búnaðarráðuneytinu og í gangi var átak, svipað og nú, til að markaðs- setja lambakjöt vestanhafs. Boðið var til landsins eigendum stærstu keðju matvöruverslana á New York– New Jersey svæðinu- mörg hundruð verslana. Aðaleigandinn var einn af 40 ríkustu mönnum Ameríku. Eftir ljúffengt lambalæri í ráðherrabú- staðnum settist ég niður með honum yfir kaffibolla. Hann sagði mér að þetta væri langbesta lambakjöt sem hann hefði nokkru sinni smakkað. Það kom mér ekki á óvart. Hann sagðist vilja fá svona kjöt til að selja í verslunum sínum. Hann þyrfti að fá a.m.k. 10.000 tonn af þessu lamba- kjöti á ári, árið um kring, til að full- nægja væntanlegri eft- irspurn. Eitt andartak flaug það að mér að segja við hann að ef hann borgaði nógu gott verð, gætum við hugs- anlega fengið bændur landsins til að fullnægja þessari eftirspurn. En þá kom mér í hug ástand afrétta landsins kringum 1980, þegar vetrarfóðrað sauðfé var yfir ein milljón og þær framfarir sem urðu á gróðri þegar fé fór að fækka í högum eftir að útflutnings- bætur voru afnumdar. Ég sagði hon- um því að hann gæti í mesta lagi fengið 1000 tonn. Þar með missti verslunareigandinn áhuga á íslensku lambakjöti. Þetta hefur truflað mig síðan. Getur það verið að örlög gróð- urs á íslenskum heiðum ráðist frem- ur af útflutningsverði á lambakjöti og stærð markaðarins, en af beit- arþoli afrétta og umhyggju fyrir fjöl- breytni tegunda og gróðurvernd? Ef verð á lambakjöti erlendis er nógu hátt, eru þá engin takmörk fyrir því hve mörgum kindum má beita á heið- ar landsins, jafnvel á viðkvæmustu svæðum, til að auka útflutninginn? Yrði beðið eftir því að minnkandi fallþungi færi að segja til sín? Það má minna á að heimsmarkaðurinn fyrir kindakjöt er geysistór, sbr. út- flutning Nýsjálendinga á milljónum tonna. Á fundi hjá OECD um áhrif landbúnaðarstefnu á umhverfið nokkru síðar nefndi ég fækkun sauð- fjár á Íslandi sem afleiðingu af nið- urfellingu útflutningsbóta sem dæmi um tengsl þar á milli. Það vakti mikla athygli fulltrúa þeirra þjóða er sátu fundinn og þótti sýna hve varlega þyrfti að stíga til jarðar gagnvart umhverfinu þegar ákvarðanir eru teknar um að auka matvælafram- leiðslu sem byggist á nýtingu á við- kvæmum villigróðri. Hvalveiðar til verndar gróðurlendum? Björn Sigurbjörnsson fjallar um útflutning lambakjöts » Getur það verið aðörlög gróðurs á ís- lenskum heiðum ráðist fremur af útflutnings- verði á lambakjöti og stærð markaðarins, en af beitarþoli afrétta?_ Björn Sigurbjörnsson Höfundur er búvísindamaður. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Porche II-hönnunin frá Siemens. Úr hágæða burstuðu áli. Hönnuður: F.A. Porsche. Kaffivél, brauðrist og hraðsuðukanna. A T A R N A / S T ÍN A M . / F ÍT Samkirkjuleg guðsþjónusta á þýsku Samkirkjuleg guðsþjónusta verður haldin í Dómkirkjunni 3. sunnudag í aðventu, þann 17.12. 2006 og hefst kl. 15.00. Séra Gunnar Kristjánsson, prófastur, og séra Jürgen Jamin halda guðsþjónustuna sameiginlega. Marteinn H. Friðriksson og Bergþór Pálsson sjá um tónlistarflutning. Eftir guðsþjónustuna er söfnuðurinn hjartanlega velkominn í jólamóttöku þýska sendiherrans, í sendiherrabústaðinn, Túngötu 18, 101 Reykjavík Deutscher ökumenischer Gottesdienst zu Advent und Weihnachten. Auch in diesem Jahr findet ein deutschsprachiger ökumenischer Advents- und Weihnachtsgottesdienst statt. Diesmal am 3. Advent, den 17. Dezember 2006, um 15.00 Uhr in der Dómkirkja. Propst Gunnar Kristjánsson und Pfarrer Jürgen Jamin werden den Gottesdienst gemeinsam leiten. Die musikalische Ausgestaltung liegt in Händen von Marteinn H. Friðriksson und Bergþór Pálsson. Im Anschluß an den Gottesdienst ist die Gemeinde her- zlich zu einem Weihnachtsempfang in der Residenz des deutschen Botschafters, Túngata 18, eingeladen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.