Morgunblaðið - 15.12.2006, Page 42

Morgunblaðið - 15.12.2006, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Stef-ánsdóttir fædd- ist í Nesi í Loð- mundarfirði 7. september 1918. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skó- gabæ 9. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Herborg Björns- dóttir, f. 1. jan. 1883, d. 23. júlí 1971, og Stefán Þor- steinsson, f. 28. feb. 1882, d. 15. sept. 1958. Bræður Margrétar voru: Björn, f. 7. apríl 1910, d. 5. ág. 1997, Friðjón, f. 12. okt. 1911, d. 27. júlí 1970, Þorsteinn, f. 1. des 1912, d. 23. sept. 2004, og Unn- steinn, f. 10. nóv. 1922, d. 19. jan. 2004. Hinn 1. nóv. 1941 giftist Mar- grét Benedikt Einarssyni, f. 7. mars 1918, d. 1. apríl 2001. Börn þeirra eru: Ragn- heiður, f. 14. okt. 1942, Elsa, f. 14. okt. 1942, Ásdís, f. 4. okt. 1945, og Mar- grét Stefanía, f. 31. ágúst 1958, d. 26. des. 2003. Einnig tóku þau að sér kjörbarn, Þorstein Friðjón Þorsteins- son, f. 16. des. 1959, d. 18. feb. 1979. Margrét starfaði fyrri hluta starfs- ævinnar sem hús- móðir og uppalandi, en einnig sá hún um bókhald mannsins síns sem starfaði sem sjálfstætt starf- andi húsasmíðameistari þennan tíma. Seinni hluta starfsævinnar starfaði hún sem læknaritari, lengst af á Kleppi. Útför Margrétar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Margrét Stefánsdóttir, föðursyst- ir mín er látin. Margrét og Björn fað- ir minn voru alla tíð mjög náin og skilaði það sér til afkomenda þeirra. Foreldrar mínir voru lengst af bú- settir úti á landi en vegna starfa sinna þurfti faðir minn oft að bregða sér til höfuðstaðarins. Ég held að það hafi aldrei hvarflað að honum að fara neitt annað en beinustu leið í Drápuhlíðina eða á Tunguveginn þegar til Reykjavíkur var komið. Svo ég vandist við það frá blautu barns- beini að líta á heimili þeirra Möggu og Benna sem sjálfsagðan griðastað í höfuðborginni. Aldrei man ég til þess að það kæmi til tals hvernig á stæði fyrir þeim hjónum að taka á móti gestum í fæði og til gistingar. Það stóð einfaldlega alltaf vel á þegar maður kom í heimsókn. Það kom því nokkurn veginn af sjálfu sér þegar ég fór suður til háskólanáms og bjó á Nýja Garði að ég færi í kvöldmat til Möggu og Benna og upp á Tunguveg fór námsmaðurinn á hverjum degi þessa þrjá vetur og stundum tvisvar um helgar. Undruðust félagar pilts- ins nokkuð um þetta ráðslag og spurðu hverju það sætti að hann þyrfti að hverfa á braut úr dýrlegum gleðskap og mannfagnaði bæinn á enda til þess eins að borða fiskibollur í tómatsósu. Þetta var náttúrlega ekki svara vert enda engin leið að átta sig á slíku nema hafa sjálfur not- ið atlætis Margrétar Stefánsdóttur. Maturinn var dásamlegur, gat ekki betri verið. Löngu síðar rann það þó upp fyrir piltinum sem þá var orðinn miðaldra, að sitthvað fleira hafði fylgt hinum staðgóðu og gómsætu réttum. Á þessum árum var spunnið það band sem síðan ekki raknaði en styrktist með ári hverju fram á þennan dag. Síðla vetrar einn sunnu- dag á þriðja ári í Háskólanum kom pilturinn til Möggu með konuefni sitt upp á arminn og eiginlega áður en það vitnaðist að ráði að hann væri við kvenmann kenndur. Sögðu sumir að hann hefði viljað láta Möggu frænku leggja blessun sína yfir stúlkuna. Sem hún og gerði umsvifalaust og alla tíð síðan. Já, það kom líka á daginn að eig- inkona mín og börn áttu sér jafn vís- an samastað á heimili Möggu og Benna og pilturinn utan af landi. Við vorum fastagestir í veislunni á ný- ársdag, þegar haldið var upp á af- mæli Herborgar ömmu. Þeim sið var viðhaldið löngu eftir hennar dag og í meira en þrjá áratugi var nýársdag- ur frátekinn hjá Önnu, Eysteini og börnum. Nýársboðið hjá Möggu og Benna skyldi hafa forgang, hvað sem annars tautaði og raulaði í tilverunni, enda vildu börnin okkar ekki fyrir nokkurn mun missa af því. Við Magga náðum einstaklega vel saman. Ég man ekki til að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða og eru þó rökræður og þrasgirni í ætt- inni. Veit ég vel að það var meira henni að þakka en mér. Hvað sem því líður þá var einfaldlega svo hlýtt á milli okkar Möggu að óhugsandi var að við særðum hvort annað. Margrét Stefánsdóttir var mikil mannkosta kona. Meðal annars var hún einn af frumkvöðlum hér á Ís- landi í umönnun þroskaheftra og langt á undan sinni samtíð. Það var undravert að fylgjast með því hvern- ig hún afsannaði hverja kenninguna af annarri sem grunnhyggnir sér- fræðingar þess tíma slógu fram. Stefanía, dóttir þeira hjóna, bjó við hjartagalla frá fæðingu ásamt ann- arri fötlun. Móðir hennar hlustaði ekki á neinar úrtölur um möguleika dóttur sinnar. Hún hófst strax handa við að koma henni til þroska jafnt við aðra. Og sjá, móðurástinni og kær- leikanum er ekkert um megn. Fólk stóð agndofa gagnvart því krafta- verki sem þar átti sér stað. Því Stef- anía dóttir Möggu og Benna átti sér betra og gjöfulla líf en nokkurn hafði órað fyrir. Ég átti því láni að fagna að hafa frænku mína nærri hin síðustu ár. Þráðurinn slitnaði því aldrei. Við sát- um oft á tali, umvöfðum hvort annað þeirri hlýju sem óbilandi vinátta um langa tíð ein getur veitt. Undir það síðasta ræddum við mest um ástvin- ina sem á undan voru gengnir. Benna, Björn bróður hennar og Stef- án föður þeirra. Var þá sem þeir væru okkur við hlið, ljóslifandi, og eru þessar stundir mér ómetanlegar. Elsku Magga. Þótt orð séu lítils megnug langar mig að þakka þér að leiðarlokum af heilum hug, fóstrið og vináttuna. Fyrir utan foreldra mína og systkini hefur engin fjölskylda staðið okkur Önnu og börnum okkar nær en þín. Elsku Ásdís, Elsa og Ragnheiður. Frændinn að austan þakkar ykkur ómetanlega vináttu og alúð í blíðu og stríðu alla tíð. Guð veri með ykkur í sorginni. Eysteinn Björnsson. Margrét föðursystir mín, Magga, eins og fjölskyldan kallaði hana, var ein af styrku stoðunum í lífi mínu. Stelpuhnokki dvaldi ég á heimili hennar í nokkra mánuði til þess að geta hafið skólagöngu í Reykjavík, en foreldrar mínir bjuggu þá úti á landi. Magga reyndist mér ákaflega hlý og góð fósturmóðir og á þessum tíma var spunninn sá strengur sem aldrei slitnaði á milli okkar. Magga var sterkur persónuleiki, sjálfstæð mjög og gat verið föst fyr- ir, en um leið bjó hún yfir mildi og ríkulegri greind sem birtist í djúpum mannskilningi hennar og réttsýni. Ég hef engri konu kynnst sem mér hefur fundist gjöfulla að tala við um mín hjartans mál og fór jafnt ung- lingur sem fulltíða kona ævinlega ríkari af hennar fundi. Hugðarefni Möggu voru af mörg- um toga enda lifði hún lífinu lifandi. Hún naut þess að ferðast um landið sitt og var mikill talsmaður tjald- ferða. Dansinn átti hug þeirra hjóna beggja, Möggu og Benna, og oft heyrði ég hana segja frá því hvað hún hefði gaman af að dansa við manninn sinn. Bóklestur var ríkur þáttur í lífi hennar, allar bækur Máls og menn- ingar voru keyptar á heimilið, og sótti hún Borgarbókasafnið reglu- lega í þeim tilgangi að sökkva sér of- an í sígildar bókmenntir. Magga fylgdist vel með þjóðmála- umræðunni, var alla tíð rótæk í skoð- unum, einlægur hernámsandstæð- ingur og aðhylltist jöfnuð og réttlæti á milli allra manna. Eðlislæg reisn og útgeislun ein- kenndi föðursystur mína og hún var yndislega falleg gömul kona. Í ára- tugi hefur hár hennar verið hvítt en hún hafði lengst af fyrir sið að láta leggja það á hárgreiðslustofu í hverri viku og næmt auga hafði hún fyrir að klæða sig smekklega. Magga og Benni eignuðust fjórar dætur og fóstruðu upp sonarson bróður Möggu.Yngsta dóttirin fædd- ist þroskaheft og hygg ég að leitun hafi verið að umhyggjusamari og ástríkari foreldrum en þeim Möggu og Benna. Vegna anna við barnaupp- eldi var það ekki fyrr en á miðjum aldri að Magga gat látið þann draum rætast að hefja störf reglulega utan heimilis, en hún hafði lokið Sam- vinnuskólanum ung kona. Hún réð sig sem læknaritara á Kleppsspítala og starfaði þar fram yfir sjötugt. Var þessi vinnustaður henni einkar kær og er ég ekki í vafa um að næm til- finning hennar fyrir íslensku máli, skörp dómgreind og samkennd með vistmönnum hefur komið að góðum notum í starfi hennar. Magga lét sér ekki einungis annt um eigin börn og barnabörn heldur sýndi hún stórfjölskyldunni mikinn áhuga og fylgdist vel með velferð systkinabarna sinna og manns síns. Um árabil var til siðs að stórfjöl- skyldan mætti til veislu hjá þeim hjónum á nýársdag. Miðpunktur veislunnar, sem stóð frá miðjum degi og fram á nótt, var húsfreyjan sjálf, en hún hafði dögum saman lagt alla sína alúð og snilli í að útbúa heimsins bragðbestu rétti. Ekki var húsbónd- inn langt undan. Hann sá um að blanda og skenkja jólaölið og halda uppi glensi og gamni. Ég kveð frænku mína með ein- lægu þakklæti í hjarta og huga. Kristín Unnsteinsdóttir. Margrét föðursystir mín var gift Benedikt móðurbróður mínum, þannig að ég og systkini mín erum mjög skyld börnum þeirra, þeim Ragnheiði, Elsu, Ásdísi og Margréti Stefaníu sem lést fyrir nokkrum ár- um. Þau hjónin voru alltaf nefnd í sömu andrá, Magga og Benni, enda voru þau ákaflega samrýnd. Benni var húsasmíðameistari með sjálf- stæðan rekstur til margra ára og Magga sá um bókhaldið og borgaði starfsmönnum laun. Hennar aðal- starf var þó að ala upp börnin og sjá um heimilið og gerði hún það með miklum sóma. Yngsta dóttirin, Margrét Stefanía, var með Downs heilkenni og þurfti því mikillar aðstoðar við. Möggu tókst með þolinmæði að kenna henni að lesa og bjarga sér með flesta hluti. Þegar sonur Friðjóns bróður hennar dó í Þýskalandi frá tveimur ungum börnum sínum og barnsmóður sem höndlaði ekki móðurhlutverkið þá tók Magga að sér eldra barnið, Þor- stein Friðjón, þá tveggja ára gaml- an. Hann var vel gefinn en hafði ekki notið eðlilegrar móðurumhyggju í frumbernsku. Lengi vel vildi hann engar gælur en Magga gafst ekki upp og það var mikill sigur þegar hún fékk loks að knúsa hann og kyssa. Faðir minn, Björn Stefánsson, var uppáhaldsbróðir Möggu. Hinir bræður hennar stríddu henni gjarn- an þegar hún var stelpa og henni sveið það þegar þeir sögðu við hana: „Grenjaðu hærra, svo pabbi þinn heyri í þér!“ „Hann Björn bróðir stríddi mér aldrei og var alltaf góður við mig,“ sagði Magga mér. Allt fram á elliár tók hún ævinlega svari bróð- ur síns og mátti ekki til þess vita að verið væri að gera grín að honum. Pabbi var kaupfélagsstjóri úti á landi en þurfti oft að fara til Reykjavíkur. Þá gisti hann alltaf hjá Möggu systur sinni og Benedikt mági sem hann mat mikils. Það var því skiljanlegt að pabbi skyldi koma mér fyrir hjá Möggu og Benna þegar ég, þá fjórtán ára, hafði skaddast á auga og þurfti að leita lækninga. Þau bjuggu þá í rúmgóðri íbúð á Tunguvegi 19 með óhindrað útsýni yfir Esjuna og sundin blá. Ég hafði oft áður hitt Möggu og Benna en það var á þessum vordögum árið 1966 sem við bundumst þeim tryggðaböndum sem aldrei rofnuðu. Þau gáfu mér tíma, töluðu við mig eins og fullorðinn mann og vildu allt fyrir mig gera. Lífsskoðanir okkar fóru að flestu leyti saman, þau elsk- uðu náttúruna, gönguferðir, útilegu og veiðiskap og reyktu hvorki né drukku áfengi. Þegar ég var kominn á miðjan aldur fékk ég einnig áhuga á dansi eins og þau. Ég gleymi aldrei þeim móttökum sem ég fékk þetta vor þegar ég gekk inn í stofuna á Tunguvegi. Margrét Stefanía átta ára og Steini sjö ára kölluðu hvort í kapp við annað: „Bjödn Bjössson! Bjödn Bjössson! Bjödn Bjössson er kominn!“ og dönsuðu stríðsdans kringum mig brosandi út að eyrum. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur mér verið tekið jafn fagnandi. Síðar meir áttum við Steini eftir að bralla ýmislegt skemmtilegt saman og urðum góðir félagar þrátt fyrir aldursmuninn. Það var kannski ekki að furða þó að Einar bróðir hlypi á sig þegar hann kom að mér uppi í rúmi með kærust- unni minni og segði hneykslaður: „Er Þorsteinn kominn upp í rúm hjá þér?“ Magga og Benni buðu mér oft með sér í veiðiferðir í Gíslholtsvatn. Við Steini vorum í öðru tjaldinu en Magga og Benni í hinu. Magga sagði mér síðar að hún hefði haft gaman af að fylgjast með rökræðum okkar Steina um stjórnmál og kvenrétt- indamál því að Steini beitti sömu rökum og hún hafði notað á hann heima fyrir. Það var Möggu mikið reiðarslag þegar Steini náði ekki að fóta sig í tilverunni og dó aðeins tæp- lega tvítugur að aldri. Ég naut vel þessara veiðiferða og dáðist að því hve skipulega þau komu öllum viðlegubúnaði fyrir í rússa- jeppanum. Nestinu sem Magga smurði var snyrtilega pakkað með margskonar áleggi og bragðaðist svo vel að ég hafði ekki áður kynnst öðru eins. Magga var mikil veiðikló en gat orðið svekkt ef hún veiddi minna en aðrir en það gerðist nú ekki oft. Það fór verulega í taugarnar á henni ef henni voru gefin góð ráð um hvernig hún ætti að kasta eða hve langan taum hún ætti að nota. Þá arkaði hún burt í leit að nýjum veiðistöðum þar sem hún gat veitt í friði. Um kvöldið kom hún sigri hrósandi að tjaldinu með góðan afla. Magga var mikill sósíalisti og vildi launajöfnuð. Hún var líka kvenrétt- indakona með ríka réttlætiskennd. Hún gekk í Samvinnuskólann eins og bræður hennar, Björn og Friðjón, og útskrifaðist með góðum vitnisburði. Báðum bræðrum hennar var boðið að gerast kaupfélagsstjórar fljótlega eftir að þeir luku námi og henni sárn- aði það mjög þegar einn kennarinn í skólanum bauð henni vinnu við barnapössun eftir að hún hafði lokið námi. Hún átti þess kost að vinna ut- an heimilis eftir að börnin voru upp- komin. Kleppsspítali var hennar vinnustaður í mörg ár og hún naut þess að fá að vinna og notfæra sér það sem hún hafði lært í Samvinnu- skólanum. Amma Herborg, mamma Möggu, flutti á Tunguveginn þegar afi Stef- án dó árið 1958. Þar fékk hún stórt og gott herbergi með húsgögnunum og myndunum sínum. Þangað var gott að koma og heyra sögur frá bernskuslóðum hennar í Dölum í Fá- skrúðsfirði. Amma átti afmæli á ný- ársdag og snemma skapaðist sú hefð að vera með opið hús á Tunguvegi þann dag. Magga og Benni voru ein- stakir gestgjafar, sem gerðu sér far um að öllum liði vel. Magga galdraði fram margrétta veisluborð og Benni passaði að allir fengju nóg að drekka. Þarna safnaðist saman mik- ill mannfjöldi sem skemmti sér vel. Sumir spiluðu á spil, aðrir fóru í leiki, m.a. bobb, og enn aðrir spjölluðu saman. Vísnagátur voru alltaf vin- sælar og stundum var kveðist á. Menn hlökkuðu allt árið til nýárs- dags hjá Möggu og Benna. Á miðjum aldri fóru Magga og Benni í dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar og gengu síðan í félagið Kátt fólk sem kemur saman nokkrum sinnum á ári til að dansa án áfengis. Þar mæta karlar í svörtum sam- kvæmisjakkafötum, hvítri skyrtu og með þverslaufu en konur í síðkjólum. Lára kona mín og ég fylgdum í fót- spor Möggu og Benna og hófum að læra dans og gengum síðan í félagið Kátt fólk. Við tókum Möggu nokkr- um sinnum með okkur á ball eftir að Benni féll frá árið 2001. Magga var alla tíð mjög glæsileg kona, vel vaxin og bar sig vel. Í eitt skiptið sem ég sótti Möggu í notalegu íbúðina henn- ar í Írabakka til að fara á dansleik hjá Kátu fólki þá voru nokkrir krakkar að leika sér fyrir utan blokkina og fylgdust með þessum spariklædda manni ganga inn. Uppi beið Magga eins og drottning með uppsett hár í fallegum síðkjól. Ég hjálpaði henni í minkapelsinn og bauð henni arminn. Við gengum virðulega niður stigann og út í áttina að bílnum. Þá heyrði ég að gall í einni stelpunni: „Þau eru að fara að gifta sig!“ Þá var ég 49 ára en Magga frænka 83 ára. Magga naut þess að komast á ball- ið og hitta vini sína til margra ára. Skammtímaminnið var aðeins farið að gefa sig og hún mundi ekki alltaf við hvaða borð hún átti að sitja en vínarvalsinum hafði hún ekki gleymt, þeim erfiða samkvæmis- dansi. Við Lára gleymum aldrei hve glæsilega og fumlaust hún sveif um gólfið í örmum á einum besta dans- Margrét Stefánsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐFINNA ÓLAFSDÓTTIR, Gerðakoti 2, Álftanesi, lést sunnudaginn 10. desember sl. Jarðsungið verður frá Bessastaðakirkju föstudaginn 15. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Sigríður Karlsdóttir, Sigurður G. Thoroddsen, Ólöf Björg Karlsdóttir, Jósep Guðmundsson, Ingveldur Karlsdóttir, Ólafur Karlsson, Kristín Bjarnadóttir, Þorsteinn Helgi Karlsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN PÉTURSSON, Birkihvammi 20, lést að morgni föstudagsins 24. nóvember sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna mánudaginn 4. desember. Hulda Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.