Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 45 hafði hún mikið yndi af því að mála. Og þegar afkomendur okkar verða eldri munu þeir ekki trúa því að við áttum ömmu sem bjó í litlu koti við hliðina á okkur, hjólaði á reiðhjólinu sínu með blóm í körfu og fallegan blómahatt á höfði. Að við áttum ömmu sem stoppaði í sokkana okkar, bakaði flatkökur og bjó til bestu kleinur í heimi. Þau munu halda að við séum að segja þeim ævintýri en þetta er allt dagsatt. Karl og Gunnar. Alltaf var það notalegt að koma í Kotið til ömmu. Hún var höfðingi heim að sækja. Oftar en ekki var ilm- ur af nýbökuðum kleinum eða flat- kökum sem tók á móti okkur. Það voru fastir liðir að skoða fjöl- skyldumyndirnar, sem eru ófáar á veggjum, hillum og borðum. Hún var stolt af afkomendum sínum og sá til þess að allir ættu sinn stað í mynda- safninu. Hún var einstaklega góðhjörtuð og gjafmild. Þegar hún kom í heim- sókn hafði hún meðferðis eitthvað til að gleðja okkur, nýbakaðar kleinur, konfekt eða aur sem hún laumaði í vasa okkar þannig að lítið bæri á. Amma var ótrúlega glaðlynd, trúði alltaf á hið góða í lífinu og gat séð björtu hliðarnar á hinum erfiðustu málum. Fór stundum fram úr sér. En tók sjálfa sig ekki of alvarlega og gat hlegið að öllu saman. Hún var trúrækin, fræddi okkur um biblíusögurnar, kenndi okkur bænir og fór með okkur í sunnudaga- skólann. Í minningunni var amma alltaf á ferðinni, brosandi á hjólinu sínu. Hún hafði alltaf tíma til að spjalla við okkur, hafði mikinn áhuga á því sem við vorum að fást við og hvatti okkur óspart áfram. Elsku amma, þín er sárt saknað. Við vitum að þú ert komin á góðan stað þar sem fer vel um þig. Hlýjar minningar um þig munu lifa meðal okkar um ókomna tíð. Björgvin og Sigurður. Gengin er góð kona, Guðfinna Ólafsdóttir. Maður hittir ekki marga á lífsleiðinni sem líkjast Finnu. Finna, eins og hún var alltaf köll- uð, var góðmennskan uppmáluð, svo ljúf, hafði þægilega nærveru, og al- veg einstaklega gjafmild. Á æskuár- um mínum minnist ég þess að hafa ófáa sunnudagana farið með foreldr- um mínum og bróður í bíltúr út á Álftanes í kaffi til Finnu ömmu og Kalla afa. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur. Þar reiddi Finna fram nýbakaðar kleinur og flatkökur sem hún bakaði sjálf og voru þær allra bestu í heimi, að ógleymdri heima- tilbúinni kæfu, sem var sú albesta. Þar átti maður ljúfar stundir yfir kræsingum og spjalli. En það var ekki fyrr en ég og Kristín Sunna fluttum út á nes að ég kynntist henni Finnu fyrir alvöru og hennar mann- kostum af eigin raun. Þar vorum við nágrannar og mjög stutt á milli. Þeg- ar ég var nýflutt á nesið kom Finna færandi hendi með fullt box af ilm- andi kleinum, og súkkulaði handa Kristínu Sunnu. Hún kom aldrei tómhent eftir það. Þegar maður brá sér af bæ, og þegar heim var komið, þá var oftar en ekki plastpoki á hurð- arhúninum með einhverju góðgæti í, eða fallegur blómvöndur snyrtilega lagður á tröppurnar. Þá vissi maður strax hver hafði komið á meðan, því svona gerði enginn nema Finna. Hún hugsaði alltaf svo fallega til okkar, sem mér þótti svo vænt um. Hún spurði alltaf frétta og hafði einlægan áhuga á að vita hvernig fjölskyldan hennar öll hafði það bæði í leik og starfi. þegar Finna kom til okkar í kaffi eða borðaði með okkur, þá spjölluðum við stundum langt fram á kvöld um heima og geima. Oft var glatt á hjalla og mikið hlegið og hafði ég einstaklega gaman af að hlusta á hana segja frá. Hún hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja um liðna tíð. En ekki voru allar minning- arnar góðar, því lífið fór ekki alltaf um hana mjúkum höndum. Hún hafði upplifað mikinn missi og voru því margar minningarnar ljúfsárar. En aldrei heyrði maður hana kvarta. Það var yndislegt að fá að kynnast henni Finnu. Ég geymi í hjarta mínu allar góðu minningarnar frá liðnum samverustundum okkar, og þakka henni af alhug vináttu og góð- mennsku við mig og Kristínu Sunnu. Ljúft er að minnast hennar. Steinþóra. Guðfinna var einstaklega hlý og gefandi kona. Gefandi elsku og ást- úð, ekki bara ættingjum, heldur öll- um sem hún þekkti. Og sérstaklega félagslynd og glaðvær. Þegar Sig- urður bróðir minn kynntist dóttur hennar, Sigríði, með framtíð í huga, tók hún okkur, í Sigga fjölskyldu, samstundis inn að hjarta. Ég minnist dásamlegra máltíða, sem hún eldaði á gömlu kolaeldavélinni í litla húsinu á Álftanesinu. „Elskan, komdu inn og hlýjaðu þér.“ Hún á stjái og þjón- andi, vildi að öllum liði vel. Og and- rúmsloftið í litla eldhúsinu í Gerða- koti gaf góða tilfinningu um að lífið væri gott. Þar var kærleikur. Börn og barnabörn voru fjársjóð- urinn hennar, og henni öðlaðist sú gæfa að hafa dæturnar í kringum sig í nærliggjandi húsum, með óendan- lega umhyggju. Samúðarkveðjur til afkomenda, og þakklæti fyrir þetta mikla ljós sem Finna skilur eftir sig. Dóra Thoroddsen. Látin er okkar félagskona og heið- ursfélagi Guðfinna Ólafsdóttir. Hún var í kvenfélaginu í áratugi og starf- aði í mörgum nefndum, meðal annars í 14 ár sá hún um fermingarkyrtlana og færði börnin í þá fyrir fermingu. Kvenfélagið hélt oft kökubasar á ár- um áður og eru ógleymanlegar klein- urnar hennar Finnu og flatkökurnar. Einnig tók hún alltaf þátt í laufa- brauðsbakstri sem var fjáröflun fyrir félagið á þeim tíma. Minning okkar um Finnu er sér- staklega ljúf, hún var hlý og trúuð kona, brosmild og góður vinur. Finna var listræn og féll aldrei verk úr hendi, hún prjónaði, saumaði og mál- aði myndir. Á 70 ára afmæli Finnu hinn 25. febrúar 1997 var hún gerð að heið- ursfélaga Kvenfélags Álftaness. Finna sótti nær alla kvenfélags- fundi, frá því að hún gekk í kven- félagið, á meðan heilsa hennar leyfði og á síðasta fundinum sem hún sat var hún heiðursgestur okkar á 80 ára afmæli Kvenfélagsins í apríl sl. Ekki lét hún sig vanta á þorrablótin, ferða- lögin eða aðrar skemmtanir sem fé- lagið stóð fyrir, enda var hún mjög félagslynd. Hún var góður félagi og við minn- umst hennar með þökk og virðingu Guð blessi minningu Guðfinnu Ólafsdóttur. Fyrir hönd Kvenfélags Álftaness, María Birna Sveinsdóttir, formaður. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Mig langaði með örfáum orðum að minnast Guðfinnu Ólafsdóttur eða Finnu sem lést hinn 10. desember síðastliðinn. Mér hlotnaðist sá heiður að fá að kynnast Finnu fyrir tæpum sjö árum og þá strax var ljóst að þarna var á ferð tilgerðarlaus og hógvær kona. Finnu skorti hvorki lífsgleði né kærleik sem hún óspart sýndi þeim sem stóðu henni næst. Finna skilur eftir sig sterka og sam- heldna fjölskyldu sem ávallt sýndi Finnu einlæga umhyggju og ég veit að hún var ákaflega stolt af ykkur öllum. Elsku Sigga, Siggi, Kalli, Vala og Gunni. Ykkur og fjölskyldum ykk- ar votta ég mína dýpstu samúð. Megi minningin um góða móður, tengda- móður, ömmu og langömmu vera ykkur hið milda leiðarljós. Ég kveð þig, elsku Finna mín, og hafðu þakk- læti fyrir góð kynni. Hvíl þú í friði. Bjarney S. Annelsdóttir. ✝ María SonjaHjálmarsdóttir (Sonja) fæddist í Laukhella á eyjunni Senja í Norður- Noregi 9. júlí 1936. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu föstu- daginn 8. desember síðastliðinn. For- eldrar Sonju voru Hjalmar Tinus Svendsen, f. 14.5. 1907, d. 29.7. 1998 og Anna Margrethe Svendsen, f. 10.3. 1916, d. 3.11. 1992. Systkini Sonju eru Else Jensine Möller, f. 10.2. 1935, Arvid Martin Svendsen, f. 16.1. 1942, Astrid Antonsen, f. 9.2. 1946, Jarle Andreas Svendsen, f. 28.7. 1948, Bjorn Helge Svendsen, f. 22.8. 1950, Arnulf Hjalmar Svendsen, f. 2.8. 1953, Stein Erik Svendsen (Bror), f. 6.9. 1957 og Ann Hjördis Svendsen (Lillemor), f. 25.7. 1962. Eiginmaður Sonju er Kristján Ragnar Finnbogason, f. 3.7. 1941. Foreldrar hans voru Finnbogi Björnsson, f. 1.5. 1898, d. 1978 og Salvör Kristjánsdóttir, f. 20.10. 1903, d. 1989. Sonja giftist árið 1957 Hauki Pétri Gíslasyni, f. 19.5. 1933, d. þeirra eru, Sigurður Freyr, Runný og Hrefna Björk. Synir Kristjáns eru Kristinn Finnbogi, f. 29.4. 1963, hann á fimm börn og eitt barnabarn og Jón Brynjar, f. 5.2. 1969, sambýlis- kona Júlíanna Ingimarsdóttir. Fósturdóttir Sonju og Kristjáns er María Sonja Thorarensen, f. 9.4. 1974, sambýlismaður hennar er Thomas Rognli, sonur þeirra er Viljar. María á eina dóttur af fyrra sambandi, Huldu Margréti. Sonja ólst upp á eyjunni Senju til tólf ára aldurs en flutti þá til föð- ursystur sinnar í Osló vegna veik- inda sinna. Þar stundaði hún nám sem barnasjúkraliði (barnepleier). Hún kom til Íslands árið 1955 sem au pair hjá Birnu og Leif Muller. Dvaldi hún hjá þeim hjónum í góðu yfirlæti þar til hún stofnaði sitt eig- ið heimili. Hún og Kristján stofna heimili að Hlíðarvegi á Ísafirði árið 1973. Fyrstu tvö árin bjuggu þau að Hlíðarvegi 27 en fluttu þaðan á Hlíðarveg 12 sem var heimili þeirra eftir það. Sonja stundaði ýmis störf á Ísa- firði, var m.a. forstöðukona á leik- skólanum Hlíðarskjóli en lengst starfaði hún við mötuneyti Mennta- skólans á Ísafirði. Fyrsta árið var hún matráðskona en eftir það var hún með rekstur mötuneytisins í 17 ár þar til hún hætti vinnu árið 1998. Sonja var virk í félagsstarfi Kiwanis-kvenna, Sinawik á Ísafirði og var einnig í kvenfélaginu Hlíf. Útför Sonju verður gerð frá Vídalínskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 30.9. 1993. Þau skildu. Börn Sonju og Hauks eru: 1) Anna Kristín, f. 5.8. 1957, sambýlismaður Þor- steinn Sigtryggsson. Börn Önnu eru María Sonja, Drífa Birgitta, Birgir Árni, Pétur Þór, Örvar Ingi og Jón Þorberg. Anna á fimm barnabörn. 2) Gísli Hjálmar, f. 29.11. 1959, börn hans eru Mortan Holm, Daníella Holm og Elísa Ósk. Gísli á eitt barna- barn. 3) Halldór Sveinn, f. 24.2. 1961, kvæntur Sigurlaugu R. Hall- dórsdóttur. Börn þeirra eru Krist- ján Ragnar, Gautur Ívar, Halldór Geir og Sonja Marý. Halldór og Sigurlaug eiga eitt barnabarn. 4) Birna Guðbjörg, f. 12.6. 1963, sam- býlismaður Þröstur Eiríksson, son- ur þeirra er Eiríkur Hrafn. Börn Birnu af fyrra hjónabandi eru Andri Fannar, Rannveig, Stefán Haukur og Margrét Marsibil. Birna á eitt barnabarn. Sonja giftist árið 1968 Sigurði Guðjónssyni, f. 18.11. 1940. Þau skildu. Dóttir þeirra er Guðrún Hrefna, f. 29.8. 1969, sambýlis- maður Ólafur Högnason. Börn Elsku tengdamamma, það er margs að minnast þegar litið er til baka nú þegar tengdamóðir mín María Sonja er látin. Ég kom inn í fjölskylduna 1978 að- eins 16 ára þegar ég og núverandi maðurinn minn Halldór byrjuðum saman. Ég kunni strax vel við þig og náðum við vel saman frá byrjun. Sér- staklega er mér minnisstætt þegar ég fór með þér til Noregs 1981 ásamt Kristjáni Ragnari syni okkar Hall- dórs sem var aðeins eins og hálfs árs, þegar móðir þín veiktist alvarlega, en til allrar hamingju batnaði henni eftir að við komum. Þá datt þér í hug að fara og heimsækja elstu dóttur þína Önnu, sem bjó þá í Malmö í Sví- þjóð, fyrst við vorum á annað borð komnar út. Við ákváðum að fara með lest frá Tromsö og niður til Malmö það var erfitt en skemmtilegt ferða- leg, rugluðumst einu sinni á vögnum en kom ekki að sök, til Malmö kom- umst við fyrir rest, þreyttar og ánægðar. Á þessu ferðalagi bund- umst við órjúfanlegum böndum sem aldrei bar skugga á. Alltaf varst þú tilbúin að hjálpa okkur og vildir allt- af vera að gauka einhverju að okkur. Þá er mér það minnisstætt hvað þú varst stolt og glöð þegar við skírðum dóttur okkar Sonju í höfuðið á þér. Þér var alltaf mjög annt um börnin okkar og þú fylgdist vel með hvernig þeim gekk. Eins var ég mjög glöð hvað krakkarnir okkur voru hænd að ykkur Kristjáni og höfðu alltaf mjög gaman af að heimsækja ykkur á Ísa- fjörð eftir að við fluttum suður. Eftir að þú misstir heilsuna var aðdáun- arvert hvað Kristján hugsaði vel um þig og hversu væntumþykjan var mikil hjá ykkur báðum. Elsku Sonja mín, ég og mín fjöl- skylda viljum þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur og við vitum að þér líður vel þar sem þú ert nú. Þá viljum við votta Kristjáni okkar innilegustu samúð, hans miss- ir er mikill. Þín tengdadóttir, Sigurlaug. Nú skilja okkar leiðir, elsku amma mín. Ég er farinn að sakna þín mikið og get ekki lýst fyrir þér hversu erfiður þessi tími er fyrir mig. Þú hefur allt- af verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mun minning þín ávallt vera í hjarta mér. Ég er svo ánægður að ég hafi náð að tjá þér hversu mikla væntum- þykju ég bar til þín um síðustu páska, þegar að ég dvaldi hjá þér og afa. Ég hef alltaf notið þess að koma inn á ykkar hlýja heimili fyrir vestan og hefur það alltaf verið sem mitt annað heimili í mínum huga. Það er mér nú efst í minni, setning sem að þú sagðir mér: „Þegar að ég fer þá ætlar afi að koma og búa hjá þér,“ og finnst mér leiðinlegt að viku eftir að ég eignast mitt eigið heimili þá koma englarnir og taka þig frá okkur. Ég lofa, elsku amma mín, að ég skal sjá um að afa líði alltaf vel hjá mér og er honum ávallt velkomið að dvelja hjá mér. Vertu sæl, amma mín, megi Guð og englarnir sem ég sendi þér, fylgja þér til friðar og mun ég hitta þig í bænum mínum þar til að við sjáumst næst. Þitt barnabarn, Gautur Ívar. Gautur Ívar Halldórsson Það voru jól og ég var 15 ára. Það var eldri maður í heimsókn hjá ömmu og afa sem tók úr sér tenn- urnar rétt áður en við borðuðum jólasteikina. Fyrr um daginn hafði hann klárað hárspreyið hennar ömmu við raksturinn. Ég held að amma hafi ekki þekkt hann sérstak- lega en hann var vinur vinkonu hennar og hún bauð þeim vestur um jólin. Þessi litla saga segir svolítið um ömmu. Það voru allir velkomnir til ömmu. Það gerðist líka alltaf eitt- hvað áhugavert í kringum ömmu. Spyrjið hvern sem þekkti hana og sá hinn sami getur sagt skemmtilega sögu. Amma var mikil manneskja. Hún hlúði vel að sínum, sérstaklega þegar á reyndi. Hún hlúði reyndar líka vel að þeim sem voru ekki hennar. Ætt- ingi, vinur eða ókunnugur, það skipti ekki máli. Ömmu þótti ákaflega vænt um rósir og þegar ég var krakki, ákvað ég að gleðja hana með því að gefa henni rósir. Ég reif þær allar, heldur höstuglega, úr garðinum hennar. Amma þakkaði mér vel fyrir þessa gjöf en grét síðar. Þegar ég var lítill kallaði ég hana ömmu Ástin, sem er þegar öllu er á botninn hvolft, amma í hnotskurn. Amma Ástin, ég verð ævinlega þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman. Minning þín mun ætíð lifa í hjarta mínu. Andri F. Guðmundsson. Seztu hérna hjá mér, systir mín góð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna. Mamma er svo þreytt. – Og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma, missirinn er mikill og söknuður stór. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Við elskum þig, hvíldu í friði. Maria Sonja, Guðrún og fjölskyldur í Noregi. María Sonja Hjálmarsdóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.