Morgunblaðið - 15.12.2006, Side 47
mæla, ræktarsamur um Vestur-Ís-
lendinga og hann var kirkjunnar
maður, svo eitthvað sé nefnt.
Það var mikil gæfa að fá að eiga
samleið með þessum aldna höfð-
ingja, sem bar aldurinn vel. Sam-
býli hans við Sigríði, Einar, Evu og
Tinnu var einstakt og gott. Hann
gaf þeim góðar stundir lífsins og
hann gaf mér, foreldrum mínum og
bræðrum fjársjóð mannræktar og
gæsku, sem gleymist aldrei.
Guð blessi minningu hans og
bjartar jólakveðjur til fjölskyldu
hans.
Pálmi Matthíasson.
Kveðja frá Akureyrardeild
Rauða kross Íslands
Látinn er félagi okkar Gísli
Ólafsson fyrrverandi yfirlögreglu-
þjónn á Akureyri.
Gísli var heiðursfélagi Akureyr-
ardeildar Rauða kross Íslands og
það ekki að ástæðulausu. Hann var
í hópi lögreglumanna sem tóku að
sér starfrækslu sjúkrabifreiða
deildarinnar þegar á árinu 1946 og
varð fljótlega frumkvöðull deildar-
innar varðandi sjúkrabíla og
sjúkraflutninga. En Gísli var ekki
við eina fjölina felldur þegar mann-
úðarstarf var annars vegar. Hann
var einn af frumkvöðlum þess að fá
sjúkraflugvél til Akureyrar og kom
fyrsta sjúkraflugvélin árið 1958.
Gísli varð síðan í vaxandi mæli
tengdur starfi Akureyrardeildar-
innar og sat hann í stjórn hennar
samfellt frá 1965 til 1990. Hann
gegndi hlutverki varaformanns ár-
in 1971-1978 og á þeim tíma var
Rauði kross Íslands að koma á fót
neyðarskipulagi sem félagið býr
enn að. Gísli var óþreytandi í starfi
sínu að þessu nauðsynlega máli og
mörg munum við eftir brennandi
áhuga hans á því að þetta skipulag
væri sem best úr garði gert. Vakti
þá fyrir honum, sem endranær, ör-
yggi og velferð almennings.
Framlag Gísla til helstu verk-
efna Rauða kross Íslands var
ómetanlegt.
Honum var einkar lagið að fá
fólk til liðs við sig og koma hlutum
í verk, en það gerði hann þó ætíð af
einstakri háttvísi og virðingu fyrir
öllu fólki.
Akureyrardeild Rauða kross Ís-
lands þakkar af alhug mikilvæg
störf og leiðsögn þessa gengna
heiðursmanns.
Stjórn Akureyrardeildar
Rauða kross Íslands.
Langur og gifturíkur æviferill er
á enda runninn. Lífshlaup sem
spannar nærri heila öld, öld gríð-
arlegra sviptinga og breytinga,
umbreytinga sem engin önnur kyn-
slóð hefur lifað jafn miklar, allt frá
því að þetta land var numið.
Gísli Ólafsson lagði gjörva hönd
að mörgu verki, hann kynntist
mannlífinu í öllum þess svipbrigð-
um við störf sín sem lögregluþjónn
og yfirlögregluþjónn og frum-
kvöðull almannavarna. Hann lærði
flug, stofnaði flugskóla og skrásetti
með ljósmyndun samfélag það sem
hann lifði í, svo fátt eitt sé nefnt.
En ekki síst var hann gegnheill
Oddfellow í 66 ár.
Í Oddfellowreglunni voru honum
falin á hendur öll þau embætti og
störf sem hægt er að ætlast til af
einum manni, og raunar rúmlega
það, og skilaði þeim öllum af um-
hyggjusemi og alúð, en alúð var
eitt höfuðeinkenna Gísla, auk festu
og þess höfðingsskapar sem frá
honum geislaði.
Til Gísla var jafnan gott að leita
þegar spurningar varðandi Oddfel-
lowstarf eða háttu vöknuðu. Svörin
voru skýr, rökstudd og auðskilin.
Gísli stundaði Oddfellowstörf sín
meðan heilsa og kraftar leyfðu og
sótti sinn síðasta fund fyrir réttu
ári, þá 95 ára gamall.
Um leið og við vottum ættingjum
og ástvinum heiðursfélaga Gísla
Ólafssonar samúð okkar og sam-
hug þökkum við öll þau góðu störf
sem hann vann í þágu Oddfellow-
reglunnar.
Guð blessi minningu hans.
St. nr. 2 Sjöfn IOOF Akureyri.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 47
✝ Sigríður Krist-insdóttir fædd-
ist á Öngulsstöðum í
Eyjafjarðarsveit
hinn 9. maí 1920.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Seli
föstudaginn 8. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristinn Sig-
urgeirsson bóndi á
Öngulsstöðum, f. 18.
apríl 1890, d. 14.
nóvember 1966 og
kona hans Guðný
Teitsdóttir, f. á Lambleiksstöðum
á Mýrum í Austur-Skaftafells-
sýslu, 30. september 1892, d. 20.
júní 1979. Sigríður á sjö systkini,
þau eru Helga, f. 10. apríl 1918,
Haraldur f. 4. apríl 1923 d. 13.
september 1997,
Ásta, f. 14. nóv-
ember 1925, Guð-
rún, f. 29. janúar
1928, Þórdís, f. 26.
apríl 1930, Regína,
f. 19. febrúar 1934
og Baldur, f. 19.
febrúar 1934.
Sigríður stundaði
búskap á Önguls-
stöðum ásamt for-
eldrum sínum, með-
an þeirra naut við,
og þremur systk-
inum sínum, þeim
Helgu, Haraldi og Baldri. Síðast-
liðin ár dvaldi Sigríður á Hjúkr-
unarheimilinu Seli á Akureyri.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Munkaþverárkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elskuleg móðursystir okkar Sig-
ríður Kristinsdóttir hefur kvatt þenn-
an heim, hún Sigga frænka sem var
okkur svo mikið, hún var kletturinn
sem við gátum alltaf hallað okkur upp
að þegar eithvað bjátaði á. Við systk-
inin vorum svo heppin að Sigga var
systir Ástu móður okkar og þess
vegna fengum við að njóta elsku
hennar og við vorum ekki ein um það
því hún Sigga gaf svo mikið af sér og
gæska hennar var mikil, við vitum að
það eru margir sem minnast hennar
með söknuð í hjarta.
Það kom í Siggu hlut að sjá um
heimilisstörfin þegar amma okkar
varð óvinnufær vegna veikinda og
þeim störfum sinnti hún af rausnar-
skap. Það ríkti ávallt mikil spenna hjá
okkur þegar við sem börn fengum að
fara fram í sveit til afa og ömmu og
þeirra fjögurra systkina sem bjuggu
félagsbúi á Öngulsstöðum. Í minning-
unni sjáum við Siggu taka á móti okk-
ur brosandi með útbreiddan faðminn
og ekki vantaði upp á veisluföngin því
það var alltaf eins og einhver ætti
stórafmæli þegar gesti bar að garði.
Það var allt svo mikilfenglegt hjá
henni Siggu. Með trega og þakklæti í
hjarta kveðjum við nú ástkæra
frænku. Dýrmæt minning um hana
mun lifa áfram og veita okkur yl um
ókomin ár.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guð geymi þig, elsku Sigga.
Systkinin úr Sólvöllunum.
Ég var svo heppin að verja öllum
mínum æskusumrum á Öngulsstöð-
um. Þar dvaldi ég í góðu yfirlæti hjá
ömmu minni, Siggu frænku og bræðr-
um þeirra. Þetta var góður tími fyrir
skvísu að sunnan að kynnast sveitinni
og öllu því sem tilheyrir. Sigga tók
mér alltaf opnum örmum og var mér
góð, ég held reyndar að hún hafi verið
öllum góð. Hún tók virkan þátt í sum-
aruppeldinu á mér ásamt ömmu, t.d.
var það alveg harðbannað að hlæja
við matarborðið en það gat verið frek-
ar erfitt fyrir okkur nöfnurnar enda
ungar og sprækar stúlkur. Þegar ég
lít til baka og hugsa um Siggu þá
finnst mér að blóm og bakstur hafi
verið hennar ær og kýr. Hún var mikil
blómakona og naut þess að hugsa um
öll blómin sem voru hvert öðru fal-
legra. Kökurnar hennar voru líka al-
veg einstaklega góðar. Ég held það
hafi t.d. ekki liðið kaffitími í sveitinni
án þess að ég fengi mér sultulengjur
með súkkulaði sérbakaðar af Siggu,
algjört hnossgæti. Og svo voru það
auðvitað Siggakökurnar sem hún
gerði en það eru sérlega góðar smá-
kökur sem ég hef oft reynt að baka en
aldrei náð að gera þær jafn góðar og
hún. Sigga bakaði þessar kökur fyrir
jól og páska og kannski oftar, ég er
ekki viss, en þær voru geymdar í til
þess gerðum kökudúnk í búrinu í
kjallaranum. Þar sem þessar kökur
voru í miklu uppáhaldi hjá mér var
það mikil freisting (sem ég stóðst
ekki) að ná mér í kökur. Þá er ég ekki
að tala um eina eða tvær, nei ég fékk
mér handfylli og setti í vasann og þá
var ég tilbúin að fara að reka kýrnar.
Að sjálfsögðu gaf ég Helgu frænku
með og Kópi líka sem var hundurinn á
bænum. Svona gekk þetta í einhvern
tíma þangað til kökurnar voru búnar
og Sigga greyið ætlaði að bjóða upp á
þetta einhvern sunnudaginn en greip
í tómt. Líklega hefur hún ekkert verið
allt of hress með þetta en ég man ekki
eftir miklum skömmum eftir þetta
skammarstrik mitt.
Nú er Sigga frænka komin í aðra
sveit þar sem henni líður betur, grasið
er grænna og kökurnar líklega jafn
himneskar og hún bjó til hérna megin.
Kær kveðja
Helga María Fressmann.
Sigríður Kristinsdóttir
Elsku hjartans
Maddý mín.
Nú ertu farin til
guðs þíns. Á þinn rólega og ljúfa
hátt hvarfst þú til hans.
Mér hverfur þú aldrei.
Í 17 ár hef ég þekkt þig. Hitti þig
í syndinni á Reykjalundi þar sem
við dvöldum eitt sumar. Þarna
sastu með alla þína hlýju nærveru
og ég stelputryppið laðaðist að þér.
Með okkur tókst vinskapur sem
alltaf hélst og er mér kær.
Mér þykir svo vænt um þig og
finnst svo sárt að þú skulir vera far-
in. Elsku Maddý mín, ég þakka þér
alla vináttuna, hlýjuna, faðmlögin
og brosin.
Fjölskyldu þinni votta ég mína
innilegustu samúð og bið guð að
styrkja hana.
Þú ert horfin á braut en mér
hverfur þú aldrei.
Þú verður alltaf í hjarta mínu.
Þar til við hittumst á ný.
Góða ferð, elsku hjartans Maddý
mín.
Þó ár og fjarlægð skilji okkur að
og engin geti komið í þinn stað
mun samt minningin þín lifa
á meðan ég lifi,
á meðan ég lifi.
Og ég þakka vil
þá dýru gjöf
að lífið leit til mín
og leiddi mig til þín.
(Friðrik Erlingsson.)
Þín
Valdís, Þorvaldur
og Lena Sóley.
Þegar Ágúst, síðar tengdasonur
okkar, fór að venja komur sínar
heim til okkar þá fylgdi því óskipt
ánægja frá okkar hálfu. Ekki
minnkaði lukkan þegar á bak við
Magnea I.
Sigurðardóttir
✝ Magnea I. Sig-urðardóttir
fæddist á Undra-
landi í Reykjavík 29.
ágúst 1925. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Vífilsstöðum 3.
nóvember síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Kópavogskirkju 10.
nóvember.
þennan unga mann
fóru að birtast stórar
og greinilega sam-
heldnar fjölskyldur í
báðar áttir. Ein í
þessum hópi var
amma Maddý. Ég
man ekkert hvernig
hún var klædd fyrst
þegar ég sá hana en í
mínum huga er hún
alltaf huggulega, vel-
tilhafða konan í rauða
jakkanum sem fór
henni svo vel. Hún
var litaglöð eins og ég
og það var svo gaman að sjá hana
punta sig og hve hún naut þess.
Maddý hafði afar fallegt bros sem
alltaf náði til augnanna, kom svo
greinilega frá hjartanu og náði því
til hjartans.
Nú að leiðarlokum er það þetta
bros, hlýjan og góðviljinn sem upp
úr stendur í minni minningu um
hana.
En það vekur mig líka til um-
hugsunar um hvernig ég sjálf mæti
þeim sem verða á vegi mínum hér á
„Hótel Jörð“ og hvað það er sem í
raun og veru skiptir máli þegar upp
er staðið. En Maddý gat líka verið
bráðskemmtileg og ég gat ekki var-
ist brosi í jarðarförinni hennar þeg-
ar verið var að segja gamlar sögur
af tiltækjum hennar og þá hugsaði
ég: „Nú er ég viss um að hún
Maddý horfir niður til okkar og
skellihlær.“ Þannig var hún, hafði
húmorinn í lagi.
Eitt sinn kom hún í heimsókn til
okkar á Þorláksmessu með hann
Tinna sinn. Hafði dúðað sig upp í
kuldagalla og færði með sér fersk-
an og afslappandi andblæ í öllu jóla-
stressinu. Eftir stóð hugsunin:
„Hvað liggur á, hvert er verið að
hlaupa og eftir hverju?“ Eflaust
hefur amma Maddý haft sína galla
eins og við öll, en það eru bara ekki
þeir sem upp úr standa því það
góða og kærleiksríka var svo mikið
og risti svo djúpt, finnst mér.
Hann Doddi minn þakkar af al-
hug góð kynni og við sendum dætr-
unum Hönnu og Lindu, Ágústi okk-
ar og öllum hinum í hópnum hennar
okkar bestu samúðarkveðjur. Megi
minningarnar um góða konu verma
hugi ykkar.
Rúna Knútsdóttir.
Ferdinand Söebech
Guðmundsson
✝ Ferdinand Söe-bech Guðmunds-
son fæddist í Byrgis-
vík á Ströndum 14.
febrúar 1922. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 11.
október síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Kópavogs-
kirkju 24. október.
faðminn þegar við
þurftum á þér að halda.
Takk fyrir allt, afi.
Þín barnabörn,
Karen Eva
Sæmundsdóttir og
Guðjón Hjálmarsson.
Elsku afi minn. Ég á
erfitt með að koma til-
finningum mínum á
blað. En það er svo
margt sem mig langar
að segja þér og þakka
þér fyrir. Söknuður
minn og okkar allra er svo mikill að
við eigum erfitt með að sætta okkur
við þetta. En ég veit að þér líður vel
þar sem þú ert kominn núna í góðra
vina hópi og ég mun sakna þín sárt.
Elsku góði afi minn. Einatt hugsa
ég til þín, sárlega nú söknuð finn en sú
er heitust óskin mín að fljúgirðu heim
í himininn og himnavistin þér reynist
fín. Svo hittirðu elsku ömmu þar í un-
aðssælu til frambúðar.
Hvíl í friði, elsku afi, þitt barna-
barn,
Kolbrún Lind Sæmundsdóttir.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Þessi orð lýsa þér svo ótrúlega vel.
Alltaf til staðar og alltaf með opinn
Elsku pabbi, það er
ótrúlega erfitt og sárt
að setjast niður og
ætla að skrifa hinstu kveðju til þín.
Einhvern veginn var ég búin að
ímynda mér að ég væri tilbúin fyrir
þessa stund en þegar á reyndi var ég
það alls ekki og finnst að þú hafir
kvatt okkur fullsnemma.
Það er erfitt að hugsa til þess að
ekki eigi eftir að koma símtal síðla
kvölds og glaðleg rödd segir: „Nei,
Bragi Sveinsson
✝ Ástvaldur BragiSveinsson fædd-
ist á Sléttu í Fljótum
í Skagafirði 14. júní
1945. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans við Hring-
braut að morgni 28.
nóvember og var
jarðsunginn frá
Langholtskirkju 5.
desember.
komdu sæl.“ Og svo
komu einhverjar
krassandi sögur í kjöl-
farið. Því eitt máttir
þú eiga og það var að
alltaf var eitthvað um
að vera í kring um þig
og frá nógu að segja.
Megi gæfan þig geyma,
megi guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern
dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig Guð í
hendi sér.
(Írsk bæn,
þýð. Bjarni St. Kon.)
Ég bið góðan Guð að taka vel á
móti þér og vona að líf þitt fyrir
handan verði þér gott. Elsku pabbi,
þín verður sárt saknað af okkur sem
eftir stöndum.
Aðalheiður.