Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 49
Elsku Kiddi minn, ég sakna þín
svo sárt, þú varst minn besti vinur.
Við erum öll heppin að hafa fengið
að kynnast þér því ekki er hægt að
finna tryggari og traustari vin, þó
víða væri leitað.
Ég get ekki annað en hugsað til
baka, allar minningarnar sem hafa
skotið upp kollinum seinustu daga.
Öll ferðalögin sem við fórum saman,
hvort heldur sem við skruppum á
Vestfirðina eða alla leið til Mallorca.
Þú varst einn af mínum uppáhalds
ferðafélögum, svo skemmtilegur og
ánægður alltaf. Þó verð ég að segja
að sú ferð sem er mér gjörsamlega
ógleymanleg er ferðin sem ég fór
með þér í bústaðinn í Grímsnesi
seinasta vor. Þú og foreldrar þínir
hafið búið ykkur sannkallaðan sælu-
reit og veit ég hve mikið þú elskaðir
og varst hreykinn af reitnum. Man
ég þegar við sátum saman í Heið-
mörk í sumar, það var sól og ynd-
islegt veður. Þarna sátum við í
marga klukkutíma og töluðum um
lífið og tilveruna, það var stuttu eft-
ir fréttirnar um veikindi þín.
Vil ég þakka þér fyrir alla þá ynd-
islegu tíma sem áttum við saman,
elsku Kiddi minn. Þú varst alltaf til
staðar fyrir mig og börnin mín. Þú
varst okkar stoð og stytta og ómet-
anlegur vinur. Ég get með sanni
sagt að lífið hefði verið mun erfiðara
og leiðinlegra án þín. Eins og þegar
þú varst spurður hver ég væri,
hvernig við værum tengd, og þú til-
kynntir þeim að þú værir „tvíbura-
vinkona“ mín. Allt fram að lokum
skein húmor þinn í gegn.
Þú varst svo hlý og dásamleg
manneskja, hvernig þú talaðir alltaf
um foreldra þína af ástúð og virð-
ingu, hversu stoltur þú varst af
dætrum þínum. Þær voru þitt líf.
Ég mun stolt bera hálsmenið alla tíð
sem þú gafst mér á afmælinu mínu í
sumar en það sýnir best hversu hlýr
og dásamlegur þú varst og ert.
Hugsaðir um að hugga mig og
styrkja fyrir erfiðleikana sem óneit-
anlega voru framundan, að þurfa að
horfa upp á þig svona veikan og svo
við að missa þig. Þú varst alltaf svo
sterkur og hugrakkur í gegnum
veikindin, þú barst þig alltaf með
ólýsanlegri reisn. Ég hef sannarlega
misst stóran part af sjálfri mér og
minni tilveru. Ég get ekki annað en
sett inn vinaljóðið sem ég samdi fyr-
ir þig fyrir nokkrum árum. Það seg-
ir allt sem segja þarf:
Þú hélst í hönd mér,
við vorum vinir,
Þú hjálpaðir mér er illa gekk,
við vorum vinir.
Ég opnaði hjarta mitt,
við vorum vinir
Við hlógum saman
- við grétum saman,
við vorum vinir,
- og erum enn!
Ég sendi foreldrum Kidda og
dætrum hans mínar innilegustu
samúðarkveðjur, þau hafa misst svo
mikið. Elsku hjartans Dísa, Kalli,
Perla og Birta, megi Guð gefa ykk-
ur styrk í sorginni. Minning hans
mun ávallt lifa með okkur öllum.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm,
er verður að hlíta þeim lögum,
að beygja sig undir þann allsherjardóm,
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund,
sem aldrei mér hverfur úr minni,
og nú ertu genginn á Guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingr.)
Hvíl í friði, elsku Kiddi minn.
Vinir að eilífu,
Elísabet Árnadóttir.
,,Ég vil bara vera einn.“ Ég líka,
sagði ég, er ég fór til Kidda eða
Kristins Steinars Karlssonar til að
tilkynna honum það að við yrðum
saman í gerð lokaverkefnis í iðn-
rekstrarfræði í Tækniskólanum árið
1989. Frá þessu augnabliki höfum
við Kiddi verið mestu mátar og
margs er að minnast síðan. Allt
fram undir það síðasta er Kiddi
kvaddi þennan heim 3. desember sl.
Verkefni okkar Kidda um sultu-
gerðina dróst á langinn og enduðu
sumar fyrirætlanir okkar um verk-
efnavinnu á því að við fengum okkur
í tána og skelltum okkur út á lífið.
En verkefnið kláruðum við að lok-
um. Það leið varla sú vika að við
Kiddi ræddum ekki saman og fastir
liðir voru sunnudagssímtölin okkar
og voru þau ekki alltaf á kristilegum
tíma. Iðulega hittumst við yfir kaffi-
bolla, allt þar til ég festi ráð mitt og
flutti vestur á Ísafjörð 1997. En við
héldum góðu sambandi og drukkum
margan kaffibollann saman á ferð-
um mínum suður undanfarin ár.
Nokkru áður en ég kynntist
Kidda varð hann að hætta að vinna
við iðn sína, trésmíði, þar sem hann
fékk brjósklos og átti hann í því alla
tíð eftir það.
Aldrei var Kiddi samt að kvarta
yfir heilsuleysi sínu, gat jafnvel
slegið á létta strengi um það. Sem
dæmi þá greindist Kiddi með
krabbamein í eista fyrir tæpum tíu
árum, það uppgötvaðist vegna þess
að meinið leiddi upp í bakið á hon-
um sem var veikt fyrir. Kiddi sagði
eftir að búið var að fjarlægja annað
eistað að hann væri helmingi betri í
bakinu eftir það og í framhaldi af
því datt út úr honum að hann ætti
nú kannski bara að láta taka hitt
líka, þá yrði hann eflaust alheil-
brigður í bakinu.
Sumarbústaður fjölskyldu hans í
Þrastaskógi var hans líf og yndi.
Þar var hann búinn að byggja upp,
ásamt foreldrum sínum, algjöra
paradís. Kiddi var óþreytandi við að
rækta landið og byggja og bæta við
bústaðinn allt þar til hann lést.
Enda var Kiddi listasmiður og það
var gott að leita ráða hjá honum.
Hann var líka áhugasamur um þau
verk sem hann ráðlagði mönnum
með. Þegar ég var fyrir sunnan um
daginn hringdi Kiddi í mig, þá orð-
inn mjög veikur og kominn á líkn-
ardeildina, og bað mig um að koma
og sækja sig og við færum saman til
Ása félaga okkar því að hann vildi
sjá hvernig honum hefði tekist til
með lokafrágang á bílskúr sem hann
var að byggja. Eins var það í síðasta
símtalinu sem ég átti við Kidda í
vikunni sem hann lést, að hann var
áhugasamur um flísalögnina hjá
mér en við undirbúning þeirrar
vinnu leitaði ég ráða hjá honum.
Kiddi var afar stoltur af dætrum
sínum þeim Perlu Dís og Birtu Líf,
sem sjá nú á eftir föður sínum. Þeim
og foreldrum hans, sem sjá nú á eft-
ir sínu einkabarni, votta ég dýpstu
samúð mína. Blessuð sé minning
Kidda.
Gylfi Þór Gíslason.
Í dag kveðjum við kæran vin og
félaga. Með honum höfum við átt
margar góðar stundir í gegnum tíð-
ina, bæði í vinnunni hérna á BSR og
utan hennar. Hann var mikill gleði-
gjafi og sannur vinur vina sinna.
Það sást m.a. á því að hann ók nán-
ast eingöngu fyrir þann sama á
stöðinni, sama hvað við hin reynd-
um að fá hann til að vinna fyrir okk-
ur.
Við fylgdumst öll með í vor þegar
þrekið minnkaði skyndilega og hann
fór að verða laslegur, hann vildi nú
sem minnst úr því gera en þegar
niðurstaðan kom þá var hún afdrátt-
arlaus og afar stuttur tími gefinn.
Lengi var haldið í þá von að hann
kæmist út á völlinn með strákunum
í haust en sú von brást því miður.
Líklegast hafa þeir þó skálað fyrir
vini sínum og haft hann í huga í
þeirri ferð. Það átti að verða síðasta
ferðin hans.
Hann var hæglátur en undir niðri
leiftraði skemmtilegt skopskyn.
Hans verður sárt saknað héðan úr
Skógarhlíðinni. Aðstandendum hans
sendum við innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
(V. Briem)
Félagar á BSR.
Valgerður Bára
Guðmundsdóttir var
mjög sérstök kona.
Hún var glæsileg,
fróð, víðlesin og skemmtileg, en um-
fram allt var hún sérstakur persónu-
leiki sem aldrei mun gleymast þeim
er henni kynntust. Okkar kynni hóf-
ust þegar hún giftist vini mínum Jóni
Valgerður Bára
Guðmundsdóttir
✝ Valgerður BáraGuðmundsdóttir
fæddist í Bolunga-
vík 20. febrúar
1936. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 17. júlí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð í
kyrrþey að hennar
eigin ósk.
Oddssyni. Hún hafði
áhuga á að fræðast um
dans og ég komst
brátt að því að hún
hafði mikla músík í sér
enda hafði hún sungið
með ýmsum hljóm-
sveitum á sínum yngri
árum. Hún var líka
mikil húsmóðir og vel
að sér í matargerð
enda held ég að hún
hafi verið lærð smur-
brauðsdama. Það var
alltaf gaman að tala
við Völu Báru því hún
hafði víða farið og sagði skemmtilega
frá ferðum sínum. Eftir að Vala Bára
fluttist til Bolungavíkur fórum við
hjónin einu sinni í heimsókn til henn-
ar og fræddumst þá mikið um Bol-
ungavík og næsta nágrenni. Áður en
við fórum í vor til langdvalar erlendis
höfðum við samband við Völu Báru
og það var svo sannarlega engan bil-
bug á henni að finna þó hún hefði
fengið að vita um krabbamein á háu
stigi. Það var alveg hennar skapgerð
að hafna öllum lyfjum og geislameð-
ferð og hún tjáði okkur að nú ætlaði
hún að fara suður til að valda sínum
nánustu ekki of miklum vandræðum
við að heimsækja hana. Aðeins fimm
dögum áður en hún lést töluðum við
saman í síma og það var í fyrsta sinn
sem rödd hennar var ekki full af
gleði og glensi. Hun talaði lengi við
okkur og sagðist mundu sjá okkur
þegar við kæmum heim. Andlát
hennar kom okkur á óvart því við
þekktum hana að því að standa við
gefin loforð. En við fáum víst engin
að ráða öllu og nú er hún farin, hún
Valgerður Bára, og við sitjum eftir
og þökkum sérlega góð kynni og vin-
áttu. Innilegustu samúðarkveðjur til
Guðmundar, Bonnýjar, barnanna og
allra hennar ættingja.
Hanna og Heiðar Ástvaldsson.
Það er líklega sum-
arið 1972 – ég var far-
inn að venja komur
mínar í Ystafell. Maður
kemur upp varpann;
hann hefur óvenjulegt göngulag,
slengist til og virðist óstöðugur þótt
ekki sé hann drukkinn – hann er lot-
inn í herðum. Hann heilsar með rödd
sem er djúp og sérkennilega hrjúf.
Siggi „frændi“ á Fornhólum var kom-
inn. Það var bilirí á einhverri jarðýtu
og hann var hjá Ingólfi að gera við.
Um kvöldið var tekinn tappi úr
flösku og líka sungið. Þeir frændur,
sem hétu nafni afa síns, sem í eina tíð
var ráðherra í Ystafelli, ræddu málin.
Sá gestkomandi hafði lítið álit á sum-
um framsóknarmönnum og dró í
dilka ekki minna en hinn. Nokkrum
sinnum á næstu árum hittum við
Sigga kvöldstund við skemmtun með
söng, – stundum var Unnur nærri, að
Sigurður Stefánsson
✝ Sigurður Stef-ánsson fæddist á
Hallgilsstöðum í
Fnjóskadal 6. ágúst
1928. Hann lést 19.
nóvember síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Háls-
kirkju í Fnjóskadal
25. nóvember.
minnsta kosti þegar
við vorum í betri fötun-
um á þorrablóti eða
hjónaballi. Bjarni mág-
ur átti samleið með
Árna Sveini og nánd
tengdafjölskyldu
minnar við frændfólkið
í Fnjóskadal var alltaf
á einhvern hátt til stað-
ar.
Seinna fluttum við
Helga í Ljósavatns-
skarðið og kenndum
yngstu krökkunum í
Stórutjarnaskólanum.
Siggi átti þar hlutverkum að gegna
og merkilegt nokk; þá þótti honum
ekki endilega við hæfi að ungir kenn-
arar og nýkomnir töluðu alveg opin-
skátt við foreldra um framkomu
barnanna hversdags. Þessi frændi
hafði sérstöðu hjá nafna sínum í Ysta-
felli; – skyldleiki manna felst ekki
bara í tengslum eins og þau eru út-
reiknanleg og má lesa um í bókum.
Nokkrum sinnum leiddi ég þá nafna
saman í eldhúsinu á Melnum; þar var
margt rætt, „og þá fengu ýmsir sitt
get ég lofað“ .
Siggi á Fornhólum var ekki mjög
heflaður né smáfríður maður. Röddin
var mikilúðleg og af söng hafði hann
ánægju. Á þeim árum sem Karlakór-
inn Goði starfaði var Siggi þar – söng
einsöng – ekki alltaf viss á tóni en
hljóðin sviku ekki. Síðasta sunnudag
vorum við hjónin á leið akandi frá
Reykjavík; við hlustuðum á geisla-
disk með Goða. Um það bil sem við
ókum í argandi skafrenning á Öxna-
dalsheiðinni drundi kunnuglega; –
„Herðir frost og hríð, heljartökum
á …“ – og við minntumst þessa
frænda og fólksins hans eins og vera
bar. Morguninn eftir bárust okkur
fréttir af láti Sigga.
Ég hitti hann fyrir ekki löngu og
heyrði að nokkuð var enn til staðar af
kerskninni sem var honum næstum
því kækur. Hann sýndi mér samt
ekki sömu vinahótin og í gamla daga
t.d. eins og að gefa mér bylmings-
högg beint í hausinn með hrammi sín-
um. Hann sagðist ekki trúa því að ég
væri orðinn framsóknarmaður; – ég
neitaði því, en núna eftir á geri ég allt
eins ráð fyrir að honum hafi ekki
endilega fundist allt betra en Fram-
sókn.
Það er þakkarefni að kynnast þess-
um afleggjara þingeyskra ætta og
fólkinu hans.
Mér finnst að ég eigi að þakka fyrir
okkur öll sem munum þennan karl –
með sína stóru lund og sitt hlýja
hjarta. Það hljómar rammur söngur í
minningu Sigga á Fornhólum – en
ekkert sálmagaul, trúi ég. Ég sendi
ástvinum hans mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Benedikt Sigurðarson.
Elsku Anna mín, ég
veit að þú ert á miklu
betri stað núna, og ég
á ávallt eftir að sakna
þín sárt, þú munt alltaf eiga stað í
hjarta mínu. Mér þykir það ömurlegt
að Guð þurfti að taka þig, ég var ekki
búin að hitta þig svo lengi. Síðast
þegar ég hitti þig varstu í ferming-
unni minni. Og ég man þegar þú
faðmaðir mig að mér fannst svo góð
lyktin af þér, þetta var lyktin sem var
alltaf heima hjá þér. Mér fannst
þessi lykt æðislega góð. En ég man
ekki lengur hvernig lykt þetta er. Og
mér þykir það alveg ömurlegt að ég
sé búin að gleyma henni. Því ég held
að ég eigi aldrei eftir að finna hana
aftur.
Þegar þú fórst var ég sofandi,
mamma vakti mig og settist á rúmið
mitt. Þegar hún sagði mér þessar
hræðilegu fréttir, þá trúði ég þessu
ekki. Ég var lengi að ná þessu. Og ég
gat ekki grátið fyrr en vinkonur mín-
ar gáfu mér blóm og kerti sem á stóð
Anna Hauksdóttir
✝ Anna Hauks-dóttir fæddist í
Reykjavík 20. jan-
úar 1948. Hún lést á
gjörgæsludeild LSH
9. nóvember síðast-
liðinn og var jarð-
sungin frá Víði-
staðakirkju í
Hafnarfirði 17. nóv-
ember.
„minningin lifir“. Það
var í fyrsta skiptið sem
ég náði þessu alveg.
Ég náði að losa nokkur
tár. En ég vildi að þau
hefðu verið fleiri, því
að þú átt skilið fleiri.
Ég vildi óska þess
að þetta hefði aldrei
komið fyrir. Þetta á
ekki að koma fyrir.
Ég reyndi að tala
við þig í gær. En gat
það ekki, mér fannst
eins og þú værir ekki
hjá mér. Að þú værir
enn þá uppi á spítala.
Þegar ég var lítil var ég voðalega
oft heima hjá þér og Heimi í Klukku-
bergi og ég man þegar ég gisti eina
nóttina og við vorum inni í eldhúsi að
spjalla. Ég man eftir þegar þú brost-
ir til mín og við hlógum saman.
Þegar ég kom til Reykjavíkur til
að klára að versla fyrir ferminguna
mína gisti ég hjá þér. Heimir var
ekki heima og við mamma gistum í
herberginu ykkar. Þú tókst mjög vel
á móti okkur og ég er mjög þakklát
fyrir það. Ég vildi óska að ég hefði
ekki gist hjá vinkonu minni eina nótt-
ina og ég vildi óska að ég hefði getað
talað við þig miklu meira. En núna
bið ég bara fyrir Heimi.
Þú munt alltaf eiga stað í hjarta
mínu.
Þín frænka
Berta Lind Jóhannesdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Undirskrift | | Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar