Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 53 Fyrirtæki Fribergs eldavélar, lítið notaðar. Til sölu vegna breytinga hinar viður- kenndu Fribergs eldavélar fyrir stóreldhús. Auðunn, sími 899 4504. Bókhald Bókhald * Reikningar * Laun * Vsk * Skattframtal. Þú kemur bara með möppuna þína. Við sjáum um allt ferlið fyrir þig. Veitum einnig ráðgjöf og aðstoð til einstaklinga í greiðsluerfiðleikum. Katrín Magnús- dóttir, bókhald - ráðgjöf og aðstoð. Helena Bjarnadóttir viðskiptafræð- ingur. Ársuppgjör - skattframtal. Maka ehf., gsm 820 7335. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir og endurnýjun raflagna. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is Plast- og trémódel í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600 www.tomstundahusid.is Plast- og trémódel í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600 www.tomstundahusid.is Listmunir INNIGALLAR Bómullar- og velúrgallar fyrir konur á öllum aldri. SNYRTIVÖRUVERSLUNIN GLÆSIBÆ. Sími 568 5170. Jólagjöfin hennar Pilgrim skartgripir í miklu úrvali. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Jólarósin - Jólastellið í ár Vönduð gjafavara Verslunin Rangá sf., Skipasundi 56, sími 553 3402 Jólasveinaþjónusta Vantar þig jólasvein? Við komum í heimahús, jólaböll, húsfélög og aðrar samkomur. Margra ára reynsla. Upplýsingar í síma 820 7378. Mjúkur draumur Náttföt, náttkjólar, sloppar. Stærðir S-XXXL Meyjarnar, Austurveri sími 553 3305 Tilboð. Einkar þægilegir lághælaðir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: rautt, brúnt og bleikt. Stærðir: 36-41.Verð aðeins 1.500. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Ath. Fram að jólum verður verslunin opin: virka daga 10-18 laugardaga 10-16 Þorláksmessu 10-20 Lokað á sunnudögum Módelskartgripir Sýning á PMC skartgripum til styrktar Ljósinu í Ráðhúsinu í Reykjavík. Opið til 20. des. listnam.is - sími 695 0495 Verslunin hættir. Allar vörur eru með 30% afslætti. Helgi Guðmundsson úrsmiður, Laugavegi 82. Sími 552 2750. 580 7820 Persónuleg dagatöl Ofnar til að brenna PMC, gler eða leir. Verð 95.000. Einnig gjafaöskjur, silfurkeðjur, steinarl. Allt tengt skartgripagerð. www.listnam.is - sími 695 0495 Tómstundir Bílar Frábær Toyota 4runner Sport 2005 V8. Eyðsla 12-17 lítrar, 270 hö vél. Ek. 13 þ. Stendur hjá bill.is, s. 577 3777. Reynsluakstur mun koma verulega á óvart! Bilanafríasti jeppi í USA 3 ár í röð. Gott staðgreiðsluverðverð. Nissan Almera 1,4. Nissan Almera 1,4, 06/2000, ek. aðeins 45 þ. km, ABS, sumar- og vetrardekk á felgum. Frúarbíll, selst á tilboði 490 þús. kr. Upplýsingar 696 2646. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Húsnæði óskast Húsnæði óskast. Háskólanemi með barn óskar eftir íbúð í Setbergshverfi í Hafnarfirði sem fyrst. Öruggum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 869 1454. Geymslur Geymum hjólhýsi, fjallabíla og fleira. Húsn. er loftræst, upphitað og vaktað. Stafnhús ehf., símar 862 1936 - 899 1128. FRÉTTIR NÝVERIÐ fengu Atlantsskip nýjan 70 tonna Kalmar-gámalyftara af- hentan frá Vélaborg ehf., umboðs- aðila Kalmar á Íslandi. Fyrir eiga Atlantsskip einn lyft- ara af sömu tegund og er sá þriggja ára. Nýi lyftarinn er sagður einn sá fullkomnasti á landinu í dag. Í til- kynningu Atlantsskipa segir að lyftarinn sé búinn mjög fullkomnu tölvukerfi sem haldi utan um allar aðgerðir tækisins og fáist þannig vitneskja um allt viðhald og þjón- ustu. Vélaborg ehf. hefur flutt inn og selt fjóra svona lyftara á árinu og er með í pöntun sex tæki sem eru seld og eru til afgreiðslu á næsta ári. Atlantsskip fær nýjan gámalyftara Fullkomið tölvukerfi Nýi lyftarinn er sagður einn sá fullkomnasti á landinu. UNGLINGADEILD Knattspyrnu- félagsins Víðis í Garði verður með sitt árlega skötuhlaðborð í Sam- komuhúsinu í dag, föstudag. Skata verður bæði í hádeginu og um kvöldmatarleytið. Á hlaðborðinu er mikið kæst og meðalkæst skata en einnig siginn fiskur, saltfiskur, plokkfiskur og fleira, með hamsa- tólg, hnoðmör, rúgbrauði og smjöri og öðru tilheyrandi. Aðsókn hefur verið góð und- anfarin ár. Efnt er til hlaðborðsins til fjáröflunar fyrir starf yngri flokka Reynis. Skötuhlaðborð í Garði Í TILEFNI af því að Hár og heilsa flytur í nýtt og endurbætt húsnæði á Bergstaðastræti 13 er viðskiptavin- um og velunnurum boðið í opn- unarhóf laugardaginn 16. desember frá kl. 16–18. Um leið opnar Helga Magn- úsdóttir myndlistarsýningu í hluta húsnæðisins. Helga hefur haldið fjölda einkasýninga, auk samsýn- inga, á Íslandi og erlendis. Und- anfarin ár hefur hún eytt drjúgum hluta ársins í Grikklandi og er það afrakstur síðustu heimsóknar til Grikklands sem Helga sýnir í Gall- eríi Hári og heilsu. Sýningin stendur til áramóta. Hár og heilsa var stofnuð í desem- ber 2000 af Dórótheu Magnúsdóttur og Hugrúnu Stefánsdóttur. Þetta er nýstárleg hárgreiðslustofa sem leggur mikið upp úr heilsu. Frá upp- hafi hafa þær Dóróthea og Hugrún reynt að hafa stofuna eins vistvæna og mögulegt er. Dóróthea og Hugrún hafa báðar sótt sérmenntun til Englands í öllu sem varðar hárkollur og meðferð þeirra. „Fjölmargir krabbameins- sjúklingar og aðrir sem misst hafa hár eru fastir kúnnar hjá Hári og heilsu. Í gegnum árin hefur safnast mikil og traust reynsla hjá þeim Dórótheu og Hugrúnu og í nýju hús- næði er enn betri aðstaða fyrir þessa einstöku þjónustu,“ segir í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu. Hár og heilsa flytur JÓLAGLEÐI Kramhússins verður haldin laugardaginn 16. desember í Borgarleikhúsinu. Þetta er í 24. sinn sem nemendur Kramhússins koma saman fyrir jól og sýna listir sínar. Jólagleðin hefur vaxið ár frá ári og er nú orðin metnaðarfull sýn- ing með dans- og skemmtiatriðum um 280 þátttakenda, segir í frétta- tilkynningu. Húsið verður opnað kl. 20 og skemmtunin hefst kl. 20.30. Eftir að formlegri dagskrá lýkur verða gæðasúpa Borgarleikhússins og heimabakað brauð selt á vægu verði og haldinn dansleikur í and- dyri hússins. Jólagleði Kramhússins HELGI Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Almennu verk- fræðistofunnar í Fellsmúla 26 færði nýlega Barna- og unglingageðdeild- inni 350.000 kr að gjöf. Þetta er upp- hæð sem fyrirtækið hefði annars notað til þess að senda út jólakort. Er gjöfin vel þegin og mun fjár- hæðin nýtast til kaupa á húsbúnaði í íbúð sem aðstandendur barna af landsbyggðinni hafa afnot af, segir í frétt frá BUGL. BUGL afhent gjöf FRAMTÍÐARLANDIÐ hefur sett í sölu fyrir jólin Piparköku-Ísland undir yfirskriftinni „Land stórkost- legra möguleika – framtíð þess er í þínum höndum“. „Þetta Ísland er gómsæt pipar- kaka sem þarf að meðhöndla með varúð þar sem hún er eilítið brot- hætt. Á korti sem fylgir eru óskir um gleðileg jól og bjarta framtíð,“ segir í tilkynningu. Það er Rósa Hrund Kristjáns- dóttir sem á heiðurinn af hönnun og umgjörð þessarar óvenjulegu pipaköku en félagar Framtíð- arlandsins hafa séð um baksturinn undir dyggri stjórn Sigfúsar bak- ara í Brauðhúsinu í Grímsbæ. Kök- urnar kosta 500 krónur stykkið og eru seldar víða, s.s. á skrifstofu Framtíðarlandsins, í Grímsbæ og í völdum verslunum. Piparköku-Ís- land á markað SAMBAND íslenskra kristniboðs- félaga hefur gefið út almanak með kynningu á starfi sambandsins eins og undanfarin ár. Almanakið er skreytt myndum frá Afríku- löndunum Eþíópíu og Keníu, Kína og Mið-Austurlöndum. Stuttar skýringar eru við hverja mynd, ritningarvers mánaðarins og reitir sem nota má til að færa inn minn- isatriði fyrir hvern dag mánaðar- ins. Almanakinu hefur verið dreift ókeypis í flestar kirkjur á höf- uðborgarsvæðinu og víða út um land. Almanakinu er einnig dreift í sölubás Kristniboðssambandsins og Hjálparstarfs kirkjunnar í Kringlunni þar sem seld eru bæði jólakort og friðarkerti. Einnig má nálgast almanakið á skrifstofu Kristniboðssambandsins í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28, Reykjavík. Kristniboðs- almanakið komið út
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.