Morgunblaðið - 15.12.2006, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 55
menning
x6
TOMADO
SAFAPRESSA
Glæsileg og öflug
safapressa. Hnífar og
sía úr ryðfríu stáli.
Fullt ver›: 9.900 kr.
Safnkortshafar borga a›eins:
3.900 kr.
auk 1000 punkta
T V Æ R M A G N A Ð A R !
Antony Beevor lýsir hér af nærfærni og list gangi innrásarinnar í
Þýskaland úr austri og þeim mannlegu örlögum og hörmungum
sem hún hafði í för með sér.
Þegar hinn frægi flugkappi og einangrunarsinni Charles A. Lindbergh
vann stórsigur á Franklin Roosevelt í forsetakosningunum 1940 greip
óttinn um sig á hverju einasta gyðingaheimili í Bandaríkjunum.
BÆKUR SEM
ÞÚ VERÐUR
AÐ LESA
SAMSÆRIÐ GEGN BANDARÍKJUNUMFALL BERLÍNAR 1945
Stundum finnst fólki allt á von-arveli, allt hafi verið betraáður, vegvísir núsins bendi
niður á við, og sér fortíðina í rós-
rauðum hillingum.
Auðvitað er lífið ekki þannig, sem
betur fer.
Sú eftirtektarverða breyting hef-
ur orðið á kaffi- og öldurhúsum
borgarinnar á síðustu misserum að
æ víðar er hægt að setjast inn til að
hlusta á lifandi tónlist; – jafnvel á
mánudagskvöldum, og jafnvel
ókeypis.
Kaffi Óliver á Laugaveginum hef-
ur boðið upp á djasskvöld sem hafa
oftar en ekki verið prýðilega sótt.
Handan götunnar hefur Kaffi
Hljómalind staðið fyrir músíkupp-
ákomum af ýmsu tagi. Q-bar í Ing-
ólfsstræti hefur hýst djass og fleira,
þar sem Björn Thoroddsen hefur
boðið gestum sínum að spila með í
heita stólnum, og á Domo í Þing-
holtsstræti eru tónleikar af ýmsu
tagi. Kaffi Hressó hefur haldið sínu
striki með ungu tónlistarfólki, og ef
maður dettur inn á Rósenberg í
Lækjargötunni hvort sem er í miðri
viku eða um helgar hefur oft á tíð-
um verið fín músík þar, trúbadorar,
djass, blús og reyndar sitthvað
fleira. Kaffi Kúltúr í Alþjóðahúsinu
á Hverfisgötu hefur verið griða-
staður tónlistar annarra menning-
arheima.
Á Classic Rock í Ármúlanum, sem
gefur sig út fyrir að vera sportbar,
eru mánudagskvöld nú orðin að tón-
listarkvöldum sem helguð eru blús-
tónlist. Nokkrar heimsóknir þangað
í haust hafa verið ánægjulegar þótt
tónlistarflutningurinn hafi verið
ærið misjafn. En einmitt þess vegna
nefni ég þann stað sérstaklega hér.
Það er meir en virðingarvert að
vertshús skuli taka að sér að hýsa
tónlistina á þennan hátt. Þarna fá
þeir óreyndu að spreyta sig, jafnvel
á sama kvöldi og mun reyndari
tónlistarmenn eru að spila. Sú var
einmitt raunin síðasta mánudags-
kvöld. Aðdráttarafl kvöldsins var sú
rómaða sveit Kentár, en áður en
mannfákarnir stigu á sviðið spilaði
ung grúppa, sem aðspurð um nafn
kom af fjöllum. Það var líka kannski
alveg ónauðsynlegt formsatriði að
bandið héti eitthvað; aðalatriðið að
þarna höfðu ungir krakkar aðstöðu
til að spila fyrir aðra og þroskast í
sinni kúnst. Með tímanum og fleiri
spilakvöldum á þetta band eftir að
dafna. Fyrir nokkrum vikum var
annað ungt band að spila á Classic
Rock, Grasrætur heitir það og er af-
ar efnilegt. Söngurinn hjá Andra
Eyjólfssyni var firnagóður, og
bassaleikarinn, sem ég veit því mið-
ur ekki hvað heitir, var óvenju mel-
ódískur og laus við klisjur í spila-
mennskunni.
Allt er þetta tónlistarstúss til
marks um iðandi líf í grasrótinni en
jafnframt eilífa og mjög ánægju-
lega uppvakningu banda á borð við
Kentár. Það er hægt að setjast nið-
ur í rólegheitum víða í borginni og
eiga von á einhverju óvæntu og
skemmtilegu með kaffibollanum
eða ölglasinu.
Enn vantar þó stað af svipuðumtoga sem býður upp á klass-
íska tónlist. Væri það ekki dásam-
leg tilhugsun að eiga í vændum
sunnudagsmorgun í dagverði, með
Erik Satie og Poulenc sprelllifandi
á eitthvert honkítonk-píanó ein-
hvers staðar – þó ekki sé beðið um
meira, eða sunnudagskaffi með
Chopin og sjerrítertu. Galdurinn er
sennilega sá að hafa blönduna hæfi-
lega samsetta af listamönnum sem
hafa aðdráttarafl og þeim óreynd-
ari sem langar að spreyta sig og
músíkina góða blöndu af vinsælu
efni og minna þekktu, og vafalaust
er það ráð að kaffihúsin og barirnir
sem bjóða upp á músík fái tónlistar-
menn til að halda þar í spottana, eða
að minnsta kosti leita ráðgjafar
þeirra. Þar sem best tekst til er það
þegar gert. Það hefur margt breyst
til betri vegar hvað þetta varðar.
Nú er ég glaður
Morgunblaðið/Kristinn
Verðlaunatrúbador Svavar Knútur Kristinsson, gítarleikari, tónskáld og söngvari, er einn þeirra sem eiga Kaffi
Rósenberg að griðastað. Hann bar sigur úr býtum í Trúbadorakeppni Rásar tvö í fyrravetur.
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
» Væri það ekkidásamleg tilhugsun
að eiga í vændum
sunnudagsmorgun í
dagverði, með Erik
Satie og Poulenc?
begga@mbl.is