Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 57

Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 57 Stórkostleg blanda af Skafís Tiramisu með súkkulaðihjúp og súkkulaðihnetufyllingu – dásamlegur eftirréttur að hætti Ítala. Ís í fullum blóma fullkominn ísréttur Ísblómmmm ... mmm Cappuccino Tiramisu Hinn fullkomni unaður. Blanda af Skafís Cappuccino með súkkulaðihjúp og súkkulaðispænum – ís sem bræðir hvern sem er. A RG U S 06 -0 68 9 „FÁAR söngkonur í veröldinni skarta slíkri rödd,“ var haft eftir hljómsveitarstjóranum Zubin Meta um Inessu Galante, sem hélt tón- leika í Salnum í Kópavogi á föstu- dagskvöldið. Nú er í sjálfu sér ekk- ert óalgengt að viðhöfð séu stór orð um erlent tónlistarfólk sem kemur hingað til lands; maður sér það nánast í hverri viku í tónleikaskrám Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þar eiga allir einleikarar og einsöngv- arar, svo ekki sé minnst á hljóm- sveitarstjórana, að vera upphafnir snillingar sem hafa vakið gríðar- lega athygli á erlendri grund. Var þetta því kannski bara auglýsinga- skrum? Nei, aldeilis ekki. Strax í upphafi dagskrárinnar náði Galante þvílíku tangarhaldi á mér að ég man varla eftir öðru eins. Rödd hennar var ótrúlega fögur; mjúk, hljómmikil en líka skær, jafnvel ögn stelpuleg – sem gerði að verkum að hún virkaði óvanalega einlæg í túlkun sinni; það var eitthvað barnslegt við sönginn. Fullkomin tæknin gerði Galante kleift að fara alla leið í hverju ein- asta lagi sem hún söng; alls konar fínleg blæbrigði voru meistaralega útfærð, frá ofurveikum köflum upp í kraftmikla hápunkta. Ég held að ég hafi aldrei heyrt sungið veikt eins fallega og á þessum tónleikum; oft var söngurinn á mörkum þess heyranlega. Slíka breidd í styrk- leikabrigðum er sjaldgæft að upp- lifa á söngtónleikum hér á landi. Óþarfi er að telja upp einstök at- riði dagskrárinnar, en þó verður ekki komist hjá því að nefna Ave Maríu eftir Caccini, sem var svo falleg í meðförum söngkonunnar að það er ógleymanlegt. Casta Diva úr Normu Bellinis, Vissi D’arte úr Toscu Puccinis, Caro mio ben eftir Giordani og margt fleira var líka gætt sjaldheyrðum þokka og feg- urð. Vissulega er þetta tónlist sem ég hef heyrt óteljandi sinnum en samt var einhver ferskleiki yfir túlkun Galante sem hafði þær af- leiðingar að það var eins og maður væri að heyra músíkina í fyrsta sinn. Ekki er ofsögum sagt að frammistaða söngkonunnar var nokkrum hæðum fyrir ofan það besta sem tíðkast hér á landi. Með Galante spilaði Jónas Ingi- mundarson á píanó. Hann gerði það prýðilega, nema í Vorleysingum Rachmaninoffs sem hann réð ekk- ert við. Lag Rachmaninoffs er eins og píanókonsert og gerir mun meiri kröfur til píanóleikarans en söng- konunnar; betra hefði verið ef lag- inu hefði verið sleppt. Að öðru leyti var túlkun Jónasar listræn og sann- færandi og rann oftast ágætlega saman við sönginn. Fyrir ofan það besta Morgunblaðið/Árni Sæberg Alla leið „Fullkomin tæknin gerði Galante kleift að fara alla leið í hverju einasta lagi sem hún söng,“ segir gagnrýnandi meðal annars í dóminum. TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Tónlist eftir Giordani, Händel, Puccini, Rachmaninoff, Gounod, Cilea, Bellini og fleiri. Föstudagur 8. desember. Söngtónleikar Jónas Sen Fáðu úrslitin send í símann þinn Bandarískmóðir, sem hefur barist fyrir því að bækurnar um galdrastrák- inn geðþekka Harry Potter verði bannaðar á bókasafni skólans sem börnin henn- ar ganga í, íhugar að höfða mál til þess að reyna á hvort slíkt bann fá- ist. Segir móðirin, sem býr í úthverfi Atlanta, að bækurnar kyndi undir áhuga á göldrum. Menntamálaráð Georgíuríkis ákvað á fundi sínum í gær að bæk- urnar um Harry Potter verði ekki teknar úr hillum bókasafns skólans. Voru allir fulltrúar í menntamála- ráði sammála fyrri ákvörðun skóla- ráðs Gwinnett-skólans um að hafna beiðni móðurinnar. Móðirin hefur barist fyrir því í rúmt ár að bækurnar verði bannaðar við skólann þar sem þær leiði unga lesendur inn á svið galdra. Í þeim sé að finna ofbeldi, morð og græðgi. Hún telur að ef foreldrar vilji leyfa börnum sínum að lesa þær þá geti þeir nálgast þær í bókabúðum. Skólaráðið segir að bækurnar um Potter séu góðar og hvetji börn til að lesa og auki ímyndunarafl þeirra og sköpunargáfu. Ef banna eigi bæk- urnar um galdrastrákinn þá eigi al- veg eins að banna bækur eins og Makbeð og Öskubusku. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.