Morgunblaðið - 15.12.2006, Side 58

Morgunblaðið - 15.12.2006, Side 58
58 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning ÓFAGRA VERÖLD Fim 28/12 kl. 20 Forsýning Miðaverð 1.000 Fös 29/12 kl. 20 Frumsýning UPPS. Fim 4/1 kl. 20 2. sýning Gul kort Fös 12/1 kl. 20 3. sýning Rauð kort Fim 18/1 kl. 20 4.sýning Græn kort Sun 21/1 kl. 20 5.sýning Blá kort Lau 30/12 kl. 20 Fös 5/1 kl. 20 Lau 13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 Miðaverð 4.800 Fös 29/12 kl. 20 Lau 30/12 kl. 20 Lau 6/1 kl. 20 Lau 13/1 kl. 20 Sun 7/1 kl. 20 AUKAS. Sun 14/1 kl.20 AUKAS. Lau 20/1 kl. 20 AUKAS. Lau 27/1 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar DAGUR VONAR Mið 10/1 kl. 20 Forsýning Miðaverð 1.000 Fim 11/1 Afmælissýning UPPS. Fös 12/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Sun 21/1 kl. 20 Fös 26/1 kl. 20 Sun 7/1 kl. 20 Sun 14/1 kl. 20 Lau 20/1 kl. 20 Allra síðustu sýningar Lau 6/1 kl. 20 Fim 11/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Lau 27/1 kl. 20 JÓLALEIKRITIÐ RÉTTA LEIÐIN Barna og unglingaleikhúsið Borgarbörn Í dag kl. 9:30 UPPS. Lau 16/12 kl. 13:0 Lau 16/12 kl. 15:00 Sun 17/12 kl. 13:00 Sun 17/12 kl. 15:00 Miðaverð 500 virka daga og 1400 um helgar Síðustu sýningar RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 30/12 kl. 14 Sun 7/1 kl. 14 Sun 14/1 kl. 14 GJAFAKORT Gjafakort í Borgarleikhúsið, frábær jólagjöf. Gjafakortin gilda endalaust! Herra Kolbert Fös. 15.des. kl.19 Örfá sæti laus Lau. 16.des. kl.19 Örfá sæti laus - Síðasta sýn.! Ekki við hæfi barna. Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Lau 16. des kl. 14 Nokkur sæti laus Lau 30. des kl. 14 Í sölu núna Síðustu sýningar! Styttri sýningartími – lækkað miðaverð! www.leikfelag.is 4 600 200 Gjafakort - góð jólagjöf Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. Kammersveitin Ísafold ásamt Huldu Björk Garðarsdóttur sópran og Ágústi Ólafssyni barítón flytja verk eftir Mahler. Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 6. janúar kl. 17.00 í DUUS - húsum í Keflavík 7. janúar kl. 20.00 í Íslensku óperunni Miðaverð kr. 2.000 - Námsmenn: 2 fyrir 1 Frumsýning fös. 9. feb. kl. 20 - nokkur sæti laus - 2. sýn. sun 11. feb. kl. 20 FLAGARI Í FRAMSÓKN - HALLDÓR ER KOMINN AFTUR! - Nánari upplýsingar á www.opera.is 3. sýn. fös. 16. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 18. feb. kl. 20 - FÁAR SÝNINGAR - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX Þorláksmessa í Óperunni - Óperukareokí Davíð Ólafsson, óperusöngvari, heldur uppi fjörinu - Húsið opnar kl. 20 Stóra sviðið kl. 20:00 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Lau. 16/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, sun. 17/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt. Leikhúsloftið SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1 Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is Fæst nú á geisladiski í miðasölu Þjóðleikhússins og Hagkaupum. Geirmundur Valtýsson í kvöld Fjölbreyttur sérréttaseðill og tilboðsmatseðill á leikhúskvöldum www.kringlukrain.is Sími 568 0878 bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15 Stella Blókvist Morðið í rockville, Ólafía Hrönn Jónsdóttir les. Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu Á MORGUN Bragi Ólafsson Sendiherrann MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL MEGAS flutti lög sín við Passíu- sálmana fyrst á tónleikum árið 1973 í SÚM-salnum og naut þá fulltingis nokkurra menntaskólanema. Upp- takan sem prýðir þessa útgáfu var hins vegar gerð í Skál- holtskirkju fyrir fimm ár- um, en þá flutti Megas Passísálmana opin- berlega í fjórða skipti. Platan er tvö- föld og innihaldið tuttugu lög/ sálmar. Megas hafði dundað sér við að semja lög við alla Passíusálmana fimmtíu árið sem hann frumflutti þá í SÚM-salnum (tvo hafði hann reyndar afgreitt nokkrum árum fyrr). Hann hafði verið alinn upp við það að hlusta á sálmana í útvarpi, og þaullas þá nú, eða eins og hann lýsir í viðtali við Morgunblaðið sem var birt fyrir þessa Skálholtskirkju- tónleika: „… Og þá hafði ég nú lagt á mig – þar sem hver sálmur er of langur til að „fúnkera“ sem þriggja mínútna „hit“-lag – að lesa nokkuð vandlega yfir sálmana til þess að vita hvað mögulegt væri að „kötta“.“ Og við þessa vinnu alla opnuðust sálmarnir fyrir honum: „Það sló mig hvað þeir voru manni viðkomandi. Þar eru margir góðir hlutir og gegnir. Og ég kom út úr þessari athugun minni á sálmunum með allt aðra mynd af þeim en ég hafði áður haft.“ Það er merkilegt að hljóðritun með þessu efni skuli vera að koma út fyrst núna, og hefur upptaka frá þessum tilteknu tónleikum verið að veltast um í einhver ár. En mikill er nú fengurinn, því hér er á ferðinni algerlega magnað „stöff“. Megas dvaldi í viku í Skálholti fyrir tón- leikana, æfði upp hljómsveitina, sem samanstendur að mestu af til- tölulega óþekktum hljóðfæraleik- urum, og æfði auk þess með Kamm- erkór Biskupstungna, sem saman- stóð af krökkum í kringum ferm- ingaraldurinn. Þessi skipan, með hæfilega hráum hljómi og því sem kalla mætti „áhugamannalegri“ nálgun við tónlistina, skapar ein- staka stemningu er hlustað er. Það er líka eitthvað við það að heyra Megas, þennan skelfi sem enginn sjálfskipaður menningarviti mátti vita af á sínum tíma (og enn vaða þeir uppi), syngja og leika þetta heil- aga efni á þessum heilaga stað. Brennandi áhugi Megasar fyrir sálmunum er auðheyranlegur í svo gott sem hverri línu sem hann syng- ur. Hann ygglir sig af ástríðu er við á en viðhefur blíðmælgi þegar það er við hæfi. Kórinn undirstrikar svo vissa kafla, gefur þeim dramatískan blæ sem stundum er hálfógnvekj- andi. Lagasmíðarnar eru þá fyrsta flokks, það nægir að nefna fyrstu þrjú lögin því til staðfestingar. Fyrstu tvö (Sálmur 1 og Sálmur 4) eru hægstreym og angurvær, og á Megas stórleik í því síðara; ótrúlega röddin toguð og teygð, þanin til hins ýtrasta Hallgrími til dýrðar. Í þriðja laginu, Sálmi 5, er svo gefið í, lagið hálfgerður Stonesrokkari en sálm- urinn fjallar um það er Jesús var handtekinn í Getsemanegarðinum. Megas syngur þar nánast út úr sér hjartað. Viðlíka stemning leikur um önnur lög plötunnar, sem er bæði mikilvæg viðbót í ferilskrá Megasar og sannkallaður hvalreki fyrir aðdá- endur. Það sem er þó meira um vert er að þetta er einfaldlega stórkost- leg plata, svo barmafull af inn- blásnum flutningi og snilldartöktum að mann setur eiginlega hljóðan. Meistarastykki frá sönnum meist- ara. Fullkomleg var hans lofun sú TÓNLIST Geisladiskur Upptaka frá því er Megas flutti Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar í Skálholts- kirkju, hinn 13. apríl 2001. Flytjendur voru Megas (söngur), Hermann Jónsson (kassagítar), Hilmar Örn Agnarsson (org- el og kórstjórn), Hjörtur B. Hjartarson (klarinettur og þverflauta), Kjartan Guðnason (kontrabassi), Skúli Arason (slagverk), Sveinn Pálsson (rafgítar) og Kammerkór Biskupstungna. Upptöku- stjórn, hljóðvinnsla og frágangur var í höndum Sveins Kjartanssonar. Hilmar Örn Hilmarsson aðstoðaði. Tindur/ Íslenskir tónar gefa út. Megas – Passíusálmar í Skálholti  Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Einar Falur Fimm stjörnur „Brennandi áhugi Megasar fyrir sálmunum er auðheyr- anlegur í svo gott sem hverri línu sem hann syngur.“ Fáðu úrslitin send í símann þinn Breski leikar-inn Stephen Fry var sviptur ökuleyfinu í hálft ár eftir að um- ferðarmyndavél mældi og mynd- aði hann á 120 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 96 km (60 míl- ur). Þar sem Fry var kominn með níu punkta missti hann ökuleyfið auk þess sem hann þarf að greiða sekt. Fry er frægur fyrir leik sinn í mörgum kvikmyndum og sjónvarps- þáttum á borð við Jeeves and Woos- ter og Wilde en hann er einnig þekktur fyrir að eiga það sameigin- legt með Filippusi prins, eiginmanni Elísabetar II drottningar, að eiga eitt eintak af hinum sígilda enska leigubíl sem þeim finnst báðum gam- an að rúnta um London á. Þá er Fry ekki síst þekktur fyrir að hafa kynnt BAFTA-kvikmynda- verðlaunin sex ár í röð við miklar vinsældir enda annálaður húmoristi. Fry er sem stendur staddur í Ungverjalandi við upptökur á kvik- mynd um réttarhöldin yfir Eich- mann og var ekki viðstaddur er dómsúrskurður um ökuleyfissvipt- inguna var kveðinn upp. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.