Morgunblaðið - 16.12.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 16.12.2006, Síða 30
Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Fyrir börn hefur kertaljós sérstakt aðdráttarafl. Brýnið fyrir börnunum að fara ætíð varlega með eld og gætið þess að börn leiki sér ekki án umsjónar nálægt logandi kertum. Munið að slökkva á kertunum i daglegt líf 30 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ævintýri Dvigglabyggð er ævin- týraheimur Margrétar og Stephens. Margrét Þ. Jóelsdóttirog Stephen Fairbairnkynntust í myndlist-arskóla í Bretlandi í kringum 1970 og síðan hefur myndlistin verið sameiginlegt verkefni og markmið. „Við vinnum eingöngu saman að myndlist,“ segir Margrét en þau hjónakornin eru með vinnustofu í stórum bílskúr heima hjá sér og segja það óskastöðu að hafa vinnustofu við heimilið. Margrét er myndlistarmaður og sérkennari og Stephen hefur unnið sem graf- ískur hönnuður frá 1970, er t.d. hönnuður núgildandi peninga- seðlaraðarinnar ásamt Kristínu Þorkelsdóttur og starfar á auglýs- ingastofunni Himni og hafi. Að dagvinnunni lokinni halda þau sem sé í „kvöldvinnuna“ – vinna saman að listinni í frítímanum. „Það er nú það sem er, við erum eiginlega vinnusjúklingar. Þetta verður ansi mikið,“ viðurkennir Margrét. „En okkur tekst að vinna svona saman, mér finnst samvinnan mjög þægi- leg. Ég hugsa stundum út í hvern- ig þetta væri ef ég væri bara ein. Við höfðum bæði áhuga fyrir litum og hrifumst af því að pæla í litum og formi, þetta svið dró okkur saman. Ég fór að hafa áhuga á því sem hann var að pæla í og hann fyrir því sem ég var að gera,“ seg- ir Margrét. Margrét og Stephen helguðu sig fljótt listinni og héldu t.a.m. stóra sýningu í Norræna húsinu 1972 og var það í fyrsta sinn sem Íslend- ingar sáu sýningu tengda hreyfi- list. „Verkin vöktu mjög mikla at- hygli en við stúderum liti mjög mikið sem ljós, verkin breyttust þegar gengið var framhjá þeim og við notuðum alls konar dýpt, skugga og strekktum strengi fyrir framan liti sem við unnum með þannig að alls konar litbrigði mynduðust. Fólk var alveg undr- andi á þessum verkum. Eins unn- um við í tré, málverk og þrívídd- armyndir, eins myndir sem gengu fyrir rafmagni. Allar svona stór- kostlega litauppgötvanir eru upp- runnar í textíl.“ Þau hjónin fóru ákveðnar leiðir sem aðrir höfðu ekki farið og síðan hafa þau haldið ýmsar sýningar, stærri og minni. „Við höldum ekki sýningu á hverju ári því það liggur geysileg vinna á bak við þær hjá okkur,“ upplýsir Margrét. Þrátt fyrir ann- ríki hefur þeim gengið vel að sam- ræma vinnu og einkalíf en segja það vissulega hafa verið erfiðara þegar dætur þeirra tvær voru ungar. Nonnikonni í ævintýragarði Margrétar og Stephens Það sem einkennir list hjónanna er að verkin eiga sér iðulega fyr- irmyndir í raunveruleikanum og þau tjá gjarnan það sem þau hafa reynt á eigin skinni. Nýjasta sam- vinnuverkefni þeirra, barnabókin Nonnikonni og kúlurnar, end- urspeglar þetta en Margrét samdi söguna og Stephen vann mynd- irnar og hannaði bókina. Þar segir af mikilvægum tengslum Nonna- konna við afa sinn og arf fortíðar. Íslensk náttúran sem umlykur strákinn er sumpart leiksvæði krakka þeirra hjóna. Nonnikonni sem er næmur og athugull strákar leitar í annan suðrænan heim, spennandi en hættulegan, heim sem minnir að hluta til á ítalskt landslag er Margrét og Stephen hafa mikið dálæti á. Glerkúlurnar sem Nonnikonni leikur sér að eru leikfang barnabarns þeirra í dag en þessar dularfullu glerkúlur eru erfðagripir Stephens. „Faðir minn bjó í Paragvæ til 11 ára aldurs en afi rak búgarð þar um aldamótin 1900 og keypti kúlurnar handa pabba í verslunarleiðangri til bæj- arins Pilar,“ segir Stephen. Ólíkur bakgrunnur Breta og Íslendings getur þannig af sér margbrotna list sem höfðar til barna sem full- orðinna en Margrét hefur einnig unnið lengi að myndlist með börn- um. „Við verðum að gefa börnum tækifæri til að skoða heiminn og uppgötva hann. Þau eru svo næm og ein- stök en fá oft ekki tæki- færi til þessa. Við erum tengd börnum í verkum okkar í gegnum leikföng sem við höfum búið til og við reynum að sýna fram á og nálgast djúpa gleði barnsins,“ seg- ir Margrét. Þau Stephen segja það mikilvægt að finna gleðina í náttúrunni, enda alin upp hvort í sínum ævintýragarði. Morgunblaðið/Golli Samvinna Myndlistin, áhugi á litum og formi, dró Margréti Þ. Jóelsdóttur og Stephen Fairbairn saman. Eftir dagvinnu halda þau í vinnustofu heima. Sameinuð í listinni Listagyðjan er mögnuð. Í Kópavogi búa samrýnd hjón, Margrét Þ. Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn, og það var einmitt listin sem leiddi þau saman. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir leit inn í ævintýragarð listahjóna, garð ljóss og lita. thuridur@mbl.is Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Allt á rúmið Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.