Morgunblaðið - 16.12.2006, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 16.12.2006, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 41 LAUGARDAGINN 9. desember skrifaði faðir ofvirks drengs í Kópavogi grein í Morgunblaðið þar sem hann segir frá erfiðleikum í skólagöngu sonarins. Reynslan, sem hann deilir þar með okkur, er ugglaust kunnugleg ýmsum for- eldrum sem standa í svipuðum sporum. Ekki bara í Kópavogi, heldur um land allt. Í greininni biður hann ráðamenn síns sveitar- félags að staldra við og huga að því hvort ekki megi gera betur við þann hóp barna sem á í erf- iðleikum innan skólakerfisins. Hann sýnir mikinn kjark með því að ganga fram fyrir skjöldu í svo viðkvæmu máli og vil ég þakka honum fyrir það. Stillt upp í vörn Bæjarstjóri svaraði föðurnum í morgunþætti í Ríkisútvarpinu 12. desember. Þar fór hann yfir þau sérúrræði sem Kópavogur hefur byggt upp, en kaus svo því miður að ráðast að föðurnum. Kallaði hann pólitískan andstæðing sem væri bara að reyna að ná sér niður á bæjaryfirvöldum. Það voru held- ur kaldar kveðjur til manns sem leyfir sér að stinga niður penna og segja frá óþægilegri upplifun sinni. Formaður skólanefndar svarar föðurnum í Morgunblaðinu 13. des- ember. Hann kvartar undan því að faðirinn sé ekki nægjanlega mál- efnalegur og fer svo yfir þau úr- ræði sem bærinn hefur byggt upp fyrir börn með sérþarfir og lætur þar við sitja. Bæði bæjarstjóri og formaður skólanefndar falla í gryfju óþarfa viðkvæmni. Svör þeirra eru ein- faldlega að ástandið í Kópavogi sé gott og þar þurfi ekkert að bæta. Að vísu sagði bæjarstjóri að alltaf mætti gera betur. Ég tek undir með bæjarstjóra og formanni skólanefndar að Kópavogur er að gera vel í málum barna með sérþarfir. Hér hafa ver- ið byggð upp góð úrræði sem hafa reynst vel. En hvað er þá að? Hvers vegna eiga börn í erf- iðleikum innan skólakerfisins í Kópavogi eins og í öðrum sveit- arfélögum? Skólaganga – þrautaganga Ég tel að hluta af skýringunni sé að finna í hinu einhæfa starfi í grunnskólum landsins. Allir krakk- ar hlakka til að byrja í skóla en sumir verða mjög fljótlega fyrir vonbrigðum vegna þess að þeim er gert að vinna verkefni sem þeir ráða ekki við. Í allri vinnu skiptir miklu máli að einstaklingurinn ráði við þau verkefni sem honum eru falin og að þau séu fjölbreytt. Það á líka við um vinnu barna í skól- anum. Bóknámið er ráðandi í skól- anum, 70–80% skólatímans fer í setur yfir bókum. Þar geta þeir svo sannarlega lent í erfiðleikum sem eiga t.d. við athyglisbrest eða dyslexíu að stríða eða hafa tak- markaðan áhuga á bóknámi. Skóla- ganga þeirra verður þrautaganga og þeir útskrifast með brostna sjálfsmynd og litla trú á sjálfum sér. Hvað er til ráða? Ég tel brýnt að vægi list- og verkgreina og íþrótta verði aukið á kostnað bóknámsins. Námið verð- ur að reyna á mismunandi hæfni og styrkleika barnanna og auðvit- að eiga þau að geta valið sér að gera meira af því sem þau eru góð í. Sá sem er góður í tónlist á að fá að vera í fleiri tónlistartímum og þá færri tímum í einhverju öðru sem hann hefur minni áhuga á. Þannig fá nemendur að njóta sín betur og það styrkir sjálfsmynd þeirra. Fjölbreytni og valmöguleik- ar í náminu í grunnskólanum byggir börnunum starfsumhverfi sem þeim líður vel í. Um leið og dregið er úr vægi bóknámsins þarf að gera það inni- haldsríkara og áhugaverðara. Hvaða vit er í því að taka mikinn tíma í skólanum í að láta öll börn læra flóknar málfræðireglur svo dæmi sé tekið? Væri ekki nær að nota tímann í að þjálfa þau í að nota málið – rita frá eigin brjósti, tala saman, tala yfir hóp? Þetta eru mikilvægir þættir sem eru vanræktir. Mikill ávinningur Þetta kostar – aðallega þó vilja og öðruvísi hugsun um skólastarf. Ég hygg að skipulag af því sem ég hef dregið hér upp geti dregið verulega úr sérkennslu og sér- úrræðum og þá peninga sem í það fer væri hægt að nota til að byggja upp nýjar áherslur. E.t.v. þarf að leggja til eitthvert lít- ilræði til viðbótar. En ávinning- urinn er augljós. Ánægðari börn og betri líðan. Um skólamál í Kópavogi og víðar Hafsteinn Karlsson skrifar um úrræði í menntamálum »Ég tel brýnt að vægilist- og verkgreina og íþrótta verði aukið á kostnað bóknámsins. Hafsteinn Karlsson Höfundur er skólastjóri í námsleyfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.