Morgunblaðið - 16.12.2006, Síða 56

Morgunblaðið - 16.12.2006, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ágústa Jónas-dóttir fæddist á Merkigili í Aust- urdal í Skagafirði 1. ágúst 1904. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki 8. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Stefanía Sigurðar- dóttir, f. 27. maí 1877, d. 29. júlí 1965, og Jónas Kristjánsson, f. 2. mars 1880, d. 9. ágúst 1964. Systkini Ágústu voru Egill, f. 24. apríl 1901, d. 25. júní 1932; Snorri, f. 4. júlí 1905, d. 20. ágúst 1987; Jón, f. 13. júlí 1909, d. 4. mars 2004; Brynhildur, f. 23. júlí 1911; og Magnús Þórir, f. 11. maí 1921, d. 21. maí 2002. Ágústa fór nokkurra vikna göm- ul í fóstur til Jóns Guðmunds- sonar og Margrétar Jónsdóttur konu hans og ólst þar upp við gott atlæti ásamt dóttur þeirra, Ingibjörgu. Fósturforeldrar hennar bjuggu fyrst á Tyrfings- stöðum og síðar á Stekkjar- flötum á Kjálka í Skagafirði. Sautján ára gömul fór Ágústa sem kaupakona að Héraðsdal í Lýtingsstaðahreppi og kynntist þar eiginmanni sínum Sigtryggi Einarssyni, f. 11. mars 1886, d. 4. október 1955, og giftu þau sig síðla sumars 1922. Þau bjuggu fyrstu árin í Héraðsdal en 1927 fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu þar til ævi- loka. Ágústa og Sigtryggur eign- uðust sex börn en þau eru: 1) Elín, f. 16. júní 1923, d. 30. júlí 1995. Hún var gift Pálma Ólafs- syni sem er látinn og eignuðust þau tvær dætur. 2) Dag- björt, f. 16. júní 1923, d. 31. októ- ber 1941. 3) Einar, f. 8. sept. 1924, kona hans er Guðrún Gunnarsdóttir og eiga þau þrjú börn. 4) Egill Björgvin, f. 1. febr- úar 1928, d. 21. febrúar 1930. 5) Marta Sigríður, f. 30. nóvember 1931, maður hennar er Jón Ós- mann Magnússon og eiga þau tvær dætur. 6) Eiður Brynjar, f. 19. desember 1935, d. 22. októ- ber 1970. Hann var kvæntur Ingibjörgu Hólm Vigfúsdóttur og áttu þau saman tvö börn en að auki gekk Eiður tveimur börnum hennar í föðurstað. Lang- ömmubörn Ágústu eru orðin tuttugu og langalangömmubörn- in sjö. Útför Ágústu verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún amma mín var lágvaxin kona en hún var samt mjög stór persóna. Svo stór að í henni rúm- uðust margar ömmur sem höfðu ólíka eiginleika; amma Ágústa, amma Gústa, amma krati og svo einfaldlega bara amma. Amma Ágústa var reisuleg, hún var hvasseyg og andlitið var hrjúft. Fortíðin var skráð með skörpum hrukkum sem sýndu að lífið hafði ekki alltaf farið um hana mjúkum höndum. Hún var vel til höfð í kápu og með loðhúfu og það gustaði af henni þegar hún geystist út gamla bæinn á Króknum á leið heim í Borgarey. Ég man að vinkonum mínum sumum stóð ákveðinn stuggur af þessari konu. Amma Gústa var frá á fæti, snaggaraleg, létt og kvik í hreyf- ingum. Hún var andstæða þeirrar fyrrnefndu, hafði blik í auga og frekjuskarðið gaf brosinu skondinn svip. Hrukkurnar breyttust í bros- hrukkur enda var hún glettin, spaugsöm og hláturinn var smit- andi. Svo smitandi að auðvelt var að hlæja með þótt aðhlátursefnið væri óljóst. Hún var í essinu sínu þegar systkini hennar komu saman en öll höfðu þau yfir að búa ein- staklega léttri lund. Hún var fé- lagsvera, skemmtileg og hnyttin í tilsvörum. Amma krati var svolítið kúnstug. Hún klæddist svuntu og um höf- uðið batt hún skuplu. Ef hún þurfti að bregða sér út smeygði hún sér gjarnan í svört gúmmístígvél. Hún var sósíaldemókrati og verkalýðs- sinni af öllu hjarta og íhald og auð- vald var holdgervingur alls hins illa. Hún var stóryrt og hvassyrt og hafði skoðanir á málefnum líðandi stundar og felldi harða dóma sem hún undirstrikaði oft með þungu hnefahöggi í eldhúsborðið. Amma var hins vegar mjúk og faðmlag hennar var stórt og þétt. Hún hafði alltaf nægan tíma, kunni ógrynni af þulum og sögum. Sem harðfullorðin tók hún þátt í leikjum okkar krakkanna, spilaði við okk- ur, en var einnig góður hlustandi. Hún vildi vita hvernig gengi, hvað stæði til og hvatti til dáða. Hún var vinkona sem gott var að leita til og lagði gott til allra mála. Það er komið að kveðjustund og við hverfum í faðmlagið og í þeirri andrá rifjast upp fyrir mér allar þær stundir sem við höfum átt saman. Ég geng út á götuna, sný mér við til að veifa henni í kvist- glugganum en þá er hún ekki þar eins og hennar var vandi, hún er horfin. Þegar ég geng áfram suður Aðalgötuna heyri ég að kirkju- klukkunum er hringt. Hólmfríður Jónsdóttir. Ég vil hér minnast ömmu minn- ar Ágústu Jónasdóttur. Snaggara- leg, knarreist kona, lágvaxin og létt á fæti langt fram á tíræðisald- ur. Hún var ættmóðirin, hrein- skiptin í samskiptum og talaði ekki neina tæpitungu við okkur afkom- endur sína. Hún kenndi okkur að spila og fylgdist vel með að ekki væri haft rangt við. Minningar um ferðir á Krókinn í bernsku eru sveipaðar ljóma kaupstaðarlífsins. Amma svo ungleg og fín í risinu í Borgarey þar sem sér út á fjörð þegar setið er við eldhúsgluggann og ilmur af kúmenkaffi í lofti. Á kvistinum var spilað á spil og í minningunni leikur skarkalinn í mjólkurbrúsum handan götunnar undir. Það var ævintýralegt að fara með ömmu að gera hreint í Gránu; þar var ríki hennar á daginn eftir að bókhaldsmöppum Kaupfélags- ins hafði verið lokað. Hún sinnti starfi sínu þar fram á níræðisaldur. Marta frænka vann í Gránu og stundum kom hún ásamt vinnu- félögum í morgunkaffinu heim til ömmu. Kærkomnir gestir í morgun- kaffið í Borgarey voru systkini ömmu og var glettnin þá aldrei langt undan. Í minningunni voru þær amma og Binna síhlæjandi. Eftir að ég stofnaði fjölskyldu dvaldi amma stundum hjá okkur. Tekið var í spil og gjarnan slegið hressilega í borðið og spaði, spaði, sprengdur út á hlaði. Amma hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og var jafnaðarmaður allt til hinsta dags. Hún fylgdist lengi vel með flestum útsendingum frá Alþingi og sendi þingmönnum tóninn úr sæti sínu ef svo bar undir. Amma var með afbrigðum hraust og hafði gaman af því að klæða sig uppá. Árið sem hún varð níræð gekk hún enn á hælaháum skóm þegar áratugum yngri af- komendur hvíldu lúnar tær að einu fjölskylduboðinu loknu. Lífið lék hana ekki alltaf mjúk- um höndum því hún varð ekkja á besta aldri og hafði þá misst tvö af börnum sínum. Enn var höggvið skarð í hópinn þegar Eiður sonur hennar lést þrjátíu og fjögurra ára gamall. Á tíræðisaldri sat hún með okkur systrum og fjölskyldum við sjúkra- beð móður okkar, elstu dóttur sinnar, sem hún hafði þurft að láta frá sér í fóstur eins árs gamla. Við höfðum áhyggjur af því að þessi reynsla yrði henni um megn. En þar sat hún yfirveguð og hnarreist en alvörugefin og með nærveru sinni og kærleika var hún okkar klettur í tilverunni. Henni fannst hún aldrei vera gömul eins og sýndi sig á níutíu ára afmælisdaginn. Þá tístu þær systur af kátínu yfir að hún væri komin á þann aldur að við hæfi væri að spyrja frétta af heilsu. Á þessum tíma heillaðist hún líka af vélsleð- um og sagðist geta hugsað sér að eignast einn slíkan. Á tíræðisaldri gekkst amma und- ir augnaðgerð og aðspurð um sjón- ina á eftir sagðist hún sjá eins og haförn, en verst væri hvað afkom- endurnir væru orðnir forgengileg- ir. Í kjölfarið fylgdi grallaralegur hlátur, þannig var hún amma Gústa. Síðustu árin voru ömmu erfið og hvatti hún okkur hin til að njóta lífsins á meðan við værum ung og heilbrigð. Í gegnum tíðina hefur Marta verið hennar stoð og stytta og ekk- ert okkar hinna hefur komið í hennar stað. Ég þakka Mörtu fyrir allt það sem hún var ömmu og einnig starfsfólki dvalarheimilisins fyrir umönnunina. Amma mín, komið er að kveðju- stund í bili. Hjartans þakkir, hetjan mín, fyrir hlýju og elsku þína. Í minningu ei myndin dvín um móðurömmu mína. (h.p.) Þín Helga. Það var árið 1978 sem leiðir okk- ar frú Ágústu Jónasdóttur lágu fyrst saman en hún er amma konu minnar. Þau fyrstu kynni gleymast ei, eins og stundum er sagt. Ég ætlaði vart að trúa mínum eigin augum, að sjá þessa lágvöxnu konu, sem gekk um á háhæluðum skóm, hnarreist og fasmikil eins og kona á besta aldri. En ég er að tala um 74 ára gamla konu, sem þá var orðin margföld amma og langamma. Þetta var það fyrsta sem kom upp í huga mér þegar ég sá frú Ágústu Jónasdóttur í fyrsta sinn, þvílíkur karakter, þvílík kona. Þegar ég svo kynntist henni betur sá ég að þrátt fyrir þá staðreynd að hún væri 74 ára gömul stundaði hún enn vinnu og var í raun enn á besta aldri, hún var engum lík. Þótt Ágústa væri ekki há í loftinu var hjartalag hennar og einlægni með þeim hætti að hún var sann- kallað stórmenni. Ágústa var af þeirri kynslóð, sem man tímana tvenna allt frá ör- birgð til allsnægta. Hún var alin upp við þröngan kost eins og marg- ir af hennar kynslóð, fólk, sem lærði og kunni að vera þakklátt fyrir það sem það hafði hverju sinni. Kannski einmitt þess vegna var hún svo mikil jafnaðarmaður í sér, sem og raunin var á, ójöfnuður var eitur í hennar augum. Hún var eins og stundum er sagt ,,eðalkrati“ eins og þeir gerast bestir. Þegar hún talaði um pólitík við okkur, sem yngri erum og enn „blaut á bak við eyrun“, var mál- flutningur og rökfærslur hennar með þeim hætti að maður gat ekki annað en sagt ,,amen“ á eftir efn- inu. Ágústa var mikil keppnismann- eskja. Það sást best þegar tekið var í spil með henni, þá var eins gott að vera á tánum ef hún var mótspilarinn. Já, óhætt er að segja að það hafi oft hitnað í kolunum yf- ir spilum með henni, og vegna ákafa hennar var engin hætta á því að maður dottaði meðan á leik stóð. Þrátt fyrir ákafa hennar í spilum þá var hún réttsýn þótt maður mis- stigi sig og spilaði af sér, hún skammaði mann eitt augnablik og síðan var málið dautt. En um leið lærðist manni að hugsa sig um tvisvar áður en maður setti út næst. Ef skrifa á stutta minningu um konu eins og Ágústu, sem skilur eftir sig sögu sem spannar rúmlega 102 ár mun hún fremur líta út eins og lítil fyrirsögn á einum kafla úr sögu hennar. Því er vel við hæfi, um leið og ég þakka fyrir það að hafa notið þeirra forréttinda að fá að kynnast henni, að ljúka þessu stutta kaflabroti með ljóðinu Morg- unsálmur eftir Kristján frá Djúpa- læk: Það dagar senn og dýr og menn frá draumsins veröld aftur snúa. Af ljóssins strönd ber líknarhönd þeim lífsins vín, er sönnu trúa. Í önn og tryggð við ættarbyggð skal aflað brauðs og neytt í hljóði. Og guði þökk skal goldin klökk. hann gefur allt – úr ríkum sjóði. Fullur af auðmýkt kveð ég frú Ágústu Jónasdóttur og þakka enn og aftur Guði fyrir þau forréttindi að fá að kynnast henni. Hvíl þú í friði og hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Páll Jóhannesson. Ágústa Jónasdóttir Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS OTTÓS BJARNASONAR frá Böðvarsholti, Ennisbraut 18, Ólafsvík. Kristín Jóna Guðjónsdóttir, Gunnar H. Hauksson, Bjarni Guðjónsson, Bjarney Guðmundsdóttir, Jóhann Pétur Guðjónsson, Þórey Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri/Framkvæmdarstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR SIGURBJARGAR SIGFÚSDÓTTUR, Túngötu 2, Grenivík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimil- isins Grenilundar og lyfjadeildar FSA fyrir frábæra umönnun. Sigfús Jónasson, Sigurveig María Sigvaldadóttir, Sigurður Marinó Kristjánsson, Stefán Jónasson, Bryndís Albertsdóttir, Þórður Jónasson, Fanney Lára Einarsdóttir, Birgir Jónasson, Þórdís Hólmfríður Jónsdóttir, Þorbjörg Jónasdóttir, Kristinn Sigurðsson, Steinunn Jónasdóttir, Ómar Grétar Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.