Morgunblaðið - 16.12.2006, Page 65

Morgunblaðið - 16.12.2006, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 65 menning Ekki hefði mér dottið íhug þegar ég var aðalast upp á tímum Mad Max- og Lethal Weapon- myndanna að Mel Gibson ætti seinna eftir að standa upp úr flatneskju Hollywoods sem óvenjulegur kvikmyndagerð- armaður með óháða og per- sónulega sýn. Því er hins veg- ar ekki að neita að hann er vel að slíkri lýsingu kominn, hvort sem fólki kann svo að líka myndir hans eður ei. Hann fór óvenjulega leið í Píslarsögu Krists, þar sem nær óþekktir og jafnvel óreyndir leikarar fóru með hlutverk á armensku og lat- ínu, og í nýjustu myndinni, Apocalypto, endurtekur hann leikinn; misreyndir leikarar af kynþætti Maya tala „mayísku“ af Yucatan- skaga í Mexíkó. Í Apocalypto leitar Gibson að auki aftur í uppáhaldsviðfangsefni sín: hálfnakta menn, blóð og pyntingar – og áhorfendum er lítið hlíft við viðbjóðnum.    Apocalypto gerist á árinu1519, rétt áður en Spán- verjar lögðu undir sig hinn „nýja heim“. (Merkilegt hve fáir kvikmyndagerðarmenn hafa leitað í þá áhugaverðu uppsprettu sem er Róm- anska-Ameríka fyrir daga Kólumbusar.) Í stuttu máli segir þar frá ungum veiði- manni sem býr í friðsælu þorpi ásamt ófrískri konu sinni og barni. Friðsæld þorpsins er hins vegar rask- að þegar stríðsmenn ráðast þar inn og pynda, drepa, nauðga og limlesta mann og annan. Söguhetjan er tekin til fanga og segir síðan frá ævintýrum hennar.    Almennt hefur myndinfengið góðar viðtökur gagnrýnenda og nú síðast til- nefningar til Golden Globe- verðlaunanna. Flestir eru sammála um að útlit mynd- arinnar sé óaðfinnanlegt, söguframvindan grípandi, leikurinn frábær og þá er Gibson hrósað fyrir hugrekki sitt; að gera mynd með óþekktum leikurum og á framandi máli vestrænum áhorfendum. Helsta áhyggju- efni jafnvel hinna jákvæðustu í hópi gagnrýnenda virðist hins vegar vera að myndin sé ekki eins djúphyggin og Gib- son lagði af stað með. Gagn- rýnandi New York Magazine segir t.d. að síðari hluti myndarinnar sé besta „Rambó-mynd“ sem gerð hafi verið og í Newsweek er spurt hvað myndin hafi á endanum að segja, þrátt fyrir alla rannsóknarvinnuna sem í hana var lögð og hið stór- kostlega sjónarspil sem hún er. Það er ljóst að í huga Gib- sons er myndin annað og meira en hasar, blóð og flott förðun. Hann hefur lýst sköp- unarverki sínu sem allegoríu um endalok siðmenningar; undanfari slíkrar hnignunar sé endurtekið sá sami: mann- fórnir.    Þá hafa fleiri en kvik-myndagagnrýnendur látið skoðun sína á myndinni í ljós. Úr röðum sagnfræðinga, mannfræðinga og baráttu- samtaka fyrir réttindum ind- íána í Mið-Ameríku hefur t.d. sú gagnrýni heyrst að mynd- in sé sögulega ónákvæm, réttlæti nýlendustefnu Spán- verja í heimshlutanum og sé uppfull af kynþátta- fordómum. Hún sýni Maya sem blóðþyrsta villimenn með fátt annað en hrottaskap á afrekaskránni – ásakanir sem Gibson hefur alfarið hafnað.    Mel Gibson er að geramyndir sem vekja um- tal og athygli. Það væri ósk- andi að fleiri vikju af hinni kjarklitlu braut Mad Max- mynda og færu að gera eitt- hvað djúsí. Hálfnaktir menn, blóð og pyntingar » Í Apocalypto leitar Gibson að auki afturí uppáhaldsviðfangsefni sín: hálfnakta menn, blóð og pyntingar – og áhorfendum er lítið hlíft við viðbjóðnum. Endalokin Rudy Youngblood fer með aðalhlutverkið í Apocalypto. Sögusviðið er 16. öld og er öðrum þræði fjallað um endalok menningar Maya-indíana. Frumsýnd hérlendis í janúar. floki@mbl.is AF LISTUM Flóki Guðmundsson Reuters Kvikmyndaskóli Íslands | Laugavegi 176 | 105 Reykjavík | Sími: 533 3309 | kvikmyndaskoli.is Helga Völundardóttir Apaenglahringekja Að leita er ekkert að finna er eitthvað Fanney fióra Vilhjálmsdóttir Afhverju ég Það er alltaf einhver að fylgjast með þér Davíð Þór Þorsteinsson Hvítt gull Ástin leynist á næsta horni en hætturnar eru allsstaðar 7 nýjar stuttmyndir Útskrift nemenda af kvikmyndabraut Kvikmyndaskóla Íslands fer fram í dag í Bæjarbíói kl. 12:30. Öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Útskrift nemenda af kvikmyndabraut Kristín Harpa fiorsteinsdóttir Jerzy Brjánn Gu›jónsson Heltekinn Hann hefur alltaf verið heltekinn af henni Höskuldur Ketilsson Mona / Lisa Ástarþríhyrningur milli tveggja Þrjár kveðjur ...og klukkur munu klingja Stórir strákar þurfa líka að leika sér Upplýsingar um Kvikmyndaskóla Íslands: kvikmyndaskoli.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.