Morgunblaðið - 22.12.2006, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 22.12.2006, Qupperneq 50
|föstudagur|22. 12. 2006| mbl.is staðurstund Sönghópurinn Brooklyn Fæv hefur lengi ætlað að gefa út jólaplötu og hefur nú loks látið verða af því. » 52 tónlist Stórmyndin Flags of our Fath- ers eftir Clint Eastwood var frumsýnd í Háskólabíói í gær að viðstöddu fjölmenni. » 61 kvikmyndir Bandarískur alríkisdómari hef- ur vísað frá lögsókn hermanns á hendur hinum umdeilda Mich- ael Moore. » 55 fólk Flóki Guðmundsson fjallar um þá undarlegu uppákomu þegar Roberto Alagna strunsaði af sviðinu í Scala. » 53 af listum Skemmtistaðurinn Gaukur á stöng er að syngja sitt síðasta og af því tilefni er efnt til tón- leika með Jet Black Joe. » 55 tónleikar Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ROKKIÐ lifir, rokkið erdautt o.s.frv. Hljómsveit-arstjórinn KK sagði eitt-hvað á þá leið á sínum tíma að auðvitað spilaði sveit hans þessa „rock and roll“ tónlist, þar er eð hún væri í tísku. En KK vonaði um leið að hún hyrfi sem skjótast af sjón- arsviðinu, enda væri hún ekki merki- legur pappír frekar en aðrir tísku- dansar. Fimmtíu árum síðar hefur rokkið enn kverkatak á heimsbyggðinni, eldheitur áhugi fyrir forminu end- urnýjar sig stöðugt og ungir og ferskir liðsmenn bætast í sífellu í hópinn. Fimm íslenskar hljómsveitir af því taginu stíga sín fyrstu skref fyrir þessi jól í plötuútgáfu, með einni undantekningu þó. Grugg og tilraunastarfssemi Það er hljómsveitin Noise sem er undanþeginn lýsingunni að ofan, en önnur plata sveitarinnar, Wicked, kom út fyrir stuttu. Áður hefur hljómsveitin gefið út plötuna Pretty Ugly (2003) og enn lengur hefur hún verið starfandi, eða frá árinu 2001. Noise er trú kölluninni, spilar hrátt og gruggkennd rokk og hefur dvalið sælleg neðan radars allt frá upphafi. Tónleikahald hefur alla tíð verið með reglubundnum hætti en sveitin er leidd af þeim Vilbergs- bræðrum, Einari og Stefáni. Á Wic- ked hristir Noise upp í gruggform- úlunni og stígur sköpunarlega nokkur skref fram á við en platan var tekin upp af Ragnari Zolberg. Sjá nánar á www.myspace.com/noise1. Gavin Portland hefur sömuleiðis verið iðin við tónleikahald þó að líf- tíminn sé heldur styttri, eða tæp tvö ár. Nýverið kom fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Views from Distant Towns, út á vegum 12 Tóna en áður hafði sveitin gefið tvær stuttskífur út sjálf. Platan er hiklaust ein af allra bestu rokkplötum ársins og fékk fimm stjörnu dóm í blaði þessu fyrir stuttu. Kolbeinn, eða Kolli, söngvari býr nú um stundir í Englandi og var staddur þar er blaðamaður sló á þráðinn. „Ég myndi segja að fyrstu lögin okkar hafi verið meira svona blátt áfram rokk,“ segir hann um þróun sveitarinnar. „Það er mun meira flæði í gangi núna, við erum farnir að þekkja inn á hvorn annan og getum því leyft okkur meiri tilraunastarfs- semi en áður. Dæmi um það er að finna á nýju plötunni.“ Gavin Port- land spilar mikið á tónleikum en Kolli segir það helsta miðillinn sem hljóm- sveit í þeirra stöðu getur stuðst við. „Við áttum okkur fyllilega á því að rokk í harðari kantinum á ekki sér- staklega greiða leið í útvarpið eða aðra meginstraumsmiðla. Þannig að svona höfum við komið okkar tónlist á framfæri.“ Kolli verður heima um jólin og þá verður hent í nokkra tón- leika og svo verða útgáfutónleikar í janúar. Framtíðartónlist, þyngri tónlist og angurvær tónlist Future Future var reist á rústum Snafu fyrir nokkrum árum síðan en sveitina skipa í dag fyrrum Snafu- limir, þeir Sigurður Alexander Odds- son söngvari og Eiður Steindórsson gítarleikari en aðrir sem sveitina skipa eru þeir Arnar Ingi Viðarsson trymbill og Árni Hjörvar Árnason bassi. Snafu lagði fyrir sig tiltölulega hefðbundið „metal-core“ en Future Future fara hins vegar í allar áttir og draga áhrif sín víða að. Fyrsta plata sveitarinnar er Insight og inniheldur níu lög. „Við erum búnir að vera að púsla þessu saman í tvö ár,“ segir Sig- urður. „Eftir Snafu langaði okkur að gera eitthvað nýtt, eitthvað allt ann- að. Að toga og teygja hið hefðbundna rokkform eins og kostur væri. Eftir áramót ætlum við svo að leggja höf- uðið í bleyti hvað framhaldið varðar, en hugsanlega skiptum við algerlega um gír og gerum eitthvað allt, allt annað. Við látum hjartað ráða för og útilokum ekki neitt.“ Hljómsveitin gefur sjálf út en 12 tónar dreifa. Þungarokksveitin Canora er þá og reist á rústum, en það er hljómsveitin d.u.s.t. sem liggur undir þeim. Albert Ásvaldsson segir blaða- manni að þeir d.u.s.t.-liðar hafi lang- að til að búa til tónlist áfram þó að sú sveit hafi verið lögð niður. Canora var því stofnuð árið 2003 og áherslan nú á þyngri tónlist, eitt- hvað sem Albert var að gera áður en d.u.s.t. var stofnuð. „Við höfum verið starfandi með góðum pásum,“ segir hann og hlær við. „Við erum búnir að vera frekar lat- ir ef satt skal segja. Ég sé um að reka Ryk hljóðverið og einnig hefur Jakob gítarleikari aðgang að hljóveri. Þetta er því of auðvelt, of mikill tími og því hefur þetta setið á hakanum.“ Ca- nora kýldi svo loks á það, setti sér að klára plötu á þremur vikum. Hún er nú komin út og kallast Kelvinator. Albert segir lítinn mark- að hérlendis fyrir svona tónlist og væri vel til í að þreifa fyrir sér í Skandinavíu t.d. eða einhvers staðar erlendis. Einhverjir tónleikar verða svo í janúar en í febrúar er það túr um landið ásamt hinni akureyrsku Nevolution. Shadow Parade leikur lágstemmt og angurvært nýbylgjurokk en fyrsta plata hennar, Dubious Inten- sions, kom út fyrir stuttu. Shadow Parade byrjaði í höfuðstað Norður- lands sem raftónlistardúett en er nú sex manna rokksveit. Um ár tók að vinna plötuna, var það gert um kvöld og helgar og segir Beggi Dan, söngv- ari, að annar háttur verði hafður á hvað þá næstu varðar, einn þéttur mánuður verður tekinn í það verk- efni. Líkt og með Future Future gef- ur sveitin sjálf út en 12 Tónar dreifa. Jólarokk Þungarokksveitin Canora er reist á rústum, en það er hljómsveitin d.u.s.t. sem liggur undir henni. Rokkað í kring- um jólatréð Tónlist | Fimm íslenskar rokksveitir stíga fram með plötur fyrir þessi jól Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Á LOKASPRETTINUM fyrir jól er tilvalið að slaka aðeins á og gefa sér tíma til að hlusta á góða tónlist. Í Neskirkju í kvöld munu Hall- veig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Steingrímur Þórhallsson org- elleikari halda sína árlegu kyrrðar- og íhugunartónleika. „Þetta er í fjórða sinn sem við höldum þessa kyrrðartónleika. Við hugsum þá sem mótvægi við hinn mikla hraða sem einkennir jóla- haldið á okkar dögum og viljum að fólk upplifi hina sönnu jólastemn- ingu eftir hlaupin á milli búða,“ segir Hallveig en tónleikarnir verða mjög trúarlegir í ár. „Á efnisskránni verða gamlir ís- lenskir aðventusálmar sem flestir þekkja í bland við tónlist Johanns Sebastians Bach. Við munum ekki flytja sálmana eftir bókinni heldur erum við með okkar eigin nútíma- legu útsetningar. Við flytjum svo þrjár aríur og sálmaforleiki eftir Bach inni á milli sálmana. Bach er hinn fullkomni friðargjafi að okkar mati, það er mikil kyrrð í tónlist hans.“ Ekki klappað og aðeins kerti Hugmyndin að kyrrðarstundinni kviknaði hjá Hallveigu og Stein- grími þegar þau fundu þörf hjá sjálfum sér til að fá íhugunartíma í lok aðventunnar. „Mér finnst dásamlegt að syngja á þessum tón- leikum og finn mína innri ró á þeim þótt ég sé að koma fram. Allur des- ember er brjálaður hjá manni og ég finn minn innri kjarna á tónleik- unum.“ Á kyrrðar- og íhugunartón- leikum er ekki klappað og kirkjan er aðeins lýst upp með kertum og ljósum frá jólatrénu. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta verði mjög friðsamleg stund.“ Endaspretturinn fyrir jól Steingrímur er organisti í Nes- kirkju og því lá beint við hjá þeim að halda tónleikana þar. „Það hefur verið mjög góð mæt- ing í þessi þrjú skipti sem tónleik- arnir hafa verið haldnir hingað til, við höfum þá alltaf á sama degi og á sama tíma og mörgum finnst gott að koma alveg á endasprettinum fyrir jól og taka því rólega í klukkutíma.“ Kyrrðar- og íhugunartónleika- rnir hefjast kl. 21 í kvöld í Nes- kirkju við Hagatorg. Aðgangseyrir er 1500 kr. en 500 kr. fyrir aldraða og námsmenn. Gamlir sálmar og Bach á kyrrðarstund Morgunblaðið/Árni Sæberg Sálmar Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Steingrímur Þórhallsson org- anisti halda kyrrðar - og íhugunartónleika í Neskirkju í kvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.