Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag sunnudagur 24. 12. 2006 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 9.056» Innlit 16.017» Flettingar 113.536 » Heimild: Samræmd vefmæling GAF ÖLLUM REYKSKYNJARA TÓMAS MÁR SIGURÐSSON, FORSTJÓRI ALCOA Á REYÐARFIRÐI, VILL HINDRA BRUNA Á JÓLUNUM >> 3 Krókháls 5a • 110 Reykjavík • Sími: 588 7700 • Fax: 588 8700 • www.radning.is • radning@radning.is VA ARKITEKTARREKSTRARSTJÓRI Starfssvið: • Fjármálastjórnun í samráði við framkvæmdastjóra • Gerð rekstrar-, árshluta- og ársuppgjara • Hagkvæmiútreikningar • Framsetning tölulegra upplýsinga • Umsjón og útreikningur launa • Umsjón og gerð reikninga • Innheimta • Starfsmannaráðningar fyrir skrifstofu og móttöku • Ábyrgð og umsjón með tæknimálum Hæfniskröfur: • Háskólamenntun s.s. viðskipta-, rekstrarfræði eða önnur sambærileg menntun • Reynsla sem nýtist í starfi • Áhugi og reynsla af rekstri fyrirtækja • Góð tölvukunnátta er skilyrði VA arkitektar óska eftir rekstrarstjóra til starfa. Rekstrarstjóri ber ábyrgð á skrifstofuhaldi og daglegum rekstri í samstarfi við framkvæmdastjóra. Í boði er krefjandi starf hjá öflugu og framsæknu fyrirtæki sem flytur í glæsilegt húsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Áhugasömum er bent á að leggja inn umsókn á heimasíðu Ráðningarþjónustunnar www.radning.is Fyrirspurnum er eingöngu svarað hjá Ráðningarþjónustunni. Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar 2007. Umsjón með starfinu hefur Inga Steinunn Arnardóttir, inga@radning.is VA arkitektar ehf. veita alhliða þjónustu á sviði skipulags og mannvirkjahönnunar. Hjá VA arkitektum starfa um 30 starfsmenn í tveimur löndum. Markmið VA arkitekta eru: • að vera leiðandi fyrirtæki í gerð skipulags, hönnun mannvirkja og ráðgjöf. • að veita viðskiptavinum úrvals þjónustu þar sem vönduð vinnubrögð, hagsýni og listræn sköpunargleði eru sett í öndvegi. Krókháls 5a • 110 Reykjavík • Sími: 588 7700 • Fax: 588 8700 • www.radning.is • radning@radning.is Gleðilega hátíð Aðstoðarskólameistari Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi Ný kennslufræði Ný námsskrá Ný bygging Nýr skóli Við erum að leita að dugmiklum einstaklingi, sem er tilbúinn til að taka þátt í að móta nýjan framhaldsskóla. Viðkomandi þarf að vera frjór í hugsun og lipur í samskiptum. Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi eru nauðsynleg og reynsla af stjórnun mjög æskileg. Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2007 Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 895 2256 . http://www.menntaborg.is Bygginga- verkfræðingur/ Tæknifræðingur Verkfræðistofan Hamraborg sf. óskar eftir að ráða byggingaverkfræðing eða bygg- ingatæknifræðing til starfa sem fyrst í burðarþolsverkefni. Góð þekking á burðarþolsfræði og þekk- ing á autocad æskileg. Nánari upplýsingar gefur Sævar Geirsson í síma 554 2200. Umsóknir sendist með tölvupósti saevar@hamraborg.is Flatahrauni 12 - Hafnarfirði - sími 585 3600 Framhaldskólakennarar Kennara vantar í rafmagnsgreinar, bæði bóklegar og verklegar á vorönn 2007. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un, réttindi og fyrri störf berist til skóla- meistara fyrir 7. janúar nk. sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið í síma 585 3600 eða á netfangi: johannes.einarsson@idnskolinn.is Laun samkvæmt kjara- og stofnanasamn- ingi KÍ við fjármálaráðuneytið og Iðnskólann í Hafnarfirði. Skólameistari Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Krossgáta 59 Staksteinar 8 Minningar 60/61 Veður 8 Menning 65/68 Daglegt líf 22/39 Sjónspegill 66/67 Forystugrein 40 Leikhús 68 Reykjavíkurbréf 40 Myndasögur 70/71 Við manninn mælt53 Dagbók 72/77 Hugsað upphátt 53 Víkverji 72 Umræðan 54/56 Velvakandi 72 Auðlesið efni 57 Staður og stund 73 Hugvekja 58 Bíó 74/77 Skákþrautir 58 Sjónvarp 62, 64, 78 * * * Innlent  Sjávarútvegsráðuneytið greiðir bandarísku fyrirtæki um eina millj- ón króna á mánuði fyrir almenna hagsmunagæslu og til að kynna sjónarmið Íslands varðandi sjálf- bæra nýtingu hafsins. Samstarfið hefur varað frá árinu 2000 og nema greiðslurnar á því tímabili samtals 87 milljónum króna. Sjávarútvegs- ráðherra segir fyrirtækið vinna gott og nauðsynlegt starf og gerir ráð fyrir að hagsmunagæsla erlendis verði í framtíðinni ríkari þáttur í starfsemi ráðuneytisins. » Forsíða  Bálhvasst var víða um land í fyrri- nótt og gekk sjór víða á land. Gríð- arlega hvasst var á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Á Ísa- firði gekk sjór á land og olli tölu- verðum usla og vatn rann víða inn í hús. Töluvert eignatjón varð á Grundarfirði en þar var vindstyrkur um 50 m/s í verstu hviðunum. » Baksíða  Viðbygging við húsnæði barna- og unglingageðdeildar Landspít- alans við Dalbraut hefur verið boðin út. Áætlaður kostnaður er 340 millj- ónir króna. Útboðsfrestur rennur út í janúar, gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist í febrúar og áætlað er að húsið verði tilbúið í maí 2008. Yfirlæknir deildarinnar segir að ný- byggingin muni breyta miklu í starf- semi deildarinnar. Rætt hefur verið um nauðsyn á stækkun deildarinnar árum saman og er nú loks að rætast úr. Framlag ríkisins til bygging- arinnar er um 200 milljónir, sala á húsi gefur 55 milljónir, Kvenfélagið Hringurinn gefur 50 milljónir og ýmsir aðrir aðilar 30 milljónir. » 4  Séra Sigríður Óladóttir á Hólma- vík gerir víðreist um þessi jól eins og önnur enda er hún eini presturinn í einu víðfeðmasta prestakalli lands- ins. Hún messar fimm sinnum um þessi jól og tekur ferðalagið til og frá þeirri kirkju sem lengst er frá Hólmavík heilan dag. Í Bitrufjörð eru 60 km og um 100 km í Árnes- hrepp. Það er ekki nóg með að vega- lengdirnar séu miklar því á sumum leiðum þarf að fara yfir heiðar og aðrar hindranir. » 6 Erlent  Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg og leiðtogi ensku bisk- upakirkjunnar, segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi stefnt lífi þúsunda kristinna íbúa Mið-Austurlanda í hættu með „skammsýnni“ og „fávíslegri“ stefnu í málefnum Íraks. Erkibiskupinn er óvenju harðorður í garð ráðamann- anna í grein í breska dagblaðinu The Times og varar við því að kristnir íbúar Mið-Austurlanda kunni að verða hraktir þaðan vegna innrás- arinnar í Írak. » Forsíða  Polisario, sjálfstæðishreyfing Vestur-Saharamanna, vonar enn að þjóðir heims leyfi þeim að ákveða framtíð sína í þjóðaratkvæða- greiðslu þrátt fyrir andstöðu Mar- okkómanna. Frönsk stjórnvöld hafa stutt Marokkómenn í málinu en Pol- isario vonar að afstaða Frakka breytist þegar nýr forseti tekur við á næsta ári. » 48–49 VINNSLA raforku á Íslandi á síð- asta ári nam alls 8.681 gígavattstund (GWh). Uppsett heildarafl virkjana nam 1.507 megavöttum (MW) í lok ársins. Afkastamesta virkjunin er Búrfellsvirkjun, en heildarafl hennar er 270 MW. Á árinu 2005 var Nesja- vallavirkjun stækkuð um 30 MW og er þá aflgeta hennar orðin samtals 120 MW. Þá voru allmargar litlar vatnsaflsvirkjanir teknar í notkun. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Orkumála, sem Orkustofnun gefur út. Í blaðinu kemur fram að raforku- vinnsla hefur verið nokkuð stöðug undanfarin ár. Stærsta vatnsafls- virkjun landsins, kennd við Kára- hnjúka (690 MW), sem byggð er vegna sölu raforku til Fjarðaáls í Reyðarfirði, svo og jarðgufuvirkjan- ir á Hellisheiði (áætlaðar 200–210 MW, þar af 90 MW 2006) og Reykja- nesi (100 MW) vegna stækkunar Norðuráls, auka raforkuvinnslu landsins verulega á árunum 2006 og 2007. Með tilkomu þessara þriggja virkjana og annarra smærri virkjana eykst vinnslugeta raforkukerfis landsins um 70–80%. 19,1% frá jarðgufuvirkjunum Vatnsorkan stendur undir yfir- gnæfandi meirihluta raforkuvinnsl- unnar á Íslandi en raforkuvinnsla úr olíu er hverfandi. Vinnsla með jarð- gufu hefur farið vaxandi frá árinu 1980 og nam árið 2005 19,1% af heildinni. Hlutur stóriðju í raforkunotkun á Íslandi fer vaxandi og notar nú stór- iðja (ál- og járnblendiiðnaður) um 63% af raforku landsins. Af heildar- notkun raforkunnar eru 78% hennar nýtt á höfuðborgarsvæðinu og Vest- urlandi, þar sem stóriðjufyrirtækin eru. Sé horft til þróunar raforkunotk- unar til ársins 2015 mun samningur Landsvirkjunar við Alcoa um sölu raforku til Fjarðaáls í Reyðarfirði hafa mest áhrif, svo og samningar Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykja- víkur og Hitaveitu Suðurnesja við Norðurál um sölu á 3.549 GWh í for- gangsorku og 423 GWh í ótryggðri raforku. Verði álver við Helguvík og á Húsavík byggð mun raforkunotk- un aukast um 9–10 þúsund GWh til viðbótar á ári, segir í Orkumálum. Vinnslugeta raforkukerf- isins eykst um 70–80% Í HNOTSKURN »Uppsett heildarafl virkj-ana á Íslandi nam 1.507 megavöttum (MW) í lok síðasta árs. Afkastamesta virkjunin er Búrfellsvirkjun. »Hlutur stóriðju í raforkunotkun á Íslandi fer vaxandi og notar nú stóriðja (ál- og járnblendiiðn- aður) um 63% af raforku landsins. »Af heildarnotkun rafork-unnar eru 78% hennar nýtt á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi, þar sem stóriðju- fyrirtækin eru. JÆJA, þá fer að koma að því að jólahátíðin gangi í garð. Biðin langa er því senn á enda. Eftir aðeins örfá- ar klukkustundir má gera ráð fyrir að flestir lands- menn séu komnir í sparifötin, hreinir, stroknir og með gleði í hjarta. Þannig vilja í það minnsta flestir hafa það. Mest er tilhlökkunin eflaust hjá börnunum og sum hver væntanlega fengið góðan glaðning frá Kertasníki, þeim jólasveini er síðastur kemur til byggða, í skóinn eða sokkinn í morgun, nú á sjálfan aðfangadag. Systkinin Arnar Ingi Helgason og Rakel Helgadóttir höfðu komið sér fyrir við gluggann í slagviðrinu í gær og litu eftir sveinka. Höfðu þau hengt skemmtilega jólasokka í gluggann til að auðvelda honum vinnuna. Morgunblaðið/Sverrir Biðin langa á enda RAFMAGNSTÆKJUM fjölgar sí- fellt á heimilum landsins. Allt að 10% raforkunotkunar heim- ilistækja fer oft og tíðum í svo- kallaða biðstöðu (e. stand by). Í Orkumálum Orkustofnunar segir að hafa beri í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notk- unar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagns- reikningi. Biðstaða tækja er stundum kölluð rafmagnsleki enda lekur hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auð- veldasta leiðin til að minnka bið- stöðunotkun er að slökkva alveg á tækjum og helst taka þau úr sambandi. Mjög einföld leið til að draga úr biðstöðunotkun er að tengja sjónvarp, DVD-spilara, af- ruglara og hljómflutnings- og myndbandstæki inn á sama fjöl- tengi með rofa þar sem slökkva má á öllum tækjum í einu. Slökkvið á raf- tækjum og sparið peninga GERA má ráð fyrir að í ár hafi hátt í 11.000 erlendir ríkisborgarar komið til starfa á Íslandi, þótt ekki séu svo margir starfandi hverju sinni, og að um 6.000 séu enn á vinnumarkaði sem voru hér starfandi á síðasta ári. Erlendir ríkisborgarar á íslenskum vinnumarkaði eru því að öllum lík- indum nálægt 16.000 um þessar mundir þótt erfitt sé að leggja ná- kvæmt mat á fjöldann. Þetta kemur fram í tölum frá Vinnumálastofnun. Í lok nóvember voru um 814 starfsmenn hér á landi á vegum starfsmannaleigna. Til landsins höfðu þá komið alls um 1.130 manns á vegum starfsmannaleigna. Alls eru þetta því nálægt 7.500 manns sem Vinnumálastofnun hefur beinar upp- lýsingar um að hafi bæst við á ís- lenskan vinnumarkað til loka nóvem- ber 2006. Vinnuafl á árinu 2006 verður á milli 170 og 175 þúsund manns skv. vinnumarkaðskönnunum Hagstof- unnar. Því má gera ráð fyrir að er- lendir ríkisborgarar, sem hlutfall af vinnuafli, séu orðnir um 9% um þess- ar mundir. Hlutfallið hefur hækkað mjög á síðustu tveimur árum og sker þróun- in hér á landi sig töluvert úr þróun- inni á Norðurlöndum, en fram til árs- ins 2004 var þróunin hér með svipuðum hætti og annars staðar á Norðurlöndunum. 11.000 útlendingar hafa komið til starfa Ísland sker sig töluvert úr þróuninni á Norðurlöndum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.