Morgunblaðið - 24.12.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 24.12.2006, Síða 18
’Ég fæ ekki skilið hvernig íósköpunum ég komst alveg heill út úr þessu.‘Jón Sverrir Sigtryggsson sem komst með naumindum út úr bíl sínum eftir að hafa hafnað ofan í Djúpadalsá. ’Þeir voru einfaldlega frábærir,enginn hefði getað staðið sig betur en þeir.‘Ulf Berthelsen, skipherra á danska eft- irlitsskipinu Triton, um áhöfn TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem bjargaði sjö dönskum sjóliðum þegar flutn- ingaskipið Wilson Muuga strandaði skammt suður af Sandgerði á þriðjudags- morgun. ’Það er ekki gott að vera íhaugasjó og hífa menn upp í svartamyrkri þegar ölduhæðin er fimm til sex metrar. Það er mjög erfið aðgerð.‘Halldór B. Nellett, framkvæmdastjóri að- gerðasviðs Landhelgisgæslunnar, um björgunina. ’Ég legg mikið upp úr því aðheilsa sem flestum með handa- bandi og fólk er mjög þakklátt.‘ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sem undanfarið hefur heimsótt eldri borg- ara í félagsmiðstöðvum og hjúkr- unarheimilum og tekið lagið með stór- söngvurum á borð við Þorgeir Ástvaldsson og Ragga Bjarna. ’Evran er stærsti gjaldmiðillNorður-Evrópu sem er okkar markaðssvæði og því var eðli- legt að sú mynt yrði valin.‘Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums- Burðaráss, um þá ákvörðun stjórnar bank- ans að gera frá næstu áramótum upp í evr- um í stað íslensku krónunnar. ’Flugumferðarstjórar eru meðalgjörlega óforsvaranlegar kröf- ur.‘Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Ummæli vikunnar Slys Jón Sverrir Sigtryggsson sýndi mikla yfirvegun þegar bíll hans fór í Djúpadalsá. 18 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Valdaskeið Saparmúrats Níjasovs í Túrkmenistan var tími skefjalausrar persónudýrkunar, harðstjórnar og skringilegheita. Knattspyrna | Það þarf ekki mikið til að fella Didier Drogba á knattspyrnuvellinum, en hann hefur leikið á alls oddi í vetur og fáir eru honum skæðari upp við markið þessa dagana. Jólaboð | Um hvað verður talað í jólaveislunum? VIKUSPEGILL» Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is TRÚLEGA er ástandið einna helst líkt því, sem ríkti í Sovétríkjunum árið 1953 þegar einræðisherrann Jósef Stalín kvaddi þennan heim. Og reynist það nauðsynlegt verður vafalaust séð til þess að sorgin verði jafnhamslaus og þegar ill- mennið var borið til grafar; fjöldi fólks týndi lífi í troðningi á útfar- ardegi Stalíns. Djúpur harmur verður þó vafalaust kveðinn að mörgum í Túrkmenistan, ekki síst íbúum Kíptsjak þar sem frægasti sonur þorpsins, sjálfur Túrkmen- basi, verður borinn til hinstu hvílu í dag, sunnudag. Saparmúrat Níjasov var kallaður á fund feðra sinna á fimmtudag, 66 ára að aldri. Fregnin kom sem þruma úr heiðskíru lofti, að vísu var vitað að Túrkmenbasi ætti við hjartveiki að stríða en engar vís- bendingar höfðu borist um að lík- amshulstrið væri við að játa sig sigrað gagnvart lögmálum hins tímanlega hryllings. Raunar gildir það um flest í Túrkmenistan; það- an berast að öllu jöfnu fáar vís- bendingar. Og þó, fyrir lá að Túrk- menbasi hafði verið undir stöðugu eftirliti lækna og mun þýskur sér- fræðingur í hjartasjúkdómum hafa farið fyrir því „teymi“ eins og það heitir víst á nútímamáli. Og þessi sami hópur hafði látið þau boð út ganga að Níjasov væri við hesta- heilsu. Þeim tíðindum var vitan- lega fagnað í sæluríki hans. Nú fer Túrkmenbasi um astralsviðið á völdum reiðhestum en algjör óvissa ríkir í röðum þeirra sem byggja hans elskaða föðurland. Líkt og Stalín forðum sá Sap- armúrat Níjasov til þess að veldi hans yrði í engu ógnað. Þar kann að vera fundin skýring á því að Túrkmenbasi sá ástæðu til að reka rúmlega 50 forsætisráðherra úr starfi á þeim 20 árum, sem hann ríkti í Túrkmenistan. Dýrkunin á persónu forsetans var engu lík, nema ef vera skyldi Stalín, Kim- arnir í Norður-Kóreu koma einnig upp í hugann. Þar var því lengi fram haldið að Kim Il-sung, faðir Kim Jong-il, núverandi leiðtoga, væri „merkasti einstaklingur mannkynssögunnar“; tiltekin planta blómgast víst enn þegar nafn hans er nefnt og yfirskilvit- legur og öldungis óhagganlegur regnbogi ku liggja yfir fæðingar- stað hans. Níjasov lét sér að vísu nægja að blóm væri skírt í höfuðið á honum í virðingarskyni við „mik- ilvægt framlag Túrkmenbasa til stöðugleikaþróunar í Asíu og öllum heiminum“ en höfuðrit hans, Rúk- hnama, var raunar sent út í geim- inn í rússneskri eldflaug. Til að af- stýra misskilningi ber að taka fram að áður en til þeirrar himnafarar kom hafði höfundurinn heitið öllum þeim sem þrívegis lesa þá merku bók eilífu lífi. Yfirskilvitlegt má á hinn bóginn heita að hár Túrkmen- basa var þeirrar náttúru að það gat ekki gránað. Sýndi það minnstu merki slíkrar hnignunar dökknaði það óðar á ný: endurgerðist líkt og steppuvindurinn. Vaxandi vinsældir Saparmúrat Níjasov leit fyrst dagsins ljós 19. febrúar árið 1940. Faðir hans, sem var kennari, féll í síðari heimsstyrjöldinni en móðirin og fleiri ættmenni fórust í ægileg- um landskjálfta, er reið yfir átta árum síðar. Níjasov var þá vistaður á ríkishæli fyrir munaðarlausa en síðar fluttist hann til fjarskyldra ættingja. Hann nam verkfræði í Leníngrad og hóf að námi loknu, árið 1966, störf á heillandi vinnu- stað í Bjesmenskaja-orkuverinu nærri Ashgabat, höfuðborg Túrk- menistans, sem var á þessum tíma eitt af Mið-Asíulýðveldum Sovét- ríkjanna. Níjasov gekk til liðs við Komm- únistaflokk Sovétríkjanna og hlaut skjótan frama. Árið 1985 var hann skipaður leiðtogi flokksdeildarinn- ar í Túrkmenistan. Í októbermán- uði 1990 varð hann forseti lýðveld- isins. Þann 27. október 1991, skömmu fyrir endanlegt hrun Sov- étríkjanna, lýstu Túrkmenar yfir sjálfstæði og ári síðar var Níjasov kjörinn forseti með 99,5% atkvæða. Hann bætti um betur þremur árum síðar þegar 99,9% kjósenda lýstu sig samþykk því í þjóðaratkvæða- greiðslu að hann yrði áfram forseti án þess að til kosninga kæmi. Í ágústmánuði 2002 hafði stuðningur við leiðtogann loks náð því stigi að ástæðulaust þótti með öllu að efna til forsetakosninga á meðan hans nyti við. Túrkmenar lýstu yfir hlutleysi á alþjóðavettvangi og þeirri stefnu var fylgt af kostgæfni í valdatíð Níjasovs. Forsetanum þótti sýnt að hlutleysi yrði best tryggt með sem allra minnstum samskiptum við aðrar þjóðir. Prýðilega gekk að reka þessu stefnu Túrkmenbasa; landinu var einfaldlega lokað og skrúfað fyrir óháða fjölmiðla. Rík- ismiðlar voru á hinn bóginn efldir í nafni þjóðmenningar og frelsis og vart þarf að fara mörgum orðum um hvert var helsta umfjöllunar- efni þeirra. Útsendingar ríkissjón- varpsins voru iðulega rofnar þegar Níjasov, sem nú hafði tekið sér nafnið „Túrkmenbasi“ eða „faðir allra Túrkmena“, taldi þörf á að lyfta þjóðarandanum með lestri eigin ljóða. Helsta rit hans, „Rúk- hnama“ („Bók andlegrar göfgi“), var gert að skyldunámsefni á öllum skólastigum. Rúkhnama er undur- samlegur og makalaus samsetning- ur. Vart verður við öðru búist þeg- ar höfundurinn kveðst beintengdur almættinu. (Áhugasömum skal bent á að Rúkhnama má nálgast á ensku á Netinu. Slóðin er www.rukhnama.com). Fregnir af þeirri hamslausu per- sónudýrkun, sem Túrkmenbasi kom á í ríki sínu, rötuðu nokkuð greiðlega til Vesturlanda (og voru löngum birtar samviskusamlega í Morgunblaðinu). Undarlegheitum mannsins virtust engin takmörk sett og ekki verður því á móti mælt að ákvarðanir hans og ummæli ein- kenndust iðulega af lítt heftum frumleika. Frægt varð þegar mán- uðir ársins voru endurnefndir og enn bera þeir nöfn Túrkmenbasa og nánustu ættmenna hans. (At- hyglisvert er að dýrkun á foreldr- um leiðtogans var einnig komið á í Túrkmenistan. Móðir Níjasovs var lýst „þjóðhetja“, lögð að jöfnu við gyðju réttlætisins og aprílmánuður nefndur Gurbansoltan eftir henni. Freistandi er að ætla að erfið æska hafi mótað Níjasov mjög. En ef til vill er það þvættingur; sjálfur var hann fimm sinnum lýstur „hetja túrkmensku þjóðarinnar“). Framkvæmdagleði Stærsta gullstyttan af Túrkmen- basa í Ashgabat lýtur sem kunnugt er þeirri kynngi að ásjóna leiðtog- ans veit jafnan mót sólu. Í landinu er og að finna stærstu mosku Mið- Asíu, sem nefnist „Andi Túrkmen- basa“. Sagt er að byggingin hafi kostað um sjö milljarða króna og teljast það ekki stöðumælapening- ar þar í landi líkt og hér í lýðveld- inu. Á einum stað reis 40 metra pýramídi föður þjóðarinnar til dýrðar, gríðarstórt stöðuvatn var bókstaflega búið til í Kara Kum- eyðimörkinni, skíðasvæði var lagt, íshöll reis í sandauðninni og kynnt voru áform um að „breyta loftslag- inu“ í landinu með skógrækt á áður óþekktu stigi. Styttur af leiðtog- anum eru hvarvetna og mynda ákveðið mótvægi við – sumir myndu segja „kallast á við“ – myndirnar risastóru, sem eru á hverju strái. Gjaldmiðillinn hýsir mynd af leiðtoganum, framleidd eru teppi með ásjónu hans, túrk- mensks vodka (sem mun gefa því mongólska lítt eftir) fá menn ekki neytt án þess að handleika flösku með mynd af Níjasov og haft er fyrir satt að til sé Túrkmenbasi- ilmvatn. Kennurum er gert að bera jafnan barmmerki með mynd af leiðtoganum. Og allt var þetta vitanlega í sam- ræmi við ekki vilja, heldur kröfur þjóðarinnar. Algengt var að fjöl- miðlar í Túrkmenistan opinberuðu þau sameinandi vísindi að útnefna bæri forsetann „spámann þjóðar- innar“. Er alþýða manna fagnaði 63 ára afmæli Túrkmenbasa sendi ríkisstjórn landsins forsetanum bréf þar sem sagði m.a: „Guð gefur aðeins þeim sem hann hefur vel- þóknun á þvílíkan styrk og slíkan mikilfengleik. Aðeins þeir sem Guð elskar af einlægni og telur sendi- boða sína hljóta slík örlög.“ Innan- ríkisráðherra Túrkmenistans lýsti yfir því að forsetinn væri „stór- kostlegur persónuleiki“ og hann byggi yfir „gáfu spámannsins“. Sérlega lofsverð og djúp þótti sú ákvörðun Túrkmenbasa að loka öll- um sjúkrahúsum í landinu utan höfuðborgarinnar. Og ekki minnk- aði upphafning mannvitsins þegar tilkynnt var að öllum bókasöfnum á landsbyggðinni yrði lokað; þar kynnu menn hvort eð er ekki að lesa. Ekki verður því á móti mælt að ýmsir höfðu gaman af skringileg- heitum Saparmúrats Níjasovs og þeirri ríkisreknu geggjun, sem hann kom á. En vitanlega ber að halda því til skila nú þegar hann er allur, að þar fór einræðisherra og kaldrifjaður harðstjóri. Útlensku fréttirnar verða hins vegar dauflegri. Harðstjóri og heimspekingur Valdníðingurinn og furðufuglinn Saparmúrat Níjasov, betur þekktur sem „Túrkmenbasi“, er allur Reuters Stórmenni Götusópari við eina af mörgum risamyndum af Túrkmenbasa í Ashgabat, höfuðborg Túrkmenistans. Myndirnar „kallast á við“ gullstytt- urnar af leiðtoganum sem er víða að finna í landinu. ERLENT» Dýrkaður Saparmúrat Níjasov missti ungur foreldra sína og voru þeir dýrkaðir líkt og leiðtoginn mikli í ríki hans. Nú ríkir algjört tómarúm í landinu og því er spáð að hörð bar- átta um völdin sé í uppsiglingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.