Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 20

Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 20
20 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ F áum blandast hugur um það að besti leikmaður- inn í ensku knattspyrn- unni á þessu haustmiss- eri hefur verið Didier Drogba, miðherji Chelsea. Hann hef- ur verið á töfraskónum. Drogba er ekki bara markahæstur í úrvalsdeild- inni, með 10 mörk í 17 leikjum, heldur hafa mörkin verið hvert öðru mikil- vægara og glæsilegra. Skemmst er að minnast fleygsins á Goodison Park um liðna helgi. Aumingja Tim How- ard í marki Everton hefur líkast til haldið að hann væri tilraunadýr í eld- flaugaæfingum alþjóðlegra hersveita. 17 mörk hefur Drogba gert á öllum mótum í vetur, þar af fimm í Meist- aradeild Evrópu, og hefur líklega ekki í annan tíma leikið betur á sveiflukenndum ferli. Didier Yves Drogba Tébily fæddist í Abidjan á Fílabeinsströndinni 11. mars 1978. Fimm ára gamall fór hann til dvalar hjá frænda sínum, Michel Goba, sem var atvinnuknattspyrnu- maður í Frakklandi og sneri ekki aft- ur fyrr en þremur árum síðar. Þegar Drogba, sem gengur undir gælunafn- inu Tito innan fjölskyldunnar, var ell- efu ára misstu foreldrar hans, sem unnu í bankageiranum, vinnuna í efnahagslægð sem gekk yfir landið og var drengurinn sendur aftur til frænda síns í Frakklandi. Tveimur árum síðar fluttu foreldrar Drogba ásamt sex systkinum hans þangað líka. Bannað að sparka í heilt ár Þegar Drogba var þrettán ára átti sparkið hug hans allan og skólinn sat á hakanum. Í refsingarskyni gripu foreldrar hans til þess ráðs að banna honum að stunda knattspyrnu í heilt ár. Sú ráðstöfun gerði hann bara ákveðnari í því að leggja sparkið fyrir sig og þegar banninu var aflétt gekk Drogba til liðs við Levallois, lítið félag í útjaðri Parísar. Þá bjó hann hjá öðr- um sparkelskum frænda sínum, Oli- vier Tébily, sem nú leikur með Birm- ingham City. Þótt ótrúlegt megi virðast hóf Drogba feril sinn sem hægri-bak- vörður en með dyggri hvatningu frá Michel Goba færði hann sig hægt en örugglega í fremstu víglínu. „Fólk hefur bara áhuga á framherjum,“ sagði Goba af bláköldu raunsæi. Drogba skoraði grimmt fyrir ung- lingalið Levallois en fékk eigi að síður fá tækifæri með aðalliðinu í annarri deildinni í Frakklandi. Það fór á end- anum svo að hann hafði vistaskipti, gekk til liðs við Le Mans, sem lék í sömu deild. Fótbrotnaði í fjórgang Hvert fótbrotið rak annað til að byrja með hjá Le Mans, alls urðu þau fjögur, en komu eigi að síður ekki í veg fyrir að Drogba skrifaði undir sinn fyrsta atvinnusamning, 21 árs að aldri. Það skiptust á skin og skúrir hjá hinum unga miðherja hjá Le Mans en þegar hann yfirgaf félagið í janúar 2002 hafði hann gert 12 mörk í 64 leikjum. Enda þótt Drogba væri ennþá óskrifað blað ákvað lið í efstu deild, Guingamp, að veðja á krafta hans. Pungaði út 150 þúsund evrum. Þar byrjaði kappinn með látum en síðan dró af honum. Hann fékk lítið að spreyta sig um vorið og menn efuðust um að hann ætti erindi í hóp hinna bestu. Drogba var aftur á móti staðráðinn í að standa sig, æfði eins og berserkur um sumarið, og uppskar laun erfiðis- ins. Veturinn 2002–03 var hann óstöðvandi í framlínu Guingamp og gerði 17 mörk í 34 leikjum. Þessi frammistaða var nóg til að vekja athygli stórveldisins Olympi- que de Marseille og eftir 20 mörk í 45 leikjum fyrir Guingamp reri Drogba aftur á ný mið. Að þessu sinni skiptu sex milljón evrur um hendur. Á hálfu öðru ári hafði Drogba breyst úr varamanni í annarri deild í miðherja eins nafntogaðasta félags landsins. Nú voru væntingarnar miklar. Og sá stóð undir þeim. Tók Evrópu með áhlaupi. Drogba gerði 19 mörk í 35 deild- arleikjum fyrir Marseille þennan vet- ur og sló eftirminnilega í gegn á Evr- ópumótunum. Gerði fimm mörk í Meistaradeildinni áður en Marseille sneri sér tilneytt að Evrópukeppni félagsliða. Þar lagði liðið upp í lang- ferð sem lauk ekki fyrr en í sjálfum úrslitaleiknum – sem raunar tapaðist. Drogba gerði sex mörk á þeirri veg- ferð og lék m.a. ensku félögin Liver- pool og Newcastle United grátt. Stjarna var fædd. Þegar hér er komið sögu var Drogba farinn að láta til sín taka á vettvangi landsliðsins en hann er nafntogaðasti leikmaður Fílabeins- strandarinnar frá upphafi. Hefur gert 25 mörk í aðeins 36 leikjum og er fyrirliði liðsins. Lék m.a. í lokakeppni HM sl. sumar og fyrir tæpu ári tapaði liðið úrslitaleiknum um Afríkubikar- inn fyrir Egyptum í vítaspyrnu- keppni. Þar brást okkar manni raun- ar bogalistin. Drogba er þjóðhetja á Fílabeinsströndinni og hefur verið óþreytandi við að láta gott af sér leiða í hinu snauða heimalandi sínu. Abramovitsj tekur upp veskið Drogba kunni vel við sig í hinni sparkvænu borg Marseille og hélt að frammistaðan fyrsta veturinn væri bara forsmekkur að því sem koma skyldi á Vélodrome. Það fór á annan veg. Drogba var á allra vörum sumarið 2004 og það kom engum á óvart þegar auðkýfingurinn Roman Abramovitsj, eigandi Chelsea, sveiflaði veskinu mót suðri. 24 milljónir punda lagði hann á borðið og Marseille gat ekki hafnað því góða boði. Enn var mið- herjinn á faraldsfæti. Enda þótt Drogba hafi gegnt mik- ilvægu hlutverki í meistaraliði Chelsea undanfarin tvö ár eru menn sammála um að hann sé fyrst núna að sýna sitt rétta andlit. Hann hefur þetta allt, snerpu, styrk og afburða skot- og skallatækni. Það er samt eins og eitthvað hafi haldið aftur af honum – þar til nú. Ýmsir þakka Úkraínumanninum Andriy Shevchenko það að hömlum hefur verið létt af Drogba. Koma hans til Chelsea síðastliðið sumar gerði það að verkum að José Mour- inho knattspyrnustjóri tók upp nýtt leikkerfi, 4-4-2. Tvö undanfarin ár var Drogba oftar en ekki einn frammi í 4- 5-1-kerfinu og þótt hann leysti það verkefni vel af hendi fer ekkert á milli mála að hitt hentar honum betur. Enda þótt Shevchenko sé bara skugginn af sjálfum sér – enn sem komið er – hefur hann í auknum mæli dregið athygli varnarmanna frá Drogba sem hefur gengið galvaskur á lagið. Kletturinn Mourinho Þrátt fyrir velgengni Chelsea hef- ur Drogba verið umdeildur og margir hvatt Mourinho til að vísa honum á dyr, einkum á síðustu leiktíð. Portú- galinn hefur aftur á móti aldrei efast um hæfni síns manns og á dögunum framlengdi Drogba samning sinn við Chelsea til ársins 2010. Sú ráðstöfun styggði fáa Blástakka. „Hann hefur alltaf haft trú á mér og lagði sig í líma til að fá mig til Lundúna,“ segir Drogba um Mour- inho á heimasíðu sinni. „Ég held hann hafi meira að segja viljað fá mig til Porto á sínum tíma en hafði ekki fjár- magnið. Hann gjörþekkir mig og stóð eins og klettur við bakið á mér í fyrra þegar gagnrýnisaldan gekk yfir mig.“ Drogba tekur þó fram að samband þeirra Mourinhos sé fyrst og fremst faglegt. „Við snæðum ekki saman á degi hverjum. Samband okkar er ákaflega jarðbundið. Hann gefur mér tækifæri til að spila og ég skila mínu hlutverki. Við skiljum hvor annan og af því leiðir gagnkvæm virðing.“ Drogba segir ennfremur að enginn nái árangri hjá Mourinho án þess að leggja sig allan fram. „Einmitt þess vegna eigum við svona vel saman. Sigurviljinn er okkur í blóð borinn. Við erum stoltir einstaklingar sem gefumst aldrei upp. José getur verið ákaflega strangur en hann á líka til mikla einlægni þegar það á við.“ Ástalíf ánamaðka? Enginn efast um knattspyrnuhæfi- leika Drogbas en ýmsir hafa undan- farið hálft þriðja ár legið honum á hálsi fyrir að missa fótanna á vellin- um við litla og jafnvel enga snertingu. Og liggja svo eftir eins og hann hafi orðið undir 250 lítra kæliskápi. Enskir sparkunnendur hafa ímu- gust á óheilindum og menn sem staðnir eru að verki eru úthrópaðir. Enginn trúir því að Drogba sé að framkvæma ítarlega rannsókn á ástalífi ánamaðka og verji þess vegna svona miklum tíma í grasinu. Kapp- inn er 188 sm á hæð og sterkur eftir því, þannig að það fer í taugarnar á mönnum þegar hann hnígur niður við minnstu stroku. Það vekur athygli að landar Drog- bas, Emmanuel Eboué hjá Arsenal og Didier Zokora hjá Tottenham, hafa fengið ákúrur fyrir svipuð tilþrif á Englandi. Spurning hvort ekki sé sóknarfæri fyrir Lýsi hf. á Fílabeins- ströndinni! Drogba er sjálfum sér verstur í þessum efnum. Þannig hefur maður á tilfinningunni að hann fái ekki víti í úrvalsdeildinni um þessar mundir nema hann verði hreinlega ráðinn af dögum í teignum. Og jafnvel ekki einu sinni þá. Bágt mun úr að víkja. Drogba hefur því miður ekki sýnt mikla viðleitni til að laga þetta og við- skipti hans á dögunum við annan um- deildan karakter, Jens Lehmann, markvörð Arsenal, minntu mest á leikhús fáránleikans. Dario Fo hefði ekki skrifað skondnara handrit. Ekki stækkuðu kapparnir við þetta – en rosalega var Lehmann hræddur þeg- ar Drogba kom aðvífandi. Á sama tíma er það óneitanlega kómískt að sjá Mourinho ráðast á Eið Smára Guðjohnsen og Andrew greyið Johnson og bera þeim brögð á brýn. Eitthvað er rotið í Danaveldi. Kannski á Drogba fyrir höndum bjartan feril á hvíta tjaldinu, kvenna- ljómi þykir hann mikill, en meðan hann hefur sparkið að atvinnu ætti kappinn að hugsa sinn gang. Það eru aðeins hinir leikrænu tilburðir sem standa í vegi fyrir því að hann verði vígður inn í samfélag hinna allra bestu í faginu. Tito og töfraskórnir Didier Drogba hefur verið á skotskónum í ensku knattspyrnunni en er eigi að síður umdeildur Reuters Eldflaug Didier Drogba skorar undramarkið á Goodison Park. KNATTSPYRNA» Í HNOTSKURN»Didier Drogba er 28 áragamall og hefur leikið með fjórum félagsliðum, Le Mans, Guingamp og Marseille í Frakklandi og Chelsea á Eng- landi. »Drogba hefur gert 25mörk í 36 landsleikjum fyrir Fílabeinsströndina. »Drogba hefur líklega aldrei leikið betur en í vetur og er markahæstur í úrvalsdeildinni með 10 mörk. 17 mörk hefur hann gert í öllum keppnum. »Drogba hefur verið um-deildur á Englandi. Þykir gjarnan gera úlfalda úr mý- flugu þegar andstæðingar þjarma að honum. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Síðustu vikur hafa víðast hvar snúist um und- irbúning jólanna og nú eru áreiðanlega allir búnir að kaupa í matinn fyrir jólaboðin. En jólaboð eru meira en matur og drykkur, þau snúast um samskipti fólks. Þau eru fastur punktur í tilverunni og breytast ekki svo auð- veldlega. Maturinn er ekki í eins föstum skorð- um aðra daga jólanna og á aðfangadagskvöld en fólk er fastheldið á félagsskapinn. Það vill hitta sama fólkið hvort sem það er á hádegi á jóladag eða að kvöldi annars í jólum. Þrátt fyrir góðan vilja verður oft minna um gleðifjölskyldufundi á árinu sem er að líða en fyrirætlanir voru um. Þess vegna er alltaf gott að vera með fólkinu sínu um jólin en þar sem allir hittast svona sjaldan verður að velja um- ræðuefni við hæfi. Nokkur sígild varða mat, gjafir, frí og jólastemningu almennt. Hvað borðuðuð þið á aðfangadagskvöld? Þetta vilja allir ræða. Ertu kalkúnamanneskja? Eða fyrir hamborgarhrygg? Rjúpufjölskylda? Og hvern- ig gekk þá eiginlega að fá rjúpurnar? Voru þessar skosku nokkuð eins góðar og þessar ís- lensku? Af nógu er að taka. Hvað fékkstu í jólagjöf? Allir fá eitthvað sem þeir eru ánægðir með og vilja tala um. Litlu börnin taka oftast með sér eina gjöf og geta þá sýnt hana. Hægt er að hrósa happi ef gjafirnar halda börnunum uppteknum og gefa ekki frá sér óþolandi hljóð. Ef raunin var hins vegar sú að „hann fékk bók og hún nál og tvinna“ má búast við heitum umræðum. Þá er um að gera að standa fast á skoðunum sínum en passa um leið að kjafta ekki þrjóskan frænda út í horn. Þetta er ekki árstíðin til að berja á öðru fólki. Ennþá betra er að tala um bækur, það hafa allir eitthvað um þær að segja. Gott er að fara varlega af stað með umræðu um pólitískar bókmenntir, góð í hófi en getur hleypt boðinu í háaloft. Sumir lesa bækur fram á nótt um jólin og allir ætla allavega að lesa eitthvað, þótt þeir séu ekki byrjaðir ennþá. Ef maður verður uppiskroppa með umræðu- efni eða vill ekki svara erfiðri spurningu er um að gera að troða mat upp í sig með hraði og af- saka sig svo með bendingum um að það sé ókurteisi að tala með fullan munninn. Svo má ekki gleyma spjallinu um jólafrétt- ina í ár. Alltaf er ein frétt rædd fram og til baka. Oft eitthvað nýskeð, sennilega ekki enn komið í fréttum þegar þetta er ritað síðdegis á föstudegi. Líklegt er þó að flóðin verði umtals- efni og 43 ára gamla konan sem óvænt ól barn. Að lokum er við hæfi að öfunda þá sem eru í fríi milli jóla og nýárs, láta eins og það hafi ver- ið meðvituð ákvörðun (jafnvel lífsstefna) að baka enga smákökusort og minnast ekki á ef einhver er í sömu jólafötunum og í fyrra (og hitteðfyrra). Ímyndin um hin fullkomnu jól með fullkom- inni fjölskyldu dynur á fólki í fjölmiðlum, ekki síst í auglýsingum. En hin fullkomna fjöl- skylda er ekki til sem slík heldur felst ánægjan í því að njóta eigin ættmenna og tengda- fjölskyldu. Góð leið til að finnast eigin fjöl- skylda tiltölulega heilbrigð og hamingjusöm er að horfa á National Lampoon’s Christmas Vacation, geggjaða grínmynd frá 1989 með Chevy Chase í hlutverki Clarks Griswolds. Griswold-fjölskyldan fær ættingja hvaðanæva í heimsókn fyrir jólin og kemur ýmislegt upp á. Gamli frændinn kveikti í skraufþurru jóla- trénu svo það fuðraði upp á svipstundu því ho- rugi hundurinn hafði drukkið allt vatnið úr skálinni. Hjólhýsafrændinn, eigandi hundsins, sturtaði úr ferðaklósettinu í niðurfall fyrir ut- an húsið. Gamla frænkan pakkaði inn heim- iliskettinum til að gefa í jólagjöf. Og eitt það allra fyndnasta, ofeldaður kalkúnninn sprakk með hvelli eftir misheppnaðar tilraunir gesta- húsfrúr til eldamennsku. Gleðileg jól! Jólaboðorð: Umræðu- efni í fjölskylduboðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Krásir Hefðbundinn matur fylgir oft hefð- bundnum umræðuefnum við veisluborðið. JÓLABOл

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.