Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 22
S
agan segir að þegar geislar sól-
arinnar urðu of sterkir fyrir róm-
verska keisarann Neró hafi hann
notað smaragð til að skýla aug-
unum. Mörgum öldum síðar hafa
sérfræðingar staðfest að dökkgrænn litur
hjálpar til við að gleypa gult ljós. Síðan þá hef-
ur margt breyst og notar fólk sólgleraugu
bæði til að hlífa augum og vera töff. Þau eru
ekki aðeins nauðsynleg á sumrin því sól-
argeislar skammdegisins, þegar sólin er lágt á
lofti, skera óþægilega í augun. Líka er nauð-
synlegt að nota góð gleraugu í útivist, sér-
staklega í snjó, og alltaf er ástæða til að líta
vel út.
Ný tískubylgja í vændum?
Búast má við því að einhver flottustu sól-
gleraugu komandi árs verði Wayfarer-
gleraugun frá Ray-Ban, sem komu fram á
sjónarsviðið árið 1952. Undanfarið hafa leið-
andi tískutýpur í Hollywood á borð við Mary-
Kate Olsen, Chloë Sevigny og Kirsten Dunst
sést með þessi sígildu gleraugu. Ray-Ban-
fyrirtækið er sér meðvitandi um þennan tísku-
titring og heldur nú af stað með mikla auglýs-
ingaherferð, þar sem áhersla er lögð á teng-
ingu gleraugnanna við rokkheiminn.
Auglýsingafyrirsæturnar verða m.a. Alex
Kapranos úr Franz Ferdinand, Brandon Flo-
wers úr The Killers, Bobby Gillespie úr
Primal Scream, Ricky Wilson úr
Kaiser Chiefs og elektró-
vítamínsprautan Peaches. Mynd-
irnar tók ljósmyndarinn Mick
Rock, sem er ábyrgur fyrir fjöl-
mörgum sögulegum myndum af
helstu rokk-íkonum allt frá áttunda
áratugnum.
Af þessu tilefni var opnuð ljós-
myndasýning á myndum Rocks á hin-
um þekkta tónleikastað í New York,
Irving Plaza, í síðasta mánuði. Í henni má
sjá Bob Dylan, Blondie, Elvis Costello, U2 og
fleiri með gleraugun. Á opnuninni voru leik-
arinn Jimmy Fallon, fyrrverandi OC-stjarnan
Mischa Barton og fyrirsætan Molly Sims á
meðal þeirra sem voru með gleraugun sígildu
á nefinu.
Sýningin verður líka sett upp í London og
Tókýó. Allt eru þetta mikilvægar tískuborgir,
ekki síst í menningarheimi yngri kynslóðar og
tónlistar.
Blómaskeiðið á níunda áratugnum
Herferðin er til þess ætluð að veita nýrri
kynslóð nýja sýn á sólgleraugun, því ekki er
víst að yngri markhópur þekki þau. Á níunda
áratugnum, sem kalla má blómaskeið gler-
augnanna, komust hins vegar fáir hjá því að
þekkja Wayfarer-nafnið. Persónurnar í bók-
um rithöfundarins Brets Eastons Ellis voru
iðulega með gleraugun, hvað mest í hinni sið-
spilltu Less Than Zero. Til viðbótar skörtuðu
blúsbræðurnir John Belushi og Dan Ackroyd
gleraugunum í samnefndri mynd frá 1980 og
Wayfarer-voru hluti af fatastílnum í löggu-
þáttunum Miami Vice. Leikarinn Tom Cruise
notar gleraugun sjálfur, sem og karakter hans
í myndinni Risky Business frá 1983.
Upphafið í háloftunum
Fallegt lag er ekki eina ástæða vinsælda
sólgleraugnanna heldur þykja glerin sjálf góð.
Upphafið að tæknivinnunni var þegar banda-
ríski her-
inn bað
Bausch &
Lomb að fram-
leiða gleraugu
fyrir flugmenn.
Nýju gleraugun
voru með dökk-
grænum linsum og
ókeypis fyrir flugmenn.
Fyrirtækið ákvað að setja glerin,
þó í nýjum ramma, á markað árið 1937 við al-
mennar vinsældir undir nafni Ray-Ban. Þetta
voru fyrstu merkjasólgleraugun en fyrir
þennan tíma voru sólgleraugu tákn fyrir veik-
burða augu á meðal almennings. Þetta
ákveðna módel fæst enn í verslunum og er
kennt við ökumenn háloftanna.
Wayfarer-gleraugun, sem eru sögð vera
einhver mest seldu sólgleraugu sögunnar,
hafa ferðast langa leið síðan þau komu á
markað fyrir meira en hálfri öld. Þau hafa
staldrað við í nokkrum mismunandi útgáfum
en þau sem Ray-Ban setur nú á markað með
nýrri herferð eru nákvæm eftirlíking af upp-
runalega módelinu. Þess má geta að Marilyn
Monroe var á meðal stjarnanna, sem strax á
sjötta áratugnum notuðu gleraugun til að
skýla sér fyrir ljósmyndaflössum og forvitnum
augum.
Flott sólgleraugu veita iðulega skyndi-
svalleika („instant cool“) en fá gera það jafn
rækilega og Wayfarer.
Óþreyttur ferðalangur
Einhver þekktustu og mest
seldu sólgleraugu allra tíma
eru Wayfarer-gleraugun frá
Ray-Ban. Inga Rún Sigurð-
ardóttir kannaði hvar þessi
svölu gleraugu hafa skotið upp
kollinum í menningarsögunni.
Morgunblaðið/Kristinn
Hættulegur Auglýsingaplakat fyrir myndina
Risky Business með Tom Cruise frá 1983.ingarun@mbl.is
» Flott sólgleraugu
veita iðulega
skyndi-svalleika
(„instant cool“) en fá
gera það jafn rækilega
og Wayfarer.
»Herferðin er
til þess ætluð
að veita nýrri
kynslóð nýja sýn
á sólgleraugun.
Í HNOTSKURN
»Wayfarer þýðir ferðamaður, ferða-langur eða vegfarandi.
»Módelið kom fyrst fram á sjón-arsviðið 1952.
»Gleraugun hafa notið vinsælda íkvikmyndum og meðal rokkara.
»Ungstjörnur í Hollywood skarta núsólgleraugunum.
Eldfimur Bergur Ebbi Benediktsson úr rokksveitinni Sprengjuhöllinni er hrifinn af Wayfarer-gleraugunum og er ánægður með parið sem hann
á: „Gleraugnasalinn Helmut Kreidler á Laugaveginum sagði mér að hann hefði fundið þessi gleraugu inni á lager hjá sér og að þau væru frá
árinu 1966, kannski laug hann því. Það væri slæmt því að samkvæmt sérstakri stefnuyfirlýsingu þurfa öll gleraugu og hljóðfæri Sprengjuhall-
arinnar að vera bandarísk og frá 7. áratugnum.“
Morgunverðargleraugu Holly Golightly (Audrey Hepburn) í
Breakfast at Tiffany’s (1961) er á meðal þeirra sögupersóna sem
notað hafa sólgleraugu af Wayfarer-gerð.
Svalur Cary Grant var flottur með gleraugun sem Roger Thornhill í North
by Northwest (1959) í leikstjórn Alfreds Hitchcock en hér
er hann með Evu Marie Saint í hlutverki Eve.
daglegtlíf
Margir Íslendingar komust á
hvíta tjaldið þegar Eastwood
hóf tökur í Sandvík á kvikmynd
um átökin á Iwo Jima.» 28
hildarleikur
Aðfaranótt aðfangadags 1956
komu 52 ungverskir flótta-
menn til Íslands. Enn lifa 14
þeirra hér á landi. » 32
flóttafólk
Dauðsfall í afskekktri virkjun
leiðir blaðamann á vit gamalla
myrkraverka í íslensku spennu-
myndinnni Köld slóð. » 44
kvikmynd
Helmingur Vestur-Sahara-
manna dvelst um þessar mund-
ir í flóttamannabúðum í eyði-
mörkinni. » 48
útlegð
Hörður Jóhannsson, fyrrver-
andi bókavörður á Amts-
bókasafninu á Akureyri, er
bókasafnari af guðs náð » 24
bókasafnari
|sunnudagur|24. 12. 2006| mbl.is