Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 22
S agan segir að þegar geislar sól- arinnar urðu of sterkir fyrir róm- verska keisarann Neró hafi hann notað smaragð til að skýla aug- unum. Mörgum öldum síðar hafa sérfræðingar staðfest að dökkgrænn litur hjálpar til við að gleypa gult ljós. Síðan þá hef- ur margt breyst og notar fólk sólgleraugu bæði til að hlífa augum og vera töff. Þau eru ekki aðeins nauðsynleg á sumrin því sól- argeislar skammdegisins, þegar sólin er lágt á lofti, skera óþægilega í augun. Líka er nauð- synlegt að nota góð gleraugu í útivist, sér- staklega í snjó, og alltaf er ástæða til að líta vel út. Ný tískubylgja í vændum? Búast má við því að einhver flottustu sól- gleraugu komandi árs verði Wayfarer- gleraugun frá Ray-Ban, sem komu fram á sjónarsviðið árið 1952. Undanfarið hafa leið- andi tískutýpur í Hollywood á borð við Mary- Kate Olsen, Chloë Sevigny og Kirsten Dunst sést með þessi sígildu gleraugu. Ray-Ban- fyrirtækið er sér meðvitandi um þennan tísku- titring og heldur nú af stað með mikla auglýs- ingaherferð, þar sem áhersla er lögð á teng- ingu gleraugnanna við rokkheiminn. Auglýsingafyrirsæturnar verða m.a. Alex Kapranos úr Franz Ferdinand, Brandon Flo- wers úr The Killers, Bobby Gillespie úr Primal Scream, Ricky Wilson úr Kaiser Chiefs og elektró- vítamínsprautan Peaches. Mynd- irnar tók ljósmyndarinn Mick Rock, sem er ábyrgur fyrir fjöl- mörgum sögulegum myndum af helstu rokk-íkonum allt frá áttunda áratugnum. Af þessu tilefni var opnuð ljós- myndasýning á myndum Rocks á hin- um þekkta tónleikastað í New York, Irving Plaza, í síðasta mánuði. Í henni má sjá Bob Dylan, Blondie, Elvis Costello, U2 og fleiri með gleraugun. Á opnuninni voru leik- arinn Jimmy Fallon, fyrrverandi OC-stjarnan Mischa Barton og fyrirsætan Molly Sims á meðal þeirra sem voru með gleraugun sígildu á nefinu. Sýningin verður líka sett upp í London og Tókýó. Allt eru þetta mikilvægar tískuborgir, ekki síst í menningarheimi yngri kynslóðar og tónlistar. Blómaskeiðið á níunda áratugnum Herferðin er til þess ætluð að veita nýrri kynslóð nýja sýn á sólgleraugun, því ekki er víst að yngri markhópur þekki þau. Á níunda áratugnum, sem kalla má blómaskeið gler- augnanna, komust hins vegar fáir hjá því að þekkja Wayfarer-nafnið. Persónurnar í bók- um rithöfundarins Brets Eastons Ellis voru iðulega með gleraugun, hvað mest í hinni sið- spilltu Less Than Zero. Til viðbótar skörtuðu blúsbræðurnir John Belushi og Dan Ackroyd gleraugunum í samnefndri mynd frá 1980 og Wayfarer-voru hluti af fatastílnum í löggu- þáttunum Miami Vice. Leikarinn Tom Cruise notar gleraugun sjálfur, sem og karakter hans í myndinni Risky Business frá 1983. Upphafið í háloftunum Fallegt lag er ekki eina ástæða vinsælda sólgleraugnanna heldur þykja glerin sjálf góð. Upphafið að tæknivinnunni var þegar banda- ríski her- inn bað Bausch & Lomb að fram- leiða gleraugu fyrir flugmenn. Nýju gleraugun voru með dökk- grænum linsum og ókeypis fyrir flugmenn. Fyrirtækið ákvað að setja glerin, þó í nýjum ramma, á markað árið 1937 við al- mennar vinsældir undir nafni Ray-Ban. Þetta voru fyrstu merkjasólgleraugun en fyrir þennan tíma voru sólgleraugu tákn fyrir veik- burða augu á meðal almennings. Þetta ákveðna módel fæst enn í verslunum og er kennt við ökumenn háloftanna. Wayfarer-gleraugun, sem eru sögð vera einhver mest seldu sólgleraugu sögunnar, hafa ferðast langa leið síðan þau komu á markað fyrir meira en hálfri öld. Þau hafa staldrað við í nokkrum mismunandi útgáfum en þau sem Ray-Ban setur nú á markað með nýrri herferð eru nákvæm eftirlíking af upp- runalega módelinu. Þess má geta að Marilyn Monroe var á meðal stjarnanna, sem strax á sjötta áratugnum notuðu gleraugun til að skýla sér fyrir ljósmyndaflössum og forvitnum augum. Flott sólgleraugu veita iðulega skyndi- svalleika („instant cool“) en fá gera það jafn rækilega og Wayfarer. Óþreyttur ferðalangur Einhver þekktustu og mest seldu sólgleraugu allra tíma eru Wayfarer-gleraugun frá Ray-Ban. Inga Rún Sigurð- ardóttir kannaði hvar þessi svölu gleraugu hafa skotið upp kollinum í menningarsögunni. Morgunblaðið/Kristinn Hættulegur Auglýsingaplakat fyrir myndina Risky Business með Tom Cruise frá 1983.ingarun@mbl.is » Flott sólgleraugu veita iðulega skyndi-svalleika („instant cool“) en fá gera það jafn rækilega og Wayfarer. »Herferðin er til þess ætluð að veita nýrri kynslóð nýja sýn á sólgleraugun. Í HNOTSKURN »Wayfarer þýðir ferðamaður, ferða-langur eða vegfarandi. »Módelið kom fyrst fram á sjón-arsviðið 1952. »Gleraugun hafa notið vinsælda íkvikmyndum og meðal rokkara. »Ungstjörnur í Hollywood skarta núsólgleraugunum. Eldfimur Bergur Ebbi Benediktsson úr rokksveitinni Sprengjuhöllinni er hrifinn af Wayfarer-gleraugunum og er ánægður með parið sem hann á: „Gleraugnasalinn Helmut Kreidler á Laugaveginum sagði mér að hann hefði fundið þessi gleraugu inni á lager hjá sér og að þau væru frá árinu 1966, kannski laug hann því. Það væri slæmt því að samkvæmt sérstakri stefnuyfirlýsingu þurfa öll gleraugu og hljóðfæri Sprengjuhall- arinnar að vera bandarísk og frá 7. áratugnum.“ Morgunverðargleraugu Holly Golightly (Audrey Hepburn) í Breakfast at Tiffany’s (1961) er á meðal þeirra sögupersóna sem notað hafa sólgleraugu af Wayfarer-gerð. Svalur Cary Grant var flottur með gleraugun sem Roger Thornhill í North by Northwest (1959) í leikstjórn Alfreds Hitchcock en hér er hann með Evu Marie Saint í hlutverki Eve. daglegtlíf Margir Íslendingar komust á hvíta tjaldið þegar Eastwood hóf tökur í Sandvík á kvikmynd um átökin á Iwo Jima.» 28 hildarleikur Aðfaranótt aðfangadags 1956 komu 52 ungverskir flótta- menn til Íslands. Enn lifa 14 þeirra hér á landi. » 32 flóttafólk Dauðsfall í afskekktri virkjun leiðir blaðamann á vit gamalla myrkraverka í íslensku spennu- myndinnni Köld slóð. » 44 kvikmynd Helmingur Vestur-Sahara- manna dvelst um þessar mund- ir í flóttamannabúðum í eyði- mörkinni. » 48 útlegð Hörður Jóhannsson, fyrrver- andi bókavörður á Amts- bókasafninu á Akureyri, er bókasafnari af guðs náð » 24 bókasafnari |sunnudagur|24. 12. 2006| mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.