Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 24

Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 24
í heimi bókanna 24 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ R ólegur, virðu- legur og ein- staklega ljúfur í viðmóti. Fer að málum með hægðinni. Hann er sem skapaður í starfið. Jafnframt léttur á fæti. Tek- ur stigann upp á aðra hæð í nánast ólöglega fáum stökkum. Vilhjálmur Einarsson hefði ekki roð við honum, ekki einu sinni í silfurforminu. Þannig man ég eftir Herði Jó- hannssyni bókaverði á Amts- bókasafninu á Akureyri fyrir um aldarfjórðungi. Og þegar ég hugsa um safnið eða heyri á það minnst sé ég hann alltaf fyrir mér enda var Hörður tákn þess í tæpa þrjá ára- tugi. Þegar ég stend í anddyrinu hjá Herði og eiginkonu hans, Sigríði Margréti Hreiðarsdóttur, öllum þessum árum síðar og hristi af mér skaflana, kemur í ljós að Hörður hefur lítið breyst. Það er áratugur síðan hann lét af störfum og nú nýt- ur hann þess á ævikvöldinu að vera sjálfs sín herra – og nostra við sitt eigið bókasafn, sem er drjúgt vöxt- um. „Hann hefur aldrei haft meira að gera en eftir að hann hætti að vinna,“ segir Sigríður og hlær en Hörður glottir, þessu góðlátlega glotti sem allir Eyfirðingar, sem komnir eru til vits og ára, þekkja mætavel. Hann kveðst hafa kunnað því ágætlega að setjast í helgan stein. „Ég var að vísu ekki mikið farinn að tapa minni en það hefði verið pínlegt að vera á safninu nokkur ár til við- bótar og vita ekkert í sinn haus,“ segir hann kíminn. Áður en lengra er haldið spyr Hörður, eins og hans kynslóðar er siður, hverra manna ég sé og í ljós kemur að hann þekkir ekki bara föð- ur minn og afa, sem fæddist á sama býli og Hörður ólst upp á, heldur langafa minn líka. Rekur ættir mín- ar langleiðina aftur á miðaldir án þess að hik komi á hann. Það er ekki ofsögum sagt að ættfróðari menn séu vandfundnir. Samt kveðst Hörð- ur vera gleyminn á mannanöfn. Vottur af lesblindu Hörður Jóhannsson fæddist á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði 13. apríl 1929. Sjö vikna var hann reidd- ur upp í Garðsá, þar sem foreldrar hans hófu búskap um vorið. „Ég man lítið eftir mér fyrr en ég var kominn á þriðja árið, þá fæddist systir mín Hrafnhildur sem nú býr á Vöglum. Þá var kona hjá mömmu sem Jóhanna hét Jónsdóttir og er nýlega dáin, 106 ára að aldri. Ég er elstur sex systkina, á fimm yngri systur sem allar eru á lífi.“ Hörður segir að ágætlega hafi gengið að kenna sér að þekkja staf- ina og kveða að. Hins vegar sóttist lestrarnámið honum hægt. „Það gæti verið að ég hafi haft svolítinn vott af lesblindu en það var óþekkt fyrirbæri á þeim tíma. En þegar ég var farinn að stauta það mikið að ég gat lesið fyrir sjálfan mig gekk þetta fljótt og vel. Það voru t.d. til margir árgangar af Nýjum kvöldvökum heima sem sr. Jónas á Hrafnagili ritstýrði. Þar var fullt af skemmti- legum sögum sem ég las aftur og aftur.“ Langt var á skóla frá Garðsá, þannig að faðir Harðar fékk mann til að koma heim og segja börnunum til. „Þessi maður var Brynjólfur Ei- ríksson og var mjög góður kennari. Hann var heldur enginn nýgræð- ingur, hafði stundað þessa vinnu í eina fimmtíu vetur áður en hann kom til okkar. Ég var fullur tilhlökk- unar að fá kennara en líklega hef ég verið frekar latur því gamli mað- urinn sagði við mig: „Það er þrennt sem þú kemst ekki undan að læra: Lestur, skrift og reikningur. Hitt geturðu svo lært sjálfur ef þú vilt.“ Þú getur séð hvað það er mikill sannleikur í þessu. Ef fólk lærir ekki þetta er það eiginlega bjarglaust. Brynjólfur vissi hvað hann söng.“ Brynjólfur var í Garðsá í marga vetur en aldrei lengur en 2–3 vikur í senn. Hann ferðaðist á milli bæja og kenndi ófáum börnunum um dag- ana. Hörður segir fáar bækur hafa verið til á sínu æskuheimili en þær hafi verið býsna góðar. „Pabbi átti allar Íslendingasögurnar. Svo voru þarna nokkrar ljóðabækur og skáld- sögur eftir íslenska höfunda á borð við Jón Trausta og Guðmund Haga- lín.“ Hörður fór ungur að safna bókum sjálfur. „Við krakkarnir fengum allt- af bók í jólagjöf. Fyrsta bókin sem ég man eftir var Sandhóla-Pétur. Ætli ég hafi ekki verið níu ára þá. Hún var að vísu ársgömul þegar ég fékk hana, þannig að annað bindið var komið út. Mér þótti bókin skemmtileg og las hana fljótt. Svo hafði ég veður af því að annað bindið væri komið út og þegar mér var næst lofað í kaupstað fór ég til Gunnlaugs Tryggva, sem þá var með bókaverslun, og spurði eftir því. Það var til bæði bundið og óbundið. Óbundin kostaði bókin 3 krónur og 75 aura en bundin 4 krónur og 50 aura. Ég var ekki svo efnum búinn að ég gæti keypt bundna bók, þann- ig að ég varð að láta mér nægja óbundna. Seinasta heftið fékk ég svo næstu jól á eftir.“ Hörður sækir bækurnar þrjár upp í hillu og sýnir blaðamanni. Annað bindið batt hann inn sjálfur löngu síðar. Hörður byrjaði ungur að búa sér til bækur úr pappírsafgöngum heima í Garðsá. „Þetta voru nú aum- legustu tilburðir í fyrstu en svo heppilega vildi til að ég átti gamlan frænda, Randver Jóhannesson, sem stundaði bókband og pabbi fékk hann til að vera hjá okkur einar þrjár vikur. Þótt hann hefði ekki formlega lært þetta kunni hann það vel og var aukinheldur vandvirkur og lagvirkur. Það var undirstaðan hjá mér og eftir það voru engin telj- andi vandræði.“ Þessar bækur skal ég allar lesa! Önnur bók sem Herði er hugleikin er Um íslenskar þjóðsögur eftir Ein- ar Ólaf Sveinsson. „Ég las allar þjóðsögur sem ég komst í á þessum árum og þessi bók var því hvalreki. Þar skýrðist svo margt fyrir mér sem ég hafði ekki fengið skýringu á. Það sem mér þótti samt best við þessa bók var að þar var skrá yfir flestar eða allar íslenskar þjóðsögur sem þá voru komnar út. Ætli þetta hafi ekki verið í kringum 1940. Ég man að þegar ég las þessa skrá hugsaði ég með mér: Þessar bækur skal ég allar lesa. Það hefur mér tekist og á þær held ég flestar líka. Dr. Einar Ólafur var enginn venju- legur maður. Hann var snillingur.“ Hörður hefur langmest safnað ís- lenskum þjóðsögum um dagana. „Það er samt langt frá því að mitt safn sé fullkomið. Mig vantar tals- vert af frumútgáfum. Ég þekki eng- an sem á fullkomnara safn af ís- lenskum þjóðsögum en Þorstein Jakobsson prentara í Reykjavík. Það er ekki nóg með það að hann eigi þetta allt, heldur eru eintökin svo falleg að það ber alveg af.“ Hörður kveðst ekki vita nákvæm- lega hvað hann eigi margar bækur. „Ég hef bara skrásett titlana en sumir þeirra eru í mörgum bindum. Ætli ég eigi ekki eitthvað í kringum sjö þúsund titla.“ Í safninu eru allra handa bækur. Þjóðsögurnar hafa þegar verið nefndar en þarna getur einnig að líta kvæðabækur af ýmsu tagi, skáldsögur og einnig talsvert af vestur-íslenskum neðanmálssögum. „Þær eru nú í lélegu standi sumar og fást varla lengur.“ Margar bækur hefur Hörður eignast á Akureyri en einnig hefur hann gert sér ferð suður um heiðar í bókaleit. „Það er misjafnt hvað mað- ur hefur verið fengsæll þar. Mér hefur líka verið gefið mjög mikið af bókum, aðallega bókasafnarar. Margir hafa gefið mér bækur sem þeim hefur ekki þótt taka að gera við. Svo kom frændi minn einu sinni hingað með fullan ruslapoka af bók- um. Ég svaf lítið næsta mánuðinn á eftir.“ Af litríkum söfnurum Hörður staðfestir að safnarar séu samheldinn hópur og greiðviknir hver við annan. Hann hefur kynnst þeim mörgum um dagana. „Þegar ég var að byrja voru safnarar miklu „Mér var kennt að bækur væru verðmæti“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bókasafnarinn Hörður Jóhannsson við bókasafnið á heimili sínu norður á Akureyri. Hann hefur áhyggjur af stöðu bókasafnarans, segir að ástríðan sé ekki jafn mikil og áður. Enn mun þó vera von. „Sem betur fer eru alltaf til einhverjir sérvitringar. Vonandi halda þeir bókinni áfram á lofti.“ Hörður Jóhannsson, fyrrverandi bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, hefur um ára- tuga skeið verið bóka- safnari af Guðs náð og hefur safn hans að geyma um sjö þúsund titla. Orri Páll Orm- arsson leit inn til Harð- ar og ræddi við hann um þessa ástríðu og ár- in á Amtsbókasafninu en Hörður þekkti flesta titlana í útlánadeild safnsins í sjón, fjörutíu þúsund að tölu. » „Það er ekki vafi á því að þar er fjársjóður af ís- lenskum bókum en sagt er að á tímabili hafi um 40% af allri íslenskri bóksölu farið fram fyrir vest- an [í Bandaríkjunum]. Nú er mikil hætta á því að þetta glatist í eitt skipti fyrir öll þar sem það eru svo fáir eftir sem lesa íslensku.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.