Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 26

Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 26
í heimi bókanna 26 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fleiri en í dag. Ég kynntist t.d. ungur Árna Bjarnarsyni og líkaði alltaf mjög vel við hann. Árni var mikill dugnaðar- og hugsjónamaður sem átti mjög létt með að græða peninga. Hann setti þá hins vegar alltaf í sín- ar hugsjónir og það gekk nú misjafn- lega. Ég held t.d. að hann hafi fyrst- ur manna stofnað hér flugskóla. Fór vestur til Ameríku og keypti tvær flugvélar en því miður var það of dýrt fyrirtæki. Hann var lengi að súpa seyðið af því.“ Hörður segir að Árni hafi einnig verið drjúgur í samskiptum við Vest- ur-Íslendinga. „Hann fór m.a. vestur og safnaði íslenskum bókum sem ég er viss um að hefðu farið forgörðum ef hans hefði ekki notið við. Eitthvað hefur hann kannski haft upp úr því en þess er að geta að það var dýrt að flytja bækur heim. Þannig að ekki hefur gróðinn nú verið mikill. Þetta gerði Árni fyrst og fremst af hug- sjón.“ Einu sinni þegar Árni var á leið til Ameríku lét Hörður hann hafa svo- lítið fé og bað hann að kaupa eitt- hvert smáræði fyrir sig vestra. „Hvað heldurðu að karl komi með heim? Það var þessi hérna,“ segir Hörður og sýnir blaðamanni fallegt eintak af Hvítum hröfnum eftir Þór- berg Þórðarson. „Ég hef sjaldan fengið jafn mikið fyrir peninginn og þá.“ Hörður kveðst oft hugsa til þess að árlega fari líklega mikið magn ís- lenskra bóka í súginn vestur í Bandaríkjunum. „Það er ekki vafi á því að þar er fjársjóður af íslenskum bókum en sagt er að á tímabili hafi um 40% af allri íslenskri bóksölu far- ið fram fyrir vestan. Nú er mikil hætta á því að þetta glatist í eitt skipti fyrir öll þar sem það eru svo fáir eftir sem lesa íslensku.“ Annar merkur safnari sem Hörð- ur nefnir er Jónas Jóhannsson, faðir Stefáns Jónassonar bóksala. „Jónas var frændi minn. Pabbi og Jónas voru þremenningar og mamma og Indíana, kona Jónasar, voru það líka. Þannig að þetta er merkilega tvinnað saman. Jónas lét mig hafa margar góðar bækur. Einu sinni keypti ég fyrsta árganginn af riti sem heitir Perlur en sá enga leið til að eignast annan árganginn. Þegar ég greindi Jónasi frá þessu hló hann og sagðist eiga tvö eintök af öðrum árganginum og skyldi gefa mér ann- að þeirra. Eftir að Jónas flutti til Reykjavíkur hélt ég yfirleitt til hjá honum þegar ég var fyrir sunnan.“ Átti fleiri tonn af bókum Sigurður Draumland er Herði líka minnisstæður. „Hann átti fleiri tonn af bókum. Eftir hann var safnið selt suður og mig minnir að það hafi ver- ið fulllestaður vörubíll. Bókasafn Sigurðar var sérkennilegt með það að hann átti mörg eintök af ýmsum bókum. Hann pakkaði bókunum allt- af inn og setti þær í kassa þegar hann var búinn að lesa þær og stafl- aði svo kössunum upp. Sigurður bjó í litlu húsi og þegar hann dó var það massíft af bókum.“ Hörður kom stundum til Sigurðar með bækur frá Amtsbókasafninu. „Ég var alltaf að vona að hann byði mér inn en það gerðist aldrei. Ég komst ekki lengra en í dyrnar. Sig- urður bjó einn og eitt haustið tókum við eftir því að hann hætti að koma á safnið. Þá var farið að athuga málið og fannst hann dáinn í rúmi sínu með bók á bringunni og gleraugu á nefinu.“ Jón Sigfússon var enn einn ástríðusafnarinn. „Það er sagt að hrollur hafi farið um mannskapinn þegar menn vissu að boðið var fyrir Jón á uppboðunum. Jón sagði sínu fólki bara að kaupa bókina og setti ekkert þak á það. Hann átti mjög gott og merkilegt safn.“ Hörður hefur áhyggjur af stöðu bókasafnarans. Mönnum sem safni bókum af alúð og ástríðu fækki með hverju árinu. „Unga fólkið í dag hugsar bara um tölvur og hljóm- diska. Þótt margt sé komið í tölvu- tækt form er mikið af bókum eftir. Hvað verður um bókasöfn sem menn eru búnir að leggja í mikinn tíma og mikla fjármuni þegar þeir falla frá? Hafa erfingjarnir einhvern skilning á þessum verðmætum eða láta þeir þetta bara fara út í veður og vind? Ég er búinn að skipta mörgum söfn- um úr dánarbúum og oft heyrist mér fólk telja að þetta sé einskis virði. Mér var kennt að bækur væru verð- mæti og það væri synd að fara illa með þær.“ Hörður telur þó ekki útilokað að einhverjir taki við kyndlinum. „Sem betur fer eru alltaf til einhverjir sér- vitringar. Vonandi halda þeir bók- inni áfram á lofti.“ Hafði ekki áhuga á búskap Enda þótt Hörður sé uppalinn í sveit stóð hugur hans aldrei til þess að verða bóndi. „Ég var ekkert gef- inn fyrir búskap en það var á for- eldrum mínum að heyra að það væri ekki annar atvinnuvegur til. Búið var að byggja allt upp í Garðsá og það hefði þannig lagað ekki verið slæmt að taka við búinu en það kom ekki til greina þar sem bakið á mér gaf sig þegar ég var ungur maður og ég gat fyrir vikið ekki unnið neina erfiðisvinnu. Gat varla tekið upp fóð- urblöndupoka.“ Hörður var til heimilis í Garðsá þar til hann fluttist til Akureyrar, 37 ára að aldri. „Þá fékk ég vinnu í raf- tækjabúð Kaupfélagsins enda þótt ég væri gjörsamlega grænn á því sviði. Þar vann ég í tvö ár eða þang- að til ég fékk vinnu á Amtsbókasafn- inu. Það kom þannig til að Árni Jónsson, sem var forstöðumaður bókasafnsins og hefur líklega þekkt eitthvað til mín, kom einu sinni út í raftækjabúð og var að kaupa perur. Meðan ég er að afgreiða hann spyr hann mig sísona hvort það sé ekki skárra að afgreiða bækur en perur. Ég sagðist halda að það væri örugg- lega skemmtilegra en ég kynni samt ekkert til þeirra hluta. „Ja,“ sagði þá Árni. „Það þarf ekki mikla kunnáttu til.“ Hann bætti við að ári síðar yrði nýtt húsnæði tekið í notkun og að hann vantaði mann í afgreiðsluna. Hann tók fram að hann réði þessu ekki einn en ef ég sækti um myndi hann reyna að stuðla að því að ég fengi þessa vinnu.“ Hörður heyrði ekki meira um mál- ið fyrr en u.þ.b. ári síðar. „Þá hringdi Árni í mig og sagði að ég yrði að skrifa umsókn strax um kvöldið. Það gerði ég. Það var lítið um vinnu á Akureyri á þessum tíma og mér var sagt að ellefu hefðu sótt um. Þeir voru að ég held flestir skárri en ég en það fór samt svo að ég fékk starfið.“ Kenndi bókband Herði líkaði starfið á bókasafninu vel en það voru viss vonbrigði að kaupið var lægra en hjá Kaupfélag- inu. „Vinnan byrjaði ekki fyrr en klukkan eitt og var til klukkan sjö, þannig að mér kom til hugar að nýta morguninn til að vinna upp þennan launamismun. Fljótlega á eftir vant- aði kennara í bókbandi við Gagn- fræðaskólann. Guðmundur Frímann var orðinn gamall og kenndi færri tíma en áður, þannig að finna þurfti mann til að fylla í skarðið. Ég kunni ekki mikið í bókbandi en tók þetta samt svellkaldur að mér og kenndi þrjá tíma á dag. Þetta gerði ég í þrjá vetur.“ Ástæðan fyrir því að Hörður hætti að kenna var sú að gera þurfti í auknum mæli upp bækur á Amts- bókasafninu. Tók hann það verk að sér. „Mér þótti miklu þægilegra að geta unnið á sama stað, auk þess sem ég hafði nokkuð gaman af þess- um viðgerðum. Þessu hlutverki gegndi ég alla tíð á bókasafninu og það var ekki lítið verk því bækurnar gengu býsna ört úr sér, ekki síst myndasögubækurnar. Undir það síðasta borgaði sig raunar frekar að kaupa ný eintök á mörkuðum en að tjasla í þau gömlu.“ Átti að vera góður við gamla fólkið og krakkana Eins og gefur að skilja var starf bókavarðarins draumastarf fyrir bókelskan mann eins og Hörð. „Ég kunni alla tíð vel við mig í því starfi. Erillinn var mikill en ég var léttur á fæti og tók stigann í tveimur eða þremur stökkum. Þótt það væru um 40.000 bækur í útlánunum þar sem ég var þekkti ég þær flestar í sjón og margar af þeim hafði ég lesið.“ Hörður kveðst bara hafa fengið tvær reglur til að fara eftir þegar hann hóf störf á Amtsbókasafninu. „Árni heitinn sagði: „Þú verður að vera góður við gamla fólkið og góður við krakkana.“ Þetta reyndi ég eftir bestu getu.“ Hörður segir alltof mikinn tíma hafa farið í það að endurheimta bæk- ur. „Það var eins og sumt fólk skildi ekki að það þyrfti að skila þessu. En það þýðir víst lítið að reka bókasafn ef bókum er ekki skilað. Við byrj- uðum á því að senda rukkunarbréf og fólk var beðið að borga smávægi- lega sekt, sem hækkaði eftir því sem bækurnar urðu fleiri. Það glataðist töluvert af bókum. Þetta er breytt í dag. Núna er þetta sett í innheimtu ef menn bregðast ekki við greiðslu- áskorun.“ Hörður rifjar upp samskipti við mann nokkurn. „Dóttir hans lenti í vanskilum með bók sem hún hafði reyndar ekki fengið því hún var að- eins fyrir fullorðna. Ég fór að orða þetta við föður hennar en hann tók þessu fjarri. Svo sagði hann að þetta hefði ekki verið tekið út á sitt skír- teini. Það vissi ég en benti honum á að hann hefði skrifað upp á ábyrgð- arkortið. Þetta gekk eitthvað á ann- að ár eða þriðja, þangað til að ég sá þessa bók á bókamarkaði og keypti hana á 500 krónur. Næst þegar karl kom sýndi ég honum bókina og sagði best að hann gerði þetta snöggvast upp og borgaði bókina. Hann féllst á það og þar með var málið úr sög- unni. Ég var harla feginn. Við fund- um yfirleitt leið til að leysa málin.“ Hann má ekki sjá mig! Margt skemmtilegt dreif á daga Harðar á Amtsbókasafninu og ýmsir skrautlegir karakterar stungu þar við stafni. „Ég man eftir vestur- íslenskum karli sem kom þarna oft. Hann var frekar skapstirður. Einu sinni var ég að tala við Jón heitinn Rögnvaldsson inni í lítilli kompu við hliðina á afgreiðsluborðinu. Kemur þá ekki karlinn. Jón heyrir í honum og segir strax: „Ég hef engan tíma til að tala við hann núna og hann má ekki sjá mig.“ Karlinn settist hins vegar þarna við borð og horfði til suðurs að útgöngudyrunum, þannig að það var engin útgönguleið fyrir Jón. Ég hentist því upp á loft til Árna heitins Jónssonar og sagði honum að ekki væri gott í efni, karl- inn væri kominn og Jón þyrfti að komast óséður út. Árni hló mikið og kvaðst mundu laga þetta snarlega. Kom svo niður, tók undir höndina á karlinum og leiddi hann upp. Þá skaust Jón út.“ Á seinni árum eftir að Gísli heitinn Jónsson menntaskólakennari hætti að kenna var hann með vinnuað- stöðu á safninu og ýmsir komu að finna hann. „Þá var svo um samið ef ákveðnir menn kæmu þá áttum við að hringja upp til Gísla og hann fór út bakdyramegin.“ Stálminni Steindórs frá Hlöðum Minnisstæðasti gesturinn á Amts- bókasafninu var Steindór heitinn Steindórsson frá Hlöðum. „Hann kom oft á safnið og var ákaflega skemmtilegur. Einu sinni lagði ég að honum að koma á haganlegum tíma, svona um kaffileytið, til að fá kaffi og spjalla við Gísla. Hann var ekki frá því og eftir það kom hann jafnan á þeim tíma. Það voru skemmtilegir kaffitímar en því miður urðu þeir stundum býsna langir.“ Hörður kveðst oft hafa leitað til Steindórs ef hann vantaði upplýs- ingar um eitthvað. „Það brást aldrei að hann gat leyst úr þeim málum. Hann var vel að sér á öllum sviðum, ekki síst í sögu og bókmenntum. Þá hef ég ekki þekkt mann sem hefur haft annað eins minni og Steindór.“ Steindór missti sjónina á efri ár- um og var Hörður stundum fenginn til að lesa upp fyrir gamla manninn. „Ég er náttúrlega lélegur upplesari en baslaðist þetta þó einhvern veg- inn. Ég fór oft og las fyrir hann og þá spjölluðum við líka mikið. Einu sinni las ég fyrir Steindór bók um ís- lenska hafnarstúdenta en þar var hann á heimavelli og hefði getað bætt miklu við þá bók hefði hann verið nærstaddur þar sem hún var framleidd.“ Steindór var mikill bókasafnari og sótti m.a. margar bækur til Íslend- ingabyggða í Vesturheimi. „Einu sinni kom hann á bóndabæ vestra og talið barst að íslenskum bókum. Eitthvað var nú til á bænum en verst var að það var allt úti í hænsnakofa. Það stóð hins vegar ekki fyrir Stein- dóri. Hann leit út í hænsnakofann og fann margar dýrindis bækur. Þvílíkt og annað eins.“ Það var og. Hörður lætur hér staðar numið í frásögn sinni af bók- um og bóktryggum mönnum. Sigríð- ur hefur lagt á borð og mér er ljóst að ég hverf ekki svangur út í snjóinn aftur – hvorki á líkama né sál. orri@mbl.is Bókavörðurinn Hörður fékk tvær reglur til að fara eftir er hann hóf störf á Amtsbókasafninu. „Árni heitinn Jóns- son sagði: „Þú verður að vera góður við gamla fólkið og góður við krakkana.“ Þetta reyndi ég eftir bestu getu.“ Óskum aðildarfélögum okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Staðlaráð Íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.