Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 29

Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 29 dag. Þá var það í rauninni þetta sem ég var að hugsa: ég vildi sjá þessi andlit aftur, vildi ekki sjá þau hverfa. Síðan er ég kom heim settist ég stundum við að horfa á sérstakan þátt í bandarísku sjónvarpi helgaðan föllnum hermönnum í Írak. Og ef ég horfði á andlitin á skerminum fannst mér þetta vera „strákarnir mínir“ frá því niður frá.“ Með ódrepandi áhuga á stríðinu Þegar Hjalti Hjálmarsson frétti af gerð myndarinnar Flags of our Fat- hers hér á landi þurfti ekki að spyrja að áhuga hans á þátttöku. Hjalti hef- ur nefnilega haft ástríðufullan áhuga á seinni heimsstyrjöldinni frá barns- aldri. „Þegar ég var átta ára gaf frænka mín mér bækur úr bókaflokki um seinni heimsstyrjöldina. Þær kveiktu áhugann, en samt fór ég ekki strax að safna styrjaldarefni af jafn mikilli geðveiki og í dag. En nú er ég búinn að lesa allan andskotann um styrjöldina. Það var mikið kikk að sjá Saving Private Ryan. Eftir það fór ég að vera geðsjúkur safnari, safna hjálmum og læti. Ég á til dæmis þýskan hermannahjálm, hann er original, frá Normandí. Ég tók málninguna af honum og fann þá þýska örninn undir.“ Hvað um félaga þína, hvaða aug- um líta þeir þennan áhuga? „Ég er búinn að smita geðveikt út frá mér. Þeir eru allir byrjaðir að safna alls kyns dóti. Ég og vinir mínir erum að safna drasli, búningum og svona. Við ætl- um að taka stuttmynd með fyndnum atriðum úr seinni heimsstyrjöldinni. Við erum búnir að vera í tvö ár að plana þetta og safna dóti. Maður er náttúrlega búinn að eyða fárán- legum pening í þetta, hjálma og læti.“ Hjalti lagði meira að segja á sig að sauma sér forláta þýskan herjakka. „Mig langaði í þýskan her- mannabúning en gat hvergi fundið hann. Þá keypti ég sænskan her- mannabúning í staðinn, fann svo á Netinu nákvæma lýsingu á þýska búningnum. Svo spretti ég sænska búningnum upp og sneið hann allan upp á nýtt svo hann varð eins og sá þýski. Ég var í hálft ár að þessu. Það rosalegasta af öllu var að ég notaði ekki saumavél heldur gerði þetta allt í höndunum –“ Hvernig varð þér síðan við er þú fréttir að það ætti að gera mynd úr seinni heimsstyrjöldinni hér? „Ég hugsaði bara „Vá, ef ég fengi bara að vera einhvers staðar aftast í bakgrunni.“ Það skipti engu hvort ég sæist eða ekki, bara að fá að taka þátt í einhverju skemmtilegu. Það var síðan geðveikt gaman að taka þátt í þessu. Ég var í tökum í þrjár vikur. Ég ætlaði bara að vera með í nokkra daga en var svo alltaf beðinn um að halda áfram. Loks gat ég ekki verið lengur, skólinn var byrjaður og ég búinn að missa úr tvær vikur.“ Vandinn að vera heimsstyrjaldarnörd Eftir þátttökuna í kvikmyndinni virðist áhugi Hjalta á seinni heims- styrjöldinni síður en svo í rénun. „Maður fer bara sífellt meira út í smáatriði, alveg niður í fram- leiðsluár á hlutum. Ég get horft á mynd af einhverjum gaurum úr stríðinu og sagt nákvæmlega hvaða ár skotfærabeltið hans var framleitt. Það getur samt verið strembið að vera ofviti á þessu sviði. Ég var til dæmis að horfa á fyrstu Indiana Jones-myndina, sem á að gerast 1936. Samt voru þýsku hermenn- irnir þar með MP 40 vélbyssur –“ Og hvað er að því? „MP 40 – þær voru ekki fram- Stund milli stríða Aukaleikarar úr Fánum feðranna hvílast milli taka. Bók James Bradley er hreint engin lofgjörð um stríð eða styrjaldarrekstur. Hún hefur verið sögð lýsa muninum á goðsögn og veruleika, sannri merkingu hetjuhugtaksins og um leið raunverulegu hlutskipti manna í stríði. Bókin er líka sprottin af persónulegum rótum. Faðir Bradleys, John Bradley, var einn sexmenninganna sem náðu upp á hæsta tind eyjunnar og reistu þar bandaríska fánann sem fræg mynd var tekin af. Þrír sexmenninganna áttu ekki afturkvæmt úr þessari herferð. Aðrir þrír komust aftur heim til Bandaríkjanna, þar á meðal faðir James. Og hann var sá eini þeirra þriggja sem átti nokkurn veginn gæfu- ríkt líf eftir það, stofnaði fjölskyldu og eignaðist nokkur börn. Hins vegar var hann alla tíð þögull sem gröfin um hlutdeild sína í hetjudáðum á Iwo Jima. Bradley sjálfur er geðfelldur maður og nýtur vinsælda sem fyrirlesari víða um heim. Hann er hámenntaður frá háskólum bæði í fæðingarbæ sínum Wisconsin og í Japan. Síðan hefur hann ferðast um allan heim, búið og starfað í yfir 40 löndum. Hann veitir forstöðu sérstakri stofnun, the James Bradley Peace Foundation, sem starfar að auknum skilningi milli Bandaríkjanna og Asíu. Meðan á tökum stóð í Sandvík kom Bradley á tökustað ásamt eiginkonu og tveimur börnum. Börnin höfðu komið við í leikgervadeild myndarinnar og fengið förðunarfólk til að útbúa sig með svöðusár í framan. Það var býsna einkennileg sjón að sjá þessi brosmildu börn með „svöðu- sár“ í andlitinu. Um leið var það vitnisburður þess hvað al- vara og grimmd átakanna hefur fjarlægst með hverri kynslóð. Þegar Bradley bar að var verið að taka atriði þar sem særðir hermenn eru bornir frá átakasvæðinu og hlúð að þeim. Bradley brosti meðan hann leit yfir tökusvæðið með myndavél um hálsinn og sagði „It’s beautiful“. James Bradley Engin lofgjörð um stríð  Jólafrumsýning Þjóðleikhússins á Stóra sviðinu 26. desember b a k kyn jur e f t i r E v r í p í d e s Leikstjóri: Giorgos Zamboulakis Leikmynd, búningar og grímur: Thanos Vovolis Danshöfundur: Erna Ómarsdóttir Tónlist: Atli Ingólfsson Lýsing: Lárus Björnsson Myndvinnsla: Björk Viggósdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.